Evrópuráðsþingið hvetur ríki til að skilgreina Rússlandsstjórn sem hryðjuverkastjórn Heimir Már Pétursson skrifar 14. október 2022 14:06 Í dag er dagur varna í Úkraínu þar sem þeirra sem fallið hafa í innrás Rússa í landið er minnst. Hér heiðra hermenn í Kænugarði hina föllnu. AP/Jean-Francois Badias Úkraínuforseti segir mikilvægt að þing Evrópuráðsins hafi skilgreint ríkisstjórn Rússlands sem hryðjuverkastjórn. Þingmaður Pírata segir aðildarríki Evrópuráðsins þar með hvött til að gera hið sama og virkja lög ríkjanna um varnir gegn hryðjuverkum gagnvart Rússlandi. Volodymyr Zelenskyy forseti Úkraínu hefur lengi þrýst á ríki Vesturlanda að skilgreina Rússland sem hryðjuverkaríki vegna árása á óbreytta borgara, samfélagslega innviði, fjöldamorða og pyndinga. Honum varð loks að ósk sinni þegar þing Evrópuráðsins ályktaði með þessum hætti með skýrslu á fundi ráðsins í Strasbourg í gær. Volodymyr Zelenskyy ávarpaði þing Evrópuráðsins í gær sem nú hefur samþykkt skýrslu þar sem Putin og stjórn hans í Rússlandi eru skilgreind sem hryðjuverkastjórn.AP/Jean-Francois Badias Þar er stjórn Vladimirs Putins Rússlandsforseta skilgreind sem hryðjuverkastjórn. Zelenskyy segir ályktunina mikilvæg skilaboð til ríkja heims um að það væri ekkert um að ræða við þennan hryðjuverkahóp sem leysti úr læðingi versta stríðí Evrópu í áttatíu ár. „Hryðjuverkum verður að mæta af krafti á öllum stigum; á vígvellinum, með refsiaðgerðum og lagalegum leiðum. Við munum setja á fót sérstakan dómstól fyrir árásarglæpi Rússa gegn Úkraínu og tryggja starfrækslu sérstaks bótakerfis þannig að Rússar svari fyrir þetta stríð með eignum sínum," sagði Zelenskyy. Rússar gætu aldrei sigrað Úkraínu. Þórhildur Sunna Ævarsdóttir þingmaður Pírata sem situr fund Evrópuráðsþingsins segir ályktunina um Rússland hafa verið samþykkta samhljóða. Þórhildur Sunna Ævarsdóttir þingmaður Pírata á þingi Evrópuráðsins.Evrópuráðið „Í raun felst í henni einróma álit Evrópuráðsþingsins að sú ríkisstjórn sem ræður ríkjum í Rússlandi sé hryðjuverka ríkisstjórn. Þetta er sögulegt að því marki að ég veit ekki til þess að nokkur alþjóðleg stofnun hafi hingað til lýst þessu yfir,“ segir Þórhildur Sunna. Þetta væru tilmæli til þeirra 46 ríkja sem tilheyrðu nú Evrópuráðinu eftir að Rússum var vísað úr ráðinu til að virkja löggjöf gegn fjármögnun hryðjuverka og peningaþvætti gegn Rússlandi. Vonandi væri þetta byrjunin á víðtækari viðbrögðum. „Skýrslan kallar eftir því að alþjóðlegur stríðsglæpadómstóll verði settur á fót fyrir þann glæp að hafa hafið þessa innrás. Sömuleiðis kallar hún auðvitað eftir ýmis konar aðgerðum til stuðnings Úkraínu og fordæmir enn og aftur innrásina með mjög skýrum orðum,“ sagði Þórhildur Sunna Ævarsdóttir sem talaði frá lokadegi þings Evrópuráðsins í Strasbourg. Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Rússland Evrópusambandið Tengdar fréttir Hafa rænt úkraínskum börnum í massavís Yfirvöld í Rússlandi hafa rænt fjölmörgum úkraínskum börnum frá yfirráðasvæðum þeirra í Úkraínu og ættleitt þau til fólks í Rússlandi. Meðal annars hefur verið logið að börnunum að úkraínskir foreldrar þeirra vilji þau ekki. 14. október 2022 10:19 Yrði ekki svarað með kjarnorkuvopnum en sveitir Rússa þurrkaðar út Emmanuel Macron Frakklandsforseti hefur verið harðlega gagrýndur fyrir að lýsa því yfir að Frakkar myndu ekki svara kjarnorkuárás á Úkraínu með kjarnorkuvopnum. 14. október 2022 07:16 Úkraína fær háþróuð loftvarnarkerfi frá bandamönnum Bandamenn Úkraínu í NATO munu senda úkraínska hernum aukinn og háþróaðan herbúnað til að efla loftvarnarbúnað hersins. Ástæðan er aukning í eldflaugaárásum Rússa á skotmörk ú Úkraínu. 12. október 2022 23:30 Mest lesið Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Innlent Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Innlent Jón biðst innilegrar afsökunar á umræðu um Grindavík Innlent Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Innlent Dómstólar neita Jóni Óttari um að fá afhenta haldlagða muni Innlent Forsætisráðherra Frakklands segir af sér Erlent Nauðgaði sofandi kærustu sem hafði ítrekað verið brotið gegn Innlent Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Innlent Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Erlent Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Innlent Fleiri fréttir Gisèle Pelicot aftur í réttarsal Fá Nóbelinn fyrir ónæmisrannsóknir sínar Bein útsending: Hver fær Nóbelsverðlaunin í læknisfræði? Forsætisráðherra Frakklands segir af sér Viðræður um frið á Gasa hefjast í dag Nýskipaðri ríkisstjórn þegar hótað vantrausti Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Fjögurra manna fjölskylda meðal látinna Sendir þjóðvarðliðið til Chicago Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Skoðanabróðir Orbans og Fico vinnur kosningar í Tékklandi Þrjátíu særðust í drónaárás á farþegalest Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Þrettán ára grunaður um aðild að skotárás Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Loftárásir í kjölfar ákalls Trumps Flogið á ný í München eftir mögulegt drónaflug Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Hamasliðar tilbúnir að sleppa gíslum og láta völd af hendi Hótar helvíti á jörð samþykki Hamas ekki tillögurnar Vísa frá máli á hendur skipverjum sem voru taldir hafa slitið sæstrengi „Það vill enginn spila eftir reglum sem eru samdar annars staðar“ Rekja andlát dóttur að hluta til samsæriskenninga móður Fyrsta konan sem verður erkibiskupinn af Kantaraborg Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Einn hinna látnu skotinn af lögreglu og annar særður Finna mikla nálykt frá rústunum Sjá meira
Volodymyr Zelenskyy forseti Úkraínu hefur lengi þrýst á ríki Vesturlanda að skilgreina Rússland sem hryðjuverkaríki vegna árása á óbreytta borgara, samfélagslega innviði, fjöldamorða og pyndinga. Honum varð loks að ósk sinni þegar þing Evrópuráðsins ályktaði með þessum hætti með skýrslu á fundi ráðsins í Strasbourg í gær. Volodymyr Zelenskyy ávarpaði þing Evrópuráðsins í gær sem nú hefur samþykkt skýrslu þar sem Putin og stjórn hans í Rússlandi eru skilgreind sem hryðjuverkastjórn.AP/Jean-Francois Badias Þar er stjórn Vladimirs Putins Rússlandsforseta skilgreind sem hryðjuverkastjórn. Zelenskyy segir ályktunina mikilvæg skilaboð til ríkja heims um að það væri ekkert um að ræða við þennan hryðjuverkahóp sem leysti úr læðingi versta stríðí Evrópu í áttatíu ár. „Hryðjuverkum verður að mæta af krafti á öllum stigum; á vígvellinum, með refsiaðgerðum og lagalegum leiðum. Við munum setja á fót sérstakan dómstól fyrir árásarglæpi Rússa gegn Úkraínu og tryggja starfrækslu sérstaks bótakerfis þannig að Rússar svari fyrir þetta stríð með eignum sínum," sagði Zelenskyy. Rússar gætu aldrei sigrað Úkraínu. Þórhildur Sunna Ævarsdóttir þingmaður Pírata sem situr fund Evrópuráðsþingsins segir ályktunina um Rússland hafa verið samþykkta samhljóða. Þórhildur Sunna Ævarsdóttir þingmaður Pírata á þingi Evrópuráðsins.Evrópuráðið „Í raun felst í henni einróma álit Evrópuráðsþingsins að sú ríkisstjórn sem ræður ríkjum í Rússlandi sé hryðjuverka ríkisstjórn. Þetta er sögulegt að því marki að ég veit ekki til þess að nokkur alþjóðleg stofnun hafi hingað til lýst þessu yfir,“ segir Þórhildur Sunna. Þetta væru tilmæli til þeirra 46 ríkja sem tilheyrðu nú Evrópuráðinu eftir að Rússum var vísað úr ráðinu til að virkja löggjöf gegn fjármögnun hryðjuverka og peningaþvætti gegn Rússlandi. Vonandi væri þetta byrjunin á víðtækari viðbrögðum. „Skýrslan kallar eftir því að alþjóðlegur stríðsglæpadómstóll verði settur á fót fyrir þann glæp að hafa hafið þessa innrás. Sömuleiðis kallar hún auðvitað eftir ýmis konar aðgerðum til stuðnings Úkraínu og fordæmir enn og aftur innrásina með mjög skýrum orðum,“ sagði Þórhildur Sunna Ævarsdóttir sem talaði frá lokadegi þings Evrópuráðsins í Strasbourg.
Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Rússland Evrópusambandið Tengdar fréttir Hafa rænt úkraínskum börnum í massavís Yfirvöld í Rússlandi hafa rænt fjölmörgum úkraínskum börnum frá yfirráðasvæðum þeirra í Úkraínu og ættleitt þau til fólks í Rússlandi. Meðal annars hefur verið logið að börnunum að úkraínskir foreldrar þeirra vilji þau ekki. 14. október 2022 10:19 Yrði ekki svarað með kjarnorkuvopnum en sveitir Rússa þurrkaðar út Emmanuel Macron Frakklandsforseti hefur verið harðlega gagrýndur fyrir að lýsa því yfir að Frakkar myndu ekki svara kjarnorkuárás á Úkraínu með kjarnorkuvopnum. 14. október 2022 07:16 Úkraína fær háþróuð loftvarnarkerfi frá bandamönnum Bandamenn Úkraínu í NATO munu senda úkraínska hernum aukinn og háþróaðan herbúnað til að efla loftvarnarbúnað hersins. Ástæðan er aukning í eldflaugaárásum Rússa á skotmörk ú Úkraínu. 12. október 2022 23:30 Mest lesið Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Innlent Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Innlent Jón biðst innilegrar afsökunar á umræðu um Grindavík Innlent Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Innlent Dómstólar neita Jóni Óttari um að fá afhenta haldlagða muni Innlent Forsætisráðherra Frakklands segir af sér Erlent Nauðgaði sofandi kærustu sem hafði ítrekað verið brotið gegn Innlent Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Innlent Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Erlent Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Innlent Fleiri fréttir Gisèle Pelicot aftur í réttarsal Fá Nóbelinn fyrir ónæmisrannsóknir sínar Bein útsending: Hver fær Nóbelsverðlaunin í læknisfræði? Forsætisráðherra Frakklands segir af sér Viðræður um frið á Gasa hefjast í dag Nýskipaðri ríkisstjórn þegar hótað vantrausti Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Fjögurra manna fjölskylda meðal látinna Sendir þjóðvarðliðið til Chicago Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Skoðanabróðir Orbans og Fico vinnur kosningar í Tékklandi Þrjátíu særðust í drónaárás á farþegalest Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Þrettán ára grunaður um aðild að skotárás Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Loftárásir í kjölfar ákalls Trumps Flogið á ný í München eftir mögulegt drónaflug Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Hamasliðar tilbúnir að sleppa gíslum og láta völd af hendi Hótar helvíti á jörð samþykki Hamas ekki tillögurnar Vísa frá máli á hendur skipverjum sem voru taldir hafa slitið sæstrengi „Það vill enginn spila eftir reglum sem eru samdar annars staðar“ Rekja andlát dóttur að hluta til samsæriskenninga móður Fyrsta konan sem verður erkibiskupinn af Kantaraborg Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Einn hinna látnu skotinn af lögreglu og annar særður Finna mikla nálykt frá rústunum Sjá meira
Hafa rænt úkraínskum börnum í massavís Yfirvöld í Rússlandi hafa rænt fjölmörgum úkraínskum börnum frá yfirráðasvæðum þeirra í Úkraínu og ættleitt þau til fólks í Rússlandi. Meðal annars hefur verið logið að börnunum að úkraínskir foreldrar þeirra vilji þau ekki. 14. október 2022 10:19
Yrði ekki svarað með kjarnorkuvopnum en sveitir Rússa þurrkaðar út Emmanuel Macron Frakklandsforseti hefur verið harðlega gagrýndur fyrir að lýsa því yfir að Frakkar myndu ekki svara kjarnorkuárás á Úkraínu með kjarnorkuvopnum. 14. október 2022 07:16
Úkraína fær háþróuð loftvarnarkerfi frá bandamönnum Bandamenn Úkraínu í NATO munu senda úkraínska hernum aukinn og háþróaðan herbúnað til að efla loftvarnarbúnað hersins. Ástæðan er aukning í eldflaugaárásum Rússa á skotmörk ú Úkraínu. 12. október 2022 23:30