Vísbendingar um að glæpagengi misnoti hælisleitendakerfið Heimir Már Pétursson skrifar 20. október 2022 12:20 Á undanförnum árum hefur ítrekað komið til mótmæla, meðal annars við dómsmálaráðuneytið, á undanförnum árum vegna brottvísana hælisleitenda úr landi. Vísir/Vilhelm Fjármálaráðherra segir vísbendingar um að glæpagengi misnoti hælisleitendakerfið og vegabréf frá Venesuela gangi kaupum og sölum sem komi fólki í skuld við þau. Dómsmálaráðherra væri að vinna að því að ná sátt um breytingar á lögum um útlendinga þannig að það gagnist þeim sem þurfi á kerfinu að halda. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson formaður Miðflokksins gerði boðað frumvarp Jóns Gunnarssonar dómsmálaráðherra um breytingar á útlendingalögum að umtalsefni í fyrirspurnartíma á Alþingi í morgun. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson formaður Miðflokksins segir erfitt að átta sig á stefnu ríkisstjórnarinnar í útlendingamálum.Vísir/Vilhelm „Því að það hefur ríkt mjög mikil óvissa um hvert þessi stjórn stefni í útlendingamálum. Og nú heyrum við af, ekki óeiningu, það er talað um sérstaka einingu en þó tafir í þingflokki Sjálfstæðismanna,“ sagði Sigmundur Davíð. En frumvarp dómsmálaráðherra var afgreitt úr ríkisstjórn hinn 20. september og þingflokkum hinna stjórnarflokkanna fljótlega þar á eftir. Þingflokkur Sjálfstæðisflokksins afgreiddi frumvarpið hins vegar ekki fyrr en í gær. „Mun hæstvirtur dómsmálaráðherra fá stuðning við að laga útlendingafrumvarp sitt. Bæta að því marki að það hafi einhver teljandi áhrif og þarf ekki meira til,“ spurði formaður Miðflokksins. Margir hælisleitendur hafa þurft að bíða lengi eftir úrskurði um stöðu þeirra áður en ákvörðun er tekin um að vísa þeim úr landi.Vísir/Vilhelm Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra sagði allar áherslur ríkisstjórnarinnar snúa að því að verja tilgang hælisleitendakerfisins. Þannig að það þjónaði þeim sem í raun þyrftu á því að halda. Bjarni Benediktsson segir vísbendinigar um að glæpagengi selji vegabréf frá Venesuela. Mikilvægt væri að kerfið þjónaði þeim sem á því þyrftu að halda en á sama tíma koma í veg fyrir misnotkun þess.Vísir/Vilhelm „En að kerfið sé ekki þannig að fleiri sæki í það sem valdi okkur kostnaði, umstangi. Leiti leiða til að komast inn í hælisleitendakerfið þegar þeir eru í raun og veru að leita að stað til búa á og bæta lífskjör sín til lengri tíma,“ sagði Bjarni. Vegna stöðu mála í Venesuela hefur fólk þaðan átt greiðan aðgang að Íslandi undanfarin misseri. Bjarni sagði vísbendingar um að glæpagengi misnotuðu ástandið. „Við erum sömueiðis með mjög miklar áhyggjur af skilaboðum sem löggæsluyfirvöld í landinu eru að senda okkur. Um að vegabréf frá Venesuela gangi kaupum og sölum. Þeim sé síðan framvísað hér eins og annars staðar. Að þeir sem komi með slík vegabréf standi í skuld við þá sem útvegi slík vegabréf og þurfi á komandi árum að finna leiðir til að fjármagna þá skuld,“ sagði fjármálaráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins. Jón Gunnarsson gerir nú fimmtu tilraun innanríkis- og dómsmálaráðherra Sjálfstæðisflokksins til að koma breytingum á lögum um útlendinga í gegn um Alþingi.Vísir/Vilhem Alþingi hafi ekki tekist í fjórgang að afgreiða fyrri frumvörp innanríkis- og dómsmálaráðherra um breytingar á útlendingalögum. Mikilvægt væri að nú tækist sátt um málið á þingi. „Þannig að ráðherrann er að reyna að finna leiðir til að fá umbætur á lagaumgjörðinni. Án þess þó að ætla sér bara að skalla veginn og vera óraunsær um hvað Alþingi er tilbúið að gera,“ sagði Bjarni Beneditksson. Flóttafólk á Íslandi Alþingi Hælisleitendur Sjálfstæðisflokkurinn Miðflokkurinn Tengdar fréttir Útlendingafrumvarp Jóns situr fast í þingflokki Sjálfstæðisflokksins Frumvarp dómsmálaráðherra um breytingar á útlendingalögum situr fast í þingflokki Sjálfstæðisflokksins en báðir hinir þingflokkar stjórnarflokkanna hafa afgreitt málið frá sér til þinglegrar meðferðar. Þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins segir hnífinn ekki fara á milli þingmanna flokksins og dómsmálaráðherra en gera þurfi breytingar á frumvarpinu. 19. október 2022 11:46 Ekki hræðsluáróður heldur staðreyndir segir dómsmálaráðherra Dómsmálaráðherra segir ljóst að of margir innflytjendur komi hingað til lands. Hann segist jafnframt ekki vera að beita hræðsluáróðri til þess að koma í gegn breytingum á löggjöf um flóttafólk, líkt og haldið hafi verið fram. 16. október 2022 23:01 Dómsmálaráðherra leggi til harðari stefnu en nágrannaþjóðir Jón Gunnarsson, dómsmálaráðherra hefur lýst yfir vilja sínum til þess að takmarka ferðir flóttafólks sem hefur hlotið synjun á dvalarleyfi sínu. Hann segir nauðsynlegt að nýtt búsetuúrræði verði byggt upp til þess að takmarka megi för flóttamanna fyrir brottvísun. Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir, þingmaður Pírata segir tillögur ráðherra umdeildar, hún óttist að verið sé að kynda undir óþarfa ótta. 15. október 2022 11:02 Katrín ósammála því að hér ríki stjórnlaust ástand Forsætisráðherra hafnar því að hér á landi ríki stjórnlaust ástand í útlendingamálum, líkt og dómsmálaráðherra hefur haldið fram. Fjöldi flóttamanna eigi sér eðlilegar skýringar og byggi á ákvörðunum stjórnvalda. 13. október 2022 13:44 Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent Flæddi inn í hús á Arnarnesi Innlent Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Innlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Nýir ráðherra ætli að vinna saman og ekki loka sig af Innlent Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Innlent Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn Innlent Fleiri fréttir Nýir ráðherra ætli að vinna saman og ekki loka sig af Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Sjá meira
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson formaður Miðflokksins gerði boðað frumvarp Jóns Gunnarssonar dómsmálaráðherra um breytingar á útlendingalögum að umtalsefni í fyrirspurnartíma á Alþingi í morgun. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson formaður Miðflokksins segir erfitt að átta sig á stefnu ríkisstjórnarinnar í útlendingamálum.Vísir/Vilhelm „Því að það hefur ríkt mjög mikil óvissa um hvert þessi stjórn stefni í útlendingamálum. Og nú heyrum við af, ekki óeiningu, það er talað um sérstaka einingu en þó tafir í þingflokki Sjálfstæðismanna,“ sagði Sigmundur Davíð. En frumvarp dómsmálaráðherra var afgreitt úr ríkisstjórn hinn 20. september og þingflokkum hinna stjórnarflokkanna fljótlega þar á eftir. Þingflokkur Sjálfstæðisflokksins afgreiddi frumvarpið hins vegar ekki fyrr en í gær. „Mun hæstvirtur dómsmálaráðherra fá stuðning við að laga útlendingafrumvarp sitt. Bæta að því marki að það hafi einhver teljandi áhrif og þarf ekki meira til,“ spurði formaður Miðflokksins. Margir hælisleitendur hafa þurft að bíða lengi eftir úrskurði um stöðu þeirra áður en ákvörðun er tekin um að vísa þeim úr landi.Vísir/Vilhelm Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra sagði allar áherslur ríkisstjórnarinnar snúa að því að verja tilgang hælisleitendakerfisins. Þannig að það þjónaði þeim sem í raun þyrftu á því að halda. Bjarni Benediktsson segir vísbendinigar um að glæpagengi selji vegabréf frá Venesuela. Mikilvægt væri að kerfið þjónaði þeim sem á því þyrftu að halda en á sama tíma koma í veg fyrir misnotkun þess.Vísir/Vilhelm „En að kerfið sé ekki þannig að fleiri sæki í það sem valdi okkur kostnaði, umstangi. Leiti leiða til að komast inn í hælisleitendakerfið þegar þeir eru í raun og veru að leita að stað til búa á og bæta lífskjör sín til lengri tíma,“ sagði Bjarni. Vegna stöðu mála í Venesuela hefur fólk þaðan átt greiðan aðgang að Íslandi undanfarin misseri. Bjarni sagði vísbendingar um að glæpagengi misnotuðu ástandið. „Við erum sömueiðis með mjög miklar áhyggjur af skilaboðum sem löggæsluyfirvöld í landinu eru að senda okkur. Um að vegabréf frá Venesuela gangi kaupum og sölum. Þeim sé síðan framvísað hér eins og annars staðar. Að þeir sem komi með slík vegabréf standi í skuld við þá sem útvegi slík vegabréf og þurfi á komandi árum að finna leiðir til að fjármagna þá skuld,“ sagði fjármálaráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins. Jón Gunnarsson gerir nú fimmtu tilraun innanríkis- og dómsmálaráðherra Sjálfstæðisflokksins til að koma breytingum á lögum um útlendinga í gegn um Alþingi.Vísir/Vilhem Alþingi hafi ekki tekist í fjórgang að afgreiða fyrri frumvörp innanríkis- og dómsmálaráðherra um breytingar á útlendingalögum. Mikilvægt væri að nú tækist sátt um málið á þingi. „Þannig að ráðherrann er að reyna að finna leiðir til að fá umbætur á lagaumgjörðinni. Án þess þó að ætla sér bara að skalla veginn og vera óraunsær um hvað Alþingi er tilbúið að gera,“ sagði Bjarni Beneditksson.
Flóttafólk á Íslandi Alþingi Hælisleitendur Sjálfstæðisflokkurinn Miðflokkurinn Tengdar fréttir Útlendingafrumvarp Jóns situr fast í þingflokki Sjálfstæðisflokksins Frumvarp dómsmálaráðherra um breytingar á útlendingalögum situr fast í þingflokki Sjálfstæðisflokksins en báðir hinir þingflokkar stjórnarflokkanna hafa afgreitt málið frá sér til þinglegrar meðferðar. Þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins segir hnífinn ekki fara á milli þingmanna flokksins og dómsmálaráðherra en gera þurfi breytingar á frumvarpinu. 19. október 2022 11:46 Ekki hræðsluáróður heldur staðreyndir segir dómsmálaráðherra Dómsmálaráðherra segir ljóst að of margir innflytjendur komi hingað til lands. Hann segist jafnframt ekki vera að beita hræðsluáróðri til þess að koma í gegn breytingum á löggjöf um flóttafólk, líkt og haldið hafi verið fram. 16. október 2022 23:01 Dómsmálaráðherra leggi til harðari stefnu en nágrannaþjóðir Jón Gunnarsson, dómsmálaráðherra hefur lýst yfir vilja sínum til þess að takmarka ferðir flóttafólks sem hefur hlotið synjun á dvalarleyfi sínu. Hann segir nauðsynlegt að nýtt búsetuúrræði verði byggt upp til þess að takmarka megi för flóttamanna fyrir brottvísun. Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir, þingmaður Pírata segir tillögur ráðherra umdeildar, hún óttist að verið sé að kynda undir óþarfa ótta. 15. október 2022 11:02 Katrín ósammála því að hér ríki stjórnlaust ástand Forsætisráðherra hafnar því að hér á landi ríki stjórnlaust ástand í útlendingamálum, líkt og dómsmálaráðherra hefur haldið fram. Fjöldi flóttamanna eigi sér eðlilegar skýringar og byggi á ákvörðunum stjórnvalda. 13. október 2022 13:44 Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent Flæddi inn í hús á Arnarnesi Innlent Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Innlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Nýir ráðherra ætli að vinna saman og ekki loka sig af Innlent Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Innlent Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn Innlent Fleiri fréttir Nýir ráðherra ætli að vinna saman og ekki loka sig af Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Sjá meira
Útlendingafrumvarp Jóns situr fast í þingflokki Sjálfstæðisflokksins Frumvarp dómsmálaráðherra um breytingar á útlendingalögum situr fast í þingflokki Sjálfstæðisflokksins en báðir hinir þingflokkar stjórnarflokkanna hafa afgreitt málið frá sér til þinglegrar meðferðar. Þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins segir hnífinn ekki fara á milli þingmanna flokksins og dómsmálaráðherra en gera þurfi breytingar á frumvarpinu. 19. október 2022 11:46
Ekki hræðsluáróður heldur staðreyndir segir dómsmálaráðherra Dómsmálaráðherra segir ljóst að of margir innflytjendur komi hingað til lands. Hann segist jafnframt ekki vera að beita hræðsluáróðri til þess að koma í gegn breytingum á löggjöf um flóttafólk, líkt og haldið hafi verið fram. 16. október 2022 23:01
Dómsmálaráðherra leggi til harðari stefnu en nágrannaþjóðir Jón Gunnarsson, dómsmálaráðherra hefur lýst yfir vilja sínum til þess að takmarka ferðir flóttafólks sem hefur hlotið synjun á dvalarleyfi sínu. Hann segir nauðsynlegt að nýtt búsetuúrræði verði byggt upp til þess að takmarka megi för flóttamanna fyrir brottvísun. Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir, þingmaður Pírata segir tillögur ráðherra umdeildar, hún óttist að verið sé að kynda undir óþarfa ótta. 15. október 2022 11:02
Katrín ósammála því að hér ríki stjórnlaust ástand Forsætisráðherra hafnar því að hér á landi ríki stjórnlaust ástand í útlendingamálum, líkt og dómsmálaráðherra hefur haldið fram. Fjöldi flóttamanna eigi sér eðlilegar skýringar og byggi á ákvörðunum stjórnvalda. 13. október 2022 13:44