Katrín ósammála því að hér ríki stjórnlaust ástand Sunna Sæmundsdóttir skrifar 13. október 2022 13:44 Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra. Vísir/Vilhelm Forsætisráðherra hafnar því að hér á landi ríki stjórnlaust ástand í útlendingamálum, líkt og dómsmálaráðherra hefur haldið fram. Fjöldi flóttamanna eigi sér eðlilegar skýringar og byggi á ákvörðunum stjórnvalda. Í óundirbúnum fyrirspurnartíma á Alþingi í morgun spurði Helga Vala Helgadóttir, þingmaður Samfylkingar, forsætisráðherra um afstöðu hennar gagnvart frekari hindrunum í flóttamannakerfinu, líkt og Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra hefur boðað. Hann sagði í vikunni ástandið vera stjórnlaust, móttökukerfið of opið og hefur boðað hertar reglur sem hann ætlar að kynna fyrir ríkisstjórn á næstunni. Katrín Jakobsdóttir sagði á Alþingi í morgun að aukinn fjöldi flóttamanna ætti sér eðlilegar skýringar og benti á að langflest sem hingað hafi leitað komi frá Úkraínu; eða um 1.900 af um 3.100. „Og ég hef ekki skilið annað en að við séum öll sammála um þá ákvörðun að opna dyr okkar fyrir fólki sem leitar skjóls vegna þeirra skelfilegu stríðsátaka sem þar standa,“ sagði Katrín. Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra stefnir að því að kynna tillögur að hertum reglum í útlendingamálum á næstunni.Stöð 2/Egill Dómsmálaráðherra sagði jafnframt í umræðum um landamærafrumvarp á Alþingi í vikunni að „fólk væri að koma í hópum frá Venesúela“. Katrín rakti í ræðu sinni að fjöldi fólks þaðan, líkt og fjöldi Úkraínumanna, skýrist af stjórnvaldsákvörðun, eða úrskurði kærunefndar útlendingamála sem vísar til slæmrar stöðu í Venesúela og byggir á leiðbeiningum Flóttamannastofnunar Sameinuðu þjóðanna. „Því get ég ekki tekið undir að hér sé stjórnlaust ástand. Þetta eru ákvarðanir sem hafa verið teknar og þegar við lítum á önnur þau sem hingað hafa komið er sá fjöldi í sjálfu sér ekkert umfram það sem ætla mætti að væri eðlilegt.“ Hún sagði stöðuna þó vissulega skapa álag í til dæmis húsnæðismálum og skólakerfinu. „Meðal annars út af þessum ástæðum hef ég stofnað ráðherranefnd um málefni útlendinga þar sem ætlunin er að fara heildstætt yfir þessi mál.“ Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Flóttafólk á Íslandi Flóttamenn Innrás Rússa í Úkraínu Mest lesið Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Læti í miðbænum og í veðrinu Innlent Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Erlent Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Innlent Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Maxwell flutt í þægilegra fangelsi Erlent Fleiri fréttir Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Sjá meira
Í óundirbúnum fyrirspurnartíma á Alþingi í morgun spurði Helga Vala Helgadóttir, þingmaður Samfylkingar, forsætisráðherra um afstöðu hennar gagnvart frekari hindrunum í flóttamannakerfinu, líkt og Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra hefur boðað. Hann sagði í vikunni ástandið vera stjórnlaust, móttökukerfið of opið og hefur boðað hertar reglur sem hann ætlar að kynna fyrir ríkisstjórn á næstunni. Katrín Jakobsdóttir sagði á Alþingi í morgun að aukinn fjöldi flóttamanna ætti sér eðlilegar skýringar og benti á að langflest sem hingað hafi leitað komi frá Úkraínu; eða um 1.900 af um 3.100. „Og ég hef ekki skilið annað en að við séum öll sammála um þá ákvörðun að opna dyr okkar fyrir fólki sem leitar skjóls vegna þeirra skelfilegu stríðsátaka sem þar standa,“ sagði Katrín. Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra stefnir að því að kynna tillögur að hertum reglum í útlendingamálum á næstunni.Stöð 2/Egill Dómsmálaráðherra sagði jafnframt í umræðum um landamærafrumvarp á Alþingi í vikunni að „fólk væri að koma í hópum frá Venesúela“. Katrín rakti í ræðu sinni að fjöldi fólks þaðan, líkt og fjöldi Úkraínumanna, skýrist af stjórnvaldsákvörðun, eða úrskurði kærunefndar útlendingamála sem vísar til slæmrar stöðu í Venesúela og byggir á leiðbeiningum Flóttamannastofnunar Sameinuðu þjóðanna. „Því get ég ekki tekið undir að hér sé stjórnlaust ástand. Þetta eru ákvarðanir sem hafa verið teknar og þegar við lítum á önnur þau sem hingað hafa komið er sá fjöldi í sjálfu sér ekkert umfram það sem ætla mætti að væri eðlilegt.“ Hún sagði stöðuna þó vissulega skapa álag í til dæmis húsnæðismálum og skólakerfinu. „Meðal annars út af þessum ástæðum hef ég stofnað ráðherranefnd um málefni útlendinga þar sem ætlunin er að fara heildstætt yfir þessi mál.“
Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Flóttafólk á Íslandi Flóttamenn Innrás Rússa í Úkraínu Mest lesið Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Læti í miðbænum og í veðrinu Innlent Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Erlent Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Innlent Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Maxwell flutt í þægilegra fangelsi Erlent Fleiri fréttir Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Sjá meira