„Genginn er nú okkar dáðasti darlingur“ Jakob Bjarnar skrifar 20. október 2022 18:16 Hinn mjög svo vinsæli Svavar Pétur, Prins Póló, hefur yfirgefið sviðið. Hann var jarðsunginn frá Hallgrímskirkju í dag. vísir/vilhelm Fjöllistamaðurinn Svavar Pétur Eysteinsson, sem betur var þekktur undir listamannsnafninu Prins Póló, var jarðsunginn frá Hallgrímskirkju í dag. Svavar Pétur var einstaklega vel liðinn maður, vinsæll svo af bar og var kirkjan troðfull eins og vænta mátti. Þar var saman komin heil kynslóð listamanna og skemmtikrafta sem kvaddi einn sinn allra besta mann. En Svavar Pétur var þeirrar náttúru að geta ljúflega sameinað fjölmarga einstaklinga við listsköpun og tónlistarflutning. Vinir Svavars Péturs, þau Valdimar og Sigríður Thorlacius sungu einsöng við athöfnina. Tónlistin í Hallgrímskirkju var einkar falleg í dag þegar vinir og fjölskylda Svavars Péturs komu saman til að kveðja þennan vinsæla mann.vísir/vilhelm „Genginn er nú okkar dáðasti darlingur,“ skrifar Kristján Freyr trymbill með meiru, sem starfaði með Svavari Pétri í fjölmörgum verkefnum, í minningargrein sem birtist í Morgunblaðinu í morgun. Séra Steinunn Arnþrúður Björnsdóttir jarðsöng listmanninn en stór kór samansettur af samstarfsfólki og vinum Svavars Péturs söng við athöfnina.vísir/vilhelm Eins og fram kemur í formála viðtals við Svavar Pétur sem birtist á Vísi fyrir um ári hefur hann, sem skilgreindi sig sjálfur sem hlédrægan „intróvert“, verið einn vinsælasti listamaður landsins um árabil. Eftir að hafa verið virkur í indí-rokk senunni í Reykjavík allt frá fyrri hluta tíunda áratugarins skapaði hann árið 2008 hliðarsjálfið Prins Póló og „hefur hann upp frá því verið að syngja sig reglulega inn í hjörtu þjóðarinnar með ódauðlegum poppsmellum sem öllu jafna hafa mjög hversdagslegar skírskotanir sem allir geta tengt við.“ Harmurinn í Hallgrímskirkju í dag var mikill enda var Svavar Pétur aðeins 45 ára gamall þegar hann andaðist 29. september – fæddur 26. apríl 1977. Hann kveður því á besta aldri. Eiginkona Svavars er Berglind Häsler og börn þeirra eru Hrólfur Steinn og Aldís Rúna en fyrir átti Berglind dótturina Elísu Egilsdóttur. Við jarðarförina var flutt tónlist eftir Svavar Pétur og var til þess tekið hversu fallega var útsett og hversu fallega hljómaði. Útsetningar önnuðust þeir Ingi Garðar Erlendsson, Björn Kristjánsson og Benedikt H. Hermannsson. Einsöngvarar voru þau Valdimar Guðmundsson og Sigríður Thorlacius en lögin fluttu einnig auk hljómsveitar stór kór undir stjórn Björns Thorarensen sem samansettur var af þekktu tónlistarfólki, samstarfsmönnum og vinum Svavars í gegnum tíðina svo sem úr Baggalúti, Rúnk, Amiinu, Múm og Moses Hightower. Þá lék einnig blásturssveit en Séra Steinunn Arnþrúður Björnsdóttir jarðsöng. Á kistunni var svo stór kóróna, einkennismerki Svavars Péturs sem tónlistarmaðurinn Prins Póló. Kista Svavars Péturs borin úr Hallgrímskirkju.vísir/vilhelm Andlát Tímamót Reykjavík Tengdar fréttir Svavar Pétur er látinn Svavar Pétur Eysteinsson, tónlistarmaður sem gekk undir listamannsnafninu Prins Póló, er látinn, 45 ára að aldri. 29. september 2022 16:06 „Mér leið eins og hann væri búinn að gefast upp“ Svavar Pétur Eysteinsson, einnig þekktur sem Prins Póló greindist með krabbamein á fjórða stigi í lok ársins 2018 og hefur hann ásamt eiginkonu sinni Berglindi Häsler verið að þreifa sig í gegnum það stóra verkefni. Það er á markmiðalistanum að vera á lífi og hjónin taka einn dag í einu. 18. mars 2022 10:31 Landsmenn minnast Prins Póló Samúðarkveðjum og minningum sem tileinkaðar eru tónlistarmanninum Svavari Pétri Eysteinssyni, betur þekktum sem Prins Póló, hafa fyllt samfélagsmiðla í dag eftir að fregnir bárust af andláti hans. Svavar lést 45 ára eftir baráttu við krabbamein. 29. september 2022 22:32 „Það er ekkert hægt að vera að velta sér upp úr þessu alla daga“ Þrátt fyrir að vera að eigin sögn hlédrægur intróvert, er Svavar Pétur Eysteinsson einn vinsælasti listamaður landsins. Eftir að hafa verið virkur í indí-rokk senunni í Reykjavík allt frá fyrri hluta tíunda áratugarins skapaði hann sér árið 2008 hliðarsjálfið Prins Póló og hefur hann upp frá því verið að syngja sig reglulega inn í hjörtu þjóðarinnar með ódauðlegum poppsmellum sem öllu jafna hafa mjög hversdagslegar skírskotanir sem allir geta tengt við. 7. nóvember 2021 19:58 Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Innlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Innlent Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Erlent Fleiri fréttir „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Vilja byggja nýtt geðsvið við hlið Landspítalans í Fossvogi Íbúar þurfa ekki lengur að sjóða neysluvatn Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Ógnaði öðrum með skærum 3,6 stiga skjálfti mældist í Vatnajökli Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Sjá meira
Svavar Pétur var einstaklega vel liðinn maður, vinsæll svo af bar og var kirkjan troðfull eins og vænta mátti. Þar var saman komin heil kynslóð listamanna og skemmtikrafta sem kvaddi einn sinn allra besta mann. En Svavar Pétur var þeirrar náttúru að geta ljúflega sameinað fjölmarga einstaklinga við listsköpun og tónlistarflutning. Vinir Svavars Péturs, þau Valdimar og Sigríður Thorlacius sungu einsöng við athöfnina. Tónlistin í Hallgrímskirkju var einkar falleg í dag þegar vinir og fjölskylda Svavars Péturs komu saman til að kveðja þennan vinsæla mann.vísir/vilhelm „Genginn er nú okkar dáðasti darlingur,“ skrifar Kristján Freyr trymbill með meiru, sem starfaði með Svavari Pétri í fjölmörgum verkefnum, í minningargrein sem birtist í Morgunblaðinu í morgun. Séra Steinunn Arnþrúður Björnsdóttir jarðsöng listmanninn en stór kór samansettur af samstarfsfólki og vinum Svavars Péturs söng við athöfnina.vísir/vilhelm Eins og fram kemur í formála viðtals við Svavar Pétur sem birtist á Vísi fyrir um ári hefur hann, sem skilgreindi sig sjálfur sem hlédrægan „intróvert“, verið einn vinsælasti listamaður landsins um árabil. Eftir að hafa verið virkur í indí-rokk senunni í Reykjavík allt frá fyrri hluta tíunda áratugarins skapaði hann árið 2008 hliðarsjálfið Prins Póló og „hefur hann upp frá því verið að syngja sig reglulega inn í hjörtu þjóðarinnar með ódauðlegum poppsmellum sem öllu jafna hafa mjög hversdagslegar skírskotanir sem allir geta tengt við.“ Harmurinn í Hallgrímskirkju í dag var mikill enda var Svavar Pétur aðeins 45 ára gamall þegar hann andaðist 29. september – fæddur 26. apríl 1977. Hann kveður því á besta aldri. Eiginkona Svavars er Berglind Häsler og börn þeirra eru Hrólfur Steinn og Aldís Rúna en fyrir átti Berglind dótturina Elísu Egilsdóttur. Við jarðarförina var flutt tónlist eftir Svavar Pétur og var til þess tekið hversu fallega var útsett og hversu fallega hljómaði. Útsetningar önnuðust þeir Ingi Garðar Erlendsson, Björn Kristjánsson og Benedikt H. Hermannsson. Einsöngvarar voru þau Valdimar Guðmundsson og Sigríður Thorlacius en lögin fluttu einnig auk hljómsveitar stór kór undir stjórn Björns Thorarensen sem samansettur var af þekktu tónlistarfólki, samstarfsmönnum og vinum Svavars í gegnum tíðina svo sem úr Baggalúti, Rúnk, Amiinu, Múm og Moses Hightower. Þá lék einnig blásturssveit en Séra Steinunn Arnþrúður Björnsdóttir jarðsöng. Á kistunni var svo stór kóróna, einkennismerki Svavars Péturs sem tónlistarmaðurinn Prins Póló. Kista Svavars Péturs borin úr Hallgrímskirkju.vísir/vilhelm
Andlát Tímamót Reykjavík Tengdar fréttir Svavar Pétur er látinn Svavar Pétur Eysteinsson, tónlistarmaður sem gekk undir listamannsnafninu Prins Póló, er látinn, 45 ára að aldri. 29. september 2022 16:06 „Mér leið eins og hann væri búinn að gefast upp“ Svavar Pétur Eysteinsson, einnig þekktur sem Prins Póló greindist með krabbamein á fjórða stigi í lok ársins 2018 og hefur hann ásamt eiginkonu sinni Berglindi Häsler verið að þreifa sig í gegnum það stóra verkefni. Það er á markmiðalistanum að vera á lífi og hjónin taka einn dag í einu. 18. mars 2022 10:31 Landsmenn minnast Prins Póló Samúðarkveðjum og minningum sem tileinkaðar eru tónlistarmanninum Svavari Pétri Eysteinssyni, betur þekktum sem Prins Póló, hafa fyllt samfélagsmiðla í dag eftir að fregnir bárust af andláti hans. Svavar lést 45 ára eftir baráttu við krabbamein. 29. september 2022 22:32 „Það er ekkert hægt að vera að velta sér upp úr þessu alla daga“ Þrátt fyrir að vera að eigin sögn hlédrægur intróvert, er Svavar Pétur Eysteinsson einn vinsælasti listamaður landsins. Eftir að hafa verið virkur í indí-rokk senunni í Reykjavík allt frá fyrri hluta tíunda áratugarins skapaði hann sér árið 2008 hliðarsjálfið Prins Póló og hefur hann upp frá því verið að syngja sig reglulega inn í hjörtu þjóðarinnar með ódauðlegum poppsmellum sem öllu jafna hafa mjög hversdagslegar skírskotanir sem allir geta tengt við. 7. nóvember 2021 19:58 Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Innlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Innlent Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Erlent Fleiri fréttir „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Vilja byggja nýtt geðsvið við hlið Landspítalans í Fossvogi Íbúar þurfa ekki lengur að sjóða neysluvatn Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Ógnaði öðrum með skærum 3,6 stiga skjálfti mældist í Vatnajökli Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Sjá meira
Svavar Pétur er látinn Svavar Pétur Eysteinsson, tónlistarmaður sem gekk undir listamannsnafninu Prins Póló, er látinn, 45 ára að aldri. 29. september 2022 16:06
„Mér leið eins og hann væri búinn að gefast upp“ Svavar Pétur Eysteinsson, einnig þekktur sem Prins Póló greindist með krabbamein á fjórða stigi í lok ársins 2018 og hefur hann ásamt eiginkonu sinni Berglindi Häsler verið að þreifa sig í gegnum það stóra verkefni. Það er á markmiðalistanum að vera á lífi og hjónin taka einn dag í einu. 18. mars 2022 10:31
Landsmenn minnast Prins Póló Samúðarkveðjum og minningum sem tileinkaðar eru tónlistarmanninum Svavari Pétri Eysteinssyni, betur þekktum sem Prins Póló, hafa fyllt samfélagsmiðla í dag eftir að fregnir bárust af andláti hans. Svavar lést 45 ára eftir baráttu við krabbamein. 29. september 2022 22:32
„Það er ekkert hægt að vera að velta sér upp úr þessu alla daga“ Þrátt fyrir að vera að eigin sögn hlédrægur intróvert, er Svavar Pétur Eysteinsson einn vinsælasti listamaður landsins. Eftir að hafa verið virkur í indí-rokk senunni í Reykjavík allt frá fyrri hluta tíunda áratugarins skapaði hann sér árið 2008 hliðarsjálfið Prins Póló og hefur hann upp frá því verið að syngja sig reglulega inn í hjörtu þjóðarinnar með ódauðlegum poppsmellum sem öllu jafna hafa mjög hversdagslegar skírskotanir sem allir geta tengt við. 7. nóvember 2021 19:58