Tóku markstangirnar með sér út af vellinum eftir sigurinn Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 17. október 2022 11:30 Stuðningsmenn Tennessee fagna sigrinum með því að rífa niður markstangirnar. AP/Wade Payne Stuðningsmenn Tennessee höfðu sérstaklega gaman af því að vinna stórskotalið Alabama í bandaríska háskólafótboltanum um helgina en það er óhætt að segja að fagnaðarlætin hafi verið ansi sérstök og dýr fyrir skólann. Tennessee Volunteers vann þarna 52-49 sigur á erkifjendum sínum í Alabama Crimson Tide og hafa nú unnið alla sex leiki sína á tímabilinu. Þetta var jafnframt fyrsta tap Alabama á tímabilinu. Úrslit leiksins vöktu mikla athygli í Bandaríkjunum en það var einnig fögnuður stuðningsmanna Tennessee háskólans sem rötuðu í fréttirnar. Í leikslok ruku stuðningsmenn Tennessee inn á völlinn til að fagna sigrinum en þau létu ekki þar við sitja. Stuðningsmennirnir ákváðu nefnilega að rífa upp markstangirnar og taka þær með sér út af vellinum. Það mátti sjá einhvern standa á þeim þegar hópur fólks tók þær með sér. View this post on Instagram A post shared by Sports Illustrated (@sportsillustrated) Þetta voru sömu markstangir og sparkarinn Chase McGrath hafði nýtt sér þegar hann tryggt liðinu sigur með vallarmarki á lokasekúndum leiksins. Sigurreifir stuðningsmenn fóru með markstangirnar út af vellinum og enduðu á því að henda þeim í Tennessee ánna sem er ekki langt frá Neyland leikvanginum í Knoxville. Þetta verður skólanum dýrt spaug. SEC-deildin hefur þegar sektað skólann um hundrað þúsund dollara eða 14,5 milljónir. Þá þarf auðvitað að kaupa nýjar markstangir og setja þær aftur upp á vellinum. Nú er hafin söfnun fyrir sektinni og nýjum markstöngum. View this post on Instagram A post shared by Sports Illustrated (@sportsillustrated) Bandaríski fótboltinn Mest lesið Kári Kristján spilar aldrei aftur fyrir ÍBV Handbolti Endurkomusigur í stórskemmtilegum opnunarleik Enski boltinn Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Enski boltinn Ótrúlegt golfhögg í reiðiskasti slær í gegn á netinu Golf Opnunarleikurinn var stöðvaður vegna kynþáttaníðs Enski boltinn ÍBV segir tvær hliðar á málinu og óskar Kára velfarnaðar Handbolti Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina Enski boltinn Táningi hótað lífláti þrátt fyrir sigurinn á Víkingum Fótbolti „Algjörlega niðurbrotinn eftir þetta tap“ Fótbolti Danirnir hjá Norwich fögnuðu óförum Víkinga berir að ofan Fótbolti Fleiri fréttir Villareal vann í endurkomu Cazorla og frumraun Partey Opnunarleikurinn var stöðvaður vegna kynþáttaníðs Kristall farinn að skora aftur eftir meiðslin Aston Villa sektað og bannað að nota marga bolta Endurkomusigur í stórskemmtilegum opnunarleik „Allt er þegar þrennt er“ Liverpool kaupir ungan ítalskan miðvörð Brentford að slá félagaskiptametið Allar tilfinningarnar í gangi Enska augnablikið: Hamingjureiturinn Stórkostleg tölfræði Salah í fyrsta leik „Tölfræðin er eins og bikiní“ Fjölskylda Jota á Anfield í kvöld Táningi hótað lífláti þrátt fyrir sigurinn á Víkingum „Maður er búinn að vera á nálum“ Hentu ferðatöskum inn á völlinn í miðjum leik Danirnir hjá Norwich fögnuðu óförum Víkinga berir að ofan Spurningar um Isak tóku yfir fundinn Sjáðu þáttinn um fyrsta N1-mót kvenna: Smá stress, snitsel og Sandra María skrifaði á skó Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Sjáðu dramtíkina á Króknum í gær: Aftur fengu Þróttarakonur rautt spjald Karólína Lea valin best í fyrsta leik Enska augnablikið: Eftirminnilegasta lýsing Íslandssögunnar Nýr framherji Man. United treður með miklum tilþrifum í körfuna „Gefa áhorfendum innsýn í það sem sérfræðingarnir gera“ Dagskráin: Fyrsti leikur í enska boltanum „Galið og fáránlegt“ Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina ÍBV búið að tryggja sér sæti í Bestu deildinni „Vorum líkari okkur sjálfum að þessu sinni“ Sjá meira
Tennessee Volunteers vann þarna 52-49 sigur á erkifjendum sínum í Alabama Crimson Tide og hafa nú unnið alla sex leiki sína á tímabilinu. Þetta var jafnframt fyrsta tap Alabama á tímabilinu. Úrslit leiksins vöktu mikla athygli í Bandaríkjunum en það var einnig fögnuður stuðningsmanna Tennessee háskólans sem rötuðu í fréttirnar. Í leikslok ruku stuðningsmenn Tennessee inn á völlinn til að fagna sigrinum en þau létu ekki þar við sitja. Stuðningsmennirnir ákváðu nefnilega að rífa upp markstangirnar og taka þær með sér út af vellinum. Það mátti sjá einhvern standa á þeim þegar hópur fólks tók þær með sér. View this post on Instagram A post shared by Sports Illustrated (@sportsillustrated) Þetta voru sömu markstangir og sparkarinn Chase McGrath hafði nýtt sér þegar hann tryggt liðinu sigur með vallarmarki á lokasekúndum leiksins. Sigurreifir stuðningsmenn fóru með markstangirnar út af vellinum og enduðu á því að henda þeim í Tennessee ánna sem er ekki langt frá Neyland leikvanginum í Knoxville. Þetta verður skólanum dýrt spaug. SEC-deildin hefur þegar sektað skólann um hundrað þúsund dollara eða 14,5 milljónir. Þá þarf auðvitað að kaupa nýjar markstangir og setja þær aftur upp á vellinum. Nú er hafin söfnun fyrir sektinni og nýjum markstöngum. View this post on Instagram A post shared by Sports Illustrated (@sportsillustrated)
Bandaríski fótboltinn Mest lesið Kári Kristján spilar aldrei aftur fyrir ÍBV Handbolti Endurkomusigur í stórskemmtilegum opnunarleik Enski boltinn Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Enski boltinn Ótrúlegt golfhögg í reiðiskasti slær í gegn á netinu Golf Opnunarleikurinn var stöðvaður vegna kynþáttaníðs Enski boltinn ÍBV segir tvær hliðar á málinu og óskar Kára velfarnaðar Handbolti Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina Enski boltinn Táningi hótað lífláti þrátt fyrir sigurinn á Víkingum Fótbolti „Algjörlega niðurbrotinn eftir þetta tap“ Fótbolti Danirnir hjá Norwich fögnuðu óförum Víkinga berir að ofan Fótbolti Fleiri fréttir Villareal vann í endurkomu Cazorla og frumraun Partey Opnunarleikurinn var stöðvaður vegna kynþáttaníðs Kristall farinn að skora aftur eftir meiðslin Aston Villa sektað og bannað að nota marga bolta Endurkomusigur í stórskemmtilegum opnunarleik „Allt er þegar þrennt er“ Liverpool kaupir ungan ítalskan miðvörð Brentford að slá félagaskiptametið Allar tilfinningarnar í gangi Enska augnablikið: Hamingjureiturinn Stórkostleg tölfræði Salah í fyrsta leik „Tölfræðin er eins og bikiní“ Fjölskylda Jota á Anfield í kvöld Táningi hótað lífláti þrátt fyrir sigurinn á Víkingum „Maður er búinn að vera á nálum“ Hentu ferðatöskum inn á völlinn í miðjum leik Danirnir hjá Norwich fögnuðu óförum Víkinga berir að ofan Spurningar um Isak tóku yfir fundinn Sjáðu þáttinn um fyrsta N1-mót kvenna: Smá stress, snitsel og Sandra María skrifaði á skó Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Sjáðu dramtíkina á Króknum í gær: Aftur fengu Þróttarakonur rautt spjald Karólína Lea valin best í fyrsta leik Enska augnablikið: Eftirminnilegasta lýsing Íslandssögunnar Nýr framherji Man. United treður með miklum tilþrifum í körfuna „Gefa áhorfendum innsýn í það sem sérfræðingarnir gera“ Dagskráin: Fyrsti leikur í enska boltanum „Galið og fáránlegt“ Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina ÍBV búið að tryggja sér sæti í Bestu deildinni „Vorum líkari okkur sjálfum að þessu sinni“ Sjá meira