Elliði Snær: Það er ekkert mál að gíra sig upp þegar maður spilar fyrir Ísland Smári Jökull Jónsson skrifar 13. október 2022 07:30 Elliði Snær gefur alltaf allt í sína leiki og stóð fyrir sínu í vörn íslenska liðsins. Vísir/Hulda Margrét Elliði Snær Viðarsson er orðinn lykilmaður hjá íslenska landsliðinu í handknattleik og þá sérstaklega varnarlega. Hann var ánægður með frammistöðu liðsins gegn Ísrael. „Það er alltaf geggjað gaman að vinna og sérstaklega fyrir fullu húsi hér á Íslandi, ótrúleg tilfinning að taka þátt í þessu,“ sagði Elliði Snær og bætti við að honum þætti fínt að spila á Ásvöllum sem hefur verið heimavöllur landsliðsins á meðan Laugardalshöllin er óleikfær. „Mér finnst alltaf gaman að spila hérna, hvort sem það hefur verið með ÍBV eða landsliðinu. Það er búið að vera rífandi stemmning og bara ótrúlega gaman.“ Elliði var að mestu leyti ánægður með varnarleik íslenska liðsins gegn Ísrael. „Við vorum í smá veseni í byrjun en Bjöggi var ótrúlega góður á þeim kafla og við náðum forskotinu á því. Svo náðum við aðeins að stilla okkur saman þegar leið á leikinn. Það er nýr þjálfari hjá þeim og erfitt að átta sig á hvað þeir ætluðu að gera í upphafi. Við vorum að skoða klippur frá því fyrir tveimur eða þremur árum þannig að við vorum svolítið að geta í eyðurnar. Við náðum að loka alveg í seinni hálfleik.“ Elliði Snær gefur aldrei neitt eftir.Vísir/Hulda Margrét Elliði sagði ánægjulegt að sjá hvernig leikmenn koma inn í liðið í stað þeirra lykilmanna sem voru frá. „Svona er þetta lið. Við erum með valinn mann í hverri stöðu og ef það vantar leikmenn, það vantar tvo bestu leikmennina í liðinu, en við vinnum samt með fimmtán. Það er ótrúlega jákvætt.“ Það sést alltaf þegar Elliði Snær spilar að hann hefur gríðarlega gaman af því að vera inni á vellinum og smitar út frá sér til áhorfenda og annara leikmanna. „Það er ekkert mál að gíra sig þegar maður spilar fyrir Ísland. Maður kemur bara á æfingu og það er mikil samkeppni í liðinu, mikil gleði og samstaða í hópnum. Það er ótrúlega gaman að vera hérna og maður bara nýtur þess í botn.“ Landslið karla í handbolta Tengdar fréttir Gísli Þorgeir: Fannst við sýna fagmennsku og virðingu „Fimmtán marka sigur, topp stemmning og frábærir áhorfendur. Við getum eiginega ekki beðið um meira,“ sagði Gísli Þorgeir Kristjánsson eftir sigur Íslands á Ísrael en Gísli átti mjög góðan leik fyrir íslenska liðið. 12. október 2022 22:32 Guðmundur: Þurfum að viðhalda stöðugleikanum „Frammistaðan var frábær, ég vil byrja á því að þakka stuðningsmönnum og áhorfendum fyrir stórkostlegan stuðning. Enn og aftur er uppselt og það verður gaman þegar við fáum þjóðarhöllina og sjáum sex þúsund áhorfendur á leik. Það vonandi styttist í það,“ sagði Guðmundur Guðmundsson landsliðsþjálfari Íslands eftir góðan sigur á Ísrael í kvöld. 12. október 2022 22:22 Umfjöllun: Ísland - Ísrael 36-21 | Öruggt fyrsta skref í átt að Evrópumótinu Ísland vann öruggan fimmtán marka sigur á Ísrael í undankeppni Evrópumótsins í handknattleik í kvöld. Ísland leiddi 16-10 í hálfleik en í síðari hálfleik jók íslenska liðið muninn jafnt og þétt og sýndu mátt sinn og megin. 12. október 2022 21:44 Mest lesið Heimir staðfastur þrátt fyrir kjaftshögg Szoboszlai Fótbolti Vekur athygli fyrir opinskáa umræðu um veikindi sín Körfubolti Coote viðurkennir að hafa framleitt barnaníðsefni Enski boltinn Lukaku segist hafa verið fjárkúgaður af fólki sem vildi ekki skila líki föður hans Fótbolti Trump hótar að taka HM-leiki af Boston Fótbolti Fertugur Ronaldo sló met og hjálpaði Heimi Fótbolti Heimir fagnaði sigri og HM enn möguleiki Fótbolti Gagnrýnir Heimi og segir hann ekki þekkja leikmenn Fótbolti Hæstánægð þrátt fyrir krefjandi áskoranir utan vallar Handbolti „Allt þetta fólk sem kemur að þessu á þvílíkan heiður skilinn“ Handbolti Fleiri fréttir Hæstánægð þrátt fyrir krefjandi áskoranir utan vallar Uppgjörið: Fram - Porto 26-38 | Vel studdur Þorsteinn fer glaður til Portúgals „Allt þetta fólk sem kemur að þessu á þvílíkan heiður skilinn“ Donni öflugur í sigri á Spáni Íslendingar í Evrópudeild: Óðinn raðaði inn mörkum í Sviss „Þá geta menn alveg eins verið heima í stofu í Playstation“ Snýr aftur í landsliðið eftir að hafa fengið blóðtappa í heila og farið í hjartaaðgerð Langþráður sigur FH fyrir austan fjall Daníel meiddist við myndbandsgerð fyrir HSÍ Haukar skelltu ÍBV í Eyjum Íslensku strákarnir klikkuðu ekki á skoti í stórsigri Hrun í lokin og fyrsta tapið hjá Dönu og félögum Viktor Gísli skallaði slána í Meistaradeildarleik „Ætla mér að spila fyrir íslenska landsliðið í framtíðinni“ Íslendingar sigursælir í evrópska handboltanum Fimm íslensk mörk í langþráðum sigri Elín Klara var frábær en ekkert gekk hjá Aldísi Ástu Bjarni með tólf og KA vann meistarana Átta frá Blæ dugðu ekki til fyrsta sigursins Handboltinn í fyrsta sæti en tilbiður enn listagyðjuna Draumadeildin staðið undir væntingum Leyfðum okkur hluti sem að við höfum ekki verið að gera Háspenna þegar Selfoss fékk sín fyrstu stig Viktor Gísli og Bjarki unnu í Meistaradeildinni Nýliðarnir hársbreidd frá sigri í Krikanum Guðjón og Arnór stýrðu til sigurs í Þýskalandi Uppgjörið: Valur - Afturelding 35-25 | Magnaður Björgvin Páll lagði grunninn Sammála Snorra: „Alltaf á hreinu að við vorum á sömu blaðsíðunni“ Nýtur sín vel í sterkari deild: „Alveg sannfærður um að ég hafi valið vel“ Anton og Jónas áfram fastagestir á EM Sjá meira
„Það er alltaf geggjað gaman að vinna og sérstaklega fyrir fullu húsi hér á Íslandi, ótrúleg tilfinning að taka þátt í þessu,“ sagði Elliði Snær og bætti við að honum þætti fínt að spila á Ásvöllum sem hefur verið heimavöllur landsliðsins á meðan Laugardalshöllin er óleikfær. „Mér finnst alltaf gaman að spila hérna, hvort sem það hefur verið með ÍBV eða landsliðinu. Það er búið að vera rífandi stemmning og bara ótrúlega gaman.“ Elliði var að mestu leyti ánægður með varnarleik íslenska liðsins gegn Ísrael. „Við vorum í smá veseni í byrjun en Bjöggi var ótrúlega góður á þeim kafla og við náðum forskotinu á því. Svo náðum við aðeins að stilla okkur saman þegar leið á leikinn. Það er nýr þjálfari hjá þeim og erfitt að átta sig á hvað þeir ætluðu að gera í upphafi. Við vorum að skoða klippur frá því fyrir tveimur eða þremur árum þannig að við vorum svolítið að geta í eyðurnar. Við náðum að loka alveg í seinni hálfleik.“ Elliði Snær gefur aldrei neitt eftir.Vísir/Hulda Margrét Elliði sagði ánægjulegt að sjá hvernig leikmenn koma inn í liðið í stað þeirra lykilmanna sem voru frá. „Svona er þetta lið. Við erum með valinn mann í hverri stöðu og ef það vantar leikmenn, það vantar tvo bestu leikmennina í liðinu, en við vinnum samt með fimmtán. Það er ótrúlega jákvætt.“ Það sést alltaf þegar Elliði Snær spilar að hann hefur gríðarlega gaman af því að vera inni á vellinum og smitar út frá sér til áhorfenda og annara leikmanna. „Það er ekkert mál að gíra sig þegar maður spilar fyrir Ísland. Maður kemur bara á æfingu og það er mikil samkeppni í liðinu, mikil gleði og samstaða í hópnum. Það er ótrúlega gaman að vera hérna og maður bara nýtur þess í botn.“
Landslið karla í handbolta Tengdar fréttir Gísli Þorgeir: Fannst við sýna fagmennsku og virðingu „Fimmtán marka sigur, topp stemmning og frábærir áhorfendur. Við getum eiginega ekki beðið um meira,“ sagði Gísli Þorgeir Kristjánsson eftir sigur Íslands á Ísrael en Gísli átti mjög góðan leik fyrir íslenska liðið. 12. október 2022 22:32 Guðmundur: Þurfum að viðhalda stöðugleikanum „Frammistaðan var frábær, ég vil byrja á því að þakka stuðningsmönnum og áhorfendum fyrir stórkostlegan stuðning. Enn og aftur er uppselt og það verður gaman þegar við fáum þjóðarhöllina og sjáum sex þúsund áhorfendur á leik. Það vonandi styttist í það,“ sagði Guðmundur Guðmundsson landsliðsþjálfari Íslands eftir góðan sigur á Ísrael í kvöld. 12. október 2022 22:22 Umfjöllun: Ísland - Ísrael 36-21 | Öruggt fyrsta skref í átt að Evrópumótinu Ísland vann öruggan fimmtán marka sigur á Ísrael í undankeppni Evrópumótsins í handknattleik í kvöld. Ísland leiddi 16-10 í hálfleik en í síðari hálfleik jók íslenska liðið muninn jafnt og þétt og sýndu mátt sinn og megin. 12. október 2022 21:44 Mest lesið Heimir staðfastur þrátt fyrir kjaftshögg Szoboszlai Fótbolti Vekur athygli fyrir opinskáa umræðu um veikindi sín Körfubolti Coote viðurkennir að hafa framleitt barnaníðsefni Enski boltinn Lukaku segist hafa verið fjárkúgaður af fólki sem vildi ekki skila líki föður hans Fótbolti Trump hótar að taka HM-leiki af Boston Fótbolti Fertugur Ronaldo sló met og hjálpaði Heimi Fótbolti Heimir fagnaði sigri og HM enn möguleiki Fótbolti Gagnrýnir Heimi og segir hann ekki þekkja leikmenn Fótbolti Hæstánægð þrátt fyrir krefjandi áskoranir utan vallar Handbolti „Allt þetta fólk sem kemur að þessu á þvílíkan heiður skilinn“ Handbolti Fleiri fréttir Hæstánægð þrátt fyrir krefjandi áskoranir utan vallar Uppgjörið: Fram - Porto 26-38 | Vel studdur Þorsteinn fer glaður til Portúgals „Allt þetta fólk sem kemur að þessu á þvílíkan heiður skilinn“ Donni öflugur í sigri á Spáni Íslendingar í Evrópudeild: Óðinn raðaði inn mörkum í Sviss „Þá geta menn alveg eins verið heima í stofu í Playstation“ Snýr aftur í landsliðið eftir að hafa fengið blóðtappa í heila og farið í hjartaaðgerð Langþráður sigur FH fyrir austan fjall Daníel meiddist við myndbandsgerð fyrir HSÍ Haukar skelltu ÍBV í Eyjum Íslensku strákarnir klikkuðu ekki á skoti í stórsigri Hrun í lokin og fyrsta tapið hjá Dönu og félögum Viktor Gísli skallaði slána í Meistaradeildarleik „Ætla mér að spila fyrir íslenska landsliðið í framtíðinni“ Íslendingar sigursælir í evrópska handboltanum Fimm íslensk mörk í langþráðum sigri Elín Klara var frábær en ekkert gekk hjá Aldísi Ástu Bjarni með tólf og KA vann meistarana Átta frá Blæ dugðu ekki til fyrsta sigursins Handboltinn í fyrsta sæti en tilbiður enn listagyðjuna Draumadeildin staðið undir væntingum Leyfðum okkur hluti sem að við höfum ekki verið að gera Háspenna þegar Selfoss fékk sín fyrstu stig Viktor Gísli og Bjarki unnu í Meistaradeildinni Nýliðarnir hársbreidd frá sigri í Krikanum Guðjón og Arnór stýrðu til sigurs í Þýskalandi Uppgjörið: Valur - Afturelding 35-25 | Magnaður Björgvin Páll lagði grunninn Sammála Snorra: „Alltaf á hreinu að við vorum á sömu blaðsíðunni“ Nýtur sín vel í sterkari deild: „Alveg sannfærður um að ég hafi valið vel“ Anton og Jónas áfram fastagestir á EM Sjá meira
Gísli Þorgeir: Fannst við sýna fagmennsku og virðingu „Fimmtán marka sigur, topp stemmning og frábærir áhorfendur. Við getum eiginega ekki beðið um meira,“ sagði Gísli Þorgeir Kristjánsson eftir sigur Íslands á Ísrael en Gísli átti mjög góðan leik fyrir íslenska liðið. 12. október 2022 22:32
Guðmundur: Þurfum að viðhalda stöðugleikanum „Frammistaðan var frábær, ég vil byrja á því að þakka stuðningsmönnum og áhorfendum fyrir stórkostlegan stuðning. Enn og aftur er uppselt og það verður gaman þegar við fáum þjóðarhöllina og sjáum sex þúsund áhorfendur á leik. Það vonandi styttist í það,“ sagði Guðmundur Guðmundsson landsliðsþjálfari Íslands eftir góðan sigur á Ísrael í kvöld. 12. október 2022 22:22
Umfjöllun: Ísland - Ísrael 36-21 | Öruggt fyrsta skref í átt að Evrópumótinu Ísland vann öruggan fimmtán marka sigur á Ísrael í undankeppni Evrópumótsins í handknattleik í kvöld. Ísland leiddi 16-10 í hálfleik en í síðari hálfleik jók íslenska liðið muninn jafnt og þétt og sýndu mátt sinn og megin. 12. október 2022 21:44