Svartur kafli í úttekt varpar ljósi á háttsemi stjórnenda Innheimtustofnunar Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 21. október 2022 15:04 Útibú Innheimtustofnunar sveitarfélaga á Ísafirði. Vísir/Tryggvi Ríkisendurskoðun telur að þáverandi stjórnendur Innheimtustofnunar sveitarfélaga hafi í mörgum tilfellum reynt að leyna upplýsingum og gögnum um rekstur stofnunarinnar frá Ríkisendurskoðun. Reynt hafi verið að afvegaleiða úttekt á starfsemi stofnunarinnar. Málefni Innheimtustofnunar sveitarfélaga hafa verið í brennidepli frá því fyrir áramót þegar Jóni Ingvari Pálssyni, forstjóra stofnunarinnar og Braga Axelssyni, forstöðumanni stofnunarinnar á Ísafirði, var sagt upp störfum. Vefmiðillinn Bæjarins besta á Ísafirði hafði heimildir fyrir því í desember að í úttekt Ríkisendurskoðunar hafi komið upp að stjórnendurnir hefðu ráðstafað innheimtuverkefnum meðal annars til fyrirtækis í eigu Braga, forstöðumanns útibúsins á Ísafirði. Málið væri litið alvarlegum augum og yrði rannsakað til fulls. Tilraun til að afvegaleiða úttektina Ríkisendurskoðun hóf úttekt á verkefnum Innheimtustofnunar síðastliðið haust vegna fyrirhugaðrar tilfærslu verkefna Innheimtustofnunar til ríkisins.. Stofnuð var sérstök verkefnastjórn um flutninginn. Úttektin var gerð opinber í dag og þar má finna svartan kafla um háttsemi stjórnenda Innheimtustofnunarinnar í tengslum við úttekt Ríkisendurskoðun. Þar segir að úttekt Ríkisendurskoðunar hafi hafist í september á síðasta ári. Ítarlegur spurningalisti var sendur til Innheimtustofnunarinnar. Svörin sem fengust voru hins vegar verulega ábótavant að mati Ríkisendurskoðunar. „Um mánaðamótin nóvember/desember 2021 gerði Ríkisendurskoðun verkefnisstjórninni grein fyrir því mati sínu að í mörgum tilfellum væri um að ræða tilraunir til að leyna upplýsingum og gögnum og afvegaleiða úttekt á starfsemi stofnunarinnar. Taldi Ríkisendurskoðun sum svörin beinlínis röng og villandi,“ segir í úttekt Ríkisendurskoðunar. Þar kemur einnig fram að á sama tíma hafi Ríkisendurskoðun vakið athygli verkefnastjórnarinnar að stjórnun og innra skipulag Innheimtustofnunar væri langt frá þeim viðmiðum sem ríkið hefði sett sér um opinber fjármál og faglega stjórnsýslu. „Eins gerði Ríkisendurskoðun grein fyrir því að úttektin hefði varpað ljósi á óeðlilega háttsemi innan Innheimtustofnunar sveitarfélaga, á ábyrgð stjórnenda hennar.“ Ný stjórn tekið málið föstum tökum Í úttektinni kemur einnig fram að þegar þáverandi stjórnendur hafi gert þáverandi stjórn Innheimtustofnunar grein fyrir háttsemi sinni að hluta hafi hún ákveðið að umrædd háttsemi hafi falið í sér trúnaðarbrest. Var stjórnendum skipað að hverfa frá háttseminni og skila stjórn skýrslu um málið. Hvað gerir Innheimtustofnun sveitarfélaga? Hlutverk Innheimtustofnunar sveitarfélaga er að innheimta hjá meðlagsskyldum foreldrum meðlög, sem Tryggingastofnun ríkisins hefur greitt forráðamönnum barna þeirra. „Frumkvæði stjórnenda hvað tilkynningu til stjórnar varðar má rekja til eftirgrennslan fjölmiðla um háttsemina,“ segir í úttekt Ríkisendurskoðunar. Þáverandi stjórn Innheimtustofnunar sagði af sér vegna málsins. Ný stjórn var skipuð og segir í úttekt Ríkisendurskoðunar að sú stjórn hafi tekið málið föstum tökum. „Hefur Ríkisendurskoðun fylgst með og eftir atvikum veitt núverandi stjórn stuðning í aðgerðum sínum til að upplýsa um þessa háttsemi stjórnenda Innheimtustofnunar. Ný stjórn Innheimtustofnunar kærði meinta háttsemi fyrrverandi stjórnenda til lögreglu og hefur héraðssaksóknari málið til meðferðar þegar skýrsla þessi er rituð.“ Fjórar tillögur Ríkisendurskoðun leggur til fjórar tillögur hvað varðar framtíð Innheimtustofnunarinnar. Lagt er til að ábyrgð á innheimtu meðlaga verði endurskilgreind og að innheimtumönnum ríkissjóðs verði falin ábyrgð á verkefninu. Þá er lagt til að innheimtumönnum ríkissjóðs verði falið að meta þau verðmæti sem felast í kröfusafni stofnunarinnar, en í því sambandi telur embættið rétt að kröfusafnið í heild flytjist til ríkisins með samkomulagi við eigendur Innheimtustofnunar. Endanlegt uppgjör vegna kröfusafnsins fari þá fram að tilteknum tíma liðnum. Enn fremur er lagt til að gerð verði sérstök greining á gagnagrunni núverandi innheimtukerfis, sem og þeim kerfum sem til staðar eru hjá innheimtumönnum ríkissjóðs, eftir atvikum í samstarfi við Tryggingastofnun ríkisins. Loks er lagt til að viðtökuaðili verkefnanna, í samráði við ráðuneyti, marki stefnu um framkvæmd innheimtu meðlaga með skilgreindum mælikvörðum um árangur. Í því sambandi þurfi meðal annars að endurskoða lagaumhverfi meðlagsinnheimtu, skjalfesta verklagsreglur og koma á tilhlýðilegu gæðakerfi. Rannsókn á Innheimtustofnun sveitarfélaga Stjórnsýsla Lögreglumál Mest lesið Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Innlent Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins Innlent Pallborðið: Stungið höfðinu í sandinn í tuttugu ár Innlent Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Innlent Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Innlent Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Innlent Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Innlent Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Innlent „Ísrael mun missa allan stuðning“ Erlent Annað safn rænt í Frakklandi um helgina Erlent Fleiri fréttir Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Lúkas Geir áfrýjar eins og hinir tveir Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Landsnet fagnar sigri í baráttu við landeigendur Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Nýr lögreglustjóri á Austurlandi verði skipaður á allra næstu dögum Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins „Við finnum fyrir mikilli spennu frá heimsbyggðinni“ Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Pallborðið: Stungið höfðinu í sandinn í tuttugu ár Guðmundur til ráðherra og framkvæmdastjóri HK tekur við Sjaldan eins erfitt að kaupa fasteign og konur undirbúa verkfall Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Embættismenn sitji að hámarki í fjórtán ár og aðstoðarmenn hætti fyrir kosningar Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play „Ég skoðanakúgaði sjálfa mig í þágu friðar og þæginda félagslega“ Burðardýr fengu þungan dóm fyrir kókaínsmygl Skora á ráðherra og segir skjaldborg slegið um vændiskaupendur Fresta fundi til tíu í fyrramálið Stórskemmtilegur innhringjandi og óhefðbundin útför Viðgerð muni taka einhverja mánuði „Afar ólíklegt“ að Nadine taki slaginn í borginni fyrir Miðflokkinn Grunuð um íkveikju í Nettó, Nytjamarkaðnum og eigin húsi Sjá meira
Málefni Innheimtustofnunar sveitarfélaga hafa verið í brennidepli frá því fyrir áramót þegar Jóni Ingvari Pálssyni, forstjóra stofnunarinnar og Braga Axelssyni, forstöðumanni stofnunarinnar á Ísafirði, var sagt upp störfum. Vefmiðillinn Bæjarins besta á Ísafirði hafði heimildir fyrir því í desember að í úttekt Ríkisendurskoðunar hafi komið upp að stjórnendurnir hefðu ráðstafað innheimtuverkefnum meðal annars til fyrirtækis í eigu Braga, forstöðumanns útibúsins á Ísafirði. Málið væri litið alvarlegum augum og yrði rannsakað til fulls. Tilraun til að afvegaleiða úttektina Ríkisendurskoðun hóf úttekt á verkefnum Innheimtustofnunar síðastliðið haust vegna fyrirhugaðrar tilfærslu verkefna Innheimtustofnunar til ríkisins.. Stofnuð var sérstök verkefnastjórn um flutninginn. Úttektin var gerð opinber í dag og þar má finna svartan kafla um háttsemi stjórnenda Innheimtustofnunarinnar í tengslum við úttekt Ríkisendurskoðun. Þar segir að úttekt Ríkisendurskoðunar hafi hafist í september á síðasta ári. Ítarlegur spurningalisti var sendur til Innheimtustofnunarinnar. Svörin sem fengust voru hins vegar verulega ábótavant að mati Ríkisendurskoðunar. „Um mánaðamótin nóvember/desember 2021 gerði Ríkisendurskoðun verkefnisstjórninni grein fyrir því mati sínu að í mörgum tilfellum væri um að ræða tilraunir til að leyna upplýsingum og gögnum og afvegaleiða úttekt á starfsemi stofnunarinnar. Taldi Ríkisendurskoðun sum svörin beinlínis röng og villandi,“ segir í úttekt Ríkisendurskoðunar. Þar kemur einnig fram að á sama tíma hafi Ríkisendurskoðun vakið athygli verkefnastjórnarinnar að stjórnun og innra skipulag Innheimtustofnunar væri langt frá þeim viðmiðum sem ríkið hefði sett sér um opinber fjármál og faglega stjórnsýslu. „Eins gerði Ríkisendurskoðun grein fyrir því að úttektin hefði varpað ljósi á óeðlilega háttsemi innan Innheimtustofnunar sveitarfélaga, á ábyrgð stjórnenda hennar.“ Ný stjórn tekið málið föstum tökum Í úttektinni kemur einnig fram að þegar þáverandi stjórnendur hafi gert þáverandi stjórn Innheimtustofnunar grein fyrir háttsemi sinni að hluta hafi hún ákveðið að umrædd háttsemi hafi falið í sér trúnaðarbrest. Var stjórnendum skipað að hverfa frá háttseminni og skila stjórn skýrslu um málið. Hvað gerir Innheimtustofnun sveitarfélaga? Hlutverk Innheimtustofnunar sveitarfélaga er að innheimta hjá meðlagsskyldum foreldrum meðlög, sem Tryggingastofnun ríkisins hefur greitt forráðamönnum barna þeirra. „Frumkvæði stjórnenda hvað tilkynningu til stjórnar varðar má rekja til eftirgrennslan fjölmiðla um háttsemina,“ segir í úttekt Ríkisendurskoðunar. Þáverandi stjórn Innheimtustofnunar sagði af sér vegna málsins. Ný stjórn var skipuð og segir í úttekt Ríkisendurskoðunar að sú stjórn hafi tekið málið föstum tökum. „Hefur Ríkisendurskoðun fylgst með og eftir atvikum veitt núverandi stjórn stuðning í aðgerðum sínum til að upplýsa um þessa háttsemi stjórnenda Innheimtustofnunar. Ný stjórn Innheimtustofnunar kærði meinta háttsemi fyrrverandi stjórnenda til lögreglu og hefur héraðssaksóknari málið til meðferðar þegar skýrsla þessi er rituð.“ Fjórar tillögur Ríkisendurskoðun leggur til fjórar tillögur hvað varðar framtíð Innheimtustofnunarinnar. Lagt er til að ábyrgð á innheimtu meðlaga verði endurskilgreind og að innheimtumönnum ríkissjóðs verði falin ábyrgð á verkefninu. Þá er lagt til að innheimtumönnum ríkissjóðs verði falið að meta þau verðmæti sem felast í kröfusafni stofnunarinnar, en í því sambandi telur embættið rétt að kröfusafnið í heild flytjist til ríkisins með samkomulagi við eigendur Innheimtustofnunar. Endanlegt uppgjör vegna kröfusafnsins fari þá fram að tilteknum tíma liðnum. Enn fremur er lagt til að gerð verði sérstök greining á gagnagrunni núverandi innheimtukerfis, sem og þeim kerfum sem til staðar eru hjá innheimtumönnum ríkissjóðs, eftir atvikum í samstarfi við Tryggingastofnun ríkisins. Loks er lagt til að viðtökuaðili verkefnanna, í samráði við ráðuneyti, marki stefnu um framkvæmd innheimtu meðlaga með skilgreindum mælikvörðum um árangur. Í því sambandi þurfi meðal annars að endurskoða lagaumhverfi meðlagsinnheimtu, skjalfesta verklagsreglur og koma á tilhlýðilegu gæðakerfi.
Hvað gerir Innheimtustofnun sveitarfélaga? Hlutverk Innheimtustofnunar sveitarfélaga er að innheimta hjá meðlagsskyldum foreldrum meðlög, sem Tryggingastofnun ríkisins hefur greitt forráðamönnum barna þeirra.
Rannsókn á Innheimtustofnun sveitarfélaga Stjórnsýsla Lögreglumál Mest lesið Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Innlent Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins Innlent Pallborðið: Stungið höfðinu í sandinn í tuttugu ár Innlent Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Innlent Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Innlent Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Innlent Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Innlent Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Innlent „Ísrael mun missa allan stuðning“ Erlent Annað safn rænt í Frakklandi um helgina Erlent Fleiri fréttir Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Lúkas Geir áfrýjar eins og hinir tveir Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Landsnet fagnar sigri í baráttu við landeigendur Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Nýr lögreglustjóri á Austurlandi verði skipaður á allra næstu dögum Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins „Við finnum fyrir mikilli spennu frá heimsbyggðinni“ Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Pallborðið: Stungið höfðinu í sandinn í tuttugu ár Guðmundur til ráðherra og framkvæmdastjóri HK tekur við Sjaldan eins erfitt að kaupa fasteign og konur undirbúa verkfall Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Embættismenn sitji að hámarki í fjórtán ár og aðstoðarmenn hætti fyrir kosningar Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play „Ég skoðanakúgaði sjálfa mig í þágu friðar og þæginda félagslega“ Burðardýr fengu þungan dóm fyrir kókaínsmygl Skora á ráðherra og segir skjaldborg slegið um vændiskaupendur Fresta fundi til tíu í fyrramálið Stórskemmtilegur innhringjandi og óhefðbundin útför Viðgerð muni taka einhverja mánuði „Afar ólíklegt“ að Nadine taki slaginn í borginni fyrir Miðflokkinn Grunuð um íkveikju í Nettó, Nytjamarkaðnum og eigin húsi Sjá meira
Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda