Umfjöllun og viðtöl: Fram - FH 3-0 | Guðmundur jafnaði Nökkva Kristín Björk Ingimarsdóttir skrifar 23. október 2022 13:16 vísir/Diego FH-ingar sáu vart til sólar þrátt fyrir að hún skein skært er þeir sóttu Fram heim í Bestu deilda karla í dag. Það voru danskir dagar í fyrri hálfleik þar sem að Jannik Holmsgard kom Fram í 2-0. Guðmundur Magnússon jafnaði KA-manninn Nökkva Þeyr Þórisson á markalistanum er hann skoraði þriðja mark Framara í seinni hálfleik. Lokatölur 3-0. Framarar byrjuðu leikinn betur og voru aðeins liðnar tíu mínútur af leiknum þegar fyrsta markið var skorað. Þar var Frederico Bello Saraiva á ferðinni, gefur langa sendingu á Jannik Holmsgaard sem tekur hlaupið á hárréttum tíma. Jannik hleypur varnarmenn FH af sér og setur boltann framhjá Gunnari Nielsen í marki FH. Staðan 1-0 fyrir Fram. Jannik Holmsgaard að setja boltann í netiðVísir: Hulda Margrét Framarar voru meira með boltann framan af og spilaðist leikurinn um stund nánast einungis á öðrum vallarhelmingnum. FH-ingar komu sér í góð færi á köflum en virtist vanta upp á gæði í sendingum og færanýtingu. Í uppbótartíma er Tiago Manuel Da Silva Fernandes á ferðinni, gefur boltann á Jannik Holmsgaard sem líkt og í fyrra markinu var komin einn í gegn. Gunnar Nielsen kemur út á móti honum en Jannik kom sér framhjá honum og renndi boltanum í netið. Staðan 2-0 í fyrri hálfleik. Það voru tæplega tíu mínútur liðnar af seinni hálfleik þegar að Frederico Bello Saraiva kemur boltanum á Guðmund Magnússon sem er vel staðsettur inn í teig. Heiðar Máni Hermannsson var komin út úr marki FH-inga og Guðmundur settur boltann auðveldlega í netið. Staðan 3-0. Guðmundur Magnússon fagnaði vel eftir markiðVísir: Hulda Margrét FH-ingar reyndu hvað eftir annað að minnka muninn en vantaði alltaf upp á gæðin í síðustu sendingunni til þess að koma boltanum á samherja. Lokatölur leiksins 3-0 fyrir Fram. Afhverju vann Fram? Þeir spiluðu góðan sóknarleik og voru allar stoðsendingarnar virkilega vel útfærðar. Varnarleikurinn var góður og komu þeir boltanum nánanst undantekningarlaust í burtu þegar FH-ingar sóttu á markið. Hverjir stóðu upp úr? Jannik Holmsgaard var gríðarlega góður í þessum leik og skoraði tvö mörk fyrir Fram. Ólafur Íshólm Ólafsson var öflugur í markinu og hélt hreinu í dag. Ólafur Íshólm varði vel í dagVísir: Hulda Margrét Hvað gekk illa? Það virtist vera algjört samskiptaleysi hjá FH-ingum í þessum leik. Þeir voru illa staðsettir í sóknum og vantaði almennt upp á gæði. Boltinn endaði alltof oft hjá þeim bláklæddu þegar þeir reyndu að spila sig upp völlinn. Hvað gerist næst? Næsta umferð fer fram 29. október kl 13:00 og er það síðasti leikurinn í skiptingunni. FH-ingar fá ÍA í heimsókn og Framarar sækja Keflavík heim. Sigurvin Ólafsson: „Það er með ólíkindum að við náðum ekki að skora mark í þessum leik“ Sigurvin Ólafsson, þjálfari FH, var svekktur í leikslokVísir: Hulda Margrét „Ég er augljóslega svekktur. Við ætluðum að vinna þennan leik. Mér finnst þetta ekki gefa rétta mynd af leiknum, alls ekki. Það er með ólíkindum að við náðum ekki að skora mark í þessum leik og þar skilur á milli, þeir nýta sín færi betur,“ sagði Sigurvin Ólafsson, þjálfari FH, svekktur eftir 3-0 tap á móti Fram í dag. „Okkur tókst ekki að ýta boltanum yfir línuna, við vorum ansi nálægt því nokkrum sinnum. Fyrir utan það erum við að spila vel inn á milli og Framarar auðvitað líka. Mín tilfinning núna strax eftir leik er að þetta hafi verið frekar jafn leikur en hann endar svona.“ FH-ingar fengu ágætisfæri í leiknum en vantaði upp á gæði til þess að koma boltanum í netið. „Það gekk illa að búa til algjör dauðafæri, það vantaði stundum smá gæði í lokasendinguna. Við erum ekki búnir að spila mikið á gervigrasi og það hefur líka áhrif, þá getur skipt máli sentimetra spursmál í sendingum. En það sem vantaði uppá hjá FH í dag var ákefð og vilji, það var ekki þannig að við höfum mátt hingað saddir með það að vera nokkurn veginn öryggir. Þeir gáfu allt í þetta, strákarnir, þess vegna er sárt að þetta séu launin.“ Sigurvin gerði skiptingar strax í hálfleik til þess að fá meiri gæði í sóknarleikinn en það gekk ekki eftir í dag. „Ég set Ástbjörn inná í hálfleik, hann er meiri sóknarbakvörður heldur en Jóhann. Við erum með smá vind í bakið í seinni hálfleik svo ég reiknaði með að við myndum herja á þá. Svipað með Harald, að setja hann inná í vinstri bakvörðinn, hann er sóknarþenkjandi. Ég var að reyna að fríska upp á liðið til að ná í eitthvað comeback en því miður, það kom ekki.“ Besta deild karla Fram FH Fótbolti Tengdar fréttir „Það er gott að halda hreinu, við gerum það ekki oft “ Jón Þórir Sveinsson, þjálfari Fram, var sáttur með frammistöðu sinna manna er þeir unnu FH 3-0 í Bestu-deild karla í dag. Jannik Holmsgard kom Fram í 2-0 í fyrri hálfleik og Guðmundur Magnússon bætti þriðja markinu við í seinni. 23. október 2022 16:38
FH-ingar sáu vart til sólar þrátt fyrir að hún skein skært er þeir sóttu Fram heim í Bestu deilda karla í dag. Það voru danskir dagar í fyrri hálfleik þar sem að Jannik Holmsgard kom Fram í 2-0. Guðmundur Magnússon jafnaði KA-manninn Nökkva Þeyr Þórisson á markalistanum er hann skoraði þriðja mark Framara í seinni hálfleik. Lokatölur 3-0. Framarar byrjuðu leikinn betur og voru aðeins liðnar tíu mínútur af leiknum þegar fyrsta markið var skorað. Þar var Frederico Bello Saraiva á ferðinni, gefur langa sendingu á Jannik Holmsgaard sem tekur hlaupið á hárréttum tíma. Jannik hleypur varnarmenn FH af sér og setur boltann framhjá Gunnari Nielsen í marki FH. Staðan 1-0 fyrir Fram. Jannik Holmsgaard að setja boltann í netiðVísir: Hulda Margrét Framarar voru meira með boltann framan af og spilaðist leikurinn um stund nánast einungis á öðrum vallarhelmingnum. FH-ingar komu sér í góð færi á köflum en virtist vanta upp á gæði í sendingum og færanýtingu. Í uppbótartíma er Tiago Manuel Da Silva Fernandes á ferðinni, gefur boltann á Jannik Holmsgaard sem líkt og í fyrra markinu var komin einn í gegn. Gunnar Nielsen kemur út á móti honum en Jannik kom sér framhjá honum og renndi boltanum í netið. Staðan 2-0 í fyrri hálfleik. Það voru tæplega tíu mínútur liðnar af seinni hálfleik þegar að Frederico Bello Saraiva kemur boltanum á Guðmund Magnússon sem er vel staðsettur inn í teig. Heiðar Máni Hermannsson var komin út úr marki FH-inga og Guðmundur settur boltann auðveldlega í netið. Staðan 3-0. Guðmundur Magnússon fagnaði vel eftir markiðVísir: Hulda Margrét FH-ingar reyndu hvað eftir annað að minnka muninn en vantaði alltaf upp á gæðin í síðustu sendingunni til þess að koma boltanum á samherja. Lokatölur leiksins 3-0 fyrir Fram. Afhverju vann Fram? Þeir spiluðu góðan sóknarleik og voru allar stoðsendingarnar virkilega vel útfærðar. Varnarleikurinn var góður og komu þeir boltanum nánanst undantekningarlaust í burtu þegar FH-ingar sóttu á markið. Hverjir stóðu upp úr? Jannik Holmsgaard var gríðarlega góður í þessum leik og skoraði tvö mörk fyrir Fram. Ólafur Íshólm Ólafsson var öflugur í markinu og hélt hreinu í dag. Ólafur Íshólm varði vel í dagVísir: Hulda Margrét Hvað gekk illa? Það virtist vera algjört samskiptaleysi hjá FH-ingum í þessum leik. Þeir voru illa staðsettir í sóknum og vantaði almennt upp á gæði. Boltinn endaði alltof oft hjá þeim bláklæddu þegar þeir reyndu að spila sig upp völlinn. Hvað gerist næst? Næsta umferð fer fram 29. október kl 13:00 og er það síðasti leikurinn í skiptingunni. FH-ingar fá ÍA í heimsókn og Framarar sækja Keflavík heim. Sigurvin Ólafsson: „Það er með ólíkindum að við náðum ekki að skora mark í þessum leik“ Sigurvin Ólafsson, þjálfari FH, var svekktur í leikslokVísir: Hulda Margrét „Ég er augljóslega svekktur. Við ætluðum að vinna þennan leik. Mér finnst þetta ekki gefa rétta mynd af leiknum, alls ekki. Það er með ólíkindum að við náðum ekki að skora mark í þessum leik og þar skilur á milli, þeir nýta sín færi betur,“ sagði Sigurvin Ólafsson, þjálfari FH, svekktur eftir 3-0 tap á móti Fram í dag. „Okkur tókst ekki að ýta boltanum yfir línuna, við vorum ansi nálægt því nokkrum sinnum. Fyrir utan það erum við að spila vel inn á milli og Framarar auðvitað líka. Mín tilfinning núna strax eftir leik er að þetta hafi verið frekar jafn leikur en hann endar svona.“ FH-ingar fengu ágætisfæri í leiknum en vantaði upp á gæði til þess að koma boltanum í netið. „Það gekk illa að búa til algjör dauðafæri, það vantaði stundum smá gæði í lokasendinguna. Við erum ekki búnir að spila mikið á gervigrasi og það hefur líka áhrif, þá getur skipt máli sentimetra spursmál í sendingum. En það sem vantaði uppá hjá FH í dag var ákefð og vilji, það var ekki þannig að við höfum mátt hingað saddir með það að vera nokkurn veginn öryggir. Þeir gáfu allt í þetta, strákarnir, þess vegna er sárt að þetta séu launin.“ Sigurvin gerði skiptingar strax í hálfleik til þess að fá meiri gæði í sóknarleikinn en það gekk ekki eftir í dag. „Ég set Ástbjörn inná í hálfleik, hann er meiri sóknarbakvörður heldur en Jóhann. Við erum með smá vind í bakið í seinni hálfleik svo ég reiknaði með að við myndum herja á þá. Svipað með Harald, að setja hann inná í vinstri bakvörðinn, hann er sóknarþenkjandi. Ég var að reyna að fríska upp á liðið til að ná í eitthvað comeback en því miður, það kom ekki.“
Besta deild karla Fram FH Fótbolti Tengdar fréttir „Það er gott að halda hreinu, við gerum það ekki oft “ Jón Þórir Sveinsson, þjálfari Fram, var sáttur með frammistöðu sinna manna er þeir unnu FH 3-0 í Bestu-deild karla í dag. Jannik Holmsgard kom Fram í 2-0 í fyrri hálfleik og Guðmundur Magnússon bætti þriðja markinu við í seinni. 23. október 2022 16:38
„Það er gott að halda hreinu, við gerum það ekki oft “ Jón Þórir Sveinsson, þjálfari Fram, var sáttur með frammistöðu sinna manna er þeir unnu FH 3-0 í Bestu-deild karla í dag. Jannik Holmsgard kom Fram í 2-0 í fyrri hálfleik og Guðmundur Magnússon bætti þriðja markinu við í seinni. 23. október 2022 16:38
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti