„Ég er að horfa til mjög lágra veggjalda“ Viktor Örn Ásgeirsson skrifar 23. október 2022 14:09 Haraldur Benediktsson ræddi hugmynd sína um samfélagsvegi á Sprengisandi í morgun. Vísir/Vilhelm Þingmaður Sjálfstæðisflokksins vill hraða vegaframkvæmdum með álagningu veggjalda. Hann segir hugmynd sína um samfélagsvegi hvorki frumlega né óumdeilanlega en telur að hún muni bæta lífsgæði íbúa úti á landi. Haraldur Benediktsson þingmaður Sjálfstæðisflokksins ræddi hugmynd sína um „samfélagsvegi“ á Sprengisandi í morgun. Hugmyndin felur í sér að sveitarfélög stofni félög utan um tiltekna vegi, skuldsetji sig í upphafi með fjárfestingunni, og að lokum verði vegaframkvæmdin greidd upp með veggjöldum og væntanlegum fjárframlögum úr ríkissjóði. „Samgönguáætlun er fimmtán ára áætlun - skipt í þrjú fimm ára tímabil. Og það má kannski segja að veruleikinn sé að það sé fyrst og fremst í hendi þeir vegir sem eru á fimm ára áætluninni. Og hverju svararðu þá fólki sem býr við ónýtan veg og segir að þetta komi eftir tíu til fimmtán ár,“ spyr Haraldur. Leita þurfi nýrra leiða Hann segir að samkvæmt samgönguáætlun sé búið að eyrnamerkja fjármagn og það sé búið að tímafesta tilteknar framkvæmdir. Einhverjar framkvæmdir sitji þó á hakanum í tíu eða fimmtán ár, og jafnvel lengur. „Ef þú vilt komast framar með framkvæmdina þá þarftu að leita nýrra leiða. Ég get í sjálfu sér tekið þátt í að samþykkja samgönguáætlun í þinginu og komið svo daginn eftir með þingmannamál - eins og oft hefur verið gert. En ég vil hins vegar mæta inn í umræðuna með einhverja hugmyndafræði,“ segir Haraldur. Hann stingur upp á að ríkið geri samning við samgöngufélagið í kjölfar stofnunar félagsins þannig að það fái framlögin á þeim tíma sem þau áttu til að falla samkvæmt samgönguáætlun. Horfir til mjög lágra veggjalda Aðspurður telur hann að veggjöld verði ekki of íþyngjandi fyrir íbúa enda gætu ferðamenn greitt stóran hluta kostnaðarins. Ríkið gæti einnig sparað töluvert þegar uppi er staðið. „Ég er að horfa til mjög lágra veggjalda - lægstu veggjöldin yrðu þá innheimt af þeim sem að búa við veginn. Við skulum alveg virða það að það verður þungur kross fyrir íbúana, en það er velvilji fyrir því, ég finn það. Hvað getur umferðin þá greitt stóran hluta af framkvæmdakostnaðinum? Þarf ríkið að leggja allt fjármagnið sem búið er að merkja til vegarins í viðkomandi veg? Kemst það af með 80% af framlaginu eða 50% og í einhverjum tilfellum 100%? Þá peninga sem þar sparast vil ég nota til að laga aðra vegi í viðkomandi héraði, segir Haraldur. Hægt er að hlusta á viðtalið í heild sinni hér að neðan. Samgöngur Sjálfstæðisflokkurinn Umferð Vegtollar Vegagerð Mest lesið Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Spjótin beinast að syni Reiners Erlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Erlent Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Innlent Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana Innlent Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Erlent Fleiri fréttir Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Handtekinn með stóran hníf Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Hálka þegar bíll valt í Biskupstungum Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli 270 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Ástandið á bráðamóttökunni sýni viðkæmni kerfisins Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Hryðjuverkaárás í Ástralíu og ástand í heilbrigðiskerfinu Sanna segir frá nýju framboði Sjá meira
Haraldur Benediktsson þingmaður Sjálfstæðisflokksins ræddi hugmynd sína um „samfélagsvegi“ á Sprengisandi í morgun. Hugmyndin felur í sér að sveitarfélög stofni félög utan um tiltekna vegi, skuldsetji sig í upphafi með fjárfestingunni, og að lokum verði vegaframkvæmdin greidd upp með veggjöldum og væntanlegum fjárframlögum úr ríkissjóði. „Samgönguáætlun er fimmtán ára áætlun - skipt í þrjú fimm ára tímabil. Og það má kannski segja að veruleikinn sé að það sé fyrst og fremst í hendi þeir vegir sem eru á fimm ára áætluninni. Og hverju svararðu þá fólki sem býr við ónýtan veg og segir að þetta komi eftir tíu til fimmtán ár,“ spyr Haraldur. Leita þurfi nýrra leiða Hann segir að samkvæmt samgönguáætlun sé búið að eyrnamerkja fjármagn og það sé búið að tímafesta tilteknar framkvæmdir. Einhverjar framkvæmdir sitji þó á hakanum í tíu eða fimmtán ár, og jafnvel lengur. „Ef þú vilt komast framar með framkvæmdina þá þarftu að leita nýrra leiða. Ég get í sjálfu sér tekið þátt í að samþykkja samgönguáætlun í þinginu og komið svo daginn eftir með þingmannamál - eins og oft hefur verið gert. En ég vil hins vegar mæta inn í umræðuna með einhverja hugmyndafræði,“ segir Haraldur. Hann stingur upp á að ríkið geri samning við samgöngufélagið í kjölfar stofnunar félagsins þannig að það fái framlögin á þeim tíma sem þau áttu til að falla samkvæmt samgönguáætlun. Horfir til mjög lágra veggjalda Aðspurður telur hann að veggjöld verði ekki of íþyngjandi fyrir íbúa enda gætu ferðamenn greitt stóran hluta kostnaðarins. Ríkið gæti einnig sparað töluvert þegar uppi er staðið. „Ég er að horfa til mjög lágra veggjalda - lægstu veggjöldin yrðu þá innheimt af þeim sem að búa við veginn. Við skulum alveg virða það að það verður þungur kross fyrir íbúana, en það er velvilji fyrir því, ég finn það. Hvað getur umferðin þá greitt stóran hluta af framkvæmdakostnaðinum? Þarf ríkið að leggja allt fjármagnið sem búið er að merkja til vegarins í viðkomandi veg? Kemst það af með 80% af framlaginu eða 50% og í einhverjum tilfellum 100%? Þá peninga sem þar sparast vil ég nota til að laga aðra vegi í viðkomandi héraði, segir Haraldur. Hægt er að hlusta á viðtalið í heild sinni hér að neðan.
Samgöngur Sjálfstæðisflokkurinn Umferð Vegtollar Vegagerð Mest lesið Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Spjótin beinast að syni Reiners Erlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Erlent Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Innlent Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana Innlent Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Erlent Fleiri fréttir Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Handtekinn með stóran hníf Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Hálka þegar bíll valt í Biskupstungum Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli 270 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Ástandið á bráðamóttökunni sýni viðkæmni kerfisins Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Hryðjuverkaárás í Ástralíu og ástand í heilbrigðiskerfinu Sanna segir frá nýju framboði Sjá meira