Allt stopp á meðan beðið var eftir Finnlandsforseta Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 19. október 2022 09:10 Guðni forseti bendir forseta Finnlands á eitthvað merkilegt sem sjá má frá Bessastöðum. Vísir/Vilhelm Ökumenn á höfuðborgarsvæðinu í morgun þurftu margir hverjir að bíða lengi á rauðu ljósi án þess að hafa hugmynd um hvers vegna. Í ljós kom að lögregla var að greiða leið Finnlandsforseta á leið í heimsókn til Bessastaða. Forseti Finnlands, Sauli Niinistö, og Jenni Haukio forsetafrú, eru í ríkisheimsókn ásamt fylgdarliði. Heimsóknin stendur yfir dagana 19.–20. október en gestirnir halda af landi brott föstudaginn 21. október. Umferð var stopp í nokkrar mínútur á stóru gatnamótum Kringlumýrarbrautar og Miklubrautar. Sjá mátti á fólki að það skildi ekkert hvers vegna. Tveir lögreglumenn hleyptu aðeins umferð í suðurátt á meðan aðrir biðu í nokkrar mínútur. Tveir lögreglumenn stóðu vaktina í morgun og hleyptu umerð aðeins í suðurátt.Vísir/Kolbeinn Tumi Loks kom strolla af lögreglumönnum á mótorhjólum áður en svört glæsibifreið með finnskum fána rúllaði sína leið. Heimsóknin hefst með formlegri móttökuathöfn á Bessastöðum miðvikudaginn 19. október kl. 09:00. Að henni lokinni munu forsetar Íslands og Finnlands eiga fund og ræða svo við fulltrúa fjölmiðla. Þessu næst halda gestirnir í Alþingi og funda þar með Birgi Ármannssyni, forseta Alþingis, og varaforsetum. Að því loknu býður Katrín Jakobsdóttir gestunum og fleirum til hádegisverðar í Ráðherrabústaðnum. Eftir hádegi verður opinn málfundur, Nordic Cooperation in Testing Times, í Veröld, húsi Vigdísar Finnbogadóttur, þar sem forseti Finnlands og forseti Íslands fjalla um norræna samvinnu á átakatímum. Að loknum umræðum forsetanna fara fram pallborðsumræður þar sem ráðherrar Norðurlandamála í ríkisstjórnum Íslands og Finnlands og fræðimenn við Háskóla Íslands ræða málefnið. Viðburðurinn er opinn almenningi á meðan húsrúm leyfir. Sama gildir um opið bókmenntasamtal með forsetafrúm Íslands og Finnlands í Norræna húsinu kl. 10:20. Fundurinn ber yfirskriftina Shifting Perspectives – Literature and National Identities. Þar ræða þær Eliza Reid og Jenni Haukio, sem báðar hafa lagt fyrir sig ritstörf, við Eirík Örn Norðdahl rithöfund og Gerði Kristnýju Guðjónsdóttur skáld um íslenskan og finnskan bókmenntaarf og hvernig hann mótar sjálfsmynd þjóðanna. Á báðum þessum fundum verður töluð enska. Um kvöldið er gestunum boðið til hátíðarkvöldverðar á Bessastöðum ásamt fulltrúum íslenskra stjórnvalda, fulltrúum úr viðskipta- og menningarlífi og aðilum sem tengjast samstarfi landanna. Á fimmtudaginn fara íslensku forsetahjónin með finnsku sendinefndinni á Vesturland. Farið verður í ísgöngin á Langjökli og forsetahjónum Finnlands gefið færi á að sjá með eigin augum hvernig jökullinn hefur hopað á undanförnum árum. Þá munu þau njóta þess að skoða hið stórbrotna landslag á Þingvöllum, Kaldadal og í Húsafelli. Forseti Íslands Guðni Th. Jóhannesson Lögreglumál Garðabær Finnland Íslandsvinir Reykjavík Mest lesið Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Erlent Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ Innlent Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Erlent Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Innlent Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Innlent Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Erlent Áfengi efnafræðilega skylt lampaolíu, terpentínu og bensíni Innlent Karlarnir leiða að ósk kvennanna Innlent Helgi Bjartur einnig ákærður fyrir vændiskaup Innlent Fleiri fréttir Ákærður fyrir að taka son sinn hálstaki Metaðsókn í starfsendurhæfingu Óvissa um framboð bæði Írisar og listans Konan enn þungt haldin Leiðir samningaviðræðurnar við bændur Helgi Bjartur einnig ákærður fyrir vændiskaup Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ „Tel nægja að menn séu að fremja ítrekuð afbrot“ Ólga meðal eldfjallafræðinga og bruni á Húsavík Fjármál barnanna geti haft áhrif á eftirlaun foreldranna Áfengi efnafræðilega skylt lampaolíu, terpentínu og bensíni Karlarnir leiða að ósk kvennanna Þessi skipa lista Samfylkingarinnar í Reykjanesbæ Nær altjón í iðnaðarhúsnæði eftir bruna á Húsavík Guðrún svarar fyrir gömul ummæli um aðildarviðræður að ESB Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Rúmlega tvöhundruð skjálftar við Lambafell í Þrengslum Höfðu afskipti af „trylltum“ manni og ofurölvi útlendingi Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Púðurtunnan Vestanhafs, þandar taugar og hörð lending Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Borgarfulltrúi fer ekki aftur fram og hættir í Pírötum Ekki hægt að fullyrða að andlát hafi tengst Covid-19 bólusetningu „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Kynna einn frambjóðanda á dag næstu daga Ekki skrýtið að eitthvað bresti vegna álags á framlínustarfsmenn Tveir grunaðir um að rækta hundruð kannabisplantna Verkalýðshreyfingin úti á túni með sitt tal? Sjá meira
Forseti Finnlands, Sauli Niinistö, og Jenni Haukio forsetafrú, eru í ríkisheimsókn ásamt fylgdarliði. Heimsóknin stendur yfir dagana 19.–20. október en gestirnir halda af landi brott föstudaginn 21. október. Umferð var stopp í nokkrar mínútur á stóru gatnamótum Kringlumýrarbrautar og Miklubrautar. Sjá mátti á fólki að það skildi ekkert hvers vegna. Tveir lögreglumenn hleyptu aðeins umferð í suðurátt á meðan aðrir biðu í nokkrar mínútur. Tveir lögreglumenn stóðu vaktina í morgun og hleyptu umerð aðeins í suðurátt.Vísir/Kolbeinn Tumi Loks kom strolla af lögreglumönnum á mótorhjólum áður en svört glæsibifreið með finnskum fána rúllaði sína leið. Heimsóknin hefst með formlegri móttökuathöfn á Bessastöðum miðvikudaginn 19. október kl. 09:00. Að henni lokinni munu forsetar Íslands og Finnlands eiga fund og ræða svo við fulltrúa fjölmiðla. Þessu næst halda gestirnir í Alþingi og funda þar með Birgi Ármannssyni, forseta Alþingis, og varaforsetum. Að því loknu býður Katrín Jakobsdóttir gestunum og fleirum til hádegisverðar í Ráðherrabústaðnum. Eftir hádegi verður opinn málfundur, Nordic Cooperation in Testing Times, í Veröld, húsi Vigdísar Finnbogadóttur, þar sem forseti Finnlands og forseti Íslands fjalla um norræna samvinnu á átakatímum. Að loknum umræðum forsetanna fara fram pallborðsumræður þar sem ráðherrar Norðurlandamála í ríkisstjórnum Íslands og Finnlands og fræðimenn við Háskóla Íslands ræða málefnið. Viðburðurinn er opinn almenningi á meðan húsrúm leyfir. Sama gildir um opið bókmenntasamtal með forsetafrúm Íslands og Finnlands í Norræna húsinu kl. 10:20. Fundurinn ber yfirskriftina Shifting Perspectives – Literature and National Identities. Þar ræða þær Eliza Reid og Jenni Haukio, sem báðar hafa lagt fyrir sig ritstörf, við Eirík Örn Norðdahl rithöfund og Gerði Kristnýju Guðjónsdóttur skáld um íslenskan og finnskan bókmenntaarf og hvernig hann mótar sjálfsmynd þjóðanna. Á báðum þessum fundum verður töluð enska. Um kvöldið er gestunum boðið til hátíðarkvöldverðar á Bessastöðum ásamt fulltrúum íslenskra stjórnvalda, fulltrúum úr viðskipta- og menningarlífi og aðilum sem tengjast samstarfi landanna. Á fimmtudaginn fara íslensku forsetahjónin með finnsku sendinefndinni á Vesturland. Farið verður í ísgöngin á Langjökli og forsetahjónum Finnlands gefið færi á að sjá með eigin augum hvernig jökullinn hefur hopað á undanförnum árum. Þá munu þau njóta þess að skoða hið stórbrotna landslag á Þingvöllum, Kaldadal og í Húsafelli.
Forseti Íslands Guðni Th. Jóhannesson Lögreglumál Garðabær Finnland Íslandsvinir Reykjavík Mest lesið Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Erlent Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ Innlent Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Erlent Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Innlent Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Innlent Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Erlent Áfengi efnafræðilega skylt lampaolíu, terpentínu og bensíni Innlent Karlarnir leiða að ósk kvennanna Innlent Helgi Bjartur einnig ákærður fyrir vændiskaup Innlent Fleiri fréttir Ákærður fyrir að taka son sinn hálstaki Metaðsókn í starfsendurhæfingu Óvissa um framboð bæði Írisar og listans Konan enn þungt haldin Leiðir samningaviðræðurnar við bændur Helgi Bjartur einnig ákærður fyrir vændiskaup Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ „Tel nægja að menn séu að fremja ítrekuð afbrot“ Ólga meðal eldfjallafræðinga og bruni á Húsavík Fjármál barnanna geti haft áhrif á eftirlaun foreldranna Áfengi efnafræðilega skylt lampaolíu, terpentínu og bensíni Karlarnir leiða að ósk kvennanna Þessi skipa lista Samfylkingarinnar í Reykjanesbæ Nær altjón í iðnaðarhúsnæði eftir bruna á Húsavík Guðrún svarar fyrir gömul ummæli um aðildarviðræður að ESB Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Rúmlega tvöhundruð skjálftar við Lambafell í Þrengslum Höfðu afskipti af „trylltum“ manni og ofurölvi útlendingi Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Púðurtunnan Vestanhafs, þandar taugar og hörð lending Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Borgarfulltrúi fer ekki aftur fram og hættir í Pírötum Ekki hægt að fullyrða að andlát hafi tengst Covid-19 bólusetningu „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Kynna einn frambjóðanda á dag næstu daga Ekki skrýtið að eitthvað bresti vegna álags á framlínustarfsmenn Tveir grunaðir um að rækta hundruð kannabisplantna Verkalýðshreyfingin úti á túni með sitt tal? Sjá meira