„Þú mátt ekki segja íbúarnir og vera að vísa til allra“ Snorri Másson skrifar 24. október 2022 08:45 Ketill Sigurjónsson er framkvæmdastjóri Zephyr Iceland, sem hefur stórtæk áform um uppbyggingu vindmyllugarða víða um land, þar á meðal í Hvalfirði. Þar hefur áformunum verið harðlega mótmælt af sumum íbúum, þar á meðal Skúla Mogensen athafnamanni. Fjallað var um áformin í Íslandi í dag og lúxusböð Skúla heimsótt, sem vindmyllurnar eru sagðar munu skyggja á. Ketill segir í viðtali í Íslandi í dag að viðbrögðin sem rati í umræðuna um svona áform séu yfirleitt þau neikvæðu. „Þeir sem eru jákvæðir gagnvart svona verkefnum hafa sig yfirleitt ekki í frammi. En það er annars bara ofureðlilegt að það komi fram athugasemdir og ábendingar og mótmæli þess vegna. Það eru ekki allir sáttir um svona stór verkefni,“ segir Ketill. Ketill Sigurjónsson er framkvæmdastjóri Zephyr Iceland, sem hefur stórtæk áform um uppbyggingu vindmyllugarða víða um land, þar á meðal í Hvalfirði.Vísir/Vilhelm Spurður hvort hann sjái málið öðrum augum en íbúarnir, sem hafa sagt þetta eins og að „krota inn í málverk eftir Kjarval“, segir Ketill mikilvægt að átta sig á að íbúarnir séu ekki sama og íbúarnir: „Þú mátt ekki segja íbúarnir og vera að vísa til allra.“ Vindmyllurnar eiga að rísa uppi á Brekkukambi sem er um 650 metra fjall. Sjálfar eiga þær að geta verið allt að 250 metra háar, sem þýðir að þær myndu gnæfa tæpan kílómetra upp í loftið. „Við höfum áhuga á þessu verkefni. Við myndum vilja sjá það verða að veruleika, en sjálft umhverfismatið er auðvitað eftir,“ segir Ketill. Ljósmynd með tölvugerðri grafík. Ekkert liggur fyrir um það hvernig vindmyllurnar yrðu á endanum en á tölvuteikningum fréttastofu má sjá hvernig þetta gæti litið út. Í innslaginu að ofan eru einnig sýnd tölvuteiknuð myndbönd og rætt við Skúla Mogensen.Vísir/Bjarni Zephyr Iceland, eins og önnur orkufyrirtæki, fara inn í verkefni meðvituð um að hugsanlega verði ekki af þeim, en Ketill segir að Brekkukamburinn sé eitt þeirra verkefna sem fyrirtækið hefur trú á. „Vindorka verður að veruleika að einhverju marki. Það er mjög líklegt að vindmyllur muni í einhverri mynd rísa á Íslandi,“ segir Ketill. En hvar? „Já, ekki í bakgarðinum mínum. Það er náttúrulega bara algengt viðhorf,“ segir Ketill. „Ég vona samt að við og aðrir sem koma að vindorkuverkefnum á Íslandi munum bera gæfu til að reisa verkefni sem nokkuð breið sátt ríkir um, en það verður sennilega ekkert verkefni sem verður alger sátt um. Ég held að það sé ekki til svoleiðis orkuverkefni yfirleitt í dag.“ Vindorka Hvalfjarðarsveit Tengdar fréttir Berst gegn vindmyllum við nýju sjóböðin: „Ég held að menn myndu sjá eftir þessu samstundis“ Skúli Mogensen athafnamaður opnaði lúxussjóböð í Hvammsvík í Hvalfirði í júlí og útkoman er einstök náttúruperla. En um svipað leyti og starfsemin hófst birtist matsáætlun fyrir vindmyllur ofan á fjallið hinum megin við fjörðinn, sem myndu skyggja á útsýnið í böðunum ef hugmyndirnar yrðu að veruleika. Nú berst Skúli við vindmyllur í Hvalfirði. 20. október 2022 08:50 Tvöfalda þarf orkuframleiðsluna vegna orkuskiptanna Tvöfalda þarf orkuframleiðslu í landinu á næstu átján árum til að ná fram markmiðum um orkuskipti miðað við núverandi orkunýtingu Íslendinga. Umhverfis- orku- og loftslagsráðherra segir að flókið geti reynst að ná fram nauðsynlegri pólitískri samstöðu um þetta en telur alla sammála um markmiðin. 18. október 2022 19:20 Mest lesið Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Innlent Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Erlent Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Innlent Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Innlent Magga Stína á leið til Gasa með Frelsisflotanum Innlent Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Innlent Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Erlent Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Innlent Ríkisreksturinn í Bandaríkjunum í limbó Erlent Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Innlent Fleiri fréttir Tvö vilja byggja Fossvogsbrú en bæði yfir áætluðum kostnaði Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Skorar á ríkisstjórnina að fjármagna íslenskunám Eggert Benedikt settur forstjóri Hafró Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Rafmagnslaust á Dalvík, Hrísey og nágrenni Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Bjóða Grindvíkingum á seiglunámskeið Fimmtungur getur ekki keypt afmælisgjafir fyrir börnin sín Reyna að bjarga starfseminni á Möltu og slæmar fregnir af makrílveiðinni Bein útsending: Loftslagsdagurinn Bein útsending: Staða launafólks á Íslandi Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Konur og háskólamenntaðir líklegri til að vilja frekari aðgerðir gegn Ísrael Bein útsending: Heilbrigðistæknilausnir og -þjónusta Biskup Íslands heimsækir Úkraínu Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Magga Stína á leið til Gasa með Frelsisflotanum Útköll vegna slagsmála Þurftu að finna lausn á uppskáldaðri hryðjuverkaárás á Íslandi Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Ísland land númer 197 Skiptastjóri þurfi að ákveða hvort hann geri kröfu í dótturfélag Play Fjöldauppsagnir á Keflavíkurflugvelli Gjaldþrotið leiðir til hópuppsagnar og afarkostir Bandaríkjaforseta Fyrrum meðferðarheimili sett á sölu Strandaglópar slaga í tuttugu þúsund Sultuslakir strandaglópar eftir heilsuferð til Split Kallar þjóðaröryggisráð saman Sjá meira
Ketill segir í viðtali í Íslandi í dag að viðbrögðin sem rati í umræðuna um svona áform séu yfirleitt þau neikvæðu. „Þeir sem eru jákvæðir gagnvart svona verkefnum hafa sig yfirleitt ekki í frammi. En það er annars bara ofureðlilegt að það komi fram athugasemdir og ábendingar og mótmæli þess vegna. Það eru ekki allir sáttir um svona stór verkefni,“ segir Ketill. Ketill Sigurjónsson er framkvæmdastjóri Zephyr Iceland, sem hefur stórtæk áform um uppbyggingu vindmyllugarða víða um land, þar á meðal í Hvalfirði.Vísir/Vilhelm Spurður hvort hann sjái málið öðrum augum en íbúarnir, sem hafa sagt þetta eins og að „krota inn í málverk eftir Kjarval“, segir Ketill mikilvægt að átta sig á að íbúarnir séu ekki sama og íbúarnir: „Þú mátt ekki segja íbúarnir og vera að vísa til allra.“ Vindmyllurnar eiga að rísa uppi á Brekkukambi sem er um 650 metra fjall. Sjálfar eiga þær að geta verið allt að 250 metra háar, sem þýðir að þær myndu gnæfa tæpan kílómetra upp í loftið. „Við höfum áhuga á þessu verkefni. Við myndum vilja sjá það verða að veruleika, en sjálft umhverfismatið er auðvitað eftir,“ segir Ketill. Ljósmynd með tölvugerðri grafík. Ekkert liggur fyrir um það hvernig vindmyllurnar yrðu á endanum en á tölvuteikningum fréttastofu má sjá hvernig þetta gæti litið út. Í innslaginu að ofan eru einnig sýnd tölvuteiknuð myndbönd og rætt við Skúla Mogensen.Vísir/Bjarni Zephyr Iceland, eins og önnur orkufyrirtæki, fara inn í verkefni meðvituð um að hugsanlega verði ekki af þeim, en Ketill segir að Brekkukamburinn sé eitt þeirra verkefna sem fyrirtækið hefur trú á. „Vindorka verður að veruleika að einhverju marki. Það er mjög líklegt að vindmyllur muni í einhverri mynd rísa á Íslandi,“ segir Ketill. En hvar? „Já, ekki í bakgarðinum mínum. Það er náttúrulega bara algengt viðhorf,“ segir Ketill. „Ég vona samt að við og aðrir sem koma að vindorkuverkefnum á Íslandi munum bera gæfu til að reisa verkefni sem nokkuð breið sátt ríkir um, en það verður sennilega ekkert verkefni sem verður alger sátt um. Ég held að það sé ekki til svoleiðis orkuverkefni yfirleitt í dag.“
Vindorka Hvalfjarðarsveit Tengdar fréttir Berst gegn vindmyllum við nýju sjóböðin: „Ég held að menn myndu sjá eftir þessu samstundis“ Skúli Mogensen athafnamaður opnaði lúxussjóböð í Hvammsvík í Hvalfirði í júlí og útkoman er einstök náttúruperla. En um svipað leyti og starfsemin hófst birtist matsáætlun fyrir vindmyllur ofan á fjallið hinum megin við fjörðinn, sem myndu skyggja á útsýnið í böðunum ef hugmyndirnar yrðu að veruleika. Nú berst Skúli við vindmyllur í Hvalfirði. 20. október 2022 08:50 Tvöfalda þarf orkuframleiðsluna vegna orkuskiptanna Tvöfalda þarf orkuframleiðslu í landinu á næstu átján árum til að ná fram markmiðum um orkuskipti miðað við núverandi orkunýtingu Íslendinga. Umhverfis- orku- og loftslagsráðherra segir að flókið geti reynst að ná fram nauðsynlegri pólitískri samstöðu um þetta en telur alla sammála um markmiðin. 18. október 2022 19:20 Mest lesið Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Innlent Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Erlent Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Innlent Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Innlent Magga Stína á leið til Gasa með Frelsisflotanum Innlent Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Innlent Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Erlent Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Innlent Ríkisreksturinn í Bandaríkjunum í limbó Erlent Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Innlent Fleiri fréttir Tvö vilja byggja Fossvogsbrú en bæði yfir áætluðum kostnaði Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Skorar á ríkisstjórnina að fjármagna íslenskunám Eggert Benedikt settur forstjóri Hafró Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Rafmagnslaust á Dalvík, Hrísey og nágrenni Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Bjóða Grindvíkingum á seiglunámskeið Fimmtungur getur ekki keypt afmælisgjafir fyrir börnin sín Reyna að bjarga starfseminni á Möltu og slæmar fregnir af makrílveiðinni Bein útsending: Loftslagsdagurinn Bein útsending: Staða launafólks á Íslandi Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Konur og háskólamenntaðir líklegri til að vilja frekari aðgerðir gegn Ísrael Bein útsending: Heilbrigðistæknilausnir og -þjónusta Biskup Íslands heimsækir Úkraínu Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Magga Stína á leið til Gasa með Frelsisflotanum Útköll vegna slagsmála Þurftu að finna lausn á uppskáldaðri hryðjuverkaárás á Íslandi Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Ísland land númer 197 Skiptastjóri þurfi að ákveða hvort hann geri kröfu í dótturfélag Play Fjöldauppsagnir á Keflavíkurflugvelli Gjaldþrotið leiðir til hópuppsagnar og afarkostir Bandaríkjaforseta Fyrrum meðferðarheimili sett á sölu Strandaglópar slaga í tuttugu þúsund Sultuslakir strandaglópar eftir heilsuferð til Split Kallar þjóðaröryggisráð saman Sjá meira
Berst gegn vindmyllum við nýju sjóböðin: „Ég held að menn myndu sjá eftir þessu samstundis“ Skúli Mogensen athafnamaður opnaði lúxussjóböð í Hvammsvík í Hvalfirði í júlí og útkoman er einstök náttúruperla. En um svipað leyti og starfsemin hófst birtist matsáætlun fyrir vindmyllur ofan á fjallið hinum megin við fjörðinn, sem myndu skyggja á útsýnið í böðunum ef hugmyndirnar yrðu að veruleika. Nú berst Skúli við vindmyllur í Hvalfirði. 20. október 2022 08:50
Tvöfalda þarf orkuframleiðsluna vegna orkuskiptanna Tvöfalda þarf orkuframleiðslu í landinu á næstu átján árum til að ná fram markmiðum um orkuskipti miðað við núverandi orkunýtingu Íslendinga. Umhverfis- orku- og loftslagsráðherra segir að flókið geti reynst að ná fram nauðsynlegri pólitískri samstöðu um þetta en telur alla sammála um markmiðin. 18. október 2022 19:20