Íslenski boltinn

„Þú getur ekki hlaupið um og keyrt niður fólk“

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Guðjón Ernir Hrafnkelsson og Jesus Natividad Yendis Gomez lágu báðir eftir á vellinum í kjölfar samstuðsins.
Guðjón Ernir Hrafnkelsson og Jesus Natividad Yendis Gomez lágu báðir eftir á vellinum í kjölfar samstuðsins. S2 Sport

Eyjamenn fengu víti á móti Fram í gær og í græna herbergi Stúkunnar voru menn ekki sammála um hvort um réttan dóm hafi verið að ræða. Stúkumenn fóru hins vegar yfir það hvernig þau mál enduðu áður en þeir komu inn í myndver til að taka upp þátt gærkvöldsins.

Lárus Orri Sigurðsson, sérfræðingur í Stúkunni, hefur alltaf haft harðar og jafnvel öðruvísi skoðanir á því hvort að það sé rétt að dæma víti eða ekki.

Stúkan fór sérstaklega yfir vítaspyrnuna sem Eyjamenn fengu á móti Fram í Bestu deildinni í gær.

„Þú hefur alltaf haft miklar skoðanir á þessu. Víti eða ekki víti. Þú segir reyndar alltaf ekki víti. Þú sagðir það líka í dag. Þegar við vorum að horfa á þetta, alls ekki víti sagði hann,“ sagði Guðmundur Benediktsson.

Talaði við fróðari menn

„Hvað gerir hann þá? Ég sá að það var efi í augunum hans samt þegar hann var að segja þetta. Hann ætlaði bara að vera harður og segja ekki víti. Ég held að hann hafi talað við sér fróðari menn,“ sagði Guðmundur.

„Þetta er alltaf víti er það ekki,“ spurði Guðmundur.

„Orðrétt fékk ég: Þú getur ekki hlaupið um og keyrt niður fólk. Það var það sem ég fékk. Þetta er víti,“ sagði Lárus Orri Sigurðsson.

„Hann byrjar alltaf á ekki víti. Það er svona útgangspunkturinn alltaf hjá honum,“ skaut Guðmundur inn í léttum tón.

Mjög klaufalegt

„Þetta er mjög klaufalegt. Hann sér ekki manninn en keyrir hann náttúrulega niður. Jú, ég kem á vítavagninn með ykkur,“ sagði Lárus Orri.

Hér fyrir neðan má sjá umræðuna og svo auðvitað brotið þar sem góður hjálpaði sérfræðingi Stúkunnar að taka U-beygjuna.

Klippa: Stúkan: Vítadómur í leik Fram og ÍBV



Fleiri fréttir

Sjá meira


×