Innlent

Hand­tekinn í annar­legu á­standi í stætó

Atli Ísleifsson skrifar
Lögregla á höfuðborgarsvæðinu var kölluð út vegna manns sem svaf ölvunarsvefni í stigahúsi í hverfi 105.
Lögregla á höfuðborgarsvæðinu var kölluð út vegna manns sem svaf ölvunarsvefni í stigahúsi í hverfi 105. Vísir/Vilhelm

Lögregla á höfuðborgarsvæðinu handtók í gærkvöldi mann í annarlegu ástandi í strætó. Maðurinn var með fíkniefni í fórum sínum.

Í dagbók lögreglu segir að strætisvagninn hafi verið stöðvaður í hverfi 108 í Reykjavík og hafi maðurinn verið handtekinn grunaður um vörslu fíkniefna. Hann var vistaður í fangaklefa þar til hægt verður að ræða við hann.

Í dagbók lögreglu, þar sem segir frá verkefnum gærkvöldsins og næturinnar, segir einnig frá því að óskað hafi verið eftir aðstoð lögreglu í stigahúsi í hverfi 105 í Reykjavík vegna einstaklings sem svaf þar ölvunarsvefni. Segir að manninum hafi verið komið til síns heima.

Þá segir frá því að lögregla hafi stöðvað þrjá ökumenn sem grunaðir eru um akstur ýmist undir áhrifum áfengis eða fíkniefna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×