Umfjöllun og viðtöl: Njarðvík - Tindastóll 91-68 | Njarðvík vann öruggan sigur gegn löskuðum Stólum Hjörvar Ólafsson skrifar 21. október 2022 22:00 Haukur Helgi Pálsson er mikilvægur fyrir Njarðvíkinga. Vísir/Bára Njarðvík vann afar sannfærandi sigur þegar liðið mætti Tindastóli í þriðju umferð Subway-deildar karla í körfubolta í Ljónagryfjunni suður með sjó í kvöld. Lokatölur í leiknum urðu 91-68 heimamönnum í vil en jafnræði var með liðunum fram í miðbik annars leihkluta. Þá dró í sundur með liðunum og niðurstaðan öruggur sigur Njarðvíkurliðsins. Stólarnir spiluðu án tveggja lykilleikmanna í þessum leik en bakverðirnir Pétur Rúnar Birgisson og Sigtryggur Arnar Björnsson voru fjarri góðu gamni vegna meiðsla. Njarðvíkingar fóru betur af stað í þessum leik en það var Oddur Rúnar Kristjánsson sem kom liðinu á bragðið með níu stigum á fyrstu mínútum leiksins. Leikmenn Tindastóls komu sér hins vegar inn í leikinn með góðum kafla undir lok fyrsta leikhluta og í byrjun þess annars komust gestirnir yfir 26-25. Þegar skammt var eftir af fyrri hálfleiknum skoraði Dedrick Deon Basile fjögur stig á skömmum tíma og kom heimamönnum sjö stigum yfir, 40-33. Vörn Njarðvíkinga var þétt á þessum tímapunkti og liðið fór með 15 stiga forskot, 52-37, inn í hálfleikinn. Basile var stigahæsti leikmaður vallarins í fyrri hálfleik með 15 stig. Heimamenn héldu áfram að hamra járnið heita í upphafi seinni hálfleiks og þriggja stiga körfur Hauks Helga Pálssonar og Odds Rúnars komu Njarðvík í 64-41. Stólarnir þurftu að hafa verulega fyrir sínum körfum á þessum tímapunkti í leiknum og ekki bætti úr skák fyrir gestina að þeir töpuðu boltanum hvað eftir annað á klaufalegan hátt. Leikmenn Njarðvíkur héldu áfram að auka muninn það sem eftir lifði þriðja leikhluta og Nicolas Richotti, sem kom aftur til Njarðvíkur, eftir að hafa orðið deildar- og bikarmeistari með liðinu á síðasta keppnistímabili skoraði síðustu stig leikhlutans. Argentínski bakvörðurinn kom Njarðvík þá í 81-51. Fjórði leikhlutinn fer ekki í sögubækurnar fyrir glæsilegan og áferðafallegan körfubolta en Njarðvíkingar sigldu aftur á móti fínum 23 stiga sigri í fyrsta heimaleik sínum á tímabilinu. Basile var stigahæstur leikmaður vallarins með 25 stig en hann var einnig með átta stoðsendingar. Oddur Rúnar kom þar á eftir með 17 stig. Haukur Helgi bætti svo 15 stigum í sarpinn fyrir Njarðvík. Adomas Drungilas var með mesta lífsmarkið hjá Tindastóli en hann setti niður 17 stig og Antonio Keyshawn Woods kom fast á hæla hans með 15 stig. Auk þess að vera án fyrrgreindra lykilleikmanna lenti Woods í villuvandræðum en hann fékk sína fjórðu villu undir lok fyrri hálfleiks. Það var ekki til að bæta stöðuna hjá Tindastóli. Benedikt Guðmundsson, þjálfari Njarðvíkur.Vísir/Hulda Margrét Benedikt Rúnar: Skulduðum góða frammistöðu „Við vorum ekki komnir almennilega á flug á þessu tímabili og mér fannst við skulda almennilega frammistöðu í þessum fyrsta heimaleik okkar á leiktíðinni. Bæði okkur sjálfum og fólkinu okkar. Það getur læðst að leikmönnum vanmat þegar þú fréttir af því á leikstað að það vanti tvo lykilleikmenn í andstæðingana en sem betur fer var það ekki uppi á teningnum hjá okkur að þessu sinni," sagði Benedikt Rúnar Guðmundsson, kátur í leikslok. „Sú staðreynd að það vantaði þeirra tvo aðal leikstjórnendur breytti aðeins ræðunni inni í klefa fyrir leik og við ákváðum að pressa þá út um allan völl og freista þess að skapa ringulreið í þeirra herbúðum. Það tókst sem skyldi og það er ekki síst Basile að þakka. Hann er öflugt vopn þegar það á að pressa á hálfum velli og erfiður við að eiga," sagði hann enn fremur. Benedikt Rúnar fagnar komu Richotti í leikmannahóp sinn: „Við vildum halda honum eftir síðasta tímabil og reyndum við hann síðasta sumar og aftur í haust. Það má segja að allt sé þegar fernt er í þessu tilviki. Þrátt fyrir að vera slá í fertugt gefur hann okkur mikið inni á vellinum, við vitum hvað við erum fá frá honum og hann er elskaður hérna í Njarðvík," sagði þjálfarinn um lærisveinn. Vladimir Anzulovic: Stoltur af baráttuvilja leikmanna „Það var alveg ljóst að þetta yrði erfitt í ljósi þess að við söknuðum tveggja aðal leikstjórenda okkar í þessum leik. Við náðum að gefa þeim leik í rúman stundarfjórðung og þá sýndi Njarðvík hversu öflugt liðið er. Þetta var fyllilega verðskulagur sigur hjá þeim," sagði Vladimir Anzulovic, upplitsdjarfur þrátt fyrir tap sinna manna. „Vissulega töpum við allt of mörgum boltum en það fer bara í reynslubankann hjá þeim ungu leikmönnum sem tóku við keflinu af lykilleikmönnum okkar. Við lærum bara af þessu og höldum áfram. Undirbúningurinn fyrir þennan leik var erifður en nú skiljum við hann bara eftir og förum að undirbúa næsta verkefni," sagði hann einnig. „Mig langar svo að hrósa leikmönnum mínum sem lögðu allt sem þeir áttu í þennan leik og það skorti ekkert upp á baráttuviljann hjá þeim. Það var gaman að sjá leikmenn leggja sig alla fram þrátt fyrir erfiða stöðu og mikið mótlæti. Við getum tekið það með okkur í næstu leiki en við verðum að spila betur," sagði Króatinn. Vladimir Anzulovic, þjálfari Stólanna. Af hverju vann Njarðvík? Njarðvíkingar herjuðu á særða Stóla og pressuðu þá stíft og vel út um allan völl lungann úr leiknum. Það varð til þess að Tindastóll þurfti að hafa mikið fyrir því að bera upp boltann og skora körfur í leiknum. Þá þvingaði það fram tapaða bolta og auðveldar körfur hinum megin. Þegar leið á leikinn varð orkan minni og minni hjá gestunum og heimamenn tvíefldust fyrir framan háværa stuðningsmenn sína. Hvað gekk illa? Tindastóli gekk eðlilega illa að fylla skarð Péturs Rúnars Birgissonar og Sigtryggs Arnars Björnssonar. Það kann ekki góðri lukku að stýra að tapa 26 boltum og fjölmargir þeirra urðu þess valdandi að Njarðvík sótti hratt í bakið á Stólunum. Hverjir sköruðu fram úr? Basile var öflugur á báðum endum vallarins en Oddur Rúnar setti svo niður fjögur af þeim átta þriggja stiga skotum sem hann tók. Það var samt sem áður liðsvinnan í varnarleiknum sem lagði grunninn að þessum sigri. Hvað gerist næst? Njarðvík sækir Stjörnuna heim í Ásgarð í Garðabæinn á fimmtudaginn kemur á meðan Stólarnir heimsækja Hött á Egilsstaði sama kvöld. Subway-deild karla UMF Njarðvík Tindastóll
Njarðvík vann afar sannfærandi sigur þegar liðið mætti Tindastóli í þriðju umferð Subway-deildar karla í körfubolta í Ljónagryfjunni suður með sjó í kvöld. Lokatölur í leiknum urðu 91-68 heimamönnum í vil en jafnræði var með liðunum fram í miðbik annars leihkluta. Þá dró í sundur með liðunum og niðurstaðan öruggur sigur Njarðvíkurliðsins. Stólarnir spiluðu án tveggja lykilleikmanna í þessum leik en bakverðirnir Pétur Rúnar Birgisson og Sigtryggur Arnar Björnsson voru fjarri góðu gamni vegna meiðsla. Njarðvíkingar fóru betur af stað í þessum leik en það var Oddur Rúnar Kristjánsson sem kom liðinu á bragðið með níu stigum á fyrstu mínútum leiksins. Leikmenn Tindastóls komu sér hins vegar inn í leikinn með góðum kafla undir lok fyrsta leikhluta og í byrjun þess annars komust gestirnir yfir 26-25. Þegar skammt var eftir af fyrri hálfleiknum skoraði Dedrick Deon Basile fjögur stig á skömmum tíma og kom heimamönnum sjö stigum yfir, 40-33. Vörn Njarðvíkinga var þétt á þessum tímapunkti og liðið fór með 15 stiga forskot, 52-37, inn í hálfleikinn. Basile var stigahæsti leikmaður vallarins í fyrri hálfleik með 15 stig. Heimamenn héldu áfram að hamra járnið heita í upphafi seinni hálfleiks og þriggja stiga körfur Hauks Helga Pálssonar og Odds Rúnars komu Njarðvík í 64-41. Stólarnir þurftu að hafa verulega fyrir sínum körfum á þessum tímapunkti í leiknum og ekki bætti úr skák fyrir gestina að þeir töpuðu boltanum hvað eftir annað á klaufalegan hátt. Leikmenn Njarðvíkur héldu áfram að auka muninn það sem eftir lifði þriðja leikhluta og Nicolas Richotti, sem kom aftur til Njarðvíkur, eftir að hafa orðið deildar- og bikarmeistari með liðinu á síðasta keppnistímabili skoraði síðustu stig leikhlutans. Argentínski bakvörðurinn kom Njarðvík þá í 81-51. Fjórði leikhlutinn fer ekki í sögubækurnar fyrir glæsilegan og áferðafallegan körfubolta en Njarðvíkingar sigldu aftur á móti fínum 23 stiga sigri í fyrsta heimaleik sínum á tímabilinu. Basile var stigahæstur leikmaður vallarins með 25 stig en hann var einnig með átta stoðsendingar. Oddur Rúnar kom þar á eftir með 17 stig. Haukur Helgi bætti svo 15 stigum í sarpinn fyrir Njarðvík. Adomas Drungilas var með mesta lífsmarkið hjá Tindastóli en hann setti niður 17 stig og Antonio Keyshawn Woods kom fast á hæla hans með 15 stig. Auk þess að vera án fyrrgreindra lykilleikmanna lenti Woods í villuvandræðum en hann fékk sína fjórðu villu undir lok fyrri hálfleiks. Það var ekki til að bæta stöðuna hjá Tindastóli. Benedikt Guðmundsson, þjálfari Njarðvíkur.Vísir/Hulda Margrét Benedikt Rúnar: Skulduðum góða frammistöðu „Við vorum ekki komnir almennilega á flug á þessu tímabili og mér fannst við skulda almennilega frammistöðu í þessum fyrsta heimaleik okkar á leiktíðinni. Bæði okkur sjálfum og fólkinu okkar. Það getur læðst að leikmönnum vanmat þegar þú fréttir af því á leikstað að það vanti tvo lykilleikmenn í andstæðingana en sem betur fer var það ekki uppi á teningnum hjá okkur að þessu sinni," sagði Benedikt Rúnar Guðmundsson, kátur í leikslok. „Sú staðreynd að það vantaði þeirra tvo aðal leikstjórnendur breytti aðeins ræðunni inni í klefa fyrir leik og við ákváðum að pressa þá út um allan völl og freista þess að skapa ringulreið í þeirra herbúðum. Það tókst sem skyldi og það er ekki síst Basile að þakka. Hann er öflugt vopn þegar það á að pressa á hálfum velli og erfiður við að eiga," sagði hann enn fremur. Benedikt Rúnar fagnar komu Richotti í leikmannahóp sinn: „Við vildum halda honum eftir síðasta tímabil og reyndum við hann síðasta sumar og aftur í haust. Það má segja að allt sé þegar fernt er í þessu tilviki. Þrátt fyrir að vera slá í fertugt gefur hann okkur mikið inni á vellinum, við vitum hvað við erum fá frá honum og hann er elskaður hérna í Njarðvík," sagði þjálfarinn um lærisveinn. Vladimir Anzulovic: Stoltur af baráttuvilja leikmanna „Það var alveg ljóst að þetta yrði erfitt í ljósi þess að við söknuðum tveggja aðal leikstjórenda okkar í þessum leik. Við náðum að gefa þeim leik í rúman stundarfjórðung og þá sýndi Njarðvík hversu öflugt liðið er. Þetta var fyllilega verðskulagur sigur hjá þeim," sagði Vladimir Anzulovic, upplitsdjarfur þrátt fyrir tap sinna manna. „Vissulega töpum við allt of mörgum boltum en það fer bara í reynslubankann hjá þeim ungu leikmönnum sem tóku við keflinu af lykilleikmönnum okkar. Við lærum bara af þessu og höldum áfram. Undirbúningurinn fyrir þennan leik var erifður en nú skiljum við hann bara eftir og förum að undirbúa næsta verkefni," sagði hann einnig. „Mig langar svo að hrósa leikmönnum mínum sem lögðu allt sem þeir áttu í þennan leik og það skorti ekkert upp á baráttuviljann hjá þeim. Það var gaman að sjá leikmenn leggja sig alla fram þrátt fyrir erfiða stöðu og mikið mótlæti. Við getum tekið það með okkur í næstu leiki en við verðum að spila betur," sagði Króatinn. Vladimir Anzulovic, þjálfari Stólanna. Af hverju vann Njarðvík? Njarðvíkingar herjuðu á særða Stóla og pressuðu þá stíft og vel út um allan völl lungann úr leiknum. Það varð til þess að Tindastóll þurfti að hafa mikið fyrir því að bera upp boltann og skora körfur í leiknum. Þá þvingaði það fram tapaða bolta og auðveldar körfur hinum megin. Þegar leið á leikinn varð orkan minni og minni hjá gestunum og heimamenn tvíefldust fyrir framan háværa stuðningsmenn sína. Hvað gekk illa? Tindastóli gekk eðlilega illa að fylla skarð Péturs Rúnars Birgissonar og Sigtryggs Arnars Björnssonar. Það kann ekki góðri lukku að stýra að tapa 26 boltum og fjölmargir þeirra urðu þess valdandi að Njarðvík sótti hratt í bakið á Stólunum. Hverjir sköruðu fram úr? Basile var öflugur á báðum endum vallarins en Oddur Rúnar setti svo niður fjögur af þeim átta þriggja stiga skotum sem hann tók. Það var samt sem áður liðsvinnan í varnarleiknum sem lagði grunninn að þessum sigri. Hvað gerist næst? Njarðvík sækir Stjörnuna heim í Ásgarð í Garðabæinn á fimmtudaginn kemur á meðan Stólarnir heimsækja Hött á Egilsstaði sama kvöld.
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti