Með stjörnur í útilínunni og sakamann í þjálfarastólnum Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 25. október 2022 14:01 István Pásztor í leik með ungverska landsliðinu. getty/Mike Hewitt Snorri Steinn Guðjónsson átti mjög auðvelt með að telja upp styrkleika Ferencváros sem er andstæðingur Vals í 1. umferð Evrópudeildarinnar í handbolta í kvöld. Ferencváros endaði í 4. sæti ungversku úrvalsdeildarinnar á síðasta tímabili og tryggði sér þar með sæti í forkeppni Evrópudeildarinnar. Þar vann liðið Steaua Búkarest frá Rúmeníu, 66-64 samanlagt. „Ég held að þeir séu bara dúndursterkir og ég átti samt alveg von á því þegar drátturinn kom að þetta væri sterkt lið. Þeir eru stórir, sterkir, þungir og eru með breidd,“ sagði Snorri í samtali við Vísi í gær, er hann var spurður út í andstæðinga kvöldsins. Lið Ferencváros er mun sterkara en á síðasta tímabili og munar þar mestu um tvo ungverska landsliðsmenn sem það fékk í sumar. Annars vegar er það örvhenta skyttan Zsolt Balogh sem kom frá Tatabánya. Og hins vegar er það leikstjórnandinn Máté Lékai sem kom frá Veszprém. Vondar minningar frá síðasta Íslandsleik Hinn 34 ára Lékai hefur verið einn besti leikstjórnandi heims undanfarin áratug eða svo. Hann varð fjórum sinnum ungverskur meistari með Veszprém og lenti þrisvar sinnum í 2. sæti Meistaradeildar Evrópu. Lékai var líka í ungverska landsliðinu sem lenti í 4. sæti á Ólympíuleikunum í London og skoraði jöfnunarmarkið í leiknum sem má ekki fjalla um. Balogh og Lékai voru báðir í ungverska landsliðinu sem mætti því íslenska á EM í Ungverjalandi og Slóvakíu í janúar. Ísland tryggði sér sigur í sínum riðli með því að vinna Ungverjaland, 31-30, í lokaumferð riðlakeppninnar. Björgvin Páll Gústavsson, markvörður Vals, tryggði Íslendingum sigurinn með því að verja frá Lékai í lokasókn Ungverjanna. „Ég held að hann komi pirraður til Íslands, því ég varði síðasta skotið frá honum á síðasta stórmóti, þegar við hentum þeim út úr mótinu. Honum líkar því kannski ekkert voðalega vel við Ísland akkúrat núna,“ sagði Björgvin í samtali við Guðjón Guðmundsson í Sportpakkanum. Snorri segir að lið Ferencváros sé þó meira en bara Lékai og Balogh. „Lékai er stærstur og kannski Balogh en mér finnst vera góð blanda í þessu liði. Ungir og eldri saman. Í þeim leikjum sem ég hef séð þá hafa þeir verið að nota breiddina vel og rúllað á liðinu. Það á ekki að vera vesen hjá þeim. Þetta er heilsteypt lið sem spilar þétta 6-0 vörn og er með góða markmenn,“ sagði Snorri. Allir í leikmannahópi Ferencváros eru Ungverjar fyrir utan rétthentu skyttuna Jakub Mikita sem er Slóvaki. Þjálfari Ferencváros er handboltaáhugafólki að góðu kunnur, István Pásztor. Hann lék lengst af með Veszprém og á yfir tvö hundruð landsleiki fyrir Ungverjaland á ferilskránni. Varð manni að bana Árið 2010 varð Pásztor áttræðum manni að bana þegar hann keyrði á hann á mótorhjóli sínu. Hann fékk upphaflega átta mánaða fangelsisdóm og háa sekt en hann áfrýjaði og dómnum var snúið við. Honum var svo aftur breytt og Pásztor missti einnig bílprófið í fimm ár og þurfti að greiða allan dómskostnað. Pásztor var meðal annars í liði Veszprém sem tapaði fyrir Ólafi Stefánssyni, Alfreð Gíslasyni og félögum í Magdeburg í úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu 2002. Pásztor varð tólf sinnum ungverskur meistari og var þrisvar valinn handknattleiksmaður ársins í Ungverjalandi. Í 7. sæti Ferencváros hefur farið nokkuð rólega af stað í ungversku úrvalsdeildinni í vetur. Liðið hefur unnið þrjá af fimm leikjum sínum og er í 7. sæti með sex stig, fjórum stigum frá toppnum. Valur hefur hins vegar unnið sex af fyrstu sjö leikjum sínum í Olís-deildinni og er á toppi hennar. „Við erum með gott lið líka og ég hef alveg trú á því að við getum náð í úrslit á morgun [í kvöld]. Við gerum okkur grein fyrir því að í allri þessari keppni þá þurfum við alltaf góðan leik til að gera eitthvað,“ sagði Snorri. Leikur Vals og Ferencváros hefst klukkan 18:45 og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport. Upphitun fyrir leikinn hefst klukkan 18:15. Evrópudeild karla í handbolta Ungverski handboltinn Mest lesið Gætu tekið HM-metið af okkur Íslendingum Fótbolti Magavandamálin farin að trufla hana Sport Galdramenn í Garðabænum: „Ég hélt að hann væri í fimm leikja banni“ Körfubolti Viktor Gísli skallaði slána í Meistaradeildarleik Handbolti Fór upp Eiffelturninn á hjóli Sport Reynir að endurheimta markametið með því að finna gömul óskráð mörk Fótbolti Ákærður vegna fjórhjólaslyss sem kostaði kærustu hans lífið Sport Landsliðsþjálfarinn sendi leikmennina út á lífið Fótbolti „Ætla mér að spila fyrir íslenska landsliðið í framtíðinni“ Handbolti Er Dyche næstur inn hjá Nottingham Forest? Fótbolti Fleiri fréttir Viktor Gísli skallaði slána í Meistaradeildarleik „Ætla mér að spila fyrir íslenska landsliðið í framtíðinni“ Íslendingar sigursælir í evrópska handboltanum Fimm íslensk mörk í langþráðum sigri Elín Klara var frábær en ekkert gekk hjá Aldísi Ástu Bjarni með tólf og KA vann meistarana Átta frá Blæ dugðu ekki til fyrsta sigursins Handboltinn í fyrsta sæti en tilbiður enn listagyðjuna Draumadeildin staðið undir væntingum Leyfðum okkur hluti sem að við höfum ekki verið að gera Háspenna þegar Selfoss fékk sín fyrstu stig Viktor Gísli og Bjarki unnu í Meistaradeildinni Nýliðarnir hársbreidd frá sigri í Krikanum Guðjón og Arnór stýrðu til sigurs í Þýskalandi Uppgjörið: Valur - Afturelding 35-25 | Magnaður Björgvin Páll lagði grunninn Sammála Snorra: „Alltaf á hreinu að við vorum á sömu blaðsíðunni“ Nýtur sín vel í sterkari deild: „Alveg sannfærður um að ég hafi valið vel“ Anton og Jónas áfram fastagestir á EM Skilur ekki hvernig var hægt að breyta víti í markmannskast ÍBV og Valur ein á toppnum eftir háspennu í Breiðholti Donni öflugur og skildi heimamenn eftir í sárum Íslenska tríóið fagnaði frábærum sigri í toppslag Íslendingarnir frábærir og fögnuðu í Danmörku Allt upp á tíu hjá Elínu Klöru Varaforseti EHF handtekinn Vonast til að landsliðstreyjurnar fari í sölu á næstu vikum „Fjárhagsstaðan býður ekki upp á það að við leikum okkur með þann miðafjölda“ Lovísa Thompson kemur aftur inn í íslenska A-landsliðið Sjáðu svakalega vítakeppni þegar frændliðin börðust í bikarnum Aron Rafn hetja Hauka gegn Val og Fjölnir henti Stjörnunni úr leik Sjá meira
Ferencváros endaði í 4. sæti ungversku úrvalsdeildarinnar á síðasta tímabili og tryggði sér þar með sæti í forkeppni Evrópudeildarinnar. Þar vann liðið Steaua Búkarest frá Rúmeníu, 66-64 samanlagt. „Ég held að þeir séu bara dúndursterkir og ég átti samt alveg von á því þegar drátturinn kom að þetta væri sterkt lið. Þeir eru stórir, sterkir, þungir og eru með breidd,“ sagði Snorri í samtali við Vísi í gær, er hann var spurður út í andstæðinga kvöldsins. Lið Ferencváros er mun sterkara en á síðasta tímabili og munar þar mestu um tvo ungverska landsliðsmenn sem það fékk í sumar. Annars vegar er það örvhenta skyttan Zsolt Balogh sem kom frá Tatabánya. Og hins vegar er það leikstjórnandinn Máté Lékai sem kom frá Veszprém. Vondar minningar frá síðasta Íslandsleik Hinn 34 ára Lékai hefur verið einn besti leikstjórnandi heims undanfarin áratug eða svo. Hann varð fjórum sinnum ungverskur meistari með Veszprém og lenti þrisvar sinnum í 2. sæti Meistaradeildar Evrópu. Lékai var líka í ungverska landsliðinu sem lenti í 4. sæti á Ólympíuleikunum í London og skoraði jöfnunarmarkið í leiknum sem má ekki fjalla um. Balogh og Lékai voru báðir í ungverska landsliðinu sem mætti því íslenska á EM í Ungverjalandi og Slóvakíu í janúar. Ísland tryggði sér sigur í sínum riðli með því að vinna Ungverjaland, 31-30, í lokaumferð riðlakeppninnar. Björgvin Páll Gústavsson, markvörður Vals, tryggði Íslendingum sigurinn með því að verja frá Lékai í lokasókn Ungverjanna. „Ég held að hann komi pirraður til Íslands, því ég varði síðasta skotið frá honum á síðasta stórmóti, þegar við hentum þeim út úr mótinu. Honum líkar því kannski ekkert voðalega vel við Ísland akkúrat núna,“ sagði Björgvin í samtali við Guðjón Guðmundsson í Sportpakkanum. Snorri segir að lið Ferencváros sé þó meira en bara Lékai og Balogh. „Lékai er stærstur og kannski Balogh en mér finnst vera góð blanda í þessu liði. Ungir og eldri saman. Í þeim leikjum sem ég hef séð þá hafa þeir verið að nota breiddina vel og rúllað á liðinu. Það á ekki að vera vesen hjá þeim. Þetta er heilsteypt lið sem spilar þétta 6-0 vörn og er með góða markmenn,“ sagði Snorri. Allir í leikmannahópi Ferencváros eru Ungverjar fyrir utan rétthentu skyttuna Jakub Mikita sem er Slóvaki. Þjálfari Ferencváros er handboltaáhugafólki að góðu kunnur, István Pásztor. Hann lék lengst af með Veszprém og á yfir tvö hundruð landsleiki fyrir Ungverjaland á ferilskránni. Varð manni að bana Árið 2010 varð Pásztor áttræðum manni að bana þegar hann keyrði á hann á mótorhjóli sínu. Hann fékk upphaflega átta mánaða fangelsisdóm og háa sekt en hann áfrýjaði og dómnum var snúið við. Honum var svo aftur breytt og Pásztor missti einnig bílprófið í fimm ár og þurfti að greiða allan dómskostnað. Pásztor var meðal annars í liði Veszprém sem tapaði fyrir Ólafi Stefánssyni, Alfreð Gíslasyni og félögum í Magdeburg í úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu 2002. Pásztor varð tólf sinnum ungverskur meistari og var þrisvar valinn handknattleiksmaður ársins í Ungverjalandi. Í 7. sæti Ferencváros hefur farið nokkuð rólega af stað í ungversku úrvalsdeildinni í vetur. Liðið hefur unnið þrjá af fimm leikjum sínum og er í 7. sæti með sex stig, fjórum stigum frá toppnum. Valur hefur hins vegar unnið sex af fyrstu sjö leikjum sínum í Olís-deildinni og er á toppi hennar. „Við erum með gott lið líka og ég hef alveg trú á því að við getum náð í úrslit á morgun [í kvöld]. Við gerum okkur grein fyrir því að í allri þessari keppni þá þurfum við alltaf góðan leik til að gera eitthvað,“ sagði Snorri. Leikur Vals og Ferencváros hefst klukkan 18:45 og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport. Upphitun fyrir leikinn hefst klukkan 18:15.
Evrópudeild karla í handbolta Ungverski handboltinn Mest lesið Gætu tekið HM-metið af okkur Íslendingum Fótbolti Magavandamálin farin að trufla hana Sport Galdramenn í Garðabænum: „Ég hélt að hann væri í fimm leikja banni“ Körfubolti Viktor Gísli skallaði slána í Meistaradeildarleik Handbolti Fór upp Eiffelturninn á hjóli Sport Reynir að endurheimta markametið með því að finna gömul óskráð mörk Fótbolti Ákærður vegna fjórhjólaslyss sem kostaði kærustu hans lífið Sport Landsliðsþjálfarinn sendi leikmennina út á lífið Fótbolti „Ætla mér að spila fyrir íslenska landsliðið í framtíðinni“ Handbolti Er Dyche næstur inn hjá Nottingham Forest? Fótbolti Fleiri fréttir Viktor Gísli skallaði slána í Meistaradeildarleik „Ætla mér að spila fyrir íslenska landsliðið í framtíðinni“ Íslendingar sigursælir í evrópska handboltanum Fimm íslensk mörk í langþráðum sigri Elín Klara var frábær en ekkert gekk hjá Aldísi Ástu Bjarni með tólf og KA vann meistarana Átta frá Blæ dugðu ekki til fyrsta sigursins Handboltinn í fyrsta sæti en tilbiður enn listagyðjuna Draumadeildin staðið undir væntingum Leyfðum okkur hluti sem að við höfum ekki verið að gera Háspenna þegar Selfoss fékk sín fyrstu stig Viktor Gísli og Bjarki unnu í Meistaradeildinni Nýliðarnir hársbreidd frá sigri í Krikanum Guðjón og Arnór stýrðu til sigurs í Þýskalandi Uppgjörið: Valur - Afturelding 35-25 | Magnaður Björgvin Páll lagði grunninn Sammála Snorra: „Alltaf á hreinu að við vorum á sömu blaðsíðunni“ Nýtur sín vel í sterkari deild: „Alveg sannfærður um að ég hafi valið vel“ Anton og Jónas áfram fastagestir á EM Skilur ekki hvernig var hægt að breyta víti í markmannskast ÍBV og Valur ein á toppnum eftir háspennu í Breiðholti Donni öflugur og skildi heimamenn eftir í sárum Íslenska tríóið fagnaði frábærum sigri í toppslag Íslendingarnir frábærir og fögnuðu í Danmörku Allt upp á tíu hjá Elínu Klöru Varaforseti EHF handtekinn Vonast til að landsliðstreyjurnar fari í sölu á næstu vikum „Fjárhagsstaðan býður ekki upp á það að við leikum okkur með þann miðafjölda“ Lovísa Thompson kemur aftur inn í íslenska A-landsliðið Sjáðu svakalega vítakeppni þegar frændliðin börðust í bikarnum Aron Rafn hetja Hauka gegn Val og Fjölnir henti Stjörnunni úr leik Sjá meira