Fjármálaráðherra skilur ekki skilmála íbúðabréfanna Eyjólfur Ármannsson skrifar 27. október 2022 13:00 Undanfarna viku hefur fjármálaráðherra farið mikinn í fjölmiðlum og í ræðusal Alþingis um íbúðabréfin og ábyrgð ríkissjóðs á þeim. Hann hefur ítrekað rætt um að vegna þess að ábyrgðin sé einföld ábyrgð en ekki sjálfskuldaábyrgð geti ríkið keyrt ÍL-sjóð í þrot og komist hjá því að greiða ógjaldfallna vexti og verðbætur af íbúðabréfunum. Fjármálaráðherra virðist telja sig geta stytt gildistíma skuldabréfanna sem boðin voru út árið 2004 samkvæmt útboðs- og skráningarlýsingu en þau falla í gjalddaga 2024, 2034, og 2044. Höfuðstóll bréfanna er verðtryggður og vextir fastir, 3,75%. Í skilmálum skuldabréfaútgáfunnar er gert ráð fyrir að ekki sé unnt að greiða skuldina hraðar eða með öðrum hætti en um var samið. Líftími skuldabréf er grundvallaratriði í öllum skuldabréfaviðskiptum. Öll óvissa um líftíma skuldabréfs kippir stoðunum undan verðgildi þeirra. Ráðherrann ber fyrir sig að sú ábyrgð sem ríkið veitti á skuldbindingum Íbúðalánasjóðs sé annars eðlis en ábyrgð ríkisins á skuldum annarra ríkisstofnana. Í frétt Viðskiptablaðsins, sem birtist í morgun segir: „Það er ástæða fyrir því að það þurfti ríkisábyrgð á útgáfu sjóðsins,“ segir Bjarni Benediktsson fjármála- og efnahagsráðherra og bendir með því á að bæri ríkissjóður fulla ábyrgð á skuldbindingum allra ríkisstofnana hefði verið með öllu óþarft að taka sérstaklega fram að ríkissjóður ábyrgðist greiðslu íbúðabréfanna. Þessi fullyrðing fjármálaráðherra er röng. Í skilmálum umræddra skuldabréfa segir: STATE GUARANTEE The New Notes benefit from a guarantee of collection (einföld ábyrgđ) of theIcelandic State Treasury. The guarantee is irrevocable and covers all existing and future obligations of HFF including its obligations to make payments ofprincipal and interest under the New Notes. The guarantee derives from a recognised principle of Icelandic law that the State Treasury guarantees the obligations of all State agencies unless the guarantee is unequivocally limited to the assets of the agency concerned. Á einföldu máli segir í lýsingunni að þessi verðbréf beri ábyrgð vegna þeirrar viðurkenndu meginreglu að íslenska ríkið beri ábyrgð á skuldbindingum allra ríkisstofnana nema að annað sé skýrt tekið fram. Þá er mikilvægt að hafa í huga verklagið við lýsinguna. Undirstofnun framkvæmir útboðið (Íbúðalánasjóður) en sendir drög að útboðsskilmálunum til staðfestingar félagsmálaráðherra. Fjármálaráðherra þeirrar ríkisstjórnar kom því ekki að veitingu neinnar ábyrgðar. Félagsmálaráðherra hafði enga lagaheimild til að veita einhverja sérstaka ríkisábyrgð, hvorki á þessum skuldabréfum, né öðrum skuldbindingum Íbúðalánasjóðs. Hér fór einfaldlega fram útboð og í skilmálunum er vísað til þeirrar venju íslensk stjórnskipunarréttar að íslenska ríkið beri einfalda ábyrgð á skuldbindingum opinberra stofnana. Sú lýsing á íslenskum rétti er ekki loforð í skilningi samningaréttar. Því er það rangt hjá fjármálaráðherra að þessi texti skilmálanna hafi verið nauðsynlegur til að veita ríkisábyrgð eða fjallað um annars konar ábyrgð en hefðbundna og venjuhelgaða ábyrgð ríkissjóðs á skuldbindingum opinberra stofnana. Þessi texti um ríkisábyrgð í skilmálunum er ekki til að takmarka ábyrgð ríkisins. Eini tilgangurinn með þessum orðum skilmálanna er í raun að kynna erlendum aðilum fyrir meginreglum íslensks réttar um ríkisábyrgðir. Þegar ráðherra segir „bæri ríkissjóður fulla ábyrgð á skuldbindingum allra ríkisstofnana hefði verið með öllu óþarft að taka sérstaklega fram að ríkissjóður ábyrgðist greiðslu íbúðabréfanna“ er hann í raun að viðurkenna eigin vanþekkingu á málinu, líkt og hann sakaði undirritaðan um í óundirbúnum fyrirspurnum á Alþingi í gær. Í skilmálunum segir hið gagnstæða, þ.e. að íslenska ríkið beri ábyrgð á öllum skuldbindingum ríkisstofnana. Höfundur er þingmaður Flokks fólksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Eyjólfur Ármannsson ÍL-sjóður Flokkur fólksins Mest lesið Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson Skoðun Viðreisn er Samfylkingin Júlíus Viggó Ólafsson Skoðun Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Er skynsemi Sigmundar Davíðs o.fl. skynsamleg? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Sjálfskaparvíti Samfylkingar og Viðreisnar Birta Karen Tryggvadóttir Skoðun Hugsjónir ójafnaðarmanns - svar við bréfi Kára Snorri Másson Skoðun Samfylkingin hafnar einkavæðingu í skólakerfinu Arnór Heiðar Benónýsson,Anna María Jónsdóttir Skoðun Þarf Ábyrg framtíð 14,1% til að komast í kappræður Heimildarinnar? Jóhannes Loftsson Skoðun Er heilbrigði besta lausnin? Lukka Pálsdóttir Skoðun Baráttan um Ísland og sjálfstæði þjóðar Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Skoðun Skoðun Rödd mannréttinda, jöfnuðar og jafnréttis þarf að hljóma á Alþingi Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gera þarf skurk í búsetumálum eldri borgara Ólafur Ísleifsson skrifar Skoðun „Ég hefði nú ekkert á móti því að taka aðeins í tæjuna“ Eva Pandora Baldursdóttir skrifar Skoðun Vilt þú breytingu á stjórn landsins? Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Hugsjónir ójafnaðarmanns - svar við bréfi Kára Snorri Másson skrifar Skoðun Af hverju er nauðsyn að fá Sósíalista inn á þing og í næstu ríkisstjórn? Ólafur H. Ólafsson skrifar Skoðun Búsetufrelsi og lögheimilisskráning Heiðbrá Ólafsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur og aðrar villur í umræðunni um Evrópusambandið Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Geðveikir frasar – en það þarf að vera plan! Ragna Sigurðardóttir,Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Þarf Ábyrg framtíð 14,1% til að komast í kappræður Heimildarinnar? Jóhannes Loftsson skrifar Skoðun Þess vegna er ég á lista VG í Suðurkjördæmi Þorsteinn Ólafsson skrifar Skoðun Svínsleg mismunun gagnvart eldra fólki Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Hverjir myrða konur? Auður Önnu Magnúsdóttir skrifar Skoðun „Það sé ykkur til fæðu“ - hugleiðing um jólamat Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Ferðafrelsið er dýrmætt Ágústa Ágústsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn er Samfylkingin Júlíus Viggó Ólafsson skrifar Skoðun Mannúðleg innflytjendastefna Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Hvað er vandamálið á húsnæðismarkaðinum og hvernig leysum við það Ómar Ingþórsson skrifar Skoðun Er heilbrigði besta lausnin? Lukka Pálsdóttir skrifar Skoðun Samfylkingin hafnar einkavæðingu í skólakerfinu Arnór Heiðar Benónýsson,Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Sjálfskaparvíti Samfylkingar og Viðreisnar Birta Karen Tryggvadóttir skrifar Skoðun Evrópudagur sjúkraliða Sandra B. Franks skrifar Skoðun Baráttan um Ísland og sjálfstæði þjóðar Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Alvöru aðgerðir í húsnæðismálum – x við V Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Er skynsemi Sigmundar Davíðs o.fl. skynsamleg? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar Skoðun Nándarhryðjuverk er mannréttindabrot sem fær lítil viðbrögð frá samfélaginu Birna Sól Daníelsdóttir, Helga Benediktsdóttir,Telma Lísa Elmarsdóttir skrifar Skoðun Willum Þór – fyrir konur Heiðdís Geirsdóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Hjördís Guðný Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Af hverju kýs ég Samfylkinguna? Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Uppeldi, færni til framtíðar - fór í skúffu stjórnvalda! Una María Óskarsdóttir skrifar Sjá meira
Undanfarna viku hefur fjármálaráðherra farið mikinn í fjölmiðlum og í ræðusal Alþingis um íbúðabréfin og ábyrgð ríkissjóðs á þeim. Hann hefur ítrekað rætt um að vegna þess að ábyrgðin sé einföld ábyrgð en ekki sjálfskuldaábyrgð geti ríkið keyrt ÍL-sjóð í þrot og komist hjá því að greiða ógjaldfallna vexti og verðbætur af íbúðabréfunum. Fjármálaráðherra virðist telja sig geta stytt gildistíma skuldabréfanna sem boðin voru út árið 2004 samkvæmt útboðs- og skráningarlýsingu en þau falla í gjalddaga 2024, 2034, og 2044. Höfuðstóll bréfanna er verðtryggður og vextir fastir, 3,75%. Í skilmálum skuldabréfaútgáfunnar er gert ráð fyrir að ekki sé unnt að greiða skuldina hraðar eða með öðrum hætti en um var samið. Líftími skuldabréf er grundvallaratriði í öllum skuldabréfaviðskiptum. Öll óvissa um líftíma skuldabréfs kippir stoðunum undan verðgildi þeirra. Ráðherrann ber fyrir sig að sú ábyrgð sem ríkið veitti á skuldbindingum Íbúðalánasjóðs sé annars eðlis en ábyrgð ríkisins á skuldum annarra ríkisstofnana. Í frétt Viðskiptablaðsins, sem birtist í morgun segir: „Það er ástæða fyrir því að það þurfti ríkisábyrgð á útgáfu sjóðsins,“ segir Bjarni Benediktsson fjármála- og efnahagsráðherra og bendir með því á að bæri ríkissjóður fulla ábyrgð á skuldbindingum allra ríkisstofnana hefði verið með öllu óþarft að taka sérstaklega fram að ríkissjóður ábyrgðist greiðslu íbúðabréfanna. Þessi fullyrðing fjármálaráðherra er röng. Í skilmálum umræddra skuldabréfa segir: STATE GUARANTEE The New Notes benefit from a guarantee of collection (einföld ábyrgđ) of theIcelandic State Treasury. The guarantee is irrevocable and covers all existing and future obligations of HFF including its obligations to make payments ofprincipal and interest under the New Notes. The guarantee derives from a recognised principle of Icelandic law that the State Treasury guarantees the obligations of all State agencies unless the guarantee is unequivocally limited to the assets of the agency concerned. Á einföldu máli segir í lýsingunni að þessi verðbréf beri ábyrgð vegna þeirrar viðurkenndu meginreglu að íslenska ríkið beri ábyrgð á skuldbindingum allra ríkisstofnana nema að annað sé skýrt tekið fram. Þá er mikilvægt að hafa í huga verklagið við lýsinguna. Undirstofnun framkvæmir útboðið (Íbúðalánasjóður) en sendir drög að útboðsskilmálunum til staðfestingar félagsmálaráðherra. Fjármálaráðherra þeirrar ríkisstjórnar kom því ekki að veitingu neinnar ábyrgðar. Félagsmálaráðherra hafði enga lagaheimild til að veita einhverja sérstaka ríkisábyrgð, hvorki á þessum skuldabréfum, né öðrum skuldbindingum Íbúðalánasjóðs. Hér fór einfaldlega fram útboð og í skilmálunum er vísað til þeirrar venju íslensk stjórnskipunarréttar að íslenska ríkið beri einfalda ábyrgð á skuldbindingum opinberra stofnana. Sú lýsing á íslenskum rétti er ekki loforð í skilningi samningaréttar. Því er það rangt hjá fjármálaráðherra að þessi texti skilmálanna hafi verið nauðsynlegur til að veita ríkisábyrgð eða fjallað um annars konar ábyrgð en hefðbundna og venjuhelgaða ábyrgð ríkissjóðs á skuldbindingum opinberra stofnana. Þessi texti um ríkisábyrgð í skilmálunum er ekki til að takmarka ábyrgð ríkisins. Eini tilgangurinn með þessum orðum skilmálanna er í raun að kynna erlendum aðilum fyrir meginreglum íslensks réttar um ríkisábyrgðir. Þegar ráðherra segir „bæri ríkissjóður fulla ábyrgð á skuldbindingum allra ríkisstofnana hefði verið með öllu óþarft að taka sérstaklega fram að ríkissjóður ábyrgðist greiðslu íbúðabréfanna“ er hann í raun að viðurkenna eigin vanþekkingu á málinu, líkt og hann sakaði undirritaðan um í óundirbúnum fyrirspurnum á Alþingi í gær. Í skilmálunum segir hið gagnstæða, þ.e. að íslenska ríkið beri ábyrgð á öllum skuldbindingum ríkisstofnana. Höfundur er þingmaður Flokks fólksins.
Samfylkingin hafnar einkavæðingu í skólakerfinu Arnór Heiðar Benónýsson,Anna María Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Rödd mannréttinda, jöfnuðar og jafnréttis þarf að hljóma á Alþingi Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Af hverju er nauðsyn að fá Sósíalista inn á þing og í næstu ríkisstjórn? Ólafur H. Ólafsson skrifar
Skoðun Geðveikir frasar – en það þarf að vera plan! Ragna Sigurðardóttir,Sigurþóra Bergsdóttir skrifar
Skoðun Þarf Ábyrg framtíð 14,1% til að komast í kappræður Heimildarinnar? Jóhannes Loftsson skrifar
Skoðun Samfylkingin hafnar einkavæðingu í skólakerfinu Arnór Heiðar Benónýsson,Anna María Jónsdóttir skrifar
Skoðun Nándarhryðjuverk er mannréttindabrot sem fær lítil viðbrögð frá samfélaginu Birna Sól Daníelsdóttir, Helga Benediktsdóttir,Telma Lísa Elmarsdóttir skrifar
Skoðun Willum Þór – fyrir konur Heiðdís Geirsdóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Hjördís Guðný Guðmundsdóttir skrifar
Samfylkingin hafnar einkavæðingu í skólakerfinu Arnór Heiðar Benónýsson,Anna María Jónsdóttir Skoðun