Innlent

Stundar veðurhappdrætti með rekstri garðyrkjustöðvar

Kristján Már Unnarsson skrifar
Anna Ragnheiður Gunnarsdóttir garðyrkjufræðingur er eigandi Blómahornsins á Reyðarfirði.
Anna Ragnheiður Gunnarsdóttir garðyrkjufræðingur er eigandi Blómahornsins á Reyðarfirði. Sigurjón Ólason

„Þetta er náttúrlega veðurhappdrætti sem ég stunda. Ef það er rigningarvor þá er ég í vondum málum,“ segir garðyrkjufræðingurinn Anna Heiða Gunnarsdóttir á Reyðarfirði.

Í þættinum Um land allt á Stöð 2 er garðyrkjustöðin Blómahornið heimsótt. Hún er í jaðri byggðarinnar á Reyðarfirði og okkur er sagt að hún sé aðalgarðyrkjustöðin á Austurlandi.

Viðskiptavinirnir koma af öllu Austurlandi, allt suður frá Djúpavogi, ofan af Héraði og norðan frá Vopnafirði. Anna Heiða segist sitja nánast ein að öllu markaðssvæðinu.

Aðalstarfið segir hún felast í ræktun sumarblóma. Hún sýnir okkur einnig fjölær blóm og trjáplöntur þegar hún leiðir okkur um garðyrkjustöðina.

Þátturinn verður endursýndur á Stöð 2 í dag, sunnudag, klukkan 17. Einnig má nálgast hann á streymisveitunni Stöð 2+.

Hér má sjá kafla úr þættinum:


Tengdar fréttir

Austfirðir væru ekki það sem þeir eru í dag hefði álverið ekki komið

Dagurinn sem breytti öllu á Reyðarfirði var 15. mars árið 2003 þegar samningar voru undirritaðir um smíði álvers Alcoa. Þetta austfirska sjávarþorp, sem áður hét Búðareyri, stökkbreyttist í iðnaðarbæ og íbúafjöldinn meira en tvöfaldaðist. Fimmtán ár eru um þessar mundir frá því rekstur þess hófst.

Þegar Reyðfirðingar fengu lyftublokkir og hringtorg

Dagurinn sem breytti öllu á Reyðarfirði var 15. mars árið 2003 þegar samningar voru undirritaðir um smíði álvers Alcoa. Þetta austfirska sjávarþorp, sem áður hét Búðareyri, stökkbreyttist á skömmum tíma í iðnaðarbæ og íbúafjöldinn meira en tvöfaldaðist.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×