Jón Axel búinn að skrifa undir: Gaman að mæta Keflavík í fyrsta leik Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 19. október 2022 15:30 Jón Axel Guðmundsson og Ingibergur Jónasson handsala samninginn, í húsakynnum Grindavíkinga í dag. UMFG Íslenski landsliðsmaðurinn Jón Axel Guðmundsson spilar með Grindavík í Subway-deild karla í körfubolta í vetur en þetta var endanlega ljóst eftir að hann skrifaði undir samning þess efnis við Körfuknattleiksdeild Grindavíkur í dag. Jón Axel hafði sent inn félagsskipti en það átti eftir að ganga frá samningnum sem er núna í höfn samkvæmt tilkynningu frá Körfuknattleiksdeild Grindvíkinga. Þar segir að samningurinn gildi út leiktíðina. Fyrsti leikur Jóns Axels verður á móti Keflavík annað kvöld en sá leikur verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport og hefst klukkan 20.15. Alltaf gott að koma heim „Mér líður bara mjög vel. Það er alltaf gott að koma heim og fá að spila fyrir svona góðan klúbb eins og Grindavík. Ég er með mjög góða tilfinningu fyrir þessu,“ sagði Jón Axel Guðmundsson í viðtali við Svövu Kristínu Grétarsdóttur. Landsliðsmaðurinn stefnir áfram á það að komast aftur út í atvinnumennsku. „Hugurinn leitar að sjálfsögðu alltaf út og það er alltaf markmiðið hjá öllum körfuboltamönnum. Það er því alltaf markmið númer eitt, tvö og þrjú hjá mér,“ sagði Jón Axel. Alvöru áskorun í fyrsta leik „Ég er mjög spenntur persónulega að spila, það er langt síðan ég spilaði hérna síðast og það hefur líka mikið breyst síðan ég var á Íslandi. Ég er mjög spenntur og það er gaman að fá Keflavík í fyrsta leik. Það er alvöru áskorun og því er mjög mikil spenna fyrir fimmtudeginum,“ sagði Jón Axel. Jón Axel er ekki viss um hvort hann klári tímabilið með Grindavík. „Á þessum tímapunkti er ég ekki kominn svo langt. Markmiðið er eins og ég sagði að komast út en það kemur bara þegar það kemur,“ sagði Jón Axel eins og sjá má hér fyrir neðan. Klippa: Jón Axel: Mjög spenntur og gaman að fá Keflavik í fyrsta leik Gríðarlegur liðstyrkur Jón Axel hefur verið fastamaður í íslenska landsliðinu undanfarin ár og er gríðarlegur liðstyrkur fyrir liðið. Það er heldur ekki verra að Grindavíkurhjartað slær í þessum frábæra alhliða leikmanni. Það verður jafnframt fyrsti keppnisleikur Jóns Axels með Grindavík síðan 23. mars 2016 eða í 2402 daga. Á síðasta tímabili sínu með Grindavík, 2015-16, ekki enn orðinn tvítugur, þá var Jón Axel með 16,8 stig, 8,0 fráköst og 5,2 stoðsendingar að meðaltali í 22 deildarleikjum. Klippa: Jón Axel í Grindavík Yngri bróðir hans í liðinu Jón Axel heldur upp á 26 ára afmælið seinna í þessum mánuði en hann er uppalinn í Grindavík og yngsti bróðir hans, Bragi, er í leikmannahópi liðsins. Jón hefur undanfarin ár spilað sem atvinnumaður í Evrópu en þar á undan lék hann við góðan orðstír í fjögur ár með Davidson í bandaríska háskólaboltanum. Hjá Davidson varð Jón fyrsti leikmaðurinn í bandaríska háskólaboltanum frá 1993 sem náði 1500 stigum, 700 fráköstum, 500 stoðsendingum, 200 þristum og 150 stolnum boltum á háskólaferlinum. Hann var með 13,3 stig, 6,1 fráköst og 4,4 stoðsendingar að meðaltali í leik á fjórum árum í skólanum en á besta tímabili sínu með Davidson (2018-19) þá var hann með 16,9 stig, 7,3 fráköst og 4,8 stoðsendingar að meðaltali í leik. Eftir að Jón Axel kláraði háskólaferil sinn hefur hann spilað í Þýskalandi og á Ítalíu. Hann lék síðast með Crailsheim Merlins í Þýskalandi á síðustu leiktíð. Subway-deild karla UMF Grindavík Mest lesið Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport John Cena hættur að glíma Sport Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag Enski boltinn „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ Fótbolti Segir Norðmönnum að setja hana í karlalandsliðið sitt Handbolti Katrine Lunde fékk draumaendinn sinn og þær norsku urðu heimsmeistarar Handbolti Danir og Svíar eiga í deilum um kornunga drengi Fótbolti Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö Enski boltinn Þjálfari Orra Steins látinn fara Fótbolti Emelía valin efnilegust hjá danska toppliðinu: „Einstök gleðisprengja“ Fótbolti Fleiri fréttir Tindastóll, Keflavík og KR brunuðu áfram í bikarnum Hilmar með frábærar mínútur og risaþrist í dramatískum sigri Aftur og nýbúnir en núna í bikarnum KR, Aþena og Tindastóll örugglega áfram í bikarnum Íslandsmeistararnir unnu bikarmeistarana í framlengingu Elvar leiddi liðið til sigurs Tryggvi lét mest til sín taka Wembanyama sneri aftur í sigri gegn meisturunum Jónína Þórdís gældi við þrennuna og Ármann fór áfram í bikarnum Sara Rún með sigurkörfuna í ótrúlegri endurkomu Keflavíkur Kjartan Atli lætur af störfum Körfuboltakvöld í áfalli yfir vörn Álftaness: „Bara kjánalegt að horfa á þetta“ Curry sneri aftur með miklum látum Uppgjörið:Njarðvík - Þór Þorlákshöfn 92-93| Stigin til Þorlákshafnar eftir háspennu Álftanes - Tindastóll 78-137 | Metin slegin í stórsigri Stólanna „Get ekki verið fúll út í mína menn“ Fyrsti sigurinn í rúman mánuð: „Sýndum í dag að við erum með gott lið“ Uppgjörið: KR - ÍR 102-96 | Langþráður KR-sigur ÍA - Stjarnan 85-115 | Meistararnir búnir að finna gírinn Uppgjörið: Valur - Keflavík 111-91 | Valur þurfti ekki að hafa mikið fyrir fimmta sigrinum í röð Uppgjörið: Grindavík - Ármann 105-85| Nýliðarnir létu toppliðið vinna fyrir kaupinu sínu Hafa jafnað við metlið Golden State Warriors Uppgjörið: Njarðvík-Valur 94-90| Frábær endurkomu sigur skilar Njarðvík toppsætinu Stjarnan steig á bensíngjöfina og kláraði Tindastól að lokum Tryggvi hafði hægt um sig í sigri „Ég er yfirleitt ekki með neinn kjaft“ Leik lokið: Ármann 70 - 106 Grindavík | Stórsigur Grindavíkur á lánlausum nýliðum Leik Lokið: Haukar 86 - 92 KR | Nýliðarnir höfðu betur gegn meisturunum Fyrsti sigur Hamars/Þórs kom gegn Keflavík Tindastóll með fellu gegn Keilu í Eistlandi Sjá meira
Jón Axel hafði sent inn félagsskipti en það átti eftir að ganga frá samningnum sem er núna í höfn samkvæmt tilkynningu frá Körfuknattleiksdeild Grindvíkinga. Þar segir að samningurinn gildi út leiktíðina. Fyrsti leikur Jóns Axels verður á móti Keflavík annað kvöld en sá leikur verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport og hefst klukkan 20.15. Alltaf gott að koma heim „Mér líður bara mjög vel. Það er alltaf gott að koma heim og fá að spila fyrir svona góðan klúbb eins og Grindavík. Ég er með mjög góða tilfinningu fyrir þessu,“ sagði Jón Axel Guðmundsson í viðtali við Svövu Kristínu Grétarsdóttur. Landsliðsmaðurinn stefnir áfram á það að komast aftur út í atvinnumennsku. „Hugurinn leitar að sjálfsögðu alltaf út og það er alltaf markmiðið hjá öllum körfuboltamönnum. Það er því alltaf markmið númer eitt, tvö og þrjú hjá mér,“ sagði Jón Axel. Alvöru áskorun í fyrsta leik „Ég er mjög spenntur persónulega að spila, það er langt síðan ég spilaði hérna síðast og það hefur líka mikið breyst síðan ég var á Íslandi. Ég er mjög spenntur og það er gaman að fá Keflavík í fyrsta leik. Það er alvöru áskorun og því er mjög mikil spenna fyrir fimmtudeginum,“ sagði Jón Axel. Jón Axel er ekki viss um hvort hann klári tímabilið með Grindavík. „Á þessum tímapunkti er ég ekki kominn svo langt. Markmiðið er eins og ég sagði að komast út en það kemur bara þegar það kemur,“ sagði Jón Axel eins og sjá má hér fyrir neðan. Klippa: Jón Axel: Mjög spenntur og gaman að fá Keflavik í fyrsta leik Gríðarlegur liðstyrkur Jón Axel hefur verið fastamaður í íslenska landsliðinu undanfarin ár og er gríðarlegur liðstyrkur fyrir liðið. Það er heldur ekki verra að Grindavíkurhjartað slær í þessum frábæra alhliða leikmanni. Það verður jafnframt fyrsti keppnisleikur Jóns Axels með Grindavík síðan 23. mars 2016 eða í 2402 daga. Á síðasta tímabili sínu með Grindavík, 2015-16, ekki enn orðinn tvítugur, þá var Jón Axel með 16,8 stig, 8,0 fráköst og 5,2 stoðsendingar að meðaltali í 22 deildarleikjum. Klippa: Jón Axel í Grindavík Yngri bróðir hans í liðinu Jón Axel heldur upp á 26 ára afmælið seinna í þessum mánuði en hann er uppalinn í Grindavík og yngsti bróðir hans, Bragi, er í leikmannahópi liðsins. Jón hefur undanfarin ár spilað sem atvinnumaður í Evrópu en þar á undan lék hann við góðan orðstír í fjögur ár með Davidson í bandaríska háskólaboltanum. Hjá Davidson varð Jón fyrsti leikmaðurinn í bandaríska háskólaboltanum frá 1993 sem náði 1500 stigum, 700 fráköstum, 500 stoðsendingum, 200 þristum og 150 stolnum boltum á háskólaferlinum. Hann var með 13,3 stig, 6,1 fráköst og 4,4 stoðsendingar að meðaltali í leik á fjórum árum í skólanum en á besta tímabili sínu með Davidson (2018-19) þá var hann með 16,9 stig, 7,3 fráköst og 4,8 stoðsendingar að meðaltali í leik. Eftir að Jón Axel kláraði háskólaferil sinn hefur hann spilað í Þýskalandi og á Ítalíu. Hann lék síðast með Crailsheim Merlins í Þýskalandi á síðustu leiktíð.
Subway-deild karla UMF Grindavík Mest lesið Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport John Cena hættur að glíma Sport Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag Enski boltinn „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ Fótbolti Segir Norðmönnum að setja hana í karlalandsliðið sitt Handbolti Katrine Lunde fékk draumaendinn sinn og þær norsku urðu heimsmeistarar Handbolti Danir og Svíar eiga í deilum um kornunga drengi Fótbolti Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö Enski boltinn Þjálfari Orra Steins látinn fara Fótbolti Emelía valin efnilegust hjá danska toppliðinu: „Einstök gleðisprengja“ Fótbolti Fleiri fréttir Tindastóll, Keflavík og KR brunuðu áfram í bikarnum Hilmar með frábærar mínútur og risaþrist í dramatískum sigri Aftur og nýbúnir en núna í bikarnum KR, Aþena og Tindastóll örugglega áfram í bikarnum Íslandsmeistararnir unnu bikarmeistarana í framlengingu Elvar leiddi liðið til sigurs Tryggvi lét mest til sín taka Wembanyama sneri aftur í sigri gegn meisturunum Jónína Þórdís gældi við þrennuna og Ármann fór áfram í bikarnum Sara Rún með sigurkörfuna í ótrúlegri endurkomu Keflavíkur Kjartan Atli lætur af störfum Körfuboltakvöld í áfalli yfir vörn Álftaness: „Bara kjánalegt að horfa á þetta“ Curry sneri aftur með miklum látum Uppgjörið:Njarðvík - Þór Þorlákshöfn 92-93| Stigin til Þorlákshafnar eftir háspennu Álftanes - Tindastóll 78-137 | Metin slegin í stórsigri Stólanna „Get ekki verið fúll út í mína menn“ Fyrsti sigurinn í rúman mánuð: „Sýndum í dag að við erum með gott lið“ Uppgjörið: KR - ÍR 102-96 | Langþráður KR-sigur ÍA - Stjarnan 85-115 | Meistararnir búnir að finna gírinn Uppgjörið: Valur - Keflavík 111-91 | Valur þurfti ekki að hafa mikið fyrir fimmta sigrinum í röð Uppgjörið: Grindavík - Ármann 105-85| Nýliðarnir létu toppliðið vinna fyrir kaupinu sínu Hafa jafnað við metlið Golden State Warriors Uppgjörið: Njarðvík-Valur 94-90| Frábær endurkomu sigur skilar Njarðvík toppsætinu Stjarnan steig á bensíngjöfina og kláraði Tindastól að lokum Tryggvi hafði hægt um sig í sigri „Ég er yfirleitt ekki með neinn kjaft“ Leik lokið: Ármann 70 - 106 Grindavík | Stórsigur Grindavíkur á lánlausum nýliðum Leik Lokið: Haukar 86 - 92 KR | Nýliðarnir höfðu betur gegn meisturunum Fyrsti sigur Hamars/Þórs kom gegn Keflavík Tindastóll með fellu gegn Keilu í Eistlandi Sjá meira