„Það væri náttúrulega bara stórslys“ Snorri Másson skrifar 27. október 2022 08:56 Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir að það yrði menningarlegt stórslys ekki aðeins fyrir Íslendinga heldur veröldina alla ef íslensk tunga dæi út og enska væri tekin upp hér á landi. Katrín ræddi málefni íslenskunnar í Íslandi í dag, sem sjá má hér að ofan. Í innslaginu er að sönnu farið um víðan völl – líkt og fyrirsögnin ber með sér. Ármann Jakobsson formaður Íslenskrar málnefndar skrifaði grein á Vísi nýverið þar sem hann varaði við því að fullveldi landsins stafaði ógn af því ef þrengt væri stöðugt að íslenskunni. Katrín kveðst sammála bróður sínum um að ekki sé rætt nægilega mikið hvað felist í því að vera fullvalda þjóð. „Við eigum sögu þess að hugsa um fullveldi út frá hugtökunum land, þjóð og tunga. Ég hef sjálf ekkert verið feimin við að tala um fullveldi til dæmis þegar við erum að tala um sölu á landi; að það sé mikilvægt að reisa skorður við að land þjappist ekki á of fárra hendur, jafnvel erlendra aðila,“ segir Katrín. Forsætisráðherra segir enskuna taka yfir sífellt fleiri svið samfélagsins.Vísir „Ég held að tungan sé einmitt hluti af þessu fullveldi. Þegar við erum stödd þar sem við erum núna, að enskan er alltaf að færast yfir á fleiri svið samfélagsins, þá held ég að það sé full ástæða til að staldra við.“ Katrín segir að flétta þurfi íslenskukennslu inn á vinnustaði þar sem erlent starfsfólk getur sótt námið. Ekki sé hægt að ætlast til að fólk klári langan vinnudag og fari þá að læra íslensku. Veita þurfi málaflokknum frekara fjármagn. Menningarlegt stórslys Þeir eru til sem segja að lítill skaði hlytist af því að enskan tæki hér yfir sem tungumál og íslenskan myndi þá víkja. Það myndi þannig einfalda málin. Katrín er á annarri skoðun. „Það væri náttúrulega bara stórslys. Við værum í raun og veru bara að henda menningarverðmætunum sem felast í því að eiga tungumál sem hefur verið talað hér frá landnámi. Við værum bara að henda því fyrir borð. Það væri bara menningarlegt stórslys, alveg eins og þegar tegundir hverfa, höfum við séð tegundir hverfa. Ég myndi telja það ekki bara stórslys fyrir okkur, heldur heiminn,“ segir Katrín. Íslensk fræði Íslensk tunga Tækni Börn og uppeldi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Ísland í dag Tengdar fréttir „Ótvírætt mesta ógn sem hefur stafað að sjálfstæði Íslands seinustu áratugi“ Ofurvald enskrar tungu og litlir hvatar fyrir nýja íbúa á Íslandi til að læra íslensku er ótvírætt mesta ógn sem stafað hefur að sjálfstæði landsins síðustu áratugi. Ný íslensk sjálfstæðisbarátta þurfi að hefjast á því að margfalda íslenskukennslu nýrra íbúa með aðstoð hins opinbera. 19. október 2022 09:58 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi Innlent „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Innlent Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Erlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Fleiri fréttir Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Sjá meira
Ármann Jakobsson formaður Íslenskrar málnefndar skrifaði grein á Vísi nýverið þar sem hann varaði við því að fullveldi landsins stafaði ógn af því ef þrengt væri stöðugt að íslenskunni. Katrín kveðst sammála bróður sínum um að ekki sé rætt nægilega mikið hvað felist í því að vera fullvalda þjóð. „Við eigum sögu þess að hugsa um fullveldi út frá hugtökunum land, þjóð og tunga. Ég hef sjálf ekkert verið feimin við að tala um fullveldi til dæmis þegar við erum að tala um sölu á landi; að það sé mikilvægt að reisa skorður við að land þjappist ekki á of fárra hendur, jafnvel erlendra aðila,“ segir Katrín. Forsætisráðherra segir enskuna taka yfir sífellt fleiri svið samfélagsins.Vísir „Ég held að tungan sé einmitt hluti af þessu fullveldi. Þegar við erum stödd þar sem við erum núna, að enskan er alltaf að færast yfir á fleiri svið samfélagsins, þá held ég að það sé full ástæða til að staldra við.“ Katrín segir að flétta þurfi íslenskukennslu inn á vinnustaði þar sem erlent starfsfólk getur sótt námið. Ekki sé hægt að ætlast til að fólk klári langan vinnudag og fari þá að læra íslensku. Veita þurfi málaflokknum frekara fjármagn. Menningarlegt stórslys Þeir eru til sem segja að lítill skaði hlytist af því að enskan tæki hér yfir sem tungumál og íslenskan myndi þá víkja. Það myndi þannig einfalda málin. Katrín er á annarri skoðun. „Það væri náttúrulega bara stórslys. Við værum í raun og veru bara að henda menningarverðmætunum sem felast í því að eiga tungumál sem hefur verið talað hér frá landnámi. Við værum bara að henda því fyrir borð. Það væri bara menningarlegt stórslys, alveg eins og þegar tegundir hverfa, höfum við séð tegundir hverfa. Ég myndi telja það ekki bara stórslys fyrir okkur, heldur heiminn,“ segir Katrín.
Íslensk fræði Íslensk tunga Tækni Börn og uppeldi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Ísland í dag Tengdar fréttir „Ótvírætt mesta ógn sem hefur stafað að sjálfstæði Íslands seinustu áratugi“ Ofurvald enskrar tungu og litlir hvatar fyrir nýja íbúa á Íslandi til að læra íslensku er ótvírætt mesta ógn sem stafað hefur að sjálfstæði landsins síðustu áratugi. Ný íslensk sjálfstæðisbarátta þurfi að hefjast á því að margfalda íslenskukennslu nýrra íbúa með aðstoð hins opinbera. 19. október 2022 09:58 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi Innlent „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Innlent Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Erlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Fleiri fréttir Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Sjá meira
„Ótvírætt mesta ógn sem hefur stafað að sjálfstæði Íslands seinustu áratugi“ Ofurvald enskrar tungu og litlir hvatar fyrir nýja íbúa á Íslandi til að læra íslensku er ótvírætt mesta ógn sem stafað hefur að sjálfstæði landsins síðustu áratugi. Ný íslensk sjálfstæðisbarátta þurfi að hefjast á því að margfalda íslenskukennslu nýrra íbúa með aðstoð hins opinbera. 19. október 2022 09:58