Læknar óskast til starfa - sól og góðum móttökum heitið! Björg Eyþórsdóttir skrifar 21. október 2022 14:31 Austurland hefur gott orð á sér fyrir svo margra hluta sakir. Hér er hitastigið alltaf ásættanlegt á sumrin, skíðasnjórinn í tonnavís á veturna og falleg hauststól sem mýkir lendinguna fyrir okkur úr sumri yfir í vetur. Við höfum óspillta náttúruna í bakgarðinum, afþreyingu fyrir fjölskylduna á hverju strái og öflugt fólk sem vinnur að því alla daga að gera þetta samfélag gott fyrir þá sem hér búa. Hér hefur verið næg atvinna í boði, þjónusta við íbúa víða metnaðarfull, uppbygging og framfarir sjáanlegar og nú horfum við einnig fram á að greiðist úr íbúðarhúsnæðisvandanum sem við, eins og aðrir landshlutar, höfum staðið frammi fyrir. Þrátt fyrir paradísina sem Austurland er, þá finnst auðvitað alltaf eitthvað sem betur má fara. Þrátt fyrir vilja og metnað þessa góða samfélags, næst ekki að manna Heilbrigðisstofnunina okkar svo ásættanlegt sé. Það sem af er hausti hefur í tvígang þurft að loka skurðstofu HSA á Fjórðungssjúkrahúsinu í Neskaupsstað vegna manneklu. Í annað skiptið var enginn svæfngarlæknir á staðnum og í hitt skiptið vantaði skurðlækni. Án þessara sérfræðinga er ekki hægt að halda skurðstofu, og þar af leiðandi lífsnauðsynlegri neyðarþjónustu, opinni. Nú horfum við svo fram á að þær konur sem eiga von á barni í lok árs eða byrjun þess næsta, þurfa að eyða jólunum að heiman ásamt fjölskyldum sínum og jafnvel stærra stuðningsneti, þegar starfandi skurðlæknir er í fríi. Í fyrsta lagi er þetta óásættanlegt fyrir þá sem þurfa að nota þjónustuna, í þessu tilviki barnshafandi konur og fjölskyldur þeirra, að þurfa að fara að heiman og dvelja annarsstaðar með öllu því álagi sem því fylgir. Það hjálpar alveg örugglega ekki til þegar kemur að því að lágmarka streitu fyrir fæðingu sem við vitum að er mikilvægt. Í ofanálag er óvissuþátturinn um hvort konan og ófætt barn hennar þurfi síðan yfir höfuð á þjónustunni að halda þegar til kastanna kemur. Í öðru lagi er ástandið óásættanlegt fyrir sérfræðinginn, sem þó sinnir þessu starfi alla jafna, að eiga erfitt með að taka sér frí frá vinnu til að vera með sinni fjölskyldu af því hann veit að enginn leysir hann af á meðan. Það er streituvaldur í starfi og einkalífi, sem sennilega seint myndi teljast eftirsóknarverður og fæstir ráða við til lengri tíma. Í þriðja lagi er þetta óboðlegt fyrir alla íbúa fjórðungsins, að ekki takist að halda úti bráðaþjónustu alla daga ársins. Íbúar upplifa óöryggi þegar ekki er hægt að treysta á að neyðarþjónusta sé til staðar og í ofanálag kemur síðan óvissuþátturinn sem snýr að færð og veðri. Fjallvegir á milli byggðakjarna eru stundum illfærir yfir háveturinn og flugið ótraust líka af sömu ástæðu. Ástandið heldur svo áfram að vinda upp á sig vegna þess að flugvöllurinn okkar er staðsettur á Egilsstöðum en sjúkrahúsið í Neskaupsstað, sem gerir það að verkum að stundum þarf að flytja sjúklinga oftar en einu sinni á milli staða til að koma viðkomandi í ákjósanlegt eða lífsnauðsynlegt úrræði. En þau mál í heild sinni eru reyndar efni í aðra grein. En hver er ástæðan fyrir því að við náum ekki að halda uppi nauðsynlegri þjónustu alla daga ársins? Það er ekki hægt að benda í neina ákveðna átt í leit að sökudólgum þar sem virkt samtal um leiðir til úrbóta hefur verið í gangi á milli þeirra sem að málinu koma. Það er allsstaðar vilji til að laga ástandið en einhversstaðar stendur hnífurinn pikkfastur í kúnni. Það er eflaust fleiri en einn þáttur sem veldur því að læknamönnun er ekki ásættanleg á austurlandi, og það á reyndar jafnt við um sjúkrahúsið eins og heilsugæslurnar. Hver svosem ástæðan fyrir því er að hingað fást ekki læknar til starfa og búsetu, þá hljótum við öll að vera sammála um að hér þarf eitthvað að breytast. Það þarf að vinna markvisst og samhent að því að koma þessum málum í réttan farveg. Sveitarfélögin, Heilbrigðisstofnun Austurlands og í raun samfélagið allt þarf að finna leiðir til að gera landshlutann okkar eftirsóknarverðan og ákjósanlegan stað til að búa og starfa. Töfralausnin er sennilega ekki til en með vilja og metnað samfélagsins alls, nauðsynlegri aðstoð stjórnvalda, góðu sumrin og allan skíðasnjóinn, hljótum við að geta í sameiningu fundið lausnina sem við öll erum að bíða eftir. Höfundur er hjúkrunarfræðingur og sveitarstjórnarfulltrúi í Múlaþingi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Múlaþing Fjarðabyggð Heilbrigðisstofnun Austurlands Byggðamál Heilbrigðismál Mest lesið Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun Vanhæfur Sjálfstæðisflokkur Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Myllan sem mala átti gull Andrés Kristjánsson Skoðun Pírati pissar í skóinn sinn Helgi Áss Grétarsson Skoðun Fáum presta aftur inn í skólana Rósa Guðbjartsdóttir Skoðun Fé án hirðis Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson Skoðun Sjö mýtur um loftslagsbreytingar Kristinn Már Hilmarsson,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun Mannúð og hugrekki - gegn stríðsglæpum og þjóðarmorði Ólafur Ingólfsson Skoðun Rösk og reiðubúin fyrir landsbyggðina Hópur Röskvuliða Skoðun Goðsögnin um UFS-sjóði sem róttækar „woke"- fjárfestingar Már Wolfgang Mixa Skoðun Skoðun Skoðun Mannúð og hugrekki - gegn stríðsglæpum og þjóðarmorði Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Framtíð menntunar – byggjum á trausti, ekki tortryggni Helga Kristín Kolbeins skrifar Skoðun Fé án hirðis Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson skrifar Skoðun Gæludýr geta dimmu í dagsljós breytt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Myllan sem mala átti gull Andrés Kristjánsson skrifar Skoðun Sjö mýtur um loftslagsbreytingar Kristinn Már Hilmarsson,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pírati pissar í skóinn sinn Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Fáum presta aftur inn í skólana Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Rösk og reiðubúin fyrir landsbyggðina Hópur Röskvuliða skrifar Skoðun Icelandic Learning is a Gendered Health Issue Logan Lee Sigurðsson skrifar Skoðun Goðsögnin um UFS-sjóði sem róttækar „woke"- fjárfestingar Már Wolfgang Mixa skrifar Skoðun Framtíð Öskjuhlíðar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Vanhæfur Sjálfstæðisflokkur Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Mælt fyrir miklum kjarabótum öryrkja og aldraðra Inga Sæland skrifar Skoðun Mannréttindabrot og stríðsglæpir Rússa í Úkraínu Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson skrifar Skoðun Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum skrifar Skoðun Snjallborgin eða Skuggaborgin Reykjavík: Gervigreindarknúið höfuðborgarsvæði Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Getur Sturlunga snúið aftur? Leifur B. Dagfinnsson skrifar Skoðun Vaka stendur með Menntavísindasviði í verki Gunnar Ásgrímsson skrifar Skoðun Vorbókaleysingar Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Er þetta í alvöru umdeild skoðun fámenns hóps? Snorri Másson skrifar Skoðun Liðveisla fyrir öll Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir skrifar Skoðun Að standa við stóru orðin Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Aðför að landsbyggðinni – og tilraun til að slá ryki í augu almennings Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Deyr mjólkurkýrin ef eigandi hennar fær eitt viðbótar mjólkurglas? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir skrifar Skoðun Ég virði þig og þín mörk, virðir þú mig og mín mörk ? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Sjá meira
Austurland hefur gott orð á sér fyrir svo margra hluta sakir. Hér er hitastigið alltaf ásættanlegt á sumrin, skíðasnjórinn í tonnavís á veturna og falleg hauststól sem mýkir lendinguna fyrir okkur úr sumri yfir í vetur. Við höfum óspillta náttúruna í bakgarðinum, afþreyingu fyrir fjölskylduna á hverju strái og öflugt fólk sem vinnur að því alla daga að gera þetta samfélag gott fyrir þá sem hér búa. Hér hefur verið næg atvinna í boði, þjónusta við íbúa víða metnaðarfull, uppbygging og framfarir sjáanlegar og nú horfum við einnig fram á að greiðist úr íbúðarhúsnæðisvandanum sem við, eins og aðrir landshlutar, höfum staðið frammi fyrir. Þrátt fyrir paradísina sem Austurland er, þá finnst auðvitað alltaf eitthvað sem betur má fara. Þrátt fyrir vilja og metnað þessa góða samfélags, næst ekki að manna Heilbrigðisstofnunina okkar svo ásættanlegt sé. Það sem af er hausti hefur í tvígang þurft að loka skurðstofu HSA á Fjórðungssjúkrahúsinu í Neskaupsstað vegna manneklu. Í annað skiptið var enginn svæfngarlæknir á staðnum og í hitt skiptið vantaði skurðlækni. Án þessara sérfræðinga er ekki hægt að halda skurðstofu, og þar af leiðandi lífsnauðsynlegri neyðarþjónustu, opinni. Nú horfum við svo fram á að þær konur sem eiga von á barni í lok árs eða byrjun þess næsta, þurfa að eyða jólunum að heiman ásamt fjölskyldum sínum og jafnvel stærra stuðningsneti, þegar starfandi skurðlæknir er í fríi. Í fyrsta lagi er þetta óásættanlegt fyrir þá sem þurfa að nota þjónustuna, í þessu tilviki barnshafandi konur og fjölskyldur þeirra, að þurfa að fara að heiman og dvelja annarsstaðar með öllu því álagi sem því fylgir. Það hjálpar alveg örugglega ekki til þegar kemur að því að lágmarka streitu fyrir fæðingu sem við vitum að er mikilvægt. Í ofanálag er óvissuþátturinn um hvort konan og ófætt barn hennar þurfi síðan yfir höfuð á þjónustunni að halda þegar til kastanna kemur. Í öðru lagi er ástandið óásættanlegt fyrir sérfræðinginn, sem þó sinnir þessu starfi alla jafna, að eiga erfitt með að taka sér frí frá vinnu til að vera með sinni fjölskyldu af því hann veit að enginn leysir hann af á meðan. Það er streituvaldur í starfi og einkalífi, sem sennilega seint myndi teljast eftirsóknarverður og fæstir ráða við til lengri tíma. Í þriðja lagi er þetta óboðlegt fyrir alla íbúa fjórðungsins, að ekki takist að halda úti bráðaþjónustu alla daga ársins. Íbúar upplifa óöryggi þegar ekki er hægt að treysta á að neyðarþjónusta sé til staðar og í ofanálag kemur síðan óvissuþátturinn sem snýr að færð og veðri. Fjallvegir á milli byggðakjarna eru stundum illfærir yfir háveturinn og flugið ótraust líka af sömu ástæðu. Ástandið heldur svo áfram að vinda upp á sig vegna þess að flugvöllurinn okkar er staðsettur á Egilsstöðum en sjúkrahúsið í Neskaupsstað, sem gerir það að verkum að stundum þarf að flytja sjúklinga oftar en einu sinni á milli staða til að koma viðkomandi í ákjósanlegt eða lífsnauðsynlegt úrræði. En þau mál í heild sinni eru reyndar efni í aðra grein. En hver er ástæðan fyrir því að við náum ekki að halda uppi nauðsynlegri þjónustu alla daga ársins? Það er ekki hægt að benda í neina ákveðna átt í leit að sökudólgum þar sem virkt samtal um leiðir til úrbóta hefur verið í gangi á milli þeirra sem að málinu koma. Það er allsstaðar vilji til að laga ástandið en einhversstaðar stendur hnífurinn pikkfastur í kúnni. Það er eflaust fleiri en einn þáttur sem veldur því að læknamönnun er ekki ásættanleg á austurlandi, og það á reyndar jafnt við um sjúkrahúsið eins og heilsugæslurnar. Hver svosem ástæðan fyrir því er að hingað fást ekki læknar til starfa og búsetu, þá hljótum við öll að vera sammála um að hér þarf eitthvað að breytast. Það þarf að vinna markvisst og samhent að því að koma þessum málum í réttan farveg. Sveitarfélögin, Heilbrigðisstofnun Austurlands og í raun samfélagið allt þarf að finna leiðir til að gera landshlutann okkar eftirsóknarverðan og ákjósanlegan stað til að búa og starfa. Töfralausnin er sennilega ekki til en með vilja og metnað samfélagsins alls, nauðsynlegri aðstoð stjórnvalda, góðu sumrin og allan skíðasnjóinn, hljótum við að geta í sameiningu fundið lausnina sem við öll erum að bíða eftir. Höfundur er hjúkrunarfræðingur og sveitarstjórnarfulltrúi í Múlaþingi.
Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun
Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson skrifar
Skoðun Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum skrifar
Skoðun Snjallborgin eða Skuggaborgin Reykjavík: Gervigreindarknúið höfuðborgarsvæði Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir skrifar
Skoðun Aðför að landsbyggðinni – og tilraun til að slá ryki í augu almennings Ingibjörg Isaksen skrifar
Skoðun Deyr mjólkurkýrin ef eigandi hennar fær eitt viðbótar mjólkurglas? Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir skrifar
Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun