Setjum samdrátt samfélagslosunar í forgang Jóna Bjarnadóttir skrifar 20. október 2022 11:01 Eftirspurn eftir grænni orku hefur aldrei verið meiri og mikið er rætt um að það vanti meiri græna orku hér á landi. En fyrir hvað vantar okkur orkuna? Stærsta uppspretta losunar á heimsvísu er notkun jarðefnaeldsneytis (bensín, olía, gas og kol). Eitthvað sem veldur ekki losun gróðurhúsalofttegunda þarf að koma í staðinn fyrir þetta eldsneyti í samgöngum og iðnaði. Lykillinn að lausninni er þannig að skipta út jarðefnaeldsneyti fyrir endurnýjanlega græna orku. Að skipta úr olíu og bensíni krefst meiri orkuvinnslu á Íslandi. Ef aðeins er litið á þau orkuskipti sem skila samdrætti í samfélagslosun þá blasir við að orkuvinnslan okkar þarf að aukast um 40% fram til ársins 2040, eða 8 TWst. Samfélagslosun á okkar ábyrgð Í París fyrir 7 árum sammæltust ríki heims um að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda til að bregðast við því neyðarástandi sem ríkir í loftslagsmálum. Sett var sameiginleg framtíðarsýn um að halda hækkun hitastigs innan við 1,5°C. Í kjölfarið settu ríki og ríkjasambönd sér markmið um samdrátt í losun til 2030. Íslensk stjórnvöld hafa í samfloti með öðrum löndum i Evrópu sett sér metnaðarfull markmið um samdrátt í losun. Þessi markmið skiptast í þrjá flokka og er eingöngu einn þeirra á beina ábyrgð Íslands, svo kölluð samfélagslosun. Þetta er sú losun sem ríkið hefur skuldbundið sig til að minnka. Ef losað er meira þá þarf að borga. Það er því mikilvægt að forgangsraða fjármunum í aðgerðir sem draga úr samfélagslosun svo ekki þurfi að greiða tugi milljarða króna, verði losun umfram þær heimildir sem við höfum. Þá er ótalinn sá álitshnekkir sem við verðum fyrir ef við sýnum ekki metnað til að standa við alþjóðlegar skuldbindingar. Samfélagslosun er sú losun verður vegna notkunar á hinum ýmsu vörum og þjónustu hér á landi og framleiðslu, annarri en stóriðju. Verkefnið er að draga saman þessa losun um 1,3 milljónir tonna fyrir 2030 úr þeim geirum sem falla undir samfélagslosunina. Má þar nefna ferðaþjónustu, sjávarútveg, landbúnað, byggingariðnaðinn, vinnslu raforku með jarðvarma, sorp og endurvinnslu. Stóriðjan, millilandaflug og millilandasiglingar falla ekki undir markmið samfélagslosunar (á beina ábyrgð Íslands) heldur viðskiptakerfi með losunarheimildir. Það kerfi er helsta stjórntæki Evrópusambandsins til að ná fram samdrætti í losun í geirum sem ganga þvert á landamæri. Hér eru ekki sett sértæk markmið fyrir einstök ríki heldur er unnið að sameiginlegu markmiði um samdrátt fyrir álfuna alla. Skógrækt, landgræðsla og endurheimt votlendis falla ekki heldur undir samfélagslosun heldur eru mótvægisaðgerðir sem binda kolefni úr andrúmslofti ásamt því að geta bætt landgæði, vistgerðir og stutt við líffræðilegan fjölbreytileika. Þessar aðgerðir falla undir markmið um að nettó losun aukist ekki vegna landnotkunar. Þarna er okkur að ganga vel, nettó losun hefur dregist saman, en sá samdráttur telur hins vegar ekki í skuldbindingum landsins. Grípum til aðgerða sem telja Verkefnið sem liggur fyrir okkur hvar sem við stöndum í atvinnulífinu er að grípa til aðgerða sem styðja við skuldbindingar stjórnvalda. Verkefnið er stórt og snertir okkur öll. Við þurfum að draga úr losun. En hvert eigum við að beina sjónum okkar þegar við veljum til hvaða aðgerða skuli grípa?Við þurfum skýran fókus á raunhæfar aðgerðir sem skila árangri. Þar tróna orkuskipti í samgöngum innanlands efst á blaði. Þau verða ekki að veruleika nema með aukinni öflun grænnar orku. Samhliða aukinni orkuöflun þarf að hlúa að nýsköpun og þróun grænna lausna sem stuðla að bættri orkunýtni og auðlindanotkun hvort heldur sem horft ef til framleiðsluferla eða neysluvenja. Draga þarf úr auðlindasóun almennt og virkja hringrásarhagkerfið. En það er ekki nóg fyrir orkuskiptin sem eru framundan. Það skiptir mestu máli að vinna markvisst að orkuskiptum innanlands. Þar leika t.d. ferðaþjónustan, sjávarútvegurinn og byggingaiðnaðurinn lykilhlutverk við að breyta neyslumynstri og búa til eftirspurn. Orkuframleiðendur þurfa að tryggja orku til verksins. Það þarf að afla nýrrar grænnar orku samhliða því að vinna að bættri nýtingu flutningskerfis og fyrirliggjandi aflstöðva. Styðjum við skuldbindingar Íslands Við hjá Landsvirkjun vinnum markvisst að því að styðja við skuldbindingar Íslands. Það gerum við með samdrætti í losun frá okkar eigin starfsemi, með stuðningi við þróun lausna til orkuskipta og með öflun grænnar orku til orkuskipta innanlands. Orkufyrirtæki þjóðarinnar ætlar svo sannarlega ekki að láta sitt eftir liggja heldur vinna einbeitt að því að þjóðin nái að standa við skuldbindingar sínar. Þannig verða Íslendingar hluti af lausn þess neyðarástands sem ríkir i heiminum öllum vegna loftslagsbreytinga Höfundur er framkvæmdastjóri Samfélags og umhverfis hjá Landsvirkjun. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jóna Bjarnadóttir Landsvirkjun Orkumál Orkuskipti Loftslagsmál Mest lesið Að kasta steinum úr glerhúsi Páll Steingrímsson Skoðun “Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir Skoðun Frumkvöðlastarf Bata Akademíunnar - íslenska leiðin Ólafur Ágúst Hraundal Skoðun Vegna meintra „föðurlandssvika og siðferðisleysis“ Gunnars Magnússonar Geir Sveinsson Skoðun Er samþykki barna túlkunaratriði? Ólöf Tara Harðardóttir Skoðun Halldór 01.02.2025 Halldór Loðnustofninn hruninn Björn Ólafsson Skoðun Trump og forsetatilskipanir Helga Dögg Sverrisdóttir Skoðun Áróðursstríð Ingu Eydís Hörn Hermannsdóttir Skoðun Býður grunnskólakerfið upp á öfuga hvatastýringu fyrir kennara? Davíð Már Sigurðsson Skoðun Skoðun Skoðun Frumkvöðlastarf Bata Akademíunnar - íslenska leiðin Ólafur Ágúst Hraundal skrifar Skoðun “Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Að kasta steinum úr glerhúsi Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Býður grunnskólakerfið upp á öfuga hvatastýringu fyrir kennara? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Vegna meintra „föðurlandssvika og siðferðisleysis“ Gunnars Magnússonar Geir Sveinsson skrifar Skoðun Er Ísland tilbúið fyrir gervigreindarbyltinguna? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Loðnustofninn hruninn Björn Ólafsson skrifar Skoðun Munum við upplifa enn eitt „mikla stökkið framávið“? Jason Steinþórsson skrifar Skoðun Starfa stjórnmálamenn ekki í þágu almennings?: Um „blaðamannablaður“ og „óvandaða falsfréttamiðla“ Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar Skoðun HA ég Hr. ráðherra? Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Trump og forsetatilskipanir Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Spörum með breyttri verðstefnu í lyfjamálum Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Ómæld áhrif kjaradeilu kennara Anton Orri Dagsson skrifar Skoðun Hlutverk í fjölskyldum Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Erfitt að treysta þegar upplifunin er að samfélagið forgangsraði ekki börnum Ragnheiður Stephensen skrifar Skoðun Janúarblús vinstristjórnarinnar Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Skipbrot meðaltalsstöðugleikaleiðarinnar Aðalgeir Ásvaldsson skrifar Skoðun Áróðursstríð Ingu Eydís Hörn Hermannsdóttir skrifar Skoðun Fyrir hvern vinnur þú? Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar Skoðun Kostaboð Eydís Hörn Hermannsdóttir skrifar Skoðun Um kjaradeilu sveitarfélaga og kennara Inga Sigrún Atladóttir skrifar Skoðun Næring íþróttafólks: Þegar orkuna og kolvetnin skortir Birna Varðardóttir skrifar Skoðun Hvað næst RÚV? Hilmar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Lífeyrissjóðir í sæng með kvótakóngum Björn Ólafsson skrifar Skoðun Glannalegt tal um gjaldþrot Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Bókvitið verður í askana látið! Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Læknis- og sjúkraþjálfunarfræði fyrir alla Eiríkur Kúld Viktorsson skrifar Skoðun Hvernig er hægt að semja við samninganefnd sem hefur engan skilning á starfi stéttarinnar sem hún er að semja við? Ragnheiður Stephensen skrifar Skoðun Birtingarmynd fortíðar í nútímanum Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Mun seðlabankastjóri standa við orð sín Ágúst Bjarni Garðarsson skrifar Sjá meira
Eftirspurn eftir grænni orku hefur aldrei verið meiri og mikið er rætt um að það vanti meiri græna orku hér á landi. En fyrir hvað vantar okkur orkuna? Stærsta uppspretta losunar á heimsvísu er notkun jarðefnaeldsneytis (bensín, olía, gas og kol). Eitthvað sem veldur ekki losun gróðurhúsalofttegunda þarf að koma í staðinn fyrir þetta eldsneyti í samgöngum og iðnaði. Lykillinn að lausninni er þannig að skipta út jarðefnaeldsneyti fyrir endurnýjanlega græna orku. Að skipta úr olíu og bensíni krefst meiri orkuvinnslu á Íslandi. Ef aðeins er litið á þau orkuskipti sem skila samdrætti í samfélagslosun þá blasir við að orkuvinnslan okkar þarf að aukast um 40% fram til ársins 2040, eða 8 TWst. Samfélagslosun á okkar ábyrgð Í París fyrir 7 árum sammæltust ríki heims um að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda til að bregðast við því neyðarástandi sem ríkir í loftslagsmálum. Sett var sameiginleg framtíðarsýn um að halda hækkun hitastigs innan við 1,5°C. Í kjölfarið settu ríki og ríkjasambönd sér markmið um samdrátt í losun til 2030. Íslensk stjórnvöld hafa í samfloti með öðrum löndum i Evrópu sett sér metnaðarfull markmið um samdrátt í losun. Þessi markmið skiptast í þrjá flokka og er eingöngu einn þeirra á beina ábyrgð Íslands, svo kölluð samfélagslosun. Þetta er sú losun sem ríkið hefur skuldbundið sig til að minnka. Ef losað er meira þá þarf að borga. Það er því mikilvægt að forgangsraða fjármunum í aðgerðir sem draga úr samfélagslosun svo ekki þurfi að greiða tugi milljarða króna, verði losun umfram þær heimildir sem við höfum. Þá er ótalinn sá álitshnekkir sem við verðum fyrir ef við sýnum ekki metnað til að standa við alþjóðlegar skuldbindingar. Samfélagslosun er sú losun verður vegna notkunar á hinum ýmsu vörum og þjónustu hér á landi og framleiðslu, annarri en stóriðju. Verkefnið er að draga saman þessa losun um 1,3 milljónir tonna fyrir 2030 úr þeim geirum sem falla undir samfélagslosunina. Má þar nefna ferðaþjónustu, sjávarútveg, landbúnað, byggingariðnaðinn, vinnslu raforku með jarðvarma, sorp og endurvinnslu. Stóriðjan, millilandaflug og millilandasiglingar falla ekki undir markmið samfélagslosunar (á beina ábyrgð Íslands) heldur viðskiptakerfi með losunarheimildir. Það kerfi er helsta stjórntæki Evrópusambandsins til að ná fram samdrætti í losun í geirum sem ganga þvert á landamæri. Hér eru ekki sett sértæk markmið fyrir einstök ríki heldur er unnið að sameiginlegu markmiði um samdrátt fyrir álfuna alla. Skógrækt, landgræðsla og endurheimt votlendis falla ekki heldur undir samfélagslosun heldur eru mótvægisaðgerðir sem binda kolefni úr andrúmslofti ásamt því að geta bætt landgæði, vistgerðir og stutt við líffræðilegan fjölbreytileika. Þessar aðgerðir falla undir markmið um að nettó losun aukist ekki vegna landnotkunar. Þarna er okkur að ganga vel, nettó losun hefur dregist saman, en sá samdráttur telur hins vegar ekki í skuldbindingum landsins. Grípum til aðgerða sem telja Verkefnið sem liggur fyrir okkur hvar sem við stöndum í atvinnulífinu er að grípa til aðgerða sem styðja við skuldbindingar stjórnvalda. Verkefnið er stórt og snertir okkur öll. Við þurfum að draga úr losun. En hvert eigum við að beina sjónum okkar þegar við veljum til hvaða aðgerða skuli grípa?Við þurfum skýran fókus á raunhæfar aðgerðir sem skila árangri. Þar tróna orkuskipti í samgöngum innanlands efst á blaði. Þau verða ekki að veruleika nema með aukinni öflun grænnar orku. Samhliða aukinni orkuöflun þarf að hlúa að nýsköpun og þróun grænna lausna sem stuðla að bættri orkunýtni og auðlindanotkun hvort heldur sem horft ef til framleiðsluferla eða neysluvenja. Draga þarf úr auðlindasóun almennt og virkja hringrásarhagkerfið. En það er ekki nóg fyrir orkuskiptin sem eru framundan. Það skiptir mestu máli að vinna markvisst að orkuskiptum innanlands. Þar leika t.d. ferðaþjónustan, sjávarútvegurinn og byggingaiðnaðurinn lykilhlutverk við að breyta neyslumynstri og búa til eftirspurn. Orkuframleiðendur þurfa að tryggja orku til verksins. Það þarf að afla nýrrar grænnar orku samhliða því að vinna að bættri nýtingu flutningskerfis og fyrirliggjandi aflstöðva. Styðjum við skuldbindingar Íslands Við hjá Landsvirkjun vinnum markvisst að því að styðja við skuldbindingar Íslands. Það gerum við með samdrætti í losun frá okkar eigin starfsemi, með stuðningi við þróun lausna til orkuskipta og með öflun grænnar orku til orkuskipta innanlands. Orkufyrirtæki þjóðarinnar ætlar svo sannarlega ekki að láta sitt eftir liggja heldur vinna einbeitt að því að þjóðin nái að standa við skuldbindingar sínar. Þannig verða Íslendingar hluti af lausn þess neyðarástands sem ríkir i heiminum öllum vegna loftslagsbreytinga Höfundur er framkvæmdastjóri Samfélags og umhverfis hjá Landsvirkjun.
“Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir Skoðun
Skoðun “Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Vegna meintra „föðurlandssvika og siðferðisleysis“ Gunnars Magnússonar Geir Sveinsson skrifar
Skoðun Starfa stjórnmálamenn ekki í þágu almennings?: Um „blaðamannablaður“ og „óvandaða falsfréttamiðla“ Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Erfitt að treysta þegar upplifunin er að samfélagið forgangsraði ekki börnum Ragnheiður Stephensen skrifar
Skoðun Hvernig er hægt að semja við samninganefnd sem hefur engan skilning á starfi stéttarinnar sem hún er að semja við? Ragnheiður Stephensen skrifar
“Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir Skoðun