Elliði Snær: Það er ekkert mál að gíra sig upp þegar maður spilar fyrir Ísland Smári Jökull Jónsson skrifar 13. október 2022 07:30 Elliði Snær gefur alltaf allt í sína leiki og stóð fyrir sínu í vörn íslenska liðsins. Vísir/Hulda Margrét Elliði Snær Viðarsson er orðinn lykilmaður hjá íslenska landsliðinu í handknattleik og þá sérstaklega varnarlega. Hann var ánægður með frammistöðu liðsins gegn Ísrael. „Það er alltaf geggjað gaman að vinna og sérstaklega fyrir fullu húsi hér á Íslandi, ótrúleg tilfinning að taka þátt í þessu,“ sagði Elliði Snær og bætti við að honum þætti fínt að spila á Ásvöllum sem hefur verið heimavöllur landsliðsins á meðan Laugardalshöllin er óleikfær. „Mér finnst alltaf gaman að spila hérna, hvort sem það hefur verið með ÍBV eða landsliðinu. Það er búið að vera rífandi stemmning og bara ótrúlega gaman.“ Elliði var að mestu leyti ánægður með varnarleik íslenska liðsins gegn Ísrael. „Við vorum í smá veseni í byrjun en Bjöggi var ótrúlega góður á þeim kafla og við náðum forskotinu á því. Svo náðum við aðeins að stilla okkur saman þegar leið á leikinn. Það er nýr þjálfari hjá þeim og erfitt að átta sig á hvað þeir ætluðu að gera í upphafi. Við vorum að skoða klippur frá því fyrir tveimur eða þremur árum þannig að við vorum svolítið að geta í eyðurnar. Við náðum að loka alveg í seinni hálfleik.“ Elliði Snær gefur aldrei neitt eftir.Vísir/Hulda Margrét Elliði sagði ánægjulegt að sjá hvernig leikmenn koma inn í liðið í stað þeirra lykilmanna sem voru frá. „Svona er þetta lið. Við erum með valinn mann í hverri stöðu og ef það vantar leikmenn, það vantar tvo bestu leikmennina í liðinu, en við vinnum samt með fimmtán. Það er ótrúlega jákvætt.“ Það sést alltaf þegar Elliði Snær spilar að hann hefur gríðarlega gaman af því að vera inni á vellinum og smitar út frá sér til áhorfenda og annara leikmanna. „Það er ekkert mál að gíra sig þegar maður spilar fyrir Ísland. Maður kemur bara á æfingu og það er mikil samkeppni í liðinu, mikil gleði og samstaða í hópnum. Það er ótrúlega gaman að vera hérna og maður bara nýtur þess í botn.“ Landslið karla í handbolta Tengdar fréttir Gísli Þorgeir: Fannst við sýna fagmennsku og virðingu „Fimmtán marka sigur, topp stemmning og frábærir áhorfendur. Við getum eiginega ekki beðið um meira,“ sagði Gísli Þorgeir Kristjánsson eftir sigur Íslands á Ísrael en Gísli átti mjög góðan leik fyrir íslenska liðið. 12. október 2022 22:32 Guðmundur: Þurfum að viðhalda stöðugleikanum „Frammistaðan var frábær, ég vil byrja á því að þakka stuðningsmönnum og áhorfendum fyrir stórkostlegan stuðning. Enn og aftur er uppselt og það verður gaman þegar við fáum þjóðarhöllina og sjáum sex þúsund áhorfendur á leik. Það vonandi styttist í það,“ sagði Guðmundur Guðmundsson landsliðsþjálfari Íslands eftir góðan sigur á Ísrael í kvöld. 12. október 2022 22:22 Umfjöllun: Ísland - Ísrael 36-21 | Öruggt fyrsta skref í átt að Evrópumótinu Ísland vann öruggan fimmtán marka sigur á Ísrael í undankeppni Evrópumótsins í handknattleik í kvöld. Ísland leiddi 16-10 í hálfleik en í síðari hálfleik jók íslenska liðið muninn jafnt og þétt og sýndu mátt sinn og megin. 12. október 2022 21:44 Mest lesið Kennir kynlífi með kærastanum um að hún féll á lyfjaprófi Sport Neitar að tjá sig um ósættið við Kristófer: „Á milli mín og hans“ Körfubolti Íslandsmethafinn segir enga virðingu borna fyrir íþróttafólkinu: „Út í hött“ Sport Missti tönnina, tók hana upp og fór í bikarúrslit Handbolti Magnús Orri tekur við formannsstólnum af Páli Íslenski boltinn Ólympíufari dæmdur í 21 árs fangelsi fyrir barnaníð Sport Ekki lengur hægt að vera allsber og taka orminn Körfubolti Sektin hans Messi er leyndarmál Fótbolti Vilja banna fullorðnum leikmönnum að nota barnalegghlífar Fótbolti Tekinn af velli eftir að hann fékk morðhótanir úr stúkunni Fótbolti Fleiri fréttir Hægt að hlusta frítt á Þóri Hergeirs segja frá leyndarmálunum Lyftu bikarnum fyrir framan þær en hafa síðan ekki unnið Val í þúsund daga Missti tönnina, tók hana upp og fór í bikarúrslit Uppgjörið: Fram - Afturelding 36-33 | Fram í bikarúrslit eftir framlengingu Orri með fjögur gegn strákunum hans Guðmundar „Veit ekki hvar on-takkinn er“ „Þetta bara svíngekk“ Sjötta tap Hauks og félaga í röð Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 34-29 | Stjarnan flaug í úrslit Hafa ekki tapað undanúrslitaleik í nítján ár Ætla ekki að bíða aftur í 24 ár Sveinn spilar í fimmta landinu Róbert hættir með Gróttu eftir tímabilið Dagur skilaði sínu fyrir Montpellier sem er komið áfram Elliði Snær frábær í góðum sigri Karabatic-ballið alveg búið Haukar fara til Bosníu Íslendingaliðið með stórsigur og á góðu róli Haukur hlýddi Snorra strax og er á leið til Löwen Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar Átján íslensk mörk í stórsigri Kolstad Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins „Við vorum yfirspenntar“ Óðinn öflugur í sigri og Magdeburg með í toppbaráttunni Dana markahæst í tólfta sigrinum í röð Haukur markahæstur þegar Dinamo náði níu stiga forskoti Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Enn einn stórleikur Elvars og Melsungen áfram á toppnum Elliði frábær þegar Gummersbach valtaði yfir Ljónin frá Löwen Blomberg-Lippe í góðri stöðu í Evrópudeildinni Sjá meira
„Það er alltaf geggjað gaman að vinna og sérstaklega fyrir fullu húsi hér á Íslandi, ótrúleg tilfinning að taka þátt í þessu,“ sagði Elliði Snær og bætti við að honum þætti fínt að spila á Ásvöllum sem hefur verið heimavöllur landsliðsins á meðan Laugardalshöllin er óleikfær. „Mér finnst alltaf gaman að spila hérna, hvort sem það hefur verið með ÍBV eða landsliðinu. Það er búið að vera rífandi stemmning og bara ótrúlega gaman.“ Elliði var að mestu leyti ánægður með varnarleik íslenska liðsins gegn Ísrael. „Við vorum í smá veseni í byrjun en Bjöggi var ótrúlega góður á þeim kafla og við náðum forskotinu á því. Svo náðum við aðeins að stilla okkur saman þegar leið á leikinn. Það er nýr þjálfari hjá þeim og erfitt að átta sig á hvað þeir ætluðu að gera í upphafi. Við vorum að skoða klippur frá því fyrir tveimur eða þremur árum þannig að við vorum svolítið að geta í eyðurnar. Við náðum að loka alveg í seinni hálfleik.“ Elliði Snær gefur aldrei neitt eftir.Vísir/Hulda Margrét Elliði sagði ánægjulegt að sjá hvernig leikmenn koma inn í liðið í stað þeirra lykilmanna sem voru frá. „Svona er þetta lið. Við erum með valinn mann í hverri stöðu og ef það vantar leikmenn, það vantar tvo bestu leikmennina í liðinu, en við vinnum samt með fimmtán. Það er ótrúlega jákvætt.“ Það sést alltaf þegar Elliði Snær spilar að hann hefur gríðarlega gaman af því að vera inni á vellinum og smitar út frá sér til áhorfenda og annara leikmanna. „Það er ekkert mál að gíra sig þegar maður spilar fyrir Ísland. Maður kemur bara á æfingu og það er mikil samkeppni í liðinu, mikil gleði og samstaða í hópnum. Það er ótrúlega gaman að vera hérna og maður bara nýtur þess í botn.“
Landslið karla í handbolta Tengdar fréttir Gísli Þorgeir: Fannst við sýna fagmennsku og virðingu „Fimmtán marka sigur, topp stemmning og frábærir áhorfendur. Við getum eiginega ekki beðið um meira,“ sagði Gísli Þorgeir Kristjánsson eftir sigur Íslands á Ísrael en Gísli átti mjög góðan leik fyrir íslenska liðið. 12. október 2022 22:32 Guðmundur: Þurfum að viðhalda stöðugleikanum „Frammistaðan var frábær, ég vil byrja á því að þakka stuðningsmönnum og áhorfendum fyrir stórkostlegan stuðning. Enn og aftur er uppselt og það verður gaman þegar við fáum þjóðarhöllina og sjáum sex þúsund áhorfendur á leik. Það vonandi styttist í það,“ sagði Guðmundur Guðmundsson landsliðsþjálfari Íslands eftir góðan sigur á Ísrael í kvöld. 12. október 2022 22:22 Umfjöllun: Ísland - Ísrael 36-21 | Öruggt fyrsta skref í átt að Evrópumótinu Ísland vann öruggan fimmtán marka sigur á Ísrael í undankeppni Evrópumótsins í handknattleik í kvöld. Ísland leiddi 16-10 í hálfleik en í síðari hálfleik jók íslenska liðið muninn jafnt og þétt og sýndu mátt sinn og megin. 12. október 2022 21:44 Mest lesið Kennir kynlífi með kærastanum um að hún féll á lyfjaprófi Sport Neitar að tjá sig um ósættið við Kristófer: „Á milli mín og hans“ Körfubolti Íslandsmethafinn segir enga virðingu borna fyrir íþróttafólkinu: „Út í hött“ Sport Missti tönnina, tók hana upp og fór í bikarúrslit Handbolti Magnús Orri tekur við formannsstólnum af Páli Íslenski boltinn Ólympíufari dæmdur í 21 árs fangelsi fyrir barnaníð Sport Ekki lengur hægt að vera allsber og taka orminn Körfubolti Sektin hans Messi er leyndarmál Fótbolti Vilja banna fullorðnum leikmönnum að nota barnalegghlífar Fótbolti Tekinn af velli eftir að hann fékk morðhótanir úr stúkunni Fótbolti Fleiri fréttir Hægt að hlusta frítt á Þóri Hergeirs segja frá leyndarmálunum Lyftu bikarnum fyrir framan þær en hafa síðan ekki unnið Val í þúsund daga Missti tönnina, tók hana upp og fór í bikarúrslit Uppgjörið: Fram - Afturelding 36-33 | Fram í bikarúrslit eftir framlengingu Orri með fjögur gegn strákunum hans Guðmundar „Veit ekki hvar on-takkinn er“ „Þetta bara svíngekk“ Sjötta tap Hauks og félaga í röð Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 34-29 | Stjarnan flaug í úrslit Hafa ekki tapað undanúrslitaleik í nítján ár Ætla ekki að bíða aftur í 24 ár Sveinn spilar í fimmta landinu Róbert hættir með Gróttu eftir tímabilið Dagur skilaði sínu fyrir Montpellier sem er komið áfram Elliði Snær frábær í góðum sigri Karabatic-ballið alveg búið Haukar fara til Bosníu Íslendingaliðið með stórsigur og á góðu róli Haukur hlýddi Snorra strax og er á leið til Löwen Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar Átján íslensk mörk í stórsigri Kolstad Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins „Við vorum yfirspenntar“ Óðinn öflugur í sigri og Magdeburg með í toppbaráttunni Dana markahæst í tólfta sigrinum í röð Haukur markahæstur þegar Dinamo náði níu stiga forskoti Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Enn einn stórleikur Elvars og Melsungen áfram á toppnum Elliði frábær þegar Gummersbach valtaði yfir Ljónin frá Löwen Blomberg-Lippe í góðri stöðu í Evrópudeildinni Sjá meira
Gísli Þorgeir: Fannst við sýna fagmennsku og virðingu „Fimmtán marka sigur, topp stemmning og frábærir áhorfendur. Við getum eiginega ekki beðið um meira,“ sagði Gísli Þorgeir Kristjánsson eftir sigur Íslands á Ísrael en Gísli átti mjög góðan leik fyrir íslenska liðið. 12. október 2022 22:32
Guðmundur: Þurfum að viðhalda stöðugleikanum „Frammistaðan var frábær, ég vil byrja á því að þakka stuðningsmönnum og áhorfendum fyrir stórkostlegan stuðning. Enn og aftur er uppselt og það verður gaman þegar við fáum þjóðarhöllina og sjáum sex þúsund áhorfendur á leik. Það vonandi styttist í það,“ sagði Guðmundur Guðmundsson landsliðsþjálfari Íslands eftir góðan sigur á Ísrael í kvöld. 12. október 2022 22:22
Umfjöllun: Ísland - Ísrael 36-21 | Öruggt fyrsta skref í átt að Evrópumótinu Ísland vann öruggan fimmtán marka sigur á Ísrael í undankeppni Evrópumótsins í handknattleik í kvöld. Ísland leiddi 16-10 í hálfleik en í síðari hálfleik jók íslenska liðið muninn jafnt og þétt og sýndu mátt sinn og megin. 12. október 2022 21:44