Útlendingafrumvarp Jóns situr fast í þingflokki Sjálfstæðisflokksins Heimir Már Pétursson skrifar 19. október 2022 11:46 Jón Gunnarsson, dómsmálaráðherra. Vísir/Vilhelm Frumvarp dómsmálaráðherra um breytingar á útlendingalögum situr fast í þingflokki Sjálfstæðisflokksins en báðir hinir þingflokkar stjórnarflokkanna hafa afgreitt málið frá sér til þinglegrar meðferðar. Þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins segir hnífinn ekki fara á milli þingmanna flokksins og dómsmálaráðherra en gera þurfi breytingar á frumvarpinu. Umdeilt frumvarp Jóns Gunnarssonar dómsmálaráðherra til breytinga á útlendingalögum hefur enn ekki komið fram á Alþingi þótt ráðherra hafi boðað síðastliðið vor og ítrekað það í síðasta mánuði að það yrði eitt af fyrstu þingmálum haustþingsins. Það yrði þá í fimmta sinn sem innanríkis- og dómsmálaráðherrar Sjálfstæðisflokksins reyndu að koma slíku frumvarpi í gegn á Alþingi. Ekkert bólar hins vegar á frumvarpinu en það var afgreitt út úr ríkisstjórn hinn 20. september og sent til þingflokka stjórnarflokkanna til umræðu og afgreiðslu. Orri Páll Jóhannsson þingflokksformaður Vinstri grænna segir frumvarpið hafa verið afgreitt að hálfu þingflokks. Orri Páll Jóhannsson, þingflokksformaður Vinstri grænna.Vísir/Vilhelm „Við gerðum það í lok september síðastliðnum þegar að fram komu breytingar á lögum sem höfðu þá tekið breytingu frá fyrri framlagningu málsins, þá afgreiddum við það frá okkur til þinglegrar meðferðar,“ segir Orri Páll. Þannig það er að mati þingflokksins ekkert til fyrirstöðu að þingið taki málið til efnislegrar meðferðar? „Við alla vega afgreiddum það frá okkur þannig að við vildum að það færi í þinglega meðferð, enda hafði það tekið breytingum,“ segir hann. Ingibjörg Ísaksen þingflokksformaður Framsóknarflokksins staðfestir að málið hafi einnig verið samþykkt út úr þingflokki hennar. Ingibjörg Isaksen, þingflokksformaður Framsóknarflokksins. „Við fengum þetta inn í flokkinn og tókum umræðu þar og málið fór athugasemdarlaust í gegnum þingflokkinn. Við teljum líka bara afar mikilvægt að umræðan um þetta mál eigi sér stað bæði í þinginu sjálfu sem og inni í nefnd,“ segir Ingibjörg. Þannig ykkar vegna væri hægt að hefja þá umræðu strax? „Já við teljum bara afar mikilvægt að þessi umræða eigi sér stað,“ segir hún. Óli Björn Kárason þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins segir þingflokkinn standa með dómsmálaráðherra en verið væri að ræða tilteknar breytingar á frumvarpinu. Óli Björn Kárason, þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins.Vísir/Vilhelm „Við höfum verið að fjalla um drög að frumvarpi Jóns Gunnarssonar í samráði við Jón Gunnarsson með fullum stuðningi hans. Það eru ákveðnar lagfæringar sem við teljum, og ég ætla ekki að fara efnislega í núna, teljum nauðsynlegt með hliðsjón af þeim aðstæðum sem hafa skapast á undanförnum vikum og mánuðum að gera á þessu frumvarpi,“ segir Óli Björn. Það væri ekkert óvenjulegt við að þingflokkurinn tæki sér ágætan tíma í jafn mikilvægt mál og útlendingamálin. Er þá ekki alveg fullkomin sátt um það sem hann leggur til? „Það fer ekki hnífurinn á milli þingflokksins og Jóns Gunnarssonar dómsmálaráðherra þegar kemur að útlendingamálunum,“ segir Óli Björn. Sjálfstæðisflokkurinn Vinstri græn Framsóknarflokkurinn Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Flóttafólk á Íslandi Innflytjendamál Hælisleitendur Alþingi Tengdar fréttir Fjöldi umdeildra mála á málaskrá ríkisstjórnar í vetur Ríkisstjórnin fyrir hugar að leggja 178 mál fyrir Alþingi í vetur. Mörg málanna eru umdeild eins og frumvörp dómsmálaráðherra um útlendinga, fækkun sýslumannsembætta og um forvirkar rannsóknarheimildir lögreglu. 4. október 2022 19:20 Dómsmálaráðherra segir fjölgun flóttafólks ekki tilviljun Dómsmálaráðherra segir nauðsynlegt að koma í veg fyrir misnotkun á alþjóðlega verndarkerfinu. Fordómalaus fjölgun flóttamanna til Íslands væri ekki tilviljun og því nauðsynlegt að gera breytingar á lögum um útlendinga til samræmis við það sem þekktist í öðrum löndum. 6. september 2022 19:54 Mest lesið Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Innlent Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Erlent Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Innlent Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Erlent Heitar umræður um lokun flugbrautar Innlent „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Innlent Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Erlent Fleiri fréttir Kæra lögð fram vegna grænu skemmunnar Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Agaleysi í skólum og geðrof tengt ADHD lyfjum Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Heitar umræður um lokun flugbrautar Eldur kviknaði í pappagámi í Skeifunni Prammi á ferðinni á Ölfusá vegna nýrrar brúar Sýklalyfjaónæmi raunveruleg ógn Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin 155 milljónir til sviðslistaverkefna Dagur kveður eftir 23 ár í borginni Rýnt í fyrsta dag Trumps í embætti og deilt um Reykjavíkurflugvöll Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Einhver heimili enn keyrð á varaafli Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Sjá auknar líkur á eldgosi í kortunum Öllum rýmingum aflétt Sagði skilaboð þar sem hann sagðist fullur eftirsjár fölsuð Þúsund skref aukalega skila 15 prósent lægri dánartíðni Undirbúa móttöku þeirra sem verða sendir frá Bandaríkjunum Ætla að breytast í stjórnmálaflokk á fyrsta landsfundinum í sex ár Rýmingum aflétt í Neskaupstað en ekki Seyðisfirði Ákærður fyrir tilraun til manndráps á Vopnafirði Búast við afléttingu fyrir austan í hádeginu Kaldasta árið á landinu í rúman aldarfjórðung Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Bein útsending: Veður og veitur – áskoranir fráveitna vegna loftslagsbreytinga Sjá meira
Umdeilt frumvarp Jóns Gunnarssonar dómsmálaráðherra til breytinga á útlendingalögum hefur enn ekki komið fram á Alþingi þótt ráðherra hafi boðað síðastliðið vor og ítrekað það í síðasta mánuði að það yrði eitt af fyrstu þingmálum haustþingsins. Það yrði þá í fimmta sinn sem innanríkis- og dómsmálaráðherrar Sjálfstæðisflokksins reyndu að koma slíku frumvarpi í gegn á Alþingi. Ekkert bólar hins vegar á frumvarpinu en það var afgreitt út úr ríkisstjórn hinn 20. september og sent til þingflokka stjórnarflokkanna til umræðu og afgreiðslu. Orri Páll Jóhannsson þingflokksformaður Vinstri grænna segir frumvarpið hafa verið afgreitt að hálfu þingflokks. Orri Páll Jóhannsson, þingflokksformaður Vinstri grænna.Vísir/Vilhelm „Við gerðum það í lok september síðastliðnum þegar að fram komu breytingar á lögum sem höfðu þá tekið breytingu frá fyrri framlagningu málsins, þá afgreiddum við það frá okkur til þinglegrar meðferðar,“ segir Orri Páll. Þannig það er að mati þingflokksins ekkert til fyrirstöðu að þingið taki málið til efnislegrar meðferðar? „Við alla vega afgreiddum það frá okkur þannig að við vildum að það færi í þinglega meðferð, enda hafði það tekið breytingum,“ segir hann. Ingibjörg Ísaksen þingflokksformaður Framsóknarflokksins staðfestir að málið hafi einnig verið samþykkt út úr þingflokki hennar. Ingibjörg Isaksen, þingflokksformaður Framsóknarflokksins. „Við fengum þetta inn í flokkinn og tókum umræðu þar og málið fór athugasemdarlaust í gegnum þingflokkinn. Við teljum líka bara afar mikilvægt að umræðan um þetta mál eigi sér stað bæði í þinginu sjálfu sem og inni í nefnd,“ segir Ingibjörg. Þannig ykkar vegna væri hægt að hefja þá umræðu strax? „Já við teljum bara afar mikilvægt að þessi umræða eigi sér stað,“ segir hún. Óli Björn Kárason þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins segir þingflokkinn standa með dómsmálaráðherra en verið væri að ræða tilteknar breytingar á frumvarpinu. Óli Björn Kárason, þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins.Vísir/Vilhelm „Við höfum verið að fjalla um drög að frumvarpi Jóns Gunnarssonar í samráði við Jón Gunnarsson með fullum stuðningi hans. Það eru ákveðnar lagfæringar sem við teljum, og ég ætla ekki að fara efnislega í núna, teljum nauðsynlegt með hliðsjón af þeim aðstæðum sem hafa skapast á undanförnum vikum og mánuðum að gera á þessu frumvarpi,“ segir Óli Björn. Það væri ekkert óvenjulegt við að þingflokkurinn tæki sér ágætan tíma í jafn mikilvægt mál og útlendingamálin. Er þá ekki alveg fullkomin sátt um það sem hann leggur til? „Það fer ekki hnífurinn á milli þingflokksins og Jóns Gunnarssonar dómsmálaráðherra þegar kemur að útlendingamálunum,“ segir Óli Björn.
Sjálfstæðisflokkurinn Vinstri græn Framsóknarflokkurinn Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Flóttafólk á Íslandi Innflytjendamál Hælisleitendur Alþingi Tengdar fréttir Fjöldi umdeildra mála á málaskrá ríkisstjórnar í vetur Ríkisstjórnin fyrir hugar að leggja 178 mál fyrir Alþingi í vetur. Mörg málanna eru umdeild eins og frumvörp dómsmálaráðherra um útlendinga, fækkun sýslumannsembætta og um forvirkar rannsóknarheimildir lögreglu. 4. október 2022 19:20 Dómsmálaráðherra segir fjölgun flóttafólks ekki tilviljun Dómsmálaráðherra segir nauðsynlegt að koma í veg fyrir misnotkun á alþjóðlega verndarkerfinu. Fordómalaus fjölgun flóttamanna til Íslands væri ekki tilviljun og því nauðsynlegt að gera breytingar á lögum um útlendinga til samræmis við það sem þekktist í öðrum löndum. 6. september 2022 19:54 Mest lesið Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Innlent Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Erlent Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Innlent Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Erlent Heitar umræður um lokun flugbrautar Innlent „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Innlent Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Erlent Fleiri fréttir Kæra lögð fram vegna grænu skemmunnar Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Agaleysi í skólum og geðrof tengt ADHD lyfjum Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Heitar umræður um lokun flugbrautar Eldur kviknaði í pappagámi í Skeifunni Prammi á ferðinni á Ölfusá vegna nýrrar brúar Sýklalyfjaónæmi raunveruleg ógn Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin 155 milljónir til sviðslistaverkefna Dagur kveður eftir 23 ár í borginni Rýnt í fyrsta dag Trumps í embætti og deilt um Reykjavíkurflugvöll Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Einhver heimili enn keyrð á varaafli Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Sjá auknar líkur á eldgosi í kortunum Öllum rýmingum aflétt Sagði skilaboð þar sem hann sagðist fullur eftirsjár fölsuð Þúsund skref aukalega skila 15 prósent lægri dánartíðni Undirbúa móttöku þeirra sem verða sendir frá Bandaríkjunum Ætla að breytast í stjórnmálaflokk á fyrsta landsfundinum í sex ár Rýmingum aflétt í Neskaupstað en ekki Seyðisfirði Ákærður fyrir tilraun til manndráps á Vopnafirði Búast við afléttingu fyrir austan í hádeginu Kaldasta árið á landinu í rúman aldarfjórðung Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Bein útsending: Veður og veitur – áskoranir fráveitna vegna loftslagsbreytinga Sjá meira
Fjöldi umdeildra mála á málaskrá ríkisstjórnar í vetur Ríkisstjórnin fyrir hugar að leggja 178 mál fyrir Alþingi í vetur. Mörg málanna eru umdeild eins og frumvörp dómsmálaráðherra um útlendinga, fækkun sýslumannsembætta og um forvirkar rannsóknarheimildir lögreglu. 4. október 2022 19:20
Dómsmálaráðherra segir fjölgun flóttafólks ekki tilviljun Dómsmálaráðherra segir nauðsynlegt að koma í veg fyrir misnotkun á alþjóðlega verndarkerfinu. Fordómalaus fjölgun flóttamanna til Íslands væri ekki tilviljun og því nauðsynlegt að gera breytingar á lögum um útlendinga til samræmis við það sem þekktist í öðrum löndum. 6. september 2022 19:54
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent