Gæddi framhjáflug Juno hjá Evrópu lífi Kjartan Kjartansson skrifar 25. október 2022 20:31 Ein af myndunum fjórum sem Juno tók af Evrópu og Björn setti saman í hreyfimynd af framhjáfluginu. Nærflugið tók aðeins um tvo tíma enda þeyttist Juno fram hjá á meira en 23 kílómetra hraða á sekúndu. NASA/JPL-Caltech/SwRI/MSSS/Björn Jónsson Ístunglið Evrópa birtist ljóslifandi á hreyfimynd sem íslenskur tölvunarfræðingur vann upp úr myndum bandaríska geimfarsins Juno þegar það þeyttist þar fram hjá á dögunum. Evrópa þykir eitt mest spennandi fyrirbæri sólkerfisins. Juno flaug fram hjá Evrópu, fjórða stærsta tungli Júpíters, 29. september. Myndirnar sem geimfarið náði af íshnettinum voru þær fyrstu frá því að Galíleó-geimfarið átti leið hjá fyrir 22 árum og þær skörpustu sem nokkru sinni hafa verið teknir af Evrópu. Þegar Juno flaug sem næst Evrópu var geimfarið í rétt rúmlega 350 kílómetra hæð yfir hrjóstrugu yfirborðinu. Áhugamál Björn Jónssonar, tölvunarfræðings, er að vinna myndir frá geimförum sem hafa heimsótt ytra sólkerfið í frítíma sínum. Hann hefur náð góðum árangri á því sviði og er meðal annars talinn hafa unnið nákvæmasta kort sem til er af yfirborði Evrópu með myndum frá Voyager 2 og Galíleó. Björn tók fjórar myndir sem JunoCam-myndavél Juno tók af Evrópu á meðan á framhjáfluginu stóð og gerði úr þeim hreyfimynd sem gæddi flugið lífi. „Ég setti myndirnar saman í kort af þessu tungli. Síðan eru þetta í rauninni bara þvívíddarmyndir af þessu korti þegar það er sett til baka yfir á kúlu,“ segir Björn við Vísi. Til þess notaði hann bæði hugbúnað sem hann hefur smíðað sjálfur og tól sem geimmyndvinnslusamfélagið vinnur með. Hreyfimyndin hefst við næturhlið Evrópu rétt eftir að Juno var sem næst tunglinu og 93 sekúndum áður en fyrsta myndin var tekin. Hreyfimyndin, sem sjá má í spilaranum hér fyrir neðan, er á þreföldum rauntíma. Henni lýkur þegar síðasta myndin var tekin. Juno's PJ45 Europa flyby (speeded up by a factor of 3) from Bjorn Jonsson on Vimeo. Tilgátur um líf í neðanjarðarhafi Þó að yfirborð Evrópu sé sprungin og kvörnuð ísskorpa svo langt sem augað eygir þykir hún einhver áhugaverðasti hnöttur sólkerfisins. Vísindamenn telja að undir ísnum leynist víðáttumikið neðanjarðarhaf fljótandi vatns, þökk sé hita sem myndast þegar flóðkraftar Júpíters toga tungli og teygja að innan. Á jörðinni þrífast örverur við jarðhitastrýtur á hafsbotninum þó að sólarljóss njóti ekki við. Þetta hefur vakið vonir um að líf gæti einnig hafa kviknað og þrifist í evrópska neðanjarðarhafinu. Til stendur að rannsaka Evrópu nánar í Clipper-leiðangri bandarísku geimvísindastofnunarinnar NASA sem hefst í fyrsta lagi upp úr miðjum áratugnum. Clipper-geimfarinu yrði komið fyrir á víðri braut um Evrópu og látið fljúga ítrekað fram hjá til að leita að merkjum um hvort að þar kunni aðstæður að vera lífvænlegar. Geimurinn Júpíter Tengdar fréttir Fyrstu myndirnar af vatnaveröldinni Evrópu í tuttugu ár Könnunarfarið Júnó er byrjað að senda myndir frá nærflugi sínu hjá ístunglinu Evrópu við Júpíter. Myndirnar eru þær fyrstu af tunglinu frá því að Galíleó flaug þar fram hjá fyrir 22 árum. Talið er að haf fljótandi vatns sé að finna undir ísilögðu yfirborði Evrópu þar sem líf gæti mögulega þrifist. 30. september 2022 11:24 Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Innlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Fleiri fréttir Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Sjá meira
Juno flaug fram hjá Evrópu, fjórða stærsta tungli Júpíters, 29. september. Myndirnar sem geimfarið náði af íshnettinum voru þær fyrstu frá því að Galíleó-geimfarið átti leið hjá fyrir 22 árum og þær skörpustu sem nokkru sinni hafa verið teknir af Evrópu. Þegar Juno flaug sem næst Evrópu var geimfarið í rétt rúmlega 350 kílómetra hæð yfir hrjóstrugu yfirborðinu. Áhugamál Björn Jónssonar, tölvunarfræðings, er að vinna myndir frá geimförum sem hafa heimsótt ytra sólkerfið í frítíma sínum. Hann hefur náð góðum árangri á því sviði og er meðal annars talinn hafa unnið nákvæmasta kort sem til er af yfirborði Evrópu með myndum frá Voyager 2 og Galíleó. Björn tók fjórar myndir sem JunoCam-myndavél Juno tók af Evrópu á meðan á framhjáfluginu stóð og gerði úr þeim hreyfimynd sem gæddi flugið lífi. „Ég setti myndirnar saman í kort af þessu tungli. Síðan eru þetta í rauninni bara þvívíddarmyndir af þessu korti þegar það er sett til baka yfir á kúlu,“ segir Björn við Vísi. Til þess notaði hann bæði hugbúnað sem hann hefur smíðað sjálfur og tól sem geimmyndvinnslusamfélagið vinnur með. Hreyfimyndin hefst við næturhlið Evrópu rétt eftir að Juno var sem næst tunglinu og 93 sekúndum áður en fyrsta myndin var tekin. Hreyfimyndin, sem sjá má í spilaranum hér fyrir neðan, er á þreföldum rauntíma. Henni lýkur þegar síðasta myndin var tekin. Juno's PJ45 Europa flyby (speeded up by a factor of 3) from Bjorn Jonsson on Vimeo. Tilgátur um líf í neðanjarðarhafi Þó að yfirborð Evrópu sé sprungin og kvörnuð ísskorpa svo langt sem augað eygir þykir hún einhver áhugaverðasti hnöttur sólkerfisins. Vísindamenn telja að undir ísnum leynist víðáttumikið neðanjarðarhaf fljótandi vatns, þökk sé hita sem myndast þegar flóðkraftar Júpíters toga tungli og teygja að innan. Á jörðinni þrífast örverur við jarðhitastrýtur á hafsbotninum þó að sólarljóss njóti ekki við. Þetta hefur vakið vonir um að líf gæti einnig hafa kviknað og þrifist í evrópska neðanjarðarhafinu. Til stendur að rannsaka Evrópu nánar í Clipper-leiðangri bandarísku geimvísindastofnunarinnar NASA sem hefst í fyrsta lagi upp úr miðjum áratugnum. Clipper-geimfarinu yrði komið fyrir á víðri braut um Evrópu og látið fljúga ítrekað fram hjá til að leita að merkjum um hvort að þar kunni aðstæður að vera lífvænlegar.
Geimurinn Júpíter Tengdar fréttir Fyrstu myndirnar af vatnaveröldinni Evrópu í tuttugu ár Könnunarfarið Júnó er byrjað að senda myndir frá nærflugi sínu hjá ístunglinu Evrópu við Júpíter. Myndirnar eru þær fyrstu af tunglinu frá því að Galíleó flaug þar fram hjá fyrir 22 árum. Talið er að haf fljótandi vatns sé að finna undir ísilögðu yfirborði Evrópu þar sem líf gæti mögulega þrifist. 30. september 2022 11:24 Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Innlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Fleiri fréttir Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Sjá meira
Fyrstu myndirnar af vatnaveröldinni Evrópu í tuttugu ár Könnunarfarið Júnó er byrjað að senda myndir frá nærflugi sínu hjá ístunglinu Evrópu við Júpíter. Myndirnar eru þær fyrstu af tunglinu frá því að Galíleó flaug þar fram hjá fyrir 22 árum. Talið er að haf fljótandi vatns sé að finna undir ísilögðu yfirborði Evrópu þar sem líf gæti mögulega þrifist. 30. september 2022 11:24