Katastrófa í dönskum byggingariðnaði Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar 13. október 2022 08:30 Fram undan er svartur vetur í dönskum byggingariðnaði og líklega í stórum hluta Evrópu. Rafmagns og hitunar kostnaður ríkur upp sem og matur og því hefur dregið verulega úr kaupgetu Hr og Fru Hansen eins og Daninn kallar hinn almenna einstaklings kúnna. 10% verðbólga er staðreynd í Evrópu og Danir að upplifa mestu verðbólgu í 40 ár. Sambærilega mæld verðbólga er um 5% á Íslandi. Orkukostnaður kemur ofan í gríðarlegar hækkanir sem hafa orðið á byggingarvörum og þá sérstaklega vörum sem framleiddar eru með mikilli orku eins og múrsteinn, sement, stál, einangrun og gifs. Í Danmörku og Þýskalandi þá er mikið af þessum vörum framleidd með gasi sem gerir stöðuna enn verri. Erfiðleikar í framleiðslu og afhendingu á vörum frá Kína hafa svo alls ekki bætt stöðuna. En það sem er síðan að bæta gráu ofan á svart eru gríðarlegar vaxtahækkanir og er það orðið svo nú að 30 ára húsnæðislán með föstum vöxtum hjá stóru húsnæðislánastofnununum (Real kredit, Total kredit…) eru komin í 7,5% (árlegur kostnaður) og hærra…. Þetta hefur orðið til þess að sala á eldra húsnæði hefur snar minnkað en kannski það sem hefur mest áhrif er að sala á nýju húsnæði er fallið niður um 60-80%. Danskur byggingarmarkaður er öðru vísi en sá íslenski að því leiti að hér í dk þekkist nánast ekki að byggja og selja. Hér eru leigufélögin stórir á markaði (útboð) og síðan eru nær öll einbýli byggð af týpuhúsafyrirtækjum fyrir einstaklinga sem tryggt hafa sér lóð, því í Dk reyna öll sveitarfélög að tryggja nægt lóðaframboð. Verðandi íbúi hefur þannig leitað tilboða og lætur byggja fyrir sig. Hér er selt og svo byggt. Vegna þessa svimandi hárra vaxta er því nær enginn að tryggja sér lóð og láta byggja fyrir sig sem og leigufélögin stóru halda að sér höndum því byggingarkostnaður og vextir hafa rokið upp og því borgar sig ekki lengur að byggja leiguhúsnæði. Háir vextir og aukinn kostnaður hefur því dregið nýbyggingargeirann mjög hratt saman og núna er verið að afhenda hús sem voru seld seint á síðasta ári, en samdrátturinn hófst í byrjun þessa árs 2022. Nú þegar hafa flest stóru týpuhúsafyrirtækin (sem hafa byggt 1.000-1.500 hús á ári) dregið saman reksturinn um 50% og sum meira. Mörg meðalstór fyrirtæki með 50-100 iðnaðarmenn hafa verið að fara á hausinn vegna verðhækkana á byggingarefni. Við sjáum td að stærsta týpuhúsafyrirtæki Danmörku, Huscompagniet AS sem er á markaði, hefur lækkað gríðarlega á hlutabréfamarkaði eða úr 125 kr á hlut í fyrra í 42 kr á hlut í dag…. Það er gríðarleg lækkun og lýsir ástandinu mjög vel. Miklar uppsagnir hafa þegar orðið og verður allt fram að jólum. Vissulega eru mörg verkefni í gangi en mikið er keyrt áfram af sveitarfélögunum sem líka hafa þurft að draga saman seglin vegna vaxtakostnaðar. Bara í mínu sveitarfélagi Sønderborg þá var sveitarfélagið að fresta verkefnum upp á 300 milljónir danskar. Það er alveg sama hvernig horft er á þetta, það er katastrófa fram undan í dönskum byggingariðnaði og líklega á það við um byggingargeirann víðar í Evrópu. En hvernig horfir þetta þá við Íslandi? Jú eins dauði er annars brauð. Það er alveg ljóst að í kortunum er einhver lækkun á byggingarvörum vegna minni eftirspurnar er líður á veturinn, þó vissulega muni orkukostnaður halda einhverjum vörum háum áfram. Við munum líka sjá að miklu meira verður um hæfileika ríka iðnaðarmenn sem gætu komið til Íslands og tekið þátt í bráð nauðsynlegri uppbyggingu á íbúðarhúsnæði. Verðbólga er á niðurleið á Íslandi, atvinnuleysi er nánast ekkert, hátt matvælaverð gagnast íslenskum sjávarútvegi, met hækkun varð á áli í gær 12.okt eða 7,5% á einum degi vegna mögulegs sölubanns á rússnesku áli, ferðaþjónusta er á fullri siglingu eftir covid. En kannski það allra mikilvægasta er að söluverð íbúða á höfuðborgarsvæðinu í dag er amk 30-40% hærra en byggingarkostnaður. Það er því gott rými fyrir einhverja lækkun á húsnæði á höfuðborgarsvæðinu (sem lækkar verðbólgu) og góðan hagnað fyrir verktaka sem eru svo heppnir að fá lóð á íslenskum lóða skortmarkaði. Fyrir 15 árum fóru íslenskir iðnaðarmenn til hinna norðurlandanna í leit að vinnu, nú stefnir í að þetta gæti snúist við. Að Íslendingar gætu fengið til sín hæfileika ríka iðnaðarmenn frá Danmörku td, menn sem kunna að ganga frá flötum þökum, hlaða veggi og setja upp loftræsingu. Ísland á bullandi tækifæri núna að laga sveltan húsnæðismarkað á stuttum tíma með aukinni lóðaúthlutun og góðum iðnaðarmönnum. Stóra tækifæri Íslands núna er að fá lærða og reynda erlenda iðnaðarmenn, ekki bara verkamenn. Kannski er kominn tími til að rifja upp og byrja að „snakke dansk“. Höfundur er eigandi byggingarfyrirtækisins Nordisk Boligbyg aps í Dk. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Byggingariðnaður Danmörk Björgmundur Örn Guðmundsson Mest lesið Halldór 23.8.2025 Halldór Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir Skoðun Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson Skoðun Skoðun Skoðun Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller skrifar Skoðun Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi félagasamtaka og magnað maraþon Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Allt sem ég þarf að gera Dagbjartur Kristjánsson skrifar Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir skrifar Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð, fálmandi mjálm eða aðgerðir? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Vin í eyðimörkinni – almenningsbókasöfn borgarinnar Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson skrifar Skoðun Tíu staðreyndir um alvarlegustu kvenréttindakrísu heims Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Mestu aularnir í Vetrarbrautinni Kári Helgason skrifar Skoðun Fjárfestum í fyrsta bekk, frekar en fangelsum Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Eftirlíking vitundar og hætturnar sem henni fylgja Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Gagnvirkni líkama og vitundar til heilbrigðis Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Nýjar lausnir í kennslu – gamlar hindranir Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Samstarf sem skilar raunverulegum loftslagsaðgerðum Nótt Thorberg skrifar Skoðun Lærum að lesa og reikna Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Loforðið sem borgarstjóri gleymdi Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kristrún, það er bannað að plata Snorri Másson skrifar Skoðun Öndunaræfingar í boði SFS Vala Árnadóttir skrifar Sjá meira
Fram undan er svartur vetur í dönskum byggingariðnaði og líklega í stórum hluta Evrópu. Rafmagns og hitunar kostnaður ríkur upp sem og matur og því hefur dregið verulega úr kaupgetu Hr og Fru Hansen eins og Daninn kallar hinn almenna einstaklings kúnna. 10% verðbólga er staðreynd í Evrópu og Danir að upplifa mestu verðbólgu í 40 ár. Sambærilega mæld verðbólga er um 5% á Íslandi. Orkukostnaður kemur ofan í gríðarlegar hækkanir sem hafa orðið á byggingarvörum og þá sérstaklega vörum sem framleiddar eru með mikilli orku eins og múrsteinn, sement, stál, einangrun og gifs. Í Danmörku og Þýskalandi þá er mikið af þessum vörum framleidd með gasi sem gerir stöðuna enn verri. Erfiðleikar í framleiðslu og afhendingu á vörum frá Kína hafa svo alls ekki bætt stöðuna. En það sem er síðan að bæta gráu ofan á svart eru gríðarlegar vaxtahækkanir og er það orðið svo nú að 30 ára húsnæðislán með föstum vöxtum hjá stóru húsnæðislánastofnununum (Real kredit, Total kredit…) eru komin í 7,5% (árlegur kostnaður) og hærra…. Þetta hefur orðið til þess að sala á eldra húsnæði hefur snar minnkað en kannski það sem hefur mest áhrif er að sala á nýju húsnæði er fallið niður um 60-80%. Danskur byggingarmarkaður er öðru vísi en sá íslenski að því leiti að hér í dk þekkist nánast ekki að byggja og selja. Hér eru leigufélögin stórir á markaði (útboð) og síðan eru nær öll einbýli byggð af týpuhúsafyrirtækjum fyrir einstaklinga sem tryggt hafa sér lóð, því í Dk reyna öll sveitarfélög að tryggja nægt lóðaframboð. Verðandi íbúi hefur þannig leitað tilboða og lætur byggja fyrir sig. Hér er selt og svo byggt. Vegna þessa svimandi hárra vaxta er því nær enginn að tryggja sér lóð og láta byggja fyrir sig sem og leigufélögin stóru halda að sér höndum því byggingarkostnaður og vextir hafa rokið upp og því borgar sig ekki lengur að byggja leiguhúsnæði. Háir vextir og aukinn kostnaður hefur því dregið nýbyggingargeirann mjög hratt saman og núna er verið að afhenda hús sem voru seld seint á síðasta ári, en samdrátturinn hófst í byrjun þessa árs 2022. Nú þegar hafa flest stóru týpuhúsafyrirtækin (sem hafa byggt 1.000-1.500 hús á ári) dregið saman reksturinn um 50% og sum meira. Mörg meðalstór fyrirtæki með 50-100 iðnaðarmenn hafa verið að fara á hausinn vegna verðhækkana á byggingarefni. Við sjáum td að stærsta týpuhúsafyrirtæki Danmörku, Huscompagniet AS sem er á markaði, hefur lækkað gríðarlega á hlutabréfamarkaði eða úr 125 kr á hlut í fyrra í 42 kr á hlut í dag…. Það er gríðarleg lækkun og lýsir ástandinu mjög vel. Miklar uppsagnir hafa þegar orðið og verður allt fram að jólum. Vissulega eru mörg verkefni í gangi en mikið er keyrt áfram af sveitarfélögunum sem líka hafa þurft að draga saman seglin vegna vaxtakostnaðar. Bara í mínu sveitarfélagi Sønderborg þá var sveitarfélagið að fresta verkefnum upp á 300 milljónir danskar. Það er alveg sama hvernig horft er á þetta, það er katastrófa fram undan í dönskum byggingariðnaði og líklega á það við um byggingargeirann víðar í Evrópu. En hvernig horfir þetta þá við Íslandi? Jú eins dauði er annars brauð. Það er alveg ljóst að í kortunum er einhver lækkun á byggingarvörum vegna minni eftirspurnar er líður á veturinn, þó vissulega muni orkukostnaður halda einhverjum vörum háum áfram. Við munum líka sjá að miklu meira verður um hæfileika ríka iðnaðarmenn sem gætu komið til Íslands og tekið þátt í bráð nauðsynlegri uppbyggingu á íbúðarhúsnæði. Verðbólga er á niðurleið á Íslandi, atvinnuleysi er nánast ekkert, hátt matvælaverð gagnast íslenskum sjávarútvegi, met hækkun varð á áli í gær 12.okt eða 7,5% á einum degi vegna mögulegs sölubanns á rússnesku áli, ferðaþjónusta er á fullri siglingu eftir covid. En kannski það allra mikilvægasta er að söluverð íbúða á höfuðborgarsvæðinu í dag er amk 30-40% hærra en byggingarkostnaður. Það er því gott rými fyrir einhverja lækkun á húsnæði á höfuðborgarsvæðinu (sem lækkar verðbólgu) og góðan hagnað fyrir verktaka sem eru svo heppnir að fá lóð á íslenskum lóða skortmarkaði. Fyrir 15 árum fóru íslenskir iðnaðarmenn til hinna norðurlandanna í leit að vinnu, nú stefnir í að þetta gæti snúist við. Að Íslendingar gætu fengið til sín hæfileika ríka iðnaðarmenn frá Danmörku td, menn sem kunna að ganga frá flötum þökum, hlaða veggi og setja upp loftræsingu. Ísland á bullandi tækifæri núna að laga sveltan húsnæðismarkað á stuttum tíma með aukinni lóðaúthlutun og góðum iðnaðarmönnum. Stóra tækifæri Íslands núna er að fá lærða og reynda erlenda iðnaðarmenn, ekki bara verkamenn. Kannski er kominn tími til að rifja upp og byrja að „snakke dansk“. Höfundur er eigandi byggingarfyrirtækisins Nordisk Boligbyg aps í Dk.
Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar