Verða konur fyrir fordómum í heilbrigðiskerfinu? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar 19. október 2022 08:30 Ég hef átt fjölmörg samtöl við vinkonur mínar og kunningjakonur um viðmót í heilbrigðiskerfinu og hvort það kunni að vera litað af kynjuðum staðalmyndum. Þegar ég komst að því að nýlega hefði heilsufar á Íslandi verið kortlagt í úttekt á vegum heilbrigðisráðuneytisins út frá kynja- og jafnréttissjónarmiðum, ákvað ég að beina fyrirspurn að heilbrigðisráðherra um eftirfylgni vegna þeirrar vinnu. Í byrjun þessa þingvetrar fékk ég svar frá ráðherra við fyrirspurn minni um kynja- og jafnréttissjónarmið í heilbrigðisþjónustu. Það er skemmst frá því að segja að svar heilbrigðisráðherra er ekki mjög ítarlegt. Ráðherra telur það m.a. viðvarandi verkefni og réttlætismál að tryggja jafnræði og jafnt aðgengi að heilbrigðisþjónustu óháð kyni, og telur unnið að því að kynjasjónarmið séu einn af þeim þáttum sem mikilvægt sé að taka tillit til við skipulagningu og veitingu heilbrigðisþjónustu. Mér varð hugsað til þessarar fyrirspurnar þegar ég las grein á dögunum frá formanni Samtaka um endómetríósu, sem er sjúkdómur sem leggst á allt að 10% kvenna. Þar segir hún frá því að á einu ári hafi 124 konur greitt „að meðaltali 862 þúsund krónur úr eigin vasa til að öðlast betri líðan og viðunandi lífsgæði“, en konurnar hafa leitað til einkaaðila til að fá meðhöndlun við sjúkdómnum. Hún veltir því upp hvort það sé tilviljun að greiðsluþátttaka hins opinbera vegna sjúkdóms sem leggst að mestu leyti á konur sé svona takmörkuð. Í vikunni ræddi ég þessa stöðu við heilbrigðisráðherra á Alþingi þar sem ég spurði hann hvort þessi staða væri ásættanleg og hvernig unnið hefði verið að styttri greiningartíma og styttri biðtíma eftir meðhöndlun endómetríósu. Ráðherrann greindi frá því að vinna við að koma á jöfnu aðgengi sjúklinga með endómetríósu að nauðsynlegri sérfræðiþjónustu væri á lokametrunum. Hann vonaðist til að samningur yrði gerður á vegum Sjúkratrygginga, en hann teldi Guðlaug Þór hafa stigið gott skref þegar hann sem heilbrigðisráðherra leiddi breytingar með setningu laga um sjúkratryggingar. Í fyrrnefndri úttekt um heilsu út frá jafnréttis- og kynjasjónarmiðum kemur fram að konur virðast búa við verra heilsufar og lakari lífsgæði en karlar og að kynjaðir áhrifaþættir hafi áhrif á heilsu og líðan kynjanna. Það er mikilvægt að auka við jafnrétti kynjanna þegar kemur að heilsu og líðan. Þegar vinna heilbrigðisráðherra í þágu sjúklinga með endómetríósu ber loks árangur verður mikilvægum jafnréttisáfanga náð. Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Diljá Mist Einarsdóttir Kvenheilsa Sjálfstæðisflokkurinn Alþingi Heilbrigðismál Jafnréttismál Tengdar fréttir Greiða 107 milljónir úr eigin vasa Kæri heilbrigðisráðherra. Hér fyrir neðan er listi yfir konur sem hafa greitt háar fjárhæðir fyrir aðgerðir sem íslenskum lögum samkvæmt ættu að vera þeim að kostnaðarlausu. Skyldi það vera tilviljun að greiðsluþátttaka vegna sjúkdóms sem leggst að mestu leyti á þá sem fæðast með leg sé svo takmörkuð að á einu ári greiði 124 konur að meðaltali 862 þúsund krónur úr eigin vasa til að öðlast betri líðan og viðunandi lífsgæði? 11. október 2022 08:31 Mest lesið Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun Vanhæfur Sjálfstæðisflokkur Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Myllan sem mala átti gull Andrés Kristjánsson Skoðun Pírati pissar í skóinn sinn Helgi Áss Grétarsson Skoðun Fáum presta aftur inn í skólana Rósa Guðbjartsdóttir Skoðun Fé án hirðis Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson Skoðun Sjö mýtur um loftslagsbreytingar Kristinn Már Hilmarsson,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun Mannúð og hugrekki - gegn stríðsglæpum og þjóðarmorði Ólafur Ingólfsson Skoðun Rösk og reiðubúin fyrir landsbyggðina Hópur Röskvuliða Skoðun Goðsögnin um UFS-sjóði sem róttækar „woke"- fjárfestingar Már Wolfgang Mixa Skoðun Skoðun Skoðun Mannúð og hugrekki - gegn stríðsglæpum og þjóðarmorði Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Framtíð menntunar – byggjum á trausti, ekki tortryggni Helga Kristín Kolbeins skrifar Skoðun Fé án hirðis Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson skrifar Skoðun Gæludýr geta dimmu í dagsljós breytt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Myllan sem mala átti gull Andrés Kristjánsson skrifar Skoðun Sjö mýtur um loftslagsbreytingar Kristinn Már Hilmarsson,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pírati pissar í skóinn sinn Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Fáum presta aftur inn í skólana Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Rösk og reiðubúin fyrir landsbyggðina Hópur Röskvuliða skrifar Skoðun Icelandic Learning is a Gendered Health Issue Logan Lee Sigurðsson skrifar Skoðun Goðsögnin um UFS-sjóði sem róttækar „woke"- fjárfestingar Már Wolfgang Mixa skrifar Skoðun Framtíð Öskjuhlíðar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Vanhæfur Sjálfstæðisflokkur Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Mælt fyrir miklum kjarabótum öryrkja og aldraðra Inga Sæland skrifar Skoðun Mannréttindabrot og stríðsglæpir Rússa í Úkraínu Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson skrifar Skoðun Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum skrifar Skoðun Snjallborgin eða Skuggaborgin Reykjavík: Gervigreindarknúið höfuðborgarsvæði Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Getur Sturlunga snúið aftur? Leifur B. Dagfinnsson skrifar Skoðun Vaka stendur með Menntavísindasviði í verki Gunnar Ásgrímsson skrifar Skoðun Vorbókaleysingar Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Er þetta í alvöru umdeild skoðun fámenns hóps? Snorri Másson skrifar Skoðun Liðveisla fyrir öll Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir skrifar Skoðun Að standa við stóru orðin Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Aðför að landsbyggðinni – og tilraun til að slá ryki í augu almennings Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Deyr mjólkurkýrin ef eigandi hennar fær eitt viðbótar mjólkurglas? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir skrifar Skoðun Ég virði þig og þín mörk, virðir þú mig og mín mörk ? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Sjá meira
Ég hef átt fjölmörg samtöl við vinkonur mínar og kunningjakonur um viðmót í heilbrigðiskerfinu og hvort það kunni að vera litað af kynjuðum staðalmyndum. Þegar ég komst að því að nýlega hefði heilsufar á Íslandi verið kortlagt í úttekt á vegum heilbrigðisráðuneytisins út frá kynja- og jafnréttissjónarmiðum, ákvað ég að beina fyrirspurn að heilbrigðisráðherra um eftirfylgni vegna þeirrar vinnu. Í byrjun þessa þingvetrar fékk ég svar frá ráðherra við fyrirspurn minni um kynja- og jafnréttissjónarmið í heilbrigðisþjónustu. Það er skemmst frá því að segja að svar heilbrigðisráðherra er ekki mjög ítarlegt. Ráðherra telur það m.a. viðvarandi verkefni og réttlætismál að tryggja jafnræði og jafnt aðgengi að heilbrigðisþjónustu óháð kyni, og telur unnið að því að kynjasjónarmið séu einn af þeim þáttum sem mikilvægt sé að taka tillit til við skipulagningu og veitingu heilbrigðisþjónustu. Mér varð hugsað til þessarar fyrirspurnar þegar ég las grein á dögunum frá formanni Samtaka um endómetríósu, sem er sjúkdómur sem leggst á allt að 10% kvenna. Þar segir hún frá því að á einu ári hafi 124 konur greitt „að meðaltali 862 þúsund krónur úr eigin vasa til að öðlast betri líðan og viðunandi lífsgæði“, en konurnar hafa leitað til einkaaðila til að fá meðhöndlun við sjúkdómnum. Hún veltir því upp hvort það sé tilviljun að greiðsluþátttaka hins opinbera vegna sjúkdóms sem leggst að mestu leyti á konur sé svona takmörkuð. Í vikunni ræddi ég þessa stöðu við heilbrigðisráðherra á Alþingi þar sem ég spurði hann hvort þessi staða væri ásættanleg og hvernig unnið hefði verið að styttri greiningartíma og styttri biðtíma eftir meðhöndlun endómetríósu. Ráðherrann greindi frá því að vinna við að koma á jöfnu aðgengi sjúklinga með endómetríósu að nauðsynlegri sérfræðiþjónustu væri á lokametrunum. Hann vonaðist til að samningur yrði gerður á vegum Sjúkratrygginga, en hann teldi Guðlaug Þór hafa stigið gott skref þegar hann sem heilbrigðisráðherra leiddi breytingar með setningu laga um sjúkratryggingar. Í fyrrnefndri úttekt um heilsu út frá jafnréttis- og kynjasjónarmiðum kemur fram að konur virðast búa við verra heilsufar og lakari lífsgæði en karlar og að kynjaðir áhrifaþættir hafi áhrif á heilsu og líðan kynjanna. Það er mikilvægt að auka við jafnrétti kynjanna þegar kemur að heilsu og líðan. Þegar vinna heilbrigðisráðherra í þágu sjúklinga með endómetríósu ber loks árangur verður mikilvægum jafnréttisáfanga náð. Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokksins.
Greiða 107 milljónir úr eigin vasa Kæri heilbrigðisráðherra. Hér fyrir neðan er listi yfir konur sem hafa greitt háar fjárhæðir fyrir aðgerðir sem íslenskum lögum samkvæmt ættu að vera þeim að kostnaðarlausu. Skyldi það vera tilviljun að greiðsluþátttaka vegna sjúkdóms sem leggst að mestu leyti á þá sem fæðast með leg sé svo takmörkuð að á einu ári greiði 124 konur að meðaltali 862 þúsund krónur úr eigin vasa til að öðlast betri líðan og viðunandi lífsgæði? 11. október 2022 08:31
Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun
Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson skrifar
Skoðun Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum skrifar
Skoðun Snjallborgin eða Skuggaborgin Reykjavík: Gervigreindarknúið höfuðborgarsvæði Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir skrifar
Skoðun Aðför að landsbyggðinni – og tilraun til að slá ryki í augu almennings Ingibjörg Isaksen skrifar
Skoðun Deyr mjólkurkýrin ef eigandi hennar fær eitt viðbótar mjólkurglas? Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir skrifar
Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun