Vekur athygli á „óbærilegum kostnaði tilverunnar“ Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 17. október 2022 13:55 Samhæfingarstjóri Pepp Íslands segir mikilvægt að almenningur tileinki sér nýtt og breytt viðhorf í garð fólks í fátækt. Ásta Þórdís. Á alþjóðlegum baráttudegi gegn fátækt vill samhæfingarstjóri Pepp-samtakanna vekja athygli á „óbærilegum kostnaði tilverunnar“ nú þegar allar nauðsynjar fara hækkandi. Hún segir stöðu einstæðra foreldra sem þurfa að reiða sig á örorkulífeyri vera alvarlega. Pepp Ísland eru grasrótarsamtök gegn fátækt. Eftir lokun kaffistofunnar í Arnarbakka, þar sem starfsemi Pepp-Ísland er til húsa, ætlar fólk á vegum samtakanna að fara út á meðal fólksins og dreifa kortum í tilefni alþjóðlegs baráttudags gegn fátækt. „Við erum með kort með slagorðum á til að minna á okkur og minna á daginn okkar. Við ætlum að fara út á meðal fólks og óska því til hamingju með daginn og afhenda kort,“ segir Ásta Þórdís Skjalddal Guðjónsdóttir, samhæfingarstjóri Pepp Íslands. Á einu kortinu segir „óbærilegur kostnaður tilverunnar“ sem vísar til verðbólguástandsins sem kemur verst niður á fólki í fátækt. „Hinn óbærilegi kostnaður tilverunnar er staðreynd þar sem allar nauðsynjar fara hækkandi.“ Ásta hefur sérstakar áhyggjur af einstæðum foreldrum á örorkulífeyri - staðan sé enn hörmuleg þrátt fyrir þrotlausa baráttu síðustu ára. „Staðan ennþá sú að einstæðir foreldrar á örorkulífeyri ná bara ekki endum saman. Það er ekki hægt að lifa viðunandi fjölskyldulífi á slíkum tekjum.“ Ásta er hugsi yfir aðgerðaleysi stjórnvalda. „Maður hefði haldið að það ætti að vera tiltölulega auðvelt að nálgast þessa ákveðnu foreldra á einhvern hátt. Ég veit ekki hvort það sé ekki vilji fyrir því eða hvað það er sem veldur eða hvort menn hafi bara ekki áttað sig á því hversu ofboðslega illa þessi hópur stendur.“ Ásta vill að almenningur tileinki sér nýtt og breytt viðhorf í garð fólks í fátækt og átti sig á því að hin bága staða sé ekki fólkinu sjálfu að kenna. „Fátækt er fyrst og fremst aðstæðurnar sem þú býrð við og þegar þú hefur búið lengi við slíkar aðstæður þá ertu ekki fær um að standa upp og breyta þínum aðstæðum sjálfur. Ef við getum aðeins hreyft við þessu viðhorfi. Fátækt er yfirleitt afleiðing af ástandi; af aðstæðum. Við verðum að reyna að koma auga á manneskjuna og gefa eftir smá rými í samfélaginu.“ Félagsmál Tengdar fréttir Kaffihús á vegum samtaka fólks í fátækt ætlað að rjúfa félagslega einangrun í kjölfar kórónuveirufaraldursins Daglega sækja um sjötíu manns ókeypis kaffihús á vegum samtaka fólks í fátækt. Tilgangur kaffihússins er að rjúfa félagslega einangrun jaðarhópa í kjölfar kórónuveirufaraldursins. 19. júlí 2020 19:30 Fordæmir að fátækir þurfi að híma í biðröðum eftir mat Samhæfingarstjóri samtaka fólks í fátækt segir niðurlægjandi að þurfa að bíða í röð eftir aðstoð hjálparsamtaka og óskar eftir að fyrirkomulaginu verði breytt. Fjórfalt fleiri glími við fátækt nú en í upphafi árs. Meiri örvænting einkenni þá sem nái ekki endum saman. 26. nóvember 2020 19:00 Mest lesið Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Innlent „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Innlent „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Innlent Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Innlent „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Innlent Konan er fundin Innlent „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Erlent Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Innlent Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Erlent Fleiri fréttir Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Öllum börnum undir sex mánaða boðin forvörn gegn RS veiru Vildu fá að vita hvort ríkisstyrkir hefðu farið í málsóknir gegn orkuframkvæmdum Vara við ólöglegum megrunarlyfjum sem eru í umferð Konan er fundin Sextán ára kveikti í herbergi sínu Þremur sleppt úr haldi og brotaþoli útskrifaður „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Ekki hægt að þaga þegar stjórnmálamenn leika sér að því að særa fram tröllin 252,6 milljónir runnið í ríkissjóð úr dánarbúum án lögerfingja á tíu árum Þrjú söfn í eina sæng Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Líkamsárás á gistiheimili „Ekkert óeðlilegt við það að endurskoða þetta kerfi“ Tveir á sjúkrahús eftir harðan árekstur Vegurinn yfir Kjöl gerir ferðalöngum lífið leitt Stefna um mikla og hraða fólksfjölgun „alið á stéttaskiptingu á Íslandi“ Fimm handteknir í aðgerðum sérsveitar Ættum að fara varlega í orkudrykki með sætuefnum Sjá meira
Pepp Ísland eru grasrótarsamtök gegn fátækt. Eftir lokun kaffistofunnar í Arnarbakka, þar sem starfsemi Pepp-Ísland er til húsa, ætlar fólk á vegum samtakanna að fara út á meðal fólksins og dreifa kortum í tilefni alþjóðlegs baráttudags gegn fátækt. „Við erum með kort með slagorðum á til að minna á okkur og minna á daginn okkar. Við ætlum að fara út á meðal fólks og óska því til hamingju með daginn og afhenda kort,“ segir Ásta Þórdís Skjalddal Guðjónsdóttir, samhæfingarstjóri Pepp Íslands. Á einu kortinu segir „óbærilegur kostnaður tilverunnar“ sem vísar til verðbólguástandsins sem kemur verst niður á fólki í fátækt. „Hinn óbærilegi kostnaður tilverunnar er staðreynd þar sem allar nauðsynjar fara hækkandi.“ Ásta hefur sérstakar áhyggjur af einstæðum foreldrum á örorkulífeyri - staðan sé enn hörmuleg þrátt fyrir þrotlausa baráttu síðustu ára. „Staðan ennþá sú að einstæðir foreldrar á örorkulífeyri ná bara ekki endum saman. Það er ekki hægt að lifa viðunandi fjölskyldulífi á slíkum tekjum.“ Ásta er hugsi yfir aðgerðaleysi stjórnvalda. „Maður hefði haldið að það ætti að vera tiltölulega auðvelt að nálgast þessa ákveðnu foreldra á einhvern hátt. Ég veit ekki hvort það sé ekki vilji fyrir því eða hvað það er sem veldur eða hvort menn hafi bara ekki áttað sig á því hversu ofboðslega illa þessi hópur stendur.“ Ásta vill að almenningur tileinki sér nýtt og breytt viðhorf í garð fólks í fátækt og átti sig á því að hin bága staða sé ekki fólkinu sjálfu að kenna. „Fátækt er fyrst og fremst aðstæðurnar sem þú býrð við og þegar þú hefur búið lengi við slíkar aðstæður þá ertu ekki fær um að standa upp og breyta þínum aðstæðum sjálfur. Ef við getum aðeins hreyft við þessu viðhorfi. Fátækt er yfirleitt afleiðing af ástandi; af aðstæðum. Við verðum að reyna að koma auga á manneskjuna og gefa eftir smá rými í samfélaginu.“
Félagsmál Tengdar fréttir Kaffihús á vegum samtaka fólks í fátækt ætlað að rjúfa félagslega einangrun í kjölfar kórónuveirufaraldursins Daglega sækja um sjötíu manns ókeypis kaffihús á vegum samtaka fólks í fátækt. Tilgangur kaffihússins er að rjúfa félagslega einangrun jaðarhópa í kjölfar kórónuveirufaraldursins. 19. júlí 2020 19:30 Fordæmir að fátækir þurfi að híma í biðröðum eftir mat Samhæfingarstjóri samtaka fólks í fátækt segir niðurlægjandi að þurfa að bíða í röð eftir aðstoð hjálparsamtaka og óskar eftir að fyrirkomulaginu verði breytt. Fjórfalt fleiri glími við fátækt nú en í upphafi árs. Meiri örvænting einkenni þá sem nái ekki endum saman. 26. nóvember 2020 19:00 Mest lesið Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Innlent „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Innlent „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Innlent Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Innlent „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Innlent Konan er fundin Innlent „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Erlent Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Innlent Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Erlent Fleiri fréttir Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Öllum börnum undir sex mánaða boðin forvörn gegn RS veiru Vildu fá að vita hvort ríkisstyrkir hefðu farið í málsóknir gegn orkuframkvæmdum Vara við ólöglegum megrunarlyfjum sem eru í umferð Konan er fundin Sextán ára kveikti í herbergi sínu Þremur sleppt úr haldi og brotaþoli útskrifaður „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Ekki hægt að þaga þegar stjórnmálamenn leika sér að því að særa fram tröllin 252,6 milljónir runnið í ríkissjóð úr dánarbúum án lögerfingja á tíu árum Þrjú söfn í eina sæng Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Líkamsárás á gistiheimili „Ekkert óeðlilegt við það að endurskoða þetta kerfi“ Tveir á sjúkrahús eftir harðan árekstur Vegurinn yfir Kjöl gerir ferðalöngum lífið leitt Stefna um mikla og hraða fólksfjölgun „alið á stéttaskiptingu á Íslandi“ Fimm handteknir í aðgerðum sérsveitar Ættum að fara varlega í orkudrykki með sætuefnum Sjá meira
Kaffihús á vegum samtaka fólks í fátækt ætlað að rjúfa félagslega einangrun í kjölfar kórónuveirufaraldursins Daglega sækja um sjötíu manns ókeypis kaffihús á vegum samtaka fólks í fátækt. Tilgangur kaffihússins er að rjúfa félagslega einangrun jaðarhópa í kjölfar kórónuveirufaraldursins. 19. júlí 2020 19:30
Fordæmir að fátækir þurfi að híma í biðröðum eftir mat Samhæfingarstjóri samtaka fólks í fátækt segir niðurlægjandi að þurfa að bíða í röð eftir aðstoð hjálparsamtaka og óskar eftir að fyrirkomulaginu verði breytt. Fjórfalt fleiri glími við fátækt nú en í upphafi árs. Meiri örvænting einkenni þá sem nái ekki endum saman. 26. nóvember 2020 19:00