Hreyfingin óstarfhæf – eða hvað? Ástþór Jón Ragnheiðarson skrifar 14. október 2022 11:30 Það vefst ekki fyrir neinum sem fylgdist með fjölmiðlum að þing alþýðusambandsins var viðburðaríkt. Án þess að fara nánar út í þingið sem slíkt þá langar mig að velta upp spurningu. Því hefur verið haldið fram af fólki, fjölmiðlum og í einhverjum tilfellum fólki innan verkalýðshreyfingarinnar að hreyfingin sé óstarfhæf. En er hreyfingin óstarfhæf? Vissulega voru viðburðir þingsins ekki til þess fallnir að auka samstöðu, trúverðugleika eða traust. Ætla má að róðurinn geti orðið þungur fram á við og við þurfum að leggja okkur 100% fram í komandi kjarasamningum. Aftur á móti þá hafna ég þeirri fullyrðingu að hreyfingin sé óstarfhæf. Hreyfinguna mynda 127 þúsund félagsmenn í 5 landssamböndum og 44 aðildarfélögum. Hvað hefur breyst? Hvernig erum við óstarfhæf? Það hefur lítið breyst í okkar starfi eftir þing alþýðusambandsins, við förum áfram í vinnustaðaeftirlit, aðstoðum félagsmenn, afgreiðum styrki og umsóknir og höldum áfram að starfa í þágu félagsmanna. Það hefur ekki og mun ekki breytast. Félagsmenn verða alltaf í fyrsta sæti. Það verður verkefni okkar á komandi mánuðum að koma öflug inn í kjaraviðræður en samhliða því er nauðsynlegt að við náum að leiða saman ólík sjónarmið, grafa stríðsöxina, sammælast og ná sáttum um okkar sterkasta baráttuafl, stærstu launþegahreyfingu landsins, Alþýðusamband Íslands. Hreyfingin eru fólkið og félögin sem mynda hana. Félögin munu halda starfi sínu áfram, munu vaxa og dafna og halda baráttu launafólks á lofti. Höfundur er formaður ASÍ-UNG og fræðslu- og eftirlitsfulltrúi Verkalýðsfélags Suðurlands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein ASÍ Vinnumarkaður Stéttarfélög Ástþór Jón Ragnheiðarson Mest lesið D-vítamín mín besta forvörn Auður Elisabet Jóhannsdóttir Skoðun Ríkisstofnun rassskellt Björn Ólafsson Skoðun Við vitum alveg upphafið Guðný Níelsen Skoðun Leiðréttingin leiðrétt Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson Skoðun Hvað skiptir okkur mestu máli? Dóra Guðrún Guðmundsdóttir Skoðun Hugrekki getur af sér hugrekki Þorbjörg Þorvaldsdóttir Skoðun Varalitur á skattagrísinum Helgi Brynjarsson Skoðun Mun mannkynið lifa af gervigreindina? Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Mikilvægt skref til sáttar Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Það er flókið að eiga næstum 500 milljarða króna á Íslandi Þórður Snær Júlíusson Skoðun Skoðun Skoðun Við erum hafið Guillaume Bazard skrifar Skoðun Deja Vu Sverrir Agnarsson skrifar Skoðun Mun mannkynið lifa af gervigreindina? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ríkisstofnun rassskellt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Gjaldfrjálsar skólamáltíðir – margþættur ávinningur Ludvig Guðmundsson,Guðrún E. Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Orkuöflun á eyjaklösum - Vestmannaeyjar og Orkneyjar Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Hugrekki getur af sér hugrekki Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun D-vítamín mín besta forvörn Auður Elisabet Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Húmanisminn í kærleikanum og kærleikurinn í húmanismanum Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Helför gyðinga gegn íbúum Palestínu Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Leiðréttingin leiðrétt Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson skrifar Skoðun Hvað skiptir okkur mestu máli? Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægt skref til sáttar Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Staðið með þjóðinni Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Við vitum alveg upphafið Guðný Níelsen skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 3/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Varalitur á skattagrísinum Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Við eigum ekki efni á vonleysi né uppgjöf Magnús Magnússon skrifar Skoðun Hingað og ekki lengra Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Kafli eitt: Tómlæti Íslendinga Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Þegar líða fer að jólum Ísak Hilmarsson skrifar Skoðun Svansvottaðar íbúðir – fjárfesting í lífsgæðum Bergþóra Góa Kvaran skrifar Skoðun D-vítamín mín besta forvörn Auður Elisabet Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hættulegt tal Sjálfstæðisflokksins og Viðskiptaráðs Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Þetta má ekki gerast aftur! - Álag á útsvar Sveinn Ægir Birgisson skrifar Skoðun Meistaragráða í lífsreynslu Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Stjórnvöld, Óskar á heima hér! Þóra Andrésdóttir skrifar Skoðun Dvel þú í draumahöll Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Níðingsverk Jón Daníelsson skrifar Skoðun Umhverfi, heilsa og skólamáltíðir Stefán Jón Hafstein skrifar Sjá meira
Það vefst ekki fyrir neinum sem fylgdist með fjölmiðlum að þing alþýðusambandsins var viðburðaríkt. Án þess að fara nánar út í þingið sem slíkt þá langar mig að velta upp spurningu. Því hefur verið haldið fram af fólki, fjölmiðlum og í einhverjum tilfellum fólki innan verkalýðshreyfingarinnar að hreyfingin sé óstarfhæf. En er hreyfingin óstarfhæf? Vissulega voru viðburðir þingsins ekki til þess fallnir að auka samstöðu, trúverðugleika eða traust. Ætla má að róðurinn geti orðið þungur fram á við og við þurfum að leggja okkur 100% fram í komandi kjarasamningum. Aftur á móti þá hafna ég þeirri fullyrðingu að hreyfingin sé óstarfhæf. Hreyfinguna mynda 127 þúsund félagsmenn í 5 landssamböndum og 44 aðildarfélögum. Hvað hefur breyst? Hvernig erum við óstarfhæf? Það hefur lítið breyst í okkar starfi eftir þing alþýðusambandsins, við förum áfram í vinnustaðaeftirlit, aðstoðum félagsmenn, afgreiðum styrki og umsóknir og höldum áfram að starfa í þágu félagsmanna. Það hefur ekki og mun ekki breytast. Félagsmenn verða alltaf í fyrsta sæti. Það verður verkefni okkar á komandi mánuðum að koma öflug inn í kjaraviðræður en samhliða því er nauðsynlegt að við náum að leiða saman ólík sjónarmið, grafa stríðsöxina, sammælast og ná sáttum um okkar sterkasta baráttuafl, stærstu launþegahreyfingu landsins, Alþýðusamband Íslands. Hreyfingin eru fólkið og félögin sem mynda hana. Félögin munu halda starfi sínu áfram, munu vaxa og dafna og halda baráttu launafólks á lofti. Höfundur er formaður ASÍ-UNG og fræðslu- og eftirlitsfulltrúi Verkalýðsfélags Suðurlands.
Skoðun Gjaldfrjálsar skólamáltíðir – margþættur ávinningur Ludvig Guðmundsson,Guðrún E. Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Húmanisminn í kærleikanum og kærleikurinn í húmanismanum Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar