Sofnaði á klósettinu og vaknaði á tómum veitingastað Samúel Karl Ólason skrifar 29. október 2022 07:33 Lögregluþjónar að störfum í miðbæ Reykjavíkur. Vísir/Tumi Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu barst í nótt tilkynningu um að þjófavarnarkerfi veitingastaðar í miðbænum hefði farið í gang. Þar var þó á ferðinni maður sem var í starfsmannagleði með vinnufélögum sínum fyrr um kvöldið og hafði sofnað ölvunarsvefni á klósettinu. Þegar hann vaknaði var búið að loka staðnum og fór þjófavarnarkerfið í gang þegar hann reyndi að komast út. Lögregluþjónar virðast hafa haft í nógu að snúast í nótt og í gærkvöldi, miðað við dagbók lögreglunnar. Þar kemur fram að ekið hafi verið á níu ára barn í Grafarholti á sjöunda tímanum í gærkvöldi. Mikil hálka var á vettvangi en barnið er sagt hafa hlotið minniháttar áverka á baki, höndum og víðar. Ekki þótti tilefni til að flytja barnið á sjúkrahús. Skömmu síðar hlaut fimmtán ára barn opið beinbrot við að detta af rafskútu í Garðabænum. Tilkynnt var um slys á veitingastað í Breiðholti í nótt þar sem maður datt niður stiga. Hann hlaut áverka á höfði og varð meðvitundarlaus. Hann var fluttur á bráðadeild til aðhlynningar. Annar ölvaður maður slasaðist á höfði á nótt þegar hann datt af hjóli í Hlíðunum. Hann var sömuleiðis fluttur á bráðadeild. Þá handtók lögreglan tvær erlendar konur á hóteli í miðbænum en þær eru grunaðar um fjársvik og voru vistaðar í fangaklefa fyrir rannsókn málsins. Minnst tveir menn voru handteknir vegna gruns um að þeir hefðu brotið gegn lögreglusamþykkt en báðir eru sagðir hafa verið í annarlegu ástandi og annar þeirra var einnig grunaður um líkamsárás. Að endingu voru fjölmargir ökumenn stöðvaðir vegna gruns um ölvun og/eða neyslu fíkniefna við akstur. Einn þeirra var ekki með ökuréttindi, var með fíkniefni á sér og neitaði að gefa upp persónuupplýsingar. Lögreglumál Næturlíf Reykjavík Mest lesið Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Innlent Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Innlent Hinir handteknu alveg ótengdir Innlent Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Innlent Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Innlent Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Innlent Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Innlent Alþingi hafi átt að vera upplýst Innlent Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Erlent Fleiri fréttir Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Alþingi hafi átt að vera upplýst Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Hinir handteknu alveg ótengdir Stjórnarformaður vísisjóðs nýr forseti Félagsvísindasviðs HÍ Engin virkni í sprungunni og umfangsmikil lögregluaðgerð Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Harma að upplýsingar hafi verið sendar út fyrir mistök Tveimur sleppt og þrír eftir í haldi Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Furðar sig á undirritun án aðkomu Alþingis Vilja hagræða í Reykjavík og leita til borgarbúa Grindvíkingum hleypt inn í bæinn á ný Fimm ára nauðgunardómur stendur Boðar brottvísanir brotamanna og afnám átján mánaða reglu Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Segir Viðreisn óforbetranlegan stjórnlyndisflokk Aðalmeðferð hafin í Menningarnæturmáli Bein útsending: Þjóðaröryggi – Íslendingar og hafið Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Möguleiki að kvikugangurinn opnist nærri Reykjanesbraut Möguleiki að gos hefjist norðanmegin en ólíklegt þó Af neyðarstigi og á hættustig 48 þúsund króna sekt fyrir að beita hund harðýðgi „Þetta er bara brandarakvöld“ Hafa núna skrifborð þar sem áður var flugstýri Meðalævilengd eykst milli ára og ungbarnadauði minnkar Sjá meira
Þegar hann vaknaði var búið að loka staðnum og fór þjófavarnarkerfið í gang þegar hann reyndi að komast út. Lögregluþjónar virðast hafa haft í nógu að snúast í nótt og í gærkvöldi, miðað við dagbók lögreglunnar. Þar kemur fram að ekið hafi verið á níu ára barn í Grafarholti á sjöunda tímanum í gærkvöldi. Mikil hálka var á vettvangi en barnið er sagt hafa hlotið minniháttar áverka á baki, höndum og víðar. Ekki þótti tilefni til að flytja barnið á sjúkrahús. Skömmu síðar hlaut fimmtán ára barn opið beinbrot við að detta af rafskútu í Garðabænum. Tilkynnt var um slys á veitingastað í Breiðholti í nótt þar sem maður datt niður stiga. Hann hlaut áverka á höfði og varð meðvitundarlaus. Hann var fluttur á bráðadeild til aðhlynningar. Annar ölvaður maður slasaðist á höfði á nótt þegar hann datt af hjóli í Hlíðunum. Hann var sömuleiðis fluttur á bráðadeild. Þá handtók lögreglan tvær erlendar konur á hóteli í miðbænum en þær eru grunaðar um fjársvik og voru vistaðar í fangaklefa fyrir rannsókn málsins. Minnst tveir menn voru handteknir vegna gruns um að þeir hefðu brotið gegn lögreglusamþykkt en báðir eru sagðir hafa verið í annarlegu ástandi og annar þeirra var einnig grunaður um líkamsárás. Að endingu voru fjölmargir ökumenn stöðvaðir vegna gruns um ölvun og/eða neyslu fíkniefna við akstur. Einn þeirra var ekki með ökuréttindi, var með fíkniefni á sér og neitaði að gefa upp persónuupplýsingar.
Lögreglumál Næturlíf Reykjavík Mest lesið Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Innlent Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Innlent Hinir handteknu alveg ótengdir Innlent Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Innlent Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Innlent Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Innlent Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Innlent Alþingi hafi átt að vera upplýst Innlent Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Erlent Fleiri fréttir Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Alþingi hafi átt að vera upplýst Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Hinir handteknu alveg ótengdir Stjórnarformaður vísisjóðs nýr forseti Félagsvísindasviðs HÍ Engin virkni í sprungunni og umfangsmikil lögregluaðgerð Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Harma að upplýsingar hafi verið sendar út fyrir mistök Tveimur sleppt og þrír eftir í haldi Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Furðar sig á undirritun án aðkomu Alþingis Vilja hagræða í Reykjavík og leita til borgarbúa Grindvíkingum hleypt inn í bæinn á ný Fimm ára nauðgunardómur stendur Boðar brottvísanir brotamanna og afnám átján mánaða reglu Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Segir Viðreisn óforbetranlegan stjórnlyndisflokk Aðalmeðferð hafin í Menningarnæturmáli Bein útsending: Þjóðaröryggi – Íslendingar og hafið Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Möguleiki að kvikugangurinn opnist nærri Reykjanesbraut Möguleiki að gos hefjist norðanmegin en ólíklegt þó Af neyðarstigi og á hættustig 48 þúsund króna sekt fyrir að beita hund harðýðgi „Þetta er bara brandarakvöld“ Hafa núna skrifborð þar sem áður var flugstýri Meðalævilengd eykst milli ára og ungbarnadauði minnkar Sjá meira