Stjórnarkreppa í Katalóníu Jóhann Hlíðar Harðarson skrifar 15. október 2022 16:07 Pere Aragones, forseti héraðsstjórnarinnar í Katalóníu. Kike Rincon/Getty Images Allt bendir til þess að á næstunni fjari hratt og örugglega undan sjálfstæðisbaráttu aðskilnaðarsinna í Katalóníu á Spáni. Flokkar aðskilnaðarsinna slitu stjórnarsamstarfi sínu í vikunni, og andstaða almennings við sjálfstæði hefur ekki verið meiri í tæpan áratug. Sjálfstæði Katalóníu eina sameiginlega stefnumálið Samsteypustjórn sjálfstæðissinna í Katalóníu sprakk í byrjun vikunnar. Stjórn sem oft og tíðum virtist hafa það eina mál á stefnuskránni að lýsa yfir sjálfstæði Katalóníu. Draumurinn um sjálfstæði virtist ætla að rætast fyrir 5 árum, þann 10. október 2017, þegar stjórnvöld lýstu yfir sjálfstæði, eftir ólöglegar kosningar um málið. Það yfirlýsta sjálfstæði var reyndar dregið tilbaka nákvæmlega 56 sekúndum síðar. En sjálfstæði Katalóníu hefur sjaldan verið eins fjarlægur draumur og núna. Vildu fara ólíkar leiðir að sjálfstæði Flokkarnir tveir sem mynduðu stjórn eftir kosningarnar í fyrra eru af sitt hvorum væng stjórnmálanna. Sá stærri Esquerra, Vinstri lýðveldisflokkurinn, og sá minni og hægra megin við miðjuna, Junts, Sameinuð Katalónía. Flokkarnir hafa ekki aðeins ólíka sýn á samfélagið í öllum meginatriðum heldur greindi þá verulega á um hvernig rétt væri að halda á spilunum í sjálfstæðisbaráttunni. Esquerra vildi fara diplómatísku samningaleiðina, en Junts vildi, og hefur reyndar alltaf viljað, fara mun herskárri leið að sama marki. Og þar skildu leiðir. Vatnaskil í stjórnmálasögu Katalóníu Eftir sitja vinstri menn í minnihlutastjórn og þurfa nú að gera annað af tvennu; biðja hægri mennina í Junts að styðja fjárlagafrumvarpið sem nú bíður afgreiðslu eða leita til Sósíalistaflokksins, sem vann kosningarnar í fyrra og er núna stærsti flokkurinn í Katalóníu. Og leiti flokkurinn til Sósíalistaflokksins þá er næsta víst að lítið fari fyrir sjálfstæðisbaráttu Katalóna á næstu misserum. Enda tala fréttaskýrendur á Spáni almennt um að nú séu að verða vatnaskil í stjórnmálasögu Katalóna. Stuðningur við sjálfstæði fer hratt þverrandi Þegar litið er á heildarmyndina þá skyldi í raun engan undra. Stuðningur við sjálfstæði Katalóna hefur farið stigminnkandi með hverju árinu allt frá því að efnt var til hinna ólöglegu kosninga í október fyrir fimm árum. Í síðustu könnun, sem er frá því síðla í sumar, sögðust 52% vera andvíg sjálfstæði en 41% eru fylgjandi og hefur munurinn ekki mælst eins mikill í meira en 7 ár. Andstaðan við sjálfstæði jókst um 4 prósentustig á einungis þremur mánuðum. Og yfir 70% kjósenda telja að sjálfstæði Katalóníu eigi ekki að vera forgangsmál stjórnvalda í sjálfsstjórnarhéraðinu. Þúsundir fyrirtækja flýja Katalóníu Sem fyrr er andstaðan við sjálfstæði mest í borgum og stuðningur við sjálfstæði er mestur í dreifðari byggðum héraðsins. Margir telja að viðskiptaumhverfi stórborganna í Katalóníu hafi beðið nokkrar hnekki á undanförnum fimm árum vegna hinnar hvössu sjálfstæðisbaráttu sem ráðist var í, en alls hafa rúmlega 7.000 fyrirtæki flutt höfuðstöðvar sínar frá Katalóníu frá árinu 2017. Meira en helmingur þeirra hefur flutt til Madrid. Spánn Sjálfstæðisbarátta Katalóníu Mest lesið Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Innlent „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Innlent Þykir leiðinlegt hvernig fundurinn fór Erlent Kynntu hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar Innlent Hringdi út um allt en samt komust ekki allir í tæka tíð Innlent Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Erlent Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Innlent Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Erlent Gera ráð fyrir sparnaði upp á meira en 70 milljarða Innlent Þorgerður lætur ekki nettröllin hræða sig Innlent Fleiri fréttir Þykir leiðinlegt hvernig fundurinn fór Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Arababandalagið fundar um framtíð Gasa í dag Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Bandaríkjamenn setja vopnasendingar á bið Páfinn glímir við mikil öndunarvandræði en þó með meðvitund Tveir látnir í Mannheim Einn látinn í Mannheim eftir að bíl var ekið á fólk „Maðurinn með gullarminn“ látinn Cuomo býður sig fram til borgarstjóra New York Erfitt að sjá aðila ná saman um annan fasa vopnahlésins Hegseth fyrirskipar hlé á netaðgerðum gegn Rússum Starmer segir tíma aðgerða til kominn Hundruð Bandaríkjamanna mótmæltu í nafni Úkraínu Stöðva allan vöruinnflutning inn á Gasa Skrifuðu undir 400 milljarða króna lán til vopnaframleiðslu Kastaðist í kekki milli sendiherrans og öldungadeildarþingmanns Vonast til að geta átt gott samband við Trump Fyrsti fasi vopnahlésins á enda og framtíðin óljós Létust líklega tíu dögum fyrir fundinn Áður óséð hegðun Bandaríkjamanna gagnvart vinaþjóðum Heilsu páfans hrakar skyndilega Selenskí mætti í viðtal hjá Fox: Ítrekaði þakklæti sitt til Bandaríkjanna Viðbrögð Evrópu: „Í dag varð það ljóst að hinn frjálsi heimur þarf nýjan leiðtoga“ Ríkisútvarpið leggur niður störf í miðri kosningabaráttu Selenskí þakkar fjórum sinnum fyrir sig Segir Selenskí vanþakklátan og hætta á heimsstyrjöld Trump afturkallar styrki til 5.800 þróunarverkefna Mexíkóar framselja 29 stórglæpamenn til Bandaríkjanna Mynduðu stjórn án stærsta flokksins Sjá meira
Sjálfstæði Katalóníu eina sameiginlega stefnumálið Samsteypustjórn sjálfstæðissinna í Katalóníu sprakk í byrjun vikunnar. Stjórn sem oft og tíðum virtist hafa það eina mál á stefnuskránni að lýsa yfir sjálfstæði Katalóníu. Draumurinn um sjálfstæði virtist ætla að rætast fyrir 5 árum, þann 10. október 2017, þegar stjórnvöld lýstu yfir sjálfstæði, eftir ólöglegar kosningar um málið. Það yfirlýsta sjálfstæði var reyndar dregið tilbaka nákvæmlega 56 sekúndum síðar. En sjálfstæði Katalóníu hefur sjaldan verið eins fjarlægur draumur og núna. Vildu fara ólíkar leiðir að sjálfstæði Flokkarnir tveir sem mynduðu stjórn eftir kosningarnar í fyrra eru af sitt hvorum væng stjórnmálanna. Sá stærri Esquerra, Vinstri lýðveldisflokkurinn, og sá minni og hægra megin við miðjuna, Junts, Sameinuð Katalónía. Flokkarnir hafa ekki aðeins ólíka sýn á samfélagið í öllum meginatriðum heldur greindi þá verulega á um hvernig rétt væri að halda á spilunum í sjálfstæðisbaráttunni. Esquerra vildi fara diplómatísku samningaleiðina, en Junts vildi, og hefur reyndar alltaf viljað, fara mun herskárri leið að sama marki. Og þar skildu leiðir. Vatnaskil í stjórnmálasögu Katalóníu Eftir sitja vinstri menn í minnihlutastjórn og þurfa nú að gera annað af tvennu; biðja hægri mennina í Junts að styðja fjárlagafrumvarpið sem nú bíður afgreiðslu eða leita til Sósíalistaflokksins, sem vann kosningarnar í fyrra og er núna stærsti flokkurinn í Katalóníu. Og leiti flokkurinn til Sósíalistaflokksins þá er næsta víst að lítið fari fyrir sjálfstæðisbaráttu Katalóna á næstu misserum. Enda tala fréttaskýrendur á Spáni almennt um að nú séu að verða vatnaskil í stjórnmálasögu Katalóna. Stuðningur við sjálfstæði fer hratt þverrandi Þegar litið er á heildarmyndina þá skyldi í raun engan undra. Stuðningur við sjálfstæði Katalóna hefur farið stigminnkandi með hverju árinu allt frá því að efnt var til hinna ólöglegu kosninga í október fyrir fimm árum. Í síðustu könnun, sem er frá því síðla í sumar, sögðust 52% vera andvíg sjálfstæði en 41% eru fylgjandi og hefur munurinn ekki mælst eins mikill í meira en 7 ár. Andstaðan við sjálfstæði jókst um 4 prósentustig á einungis þremur mánuðum. Og yfir 70% kjósenda telja að sjálfstæði Katalóníu eigi ekki að vera forgangsmál stjórnvalda í sjálfsstjórnarhéraðinu. Þúsundir fyrirtækja flýja Katalóníu Sem fyrr er andstaðan við sjálfstæði mest í borgum og stuðningur við sjálfstæði er mestur í dreifðari byggðum héraðsins. Margir telja að viðskiptaumhverfi stórborganna í Katalóníu hafi beðið nokkrar hnekki á undanförnum fimm árum vegna hinnar hvössu sjálfstæðisbaráttu sem ráðist var í, en alls hafa rúmlega 7.000 fyrirtæki flutt höfuðstöðvar sínar frá Katalóníu frá árinu 2017. Meira en helmingur þeirra hefur flutt til Madrid.
Spánn Sjálfstæðisbarátta Katalóníu Mest lesið Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Innlent „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Innlent Þykir leiðinlegt hvernig fundurinn fór Erlent Kynntu hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar Innlent Hringdi út um allt en samt komust ekki allir í tæka tíð Innlent Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Erlent Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Innlent Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Erlent Gera ráð fyrir sparnaði upp á meira en 70 milljarða Innlent Þorgerður lætur ekki nettröllin hræða sig Innlent Fleiri fréttir Þykir leiðinlegt hvernig fundurinn fór Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Arababandalagið fundar um framtíð Gasa í dag Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Bandaríkjamenn setja vopnasendingar á bið Páfinn glímir við mikil öndunarvandræði en þó með meðvitund Tveir látnir í Mannheim Einn látinn í Mannheim eftir að bíl var ekið á fólk „Maðurinn með gullarminn“ látinn Cuomo býður sig fram til borgarstjóra New York Erfitt að sjá aðila ná saman um annan fasa vopnahlésins Hegseth fyrirskipar hlé á netaðgerðum gegn Rússum Starmer segir tíma aðgerða til kominn Hundruð Bandaríkjamanna mótmæltu í nafni Úkraínu Stöðva allan vöruinnflutning inn á Gasa Skrifuðu undir 400 milljarða króna lán til vopnaframleiðslu Kastaðist í kekki milli sendiherrans og öldungadeildarþingmanns Vonast til að geta átt gott samband við Trump Fyrsti fasi vopnahlésins á enda og framtíðin óljós Létust líklega tíu dögum fyrir fundinn Áður óséð hegðun Bandaríkjamanna gagnvart vinaþjóðum Heilsu páfans hrakar skyndilega Selenskí mætti í viðtal hjá Fox: Ítrekaði þakklæti sitt til Bandaríkjanna Viðbrögð Evrópu: „Í dag varð það ljóst að hinn frjálsi heimur þarf nýjan leiðtoga“ Ríkisútvarpið leggur niður störf í miðri kosningabaráttu Selenskí þakkar fjórum sinnum fyrir sig Segir Selenskí vanþakklátan og hætta á heimsstyrjöld Trump afturkallar styrki til 5.800 þróunarverkefna Mexíkóar framselja 29 stórglæpamenn til Bandaríkjanna Mynduðu stjórn án stærsta flokksins Sjá meira