ADHD hjá fullorðnum, röskun eða? Sigrún Heimisdóttir skrifar 25. október 2022 21:31 Október er tileinkaður vitundarvakningu um ADHD (Attention deficit/hyperactivity disorder). ADHD er skilgreint sem taugaþroskaröskun og læknisfræðilegt heiti á íslensku er: „Truflun á virkni og athygli”. Síðustu vikur hefur átt sér stað mikilvæg umræða í fjölmiðlum tengd offitusjúkdómnum, greiningu hans og meðferð. Erla Gerður Sveinsdóttir, læknir hefur staðið í framlínu þeirrar vitundarvakningar og bent á að mikilvægt sé að breyta viðhorfum til þeirra sem takast á við ofþyngd. Sú umræða og þessi stóra spurning, hvenær einkenni eða ástand er orðið að röskun eða sjúkdómi, sem þarf að greina og meðhöndla, gæti alveg eins átt við um ADHD. Í daglegu tali skellum við fram allskonar fullyrðingum og staðalímyndum t.d. „ég er svo ofvirk í dag“ eða „geðveik“ eða „feit“. Sjaldan heyrist þó „ég er svo kransæðastífluð í dag“, „vöðvabólguð“ eða „mjó“ svo það eru einungis sum einkenni, raskanir eða sjúkdómar sem við tengjum við dagsformið, á meðan annað kemst ekki á blað í því samhengi. Svona tal þarf ekki endilega að vera neikvætt, en skapar þó mögulega hættu á því að þeir sem raunverulega finna fyrir erfiðleikum vegna viðvarandi einkenna fái ekki skilning, mat á vanda sínum eða meðferð við hæfi. Hvenær er þá mikil virkni eða athyglisvandi orðið að röskuninni ADHD? Flest þekkjum við nefnilega eitthvað af þessum einkennum hjá okkur. Við erum með athyglisbrest annað slagið, erum virkari þennan daginn en góðu hófi gegnir, en rólegri þann næsta. Gleymum og klikkum á að skipuleggja okkur eða höldum ekki skipulagið út. Samfélagið ýtir svo kannski bara undir allt saman með hraða nútímans og kröfum. Greining á þeirri hömlun sem einkenni ADHD geta haft á daglegt líf er flókin og yfirgripsmikil, bæði hjá börnum og fullorðnum. Í orðunum „truflun á virkni og athygli“ felst að það er vandi til staðar, eitthvað sem truflar. Í greiningarferli fullorðinna, er fyrst skimað fyrir því hvort taugaþroskaröskunin sé mögulega til staðar og hvort einkenni séu hamlandi. Alveg eins og þegar skimað er fyrir annarskonar heilsuvanda, er verið að útiloka að eitthvað annað geti valdið einkennum. Þetta heitir mismunagreining og snýst um að kanna allar mögulegar tilgátur eða skýringar aðrar. Þar byrja flækjurnar því margt í okkar daglega lífi hefur áhrif á athyglisgetu og virkni. Sálfræðingur sem greinir röskunina er því með margar tilgátur í kollinum á meðan hann talar við skjólstæðing sinn. Dæmi um mögulega áhrifaþætti er tilfinningalegt ástand, áfallareynsla, langvarandi streita eða álag, nýlegt álag eða erfiðleikar tengt núverandi aðstæðum, svefnóregla eða hverskonar innri eða ytri streituvaldar. Einnig líkamlegir þættir s.s. efnaskiptabúskapur, næring, hreyfing og lífsstíll. Enn fremur er metið hvort einkenni skýrist af öðrum taugaröskunareinkennum s.s. sértækum námsörðugleikum, þroskafrávikum, byrjandi heilabilun nú eða geti verið tilkomin vegna uppeldis eða félagsmótunar. Til að flækja enn frekar greiningarmyndina eru fylgiraskanir tiltölulega algengar. Ef skimun bendir enn til hamlandi einkenna vegna ADHD og þau ólíkleg til að skýrast af öðru, er metið nánar hvaða einkenni þetta eru og hversu alvarleg. Greiningin felur einnig í sér mat á mögulegum tilfinningavanda og fylgiröskunum, styrkleikum í aðstæðum viðkomandi og veikleikum. Niðurstöður og ráðleggingar um meðferð eru settar fram í skýrslu þannig að öll þessi kortlagning nýtist einstaklingnum sem best. Meðferð með lyfjum er í mörgum tilvikum gagnleg og fer fram mat á þeim meðferðarmöguleikum hjá lækni í framhaldi af greiningu sálfræðings. Mikilvægt er að fólk með hamlandi ADHD hafi tök á stuðningi eða meðferð vegna vandans t.d. hjá sálfræðingi, iðjuþjálfa, hjúkrunarfræðingi eða öðrum fagaðilum sem hafa sérþekkingu á taugakerfi, hegðun, tilfinningavanda og fylgiröskunum. Vitundarvakning skiptir máli og er hvatning til allra sem grunar að þeir geti verið með einkenni sem hamla í daglegu lífi, til að sækja sér upplýsingar, fá mat á vandanum, stuðning eða meðferð. Hvort sem vandinn heitir taugaröskunin ADHD, ofþyngd eða annað. Höfundur er sérfræðingur í klínískri sálfræði og framkvæmdastjóri Heilsu og sálfræðiþjónustunnar, miðstöðvar heilsueflingar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Heilsa Lyf Heilbrigðismál Mest lesið Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun Vegna greinar Snorra Mássonar Guðmundur Andri Thorsson Skoðun Hefjum aðildarviðræður við Bandaríkin Einar Jóhannes Guðnason Skoðun Af hverju eru kennarar að fara í verkfall? Anton Már Gylfason Skoðun Val Vigdísar Skúli Ólafsson Skoðun Vísvita villandi fréttaflutningur Morgunblaðsins? Sigurjón Þórðarson Skoðun Árið 1975 er að banka Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Eru tengsl milli Úkraínustríðsins og breyttrar stöðu Grænlands? Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Hafa fyrrum æskunnar eftirlætisbörn og nú ellinnar olnbogabörn fengið nóg? Gunnar Ármannsson Skoðun Kennarar segja: „Nóg komið!“ – Verkfall fyrir virðingu og verðskulduð réttindi Jónas Sen Skoðun Skoðun Skoðun Hér er kona, um konu… Vilborg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Vegna greinar Snorra Mássonar Guðmundur Andri Thorsson skrifar Skoðun Ertu á krossgötum? Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Vísvita villandi fréttaflutningur Morgunblaðsins? Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hafa fyrrum æskunnar eftirlætisbörn og nú ellinnar olnbogabörn fengið nóg? Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Máttur kaffibollans Ásta Kristín Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Kennarar segja: „Nóg komið!“ – Verkfall fyrir virðingu og verðskulduð réttindi Jónas Sen skrifar Skoðun Hefjum aðildarviðræður við Bandaríkin Einar Jóhannes Guðnason skrifar Skoðun Eru tengsl milli Úkraínustríðsins og breyttrar stöðu Grænlands? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Árið 1975 er að banka Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir skrifar Skoðun Val Vigdísar Skúli Ólafsson skrifar Skoðun Friður á jörðu Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Af hverju eru kennarar að fara í verkfall? Anton Már Gylfason skrifar Skoðun Opið bréf til Íslandspósts ohf. Gróa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Gaza getur ekki beðið lengur Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon skrifar Skoðun Ísland yrði betra með aðild að Evrópusambandinu Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun SVEIT – Kastið inn handklæðinu Aðalsteinn Árni Baldursson skrifar Skoðun Skjáfíkn - vísindi eða trú? Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Evrópusambandið eða nasismi Snorri Másson skrifar Skoðun Friður eða svikalogn? Hilmari Þór Hilmarssyni, prófessor, svarað Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun Hlýnun jarðar mun ekki valda heimsendi Sæunn Kjartansdóttir skrifar Skoðun Listin að styðja en ekki stýra Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Með vægi í samræmi við það Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugvíkkandi efni: Forvitni umfram dómhörku Bergsveinn Ólafsson skrifar Skoðun Velferðartækni er það lykillinn að sjálfbærara heilbrigðiskerfi? Helga Dagný Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Hindrum fleiri græn gímöld með einföldun regluverks Ásta Logadóttir,Trausti Björgvinsson skrifar Skoðun Vegna FB færslu Kristins Hrafnssonar: Misskilningur um endurgreiðslukerfi kvikmynda Ólafur William Hand skrifar Skoðun Hvernig tölum við um mat í kringum börnin okkar? Berglind Lilja Guðlaugsdóttir skrifar Skoðun Fangelsismál - Sparnaður og endurhæfing Ólafur Ágúst Hraundal skrifar Sjá meira
Október er tileinkaður vitundarvakningu um ADHD (Attention deficit/hyperactivity disorder). ADHD er skilgreint sem taugaþroskaröskun og læknisfræðilegt heiti á íslensku er: „Truflun á virkni og athygli”. Síðustu vikur hefur átt sér stað mikilvæg umræða í fjölmiðlum tengd offitusjúkdómnum, greiningu hans og meðferð. Erla Gerður Sveinsdóttir, læknir hefur staðið í framlínu þeirrar vitundarvakningar og bent á að mikilvægt sé að breyta viðhorfum til þeirra sem takast á við ofþyngd. Sú umræða og þessi stóra spurning, hvenær einkenni eða ástand er orðið að röskun eða sjúkdómi, sem þarf að greina og meðhöndla, gæti alveg eins átt við um ADHD. Í daglegu tali skellum við fram allskonar fullyrðingum og staðalímyndum t.d. „ég er svo ofvirk í dag“ eða „geðveik“ eða „feit“. Sjaldan heyrist þó „ég er svo kransæðastífluð í dag“, „vöðvabólguð“ eða „mjó“ svo það eru einungis sum einkenni, raskanir eða sjúkdómar sem við tengjum við dagsformið, á meðan annað kemst ekki á blað í því samhengi. Svona tal þarf ekki endilega að vera neikvætt, en skapar þó mögulega hættu á því að þeir sem raunverulega finna fyrir erfiðleikum vegna viðvarandi einkenna fái ekki skilning, mat á vanda sínum eða meðferð við hæfi. Hvenær er þá mikil virkni eða athyglisvandi orðið að röskuninni ADHD? Flest þekkjum við nefnilega eitthvað af þessum einkennum hjá okkur. Við erum með athyglisbrest annað slagið, erum virkari þennan daginn en góðu hófi gegnir, en rólegri þann næsta. Gleymum og klikkum á að skipuleggja okkur eða höldum ekki skipulagið út. Samfélagið ýtir svo kannski bara undir allt saman með hraða nútímans og kröfum. Greining á þeirri hömlun sem einkenni ADHD geta haft á daglegt líf er flókin og yfirgripsmikil, bæði hjá börnum og fullorðnum. Í orðunum „truflun á virkni og athygli“ felst að það er vandi til staðar, eitthvað sem truflar. Í greiningarferli fullorðinna, er fyrst skimað fyrir því hvort taugaþroskaröskunin sé mögulega til staðar og hvort einkenni séu hamlandi. Alveg eins og þegar skimað er fyrir annarskonar heilsuvanda, er verið að útiloka að eitthvað annað geti valdið einkennum. Þetta heitir mismunagreining og snýst um að kanna allar mögulegar tilgátur eða skýringar aðrar. Þar byrja flækjurnar því margt í okkar daglega lífi hefur áhrif á athyglisgetu og virkni. Sálfræðingur sem greinir röskunina er því með margar tilgátur í kollinum á meðan hann talar við skjólstæðing sinn. Dæmi um mögulega áhrifaþætti er tilfinningalegt ástand, áfallareynsla, langvarandi streita eða álag, nýlegt álag eða erfiðleikar tengt núverandi aðstæðum, svefnóregla eða hverskonar innri eða ytri streituvaldar. Einnig líkamlegir þættir s.s. efnaskiptabúskapur, næring, hreyfing og lífsstíll. Enn fremur er metið hvort einkenni skýrist af öðrum taugaröskunareinkennum s.s. sértækum námsörðugleikum, þroskafrávikum, byrjandi heilabilun nú eða geti verið tilkomin vegna uppeldis eða félagsmótunar. Til að flækja enn frekar greiningarmyndina eru fylgiraskanir tiltölulega algengar. Ef skimun bendir enn til hamlandi einkenna vegna ADHD og þau ólíkleg til að skýrast af öðru, er metið nánar hvaða einkenni þetta eru og hversu alvarleg. Greiningin felur einnig í sér mat á mögulegum tilfinningavanda og fylgiröskunum, styrkleikum í aðstæðum viðkomandi og veikleikum. Niðurstöður og ráðleggingar um meðferð eru settar fram í skýrslu þannig að öll þessi kortlagning nýtist einstaklingnum sem best. Meðferð með lyfjum er í mörgum tilvikum gagnleg og fer fram mat á þeim meðferðarmöguleikum hjá lækni í framhaldi af greiningu sálfræðings. Mikilvægt er að fólk með hamlandi ADHD hafi tök á stuðningi eða meðferð vegna vandans t.d. hjá sálfræðingi, iðjuþjálfa, hjúkrunarfræðingi eða öðrum fagaðilum sem hafa sérþekkingu á taugakerfi, hegðun, tilfinningavanda og fylgiröskunum. Vitundarvakning skiptir máli og er hvatning til allra sem grunar að þeir geti verið með einkenni sem hamla í daglegu lífi, til að sækja sér upplýsingar, fá mat á vandanum, stuðning eða meðferð. Hvort sem vandinn heitir taugaröskunin ADHD, ofþyngd eða annað. Höfundur er sérfræðingur í klínískri sálfræði og framkvæmdastjóri Heilsu og sálfræðiþjónustunnar, miðstöðvar heilsueflingar.
Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun
Hafa fyrrum æskunnar eftirlætisbörn og nú ellinnar olnbogabörn fengið nóg? Gunnar Ármannsson Skoðun
Skoðun Hafa fyrrum æskunnar eftirlætisbörn og nú ellinnar olnbogabörn fengið nóg? Gunnar Ármannsson skrifar
Skoðun Kennarar segja: „Nóg komið!“ – Verkfall fyrir virðingu og verðskulduð réttindi Jónas Sen skrifar
Skoðun Eru tengsl milli Úkraínustríðsins og breyttrar stöðu Grænlands? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar
Skoðun Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir skrifar
Skoðun Friður eða svikalogn? Hilmari Þór Hilmarssyni, prófessor, svarað Andri Þorvarðarson skrifar
Skoðun Velferðartækni er það lykillinn að sjálfbærara heilbrigðiskerfi? Helga Dagný Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Hindrum fleiri græn gímöld með einföldun regluverks Ásta Logadóttir,Trausti Björgvinsson skrifar
Skoðun Vegna FB færslu Kristins Hrafnssonar: Misskilningur um endurgreiðslukerfi kvikmynda Ólafur William Hand skrifar
Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun
Hafa fyrrum æskunnar eftirlætisbörn og nú ellinnar olnbogabörn fengið nóg? Gunnar Ármannsson Skoðun