„Ég er mjög ánægður, það er alltaf gott að vinna. Það er nú tilgangurinn með þessu, að vinna leikina. Það er gott að halda hreinu, við gerum það ekki oft en við skorum alltaf mörk þannig að ef að við höldum hreinu erum við mjög líklegir til að vinna,“ sagði Jón í leikslok.
Jón var sáttur með frammistöðu liðsins heilt yfir. Hann var sérstaklega ánægður með hvernig hans menn stóðu varnarleikinn.
„Heilt yfir var þetta jafn og hörkuleikur, barist á báða bóga en við vorum duglegir og tilbúnir að mæta þessu. Við fórnuðum okkur þegar að það þurfti að verja markið okkar og sóttum svo bara vel þegar að tækifærið var og skoruðum þrjú frábær mörk.“
Alex Freyr Elísson, leikmaður Fram, er búin að vera meiddur í síðustu leikjum. Jón segir hann ekki vera tilbúin en vonast eftir að fá hann inn í síðasta leik liðsins
„Hann er ekki tilbúin, hann hefur ekkert getað æft. Hann er búin að reyna síðustu tvær vikur og sérstaklega síðustu viku og getur skokkað. Þetta eru liðbanda meiðsl og ef að hann stígur illa í fótinn að þá er hætt á að þetta versni og taki sig aftur upp.“
Það er búið að vera orðrómur um að Alex Freyr sé að semja við Breiðablik fyrir næsta tímabil. Jón sagði að tíminn muni leiða það í ljós hvort Alex sé á förum frá félaginu.
„Það er einn leikur eftir af þessu tímabili þannig að við skulum ekkert útiloka það. Svo er ekkert klárt í því heldur. Tíminn verður að leiða það í ljós held ég.“