Spassky vill hvíla við hlið Fischers í Laugardælakirkjugarði Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 28. október 2022 20:08 Boris Spassky hefur óskað eftir því að fá í hvíla í Laugardælakirkjugarði í Flóahreppi eftir sinn dag með Fischer. Magnús Hlynur Hreiðarsson Það var múgur og margmenni í Laugardælakirkjugarði í Flóahreppi í dag en ástæðan er sú að skákmeistararnir, sem eru nú að keppa í heimsmeistaramótinu í Slembiskák mættu þangað til að vitja leiðis Bobby Fischers, heimsmeistara í skák. Þar kom fram að Boris Spassky, sem tefldi á móti honum fyrir fimmtíu árum hefur óskað eftir því að fá í hvíla í garðinum eftir sinn dag með Fischer. Heimsmeistaramótið í Fischer-slembiskák fer nú fram á Íslandi í tilefni af 50 ára afmæli einvígis aldarinnar þar sem Bobby Fischer og Boris Spassky háðu einvígi í Laugardalshöll, sem endaði með heimsmeistaratitli Fishers. Keppendur heimsmeistaramótsins brugðu sér út úr borginni í dag og heimsóttu meðal annars kirkjugarðinn í Laugardælum í Flóahreppi þar sem Bobby Fischer hvílir. Það er alltaf mikið um að fólk komið að leiðinu, ekki síst erlendir ferðamenn. Skákmennirnir í dag voru ánægðir með að vera komnir að gröf heimsmeistarans. Eftir heimsóknina í Laugardælakirkjugarð var farið í heimsókn á Fischer setrið á Selfossi þar sem gestum og gangandi var boðið að skoða þetta glæsilega safn, sem tileinkað er Íslandsvininum heitnum Bobby Fischer. Keppendur á heimsmeistaramótinu í Fischer-slembiskák, sem fer nú fram á Íslandi, við leiði Bobby Fishers í dag. Þetta eru þrír af keppendunum, ekki sáu allir sér fært að mæta.Magnús Hlynur Hreiðarsson „Þar eru ýmsir minjagripir, þar eru árituð skákborð og eitt og annað, sem er úr sögu þessa einvígis, sem er núna 50 ára. Svo þykir okkur náttúrlega mjög merkilegt að Fischer hvíli í kirkjugarðinum í Laugardælum, það vantar bara Spassky hérna við hliðina á honum,“ segir Ólafur Bjarnason, stjórnarformaður Fischers setursins á Selfossi. Já, talandi um Spassky, Guðmundur Þórarinsson, fyrrverandi formaður Skáksambandsins upplýsti um merkilegan hlut í kirkjugarðinum í dag, samtal á milli hans og Spasskys þegar hann kom á sínum tíma að leiði Fischers en Spassky býr í Moskvu í dag. „Og hann sagði mjög hugsi, hér vil ég vera grafinn, hann sagði það. Það yrði nú saga til næsta bæjar ef hann yrði jarðaður hér líka. Þá væru báðir keppendurnir í þessu frægasta skákeinvígi veraldarinnar, sem væru hér jarðaðir,“ segir Guðmundur. Guðmundur Þórarinsson að sýna þátttakanda á mótinu gamlar myndir í Fischer setrinu.Magnús Hlynur Hreiðarsson Það var í þessari frétt árið 2008 sem Spasský spurði hvort laust pláss væri hlið Fischers. Kristján Már Unnarsson, fréttamaður var á staðnum þegar Spassky vitjaði leiðis Fischers og gerði fréttina: Árborg Skák Bobby Fischer HM í Fischer-skák í Reykjavík 2022 Einvígi aldarinnar Mest lesið Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Innlent Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Innlent Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Erlent Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Innlent Innflytjendamálin almenningi efst í huga Innlent Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Innlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Innlent Fleiri fréttir Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Stýra fjármálum og mannauðsmálum Þjóðleikhússins Sló mann í höfuðið með glerflösku á ísfirskum skemmtistað Ekið á konu á Langholtsvegi Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Undrandi á ráðningu ráðgjafa „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Ráðist á pilt á heimleið Stytting framhjá Blönduósi ekki á samgönguáætlun Sjá meira
Heimsmeistaramótið í Fischer-slembiskák fer nú fram á Íslandi í tilefni af 50 ára afmæli einvígis aldarinnar þar sem Bobby Fischer og Boris Spassky háðu einvígi í Laugardalshöll, sem endaði með heimsmeistaratitli Fishers. Keppendur heimsmeistaramótsins brugðu sér út úr borginni í dag og heimsóttu meðal annars kirkjugarðinn í Laugardælum í Flóahreppi þar sem Bobby Fischer hvílir. Það er alltaf mikið um að fólk komið að leiðinu, ekki síst erlendir ferðamenn. Skákmennirnir í dag voru ánægðir með að vera komnir að gröf heimsmeistarans. Eftir heimsóknina í Laugardælakirkjugarð var farið í heimsókn á Fischer setrið á Selfossi þar sem gestum og gangandi var boðið að skoða þetta glæsilega safn, sem tileinkað er Íslandsvininum heitnum Bobby Fischer. Keppendur á heimsmeistaramótinu í Fischer-slembiskák, sem fer nú fram á Íslandi, við leiði Bobby Fishers í dag. Þetta eru þrír af keppendunum, ekki sáu allir sér fært að mæta.Magnús Hlynur Hreiðarsson „Þar eru ýmsir minjagripir, þar eru árituð skákborð og eitt og annað, sem er úr sögu þessa einvígis, sem er núna 50 ára. Svo þykir okkur náttúrlega mjög merkilegt að Fischer hvíli í kirkjugarðinum í Laugardælum, það vantar bara Spassky hérna við hliðina á honum,“ segir Ólafur Bjarnason, stjórnarformaður Fischers setursins á Selfossi. Já, talandi um Spassky, Guðmundur Þórarinsson, fyrrverandi formaður Skáksambandsins upplýsti um merkilegan hlut í kirkjugarðinum í dag, samtal á milli hans og Spasskys þegar hann kom á sínum tíma að leiði Fischers en Spassky býr í Moskvu í dag. „Og hann sagði mjög hugsi, hér vil ég vera grafinn, hann sagði það. Það yrði nú saga til næsta bæjar ef hann yrði jarðaður hér líka. Þá væru báðir keppendurnir í þessu frægasta skákeinvígi veraldarinnar, sem væru hér jarðaðir,“ segir Guðmundur. Guðmundur Þórarinsson að sýna þátttakanda á mótinu gamlar myndir í Fischer setrinu.Magnús Hlynur Hreiðarsson Það var í þessari frétt árið 2008 sem Spasský spurði hvort laust pláss væri hlið Fischers. Kristján Már Unnarsson, fréttamaður var á staðnum þegar Spassky vitjaði leiðis Fischers og gerði fréttina:
Árborg Skák Bobby Fischer HM í Fischer-skák í Reykjavík 2022 Einvígi aldarinnar Mest lesið Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Innlent Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Innlent Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Erlent Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Innlent Innflytjendamálin almenningi efst í huga Innlent Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Innlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Innlent Fleiri fréttir Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Stýra fjármálum og mannauðsmálum Þjóðleikhússins Sló mann í höfuðið með glerflösku á ísfirskum skemmtistað Ekið á konu á Langholtsvegi Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Undrandi á ráðningu ráðgjafa „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Ráðist á pilt á heimleið Stytting framhjá Blönduósi ekki á samgönguáætlun Sjá meira