Rannsóknin Heilsa og líðan á Íslandi – Hvernig hjálpar hún okkur við að forgangsraða í þágu velsældar Sigríður Haraldsd. Elínardóttir, Dóra Guðrún Guðmundsdóttir, Hildur Björk Sigbjörnsdóttir, Jón Óskar Guðlaugsson og Védís Helga Eiríksdóttir skrifa 29. október 2022 11:01 Hvað skiptir okkur mestu máli í lífinu? Þegar Íslendingar eru spurðir hvaða þættir séu mikilvægastir fyrir velsæld og lífsgæði þeirra nefna flestir góða heilsu og gott aðgengi að heilbrigðisþjónustu, þegar á þarf að halda. Næst koma samskipti við fjölskyldu, vini og samferðafólk, þá öruggt húsnæði og loks örugg afkoma en allir þessir þættir hafa áhrif á heilsu og líðan. Íslendingar svara með sambærilegum hætti og íbúar annarra OECD landa. Heilsan er alla jafna í fyrsta sæti en á eftir koma góð samskipti við annað fólk, öruggt húsnæði, möguleikinn á að sjá sér og sínum farborða og aðgengi að menntun og atvinnu. Enginn skilinn eftir Það skiptir okkur líka máli að allir njóti velsældar og lífgæða, þ.e. að enginn sé skilinn eftir. Lykilstef í heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna er jöfnuður en engu að síður er félagslegur ójöfnuður og ójöfnuður í heilsu staðreynd, bæði á Íslandi og annars staðar í heiminum. Tilteknir samfélagsþættir eru taldir hafa mest áhrif á heilsufarslegan ójöfnuð. Þessir þættir eru skortur á fjárhagslegu öryggi og félagslegri vernd sem gerir það að verkum að fólk á erfitt með að láta enda ná saman og skortur á öruggu húsnæði og fullnægjandi búsetuskilyrðum sem verður þess valdandi að fólk á ekki öruggt heimili. Ójöfnuður veldur togstreitu og klofningi í samfélögum og hefur tilhneigingu til þess að draga úr samstöðu og stöðugleika. Á hinn bóginn stuðlar jöfnuður og félagslegt réttlæti að friði í víðtækum skilningi. Ekki síst vegna þess er mikilvægt að vinna markvisst að auknum jöfnuði. Ójöfnuður í heilsu á Íslandi Einn af þeim átján lykilvísum sem teknir voru til athugunar í greiningu embættis landlæknis á ójöfnuði í heilsu á Íslandi var mælikvarðinn hlutfall fullorðinna sem metur líkamlega heilsu sína sæmilega eða lélega. Niðurstöður greininga frá 2007, 2012 og 2017 sýndu að hlutfallslega fleiri í hópi þeirra sem eiga erfitt með að ná endum saman meta líkamlega heilsu sína sæmilega eða lélega samanborið við þau sem eiga auðvelt með að ná endum saman. Munur á milli þeirra sem eiga erfitt og auðvelt með að ná endum saman er gjarnan tvöfaldur eða meiri. Á það við um bæði konur og karla. Þá eru enn fremur vísbendingar um að þessi heilsufarslegi ójöfnuður hafi aukist milli áranna 2007 og 2017. Svipuð mynd blasir við þegar litið er á hlutfall þeirra sem meta andlega heilsu sína sæmilega eða lélega. Þeir sem eiga erfitt með að ná endum saman eru líklegri þess að meta andlega heilsu sína sæmilega eða lélega. Á það við um bæði karla og konur á öllum tímapunktum rannsóknarinnar Heilsa og líðan. Velsæld og velsældarhagkerfi Á síðustu árum hefur áherslan færst í auknum mæli á mikilvægi þess að skoða velsæld samhliða hagsæld og hafa nokkur lönd hafist handa við að þróa svokölluð velsældarhagkerfi (Well-being economy). Í stuttu máli má segja að velsældarhagkerfi sé það hagkerfi þar sem velsæld fólks og jarðarinnar er sett í forgrunn í allri stefnumótun. Slíkt hagkerfi stuðlar að samfélagslegu réttlæti og heilbrigðri jörð. Ísland er eitt þeirra landa sem hefur tekið skref í átt að velsældarhagkerfi. Ísland á aðild að Wellbeing Economy Governments (WEGo) sem eru samtök ríkisstjórna innan alþjóðlega samstarfsins Wellbeing Economy Alliance. Lönd sem vinna eftir þessari hugmyndafræði leggja sig fram um að framkvæma mælingar á velsæld þegnanna og nýta niðurstöðurnar til þess að leiðbeina um forgangsmál og til stefnumótunar og aðgerða sem ýta undir velsæld. Í stað þess að einblína á efnahagslegan hagvöxt við mótun efnahagsstefnu, krefst stefnumótun í velsældarhagkerfi þess að sett séu markmið sem stuðla að velsæld fólks og jarðarinnar. Styðja verður við þá þætti hagkerfisins sem stuðla að aukinni velsæld, á meðan draga verður úr stuðningi við þá þætti sem skerða velsæld. Áhrifaþættir heilbrigðis og vellíðanar Við mat á árangri og framþróun velsældarhagkerfis er því nauðsynlegt að skoða fleiri mælikvarða en eingöngu þá sem lýsa hagvexti og þjóðarframleiðslu. Þannig er mikilvægt að skilgreina velsæld og ákveða hvernig hún skuli mæld. Tryggja þarf sameiginlegan skilning á því hvar við stöndum, hvert við viljum stefna og hvernig okkur gengur að ná aukinni velsæld. Hvernig mælum við velsæld? Á alþjóðavísu er unnið að mótun mælikvarða um velsæld þjóða. Í stjórnarsáttmála ríkisstjórnar Íslands árið 2017 var kveðið á um samstarf um þróun slíkra mælikvarða. Í því skyni var stofnuð þverpólitísk nefnd sem haustið 2019 skilaði tillögum að 39 félagslegum, umhverfislegum og efnahagslegum mælikvörðum sem eiga að vera lýsandi fyrir hagsæld og lífsgæði á Íslandi. Mælikvarðarnir eru birtir í skýrslu Hagstofunnar Mælikvarðar um hagsæld og lífsgæði. Val á mælikvörðum tók m.a. mið af könnun meðal almennings á því hvað mestu máli skiptir varðandi eigin lífsgæði. Seinna var 40. mælikvarðanum bætt við, velsældarmælikvarða frá embætti landlæknis og verða mælikvarðanir áfram í þróun. Þegar meta á velsæld þjóða er mikilvægt að þeir mælikvarðar sem fyrir valinu verða gefi möguleika á að greina velsæld í mismunandi þjóðfélagshópum, t.d. eftir aldri, kyni, menntun, tekjum og uppruna fólks. Þannig er hægt að leiða í ljós mögulegan ójöfnuð og leiðbeina um hvar aðgerða er þörf til þess að auka jöfnuð í samfélaginu. Hvaða upplýsingar vantar okkur? Þjóðfélaginu er styrkur af því að hafa góða yfirsýn yfir það sem skiptir þjóðina mestu máli, þ.e. heilsu okkar og þá þætti sem hafa áhrif á heilsu og líðan. Embætti landlæknis hefur haldgóðar upplýsingar um marga þessara þátta í miðlægum heilbrigðisskrám, m.a. sjúkdóma, aðgerðir og lyfjaávísanir. Hins vegar er nauðsynlegt að afla annars konar upplýsinga til að fá heildaryfirsýn yfir aðstæður í lífi fólks, lifnaðarhætti, vinnuumhverfi og aðra þætti sem áhrif hafa á heilsu. Rannsóknin Heilsa og líðan á Íslandi Til þess að leggja mat á aðstæður fólks á Íslandi, heilsu, líðan og lifnaðarhætti stendur embætti landlæknis nú fyrir rannsókninni Heilsa og líðan á Íslandi. Þetta er í fimmta sinn sem þessi viðamikli spurninglisti er lagður fyrir en hann var fyrst sendur út árið 2007 og síðan aftur árin 2009, 2012 og 2017. Rannsóknin hefur til þessa einungis náð til íslenskra ríkisborgara en mikilvægt framfaraskref er tekið í ár þegar fólki af erlendum uppruna er einnig boðið að taka þátt en mikill skortur hefur verið á upplýsingum um þennan hóp landsmanna. Með þessari nýbreytni er vonast til að hægt verði að varpa ljósi á heilsu og líðan fólks af erlendum uppruna sem búsett er hér á landi. Þetta er mikilvægt í ljósi þess hversu ört einstaklingum með erlendan bakgrunn hefur fjölgað hérlendis undanfarin ár. Með þeim niðurstöðum sem fást úr fyrirlögn „Heilsa og líðan á Íslandi 2022“ verður hægt að endurtaka fyrrnefnda greiningu á heilsufarslegum ójöfnuði á milli mismunandi þjóðfélagshópa og meta hvort breyting hafi orðið frá árinu 2017. Þá verður með fyrirlögninni í ár einnig hægt að varpa ljósi á stöðu erlendra ríkisborgara, bæði hvað varðar almenna heilsu og líðan en einnig með tilliti til ójöfnuðar. Reynslan sýnir að þessi hópur hefur tilhneigingu til þess að vera í viðkvæmari stöðu með tilliti til ójöfnuðar í heilsu heldur en þeir sem eru fæddir og uppaldir hér á landi. Síðast en ekki síst munu niðurstöður rannsóknarinnar nýtast stjórnvöldum við stefnumótandi ákvarðanir um aðgerðir sem munu leiða til sem mestrar velsældar fyrir landsmenn. Höfundar: Sigríður Haraldsd. Elínardóttir Dóra Guðrún Guðmundsdóttir Hildur Björk Sigbjörnsdóttir Jón Óskar Guðlaugsson Védís Helga Eiríksdóttir Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Heilbrigðismál Heilsa Mest lesið 76 dagar Erlingur Sigvaldason Skoðun Á hvaða ári er Inga Sæland stödd? Snorri Másson Skoðun Draugagangur í Alaska Hannes Pétursson Skoðun Húsnæðisbæturnar sem hurfu Ragnar Sigurður Kristjánsson Skoðun Sporin þín Valtýr Soffía Sigurðardóttir Skoðun Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson Skoðun Háskólaþorpið Bifröst og fólkið sem gleymdist Margrét Jónsdóttir Njarðvík Skoðun Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson Skoðun Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir Skoðun Hunsuðu menntamálin – en ætla nú að bjarga þeim Sigurður Kári Harðarson Skoðun Skoðun Skoðun Hvað er eiginlega málið með þessa þéttingu?? Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Eitt próf á ári – er það snemmtæk íhlutun? Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Þegar öllu er á botninn hvolft Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Kynbundin áhrif barneigna á atvinnuþátttöku og tekjur Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Viltu finna milljarð? - Frá gráu svæði í gagnsæi Gunnar Pétur Haraldsson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum – tækifæri eða hliðarskref? Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Á hvaða ári er Inga Sæland stödd? Snorri Másson skrifar Skoðun Eru börn innviðir? Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Háskólaþorpið Bifröst og fólkið sem gleymdist Margrét Jónsdóttir Njarðvík skrifar Skoðun Körfubolti á tímum þjóðarmorðs Bjarni Þór Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Draugagangur í Alaska Hannes Pétursson skrifar Skoðun Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson skrifar Skoðun Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson skrifar Skoðun 76 dagar Erlingur Sigvaldason skrifar Skoðun Í minningu körfuboltahetja Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er kominn tími til að láta endurmeta brunabótamatið á þínu húsnæði? Heiðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Húsnæðisbæturnar sem hurfu Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Skoðun Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir skrifar Skoðun Hjartans mál í kennslu Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hunsuðu menntamálin – en ætla nú að bjarga þeim Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Sporin þín Valtýr Soffía Sigurðardóttir skrifar Skoðun Að saga rótina undan trénu og halda að stofninn vaxi hraðar: hugleiðing um tillögur Viðskiptaráðs Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sjallar og lyklaborðið Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Fimm af tíu veitingastöðum hættu með hvalkjöt Valgerður Árnadóttir,Stefán Yngvi Pétursson,Rósa Líf Darradóttir,Anahita S. Babaei skrifar Skoðun „Stóra fallega frumvarpið“ hans Trump Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Verndun vatns og stjórn vatnamála Ólafur Arnar Jónsson,Sigurður Guðjónsson skrifar Skoðun Gegn hernaði hvers konar Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Hvers vegna sífellt fleiri sækjast eftir einveru Ingrid Kuhlman skrifar Sjá meira
Hvað skiptir okkur mestu máli í lífinu? Þegar Íslendingar eru spurðir hvaða þættir séu mikilvægastir fyrir velsæld og lífsgæði þeirra nefna flestir góða heilsu og gott aðgengi að heilbrigðisþjónustu, þegar á þarf að halda. Næst koma samskipti við fjölskyldu, vini og samferðafólk, þá öruggt húsnæði og loks örugg afkoma en allir þessir þættir hafa áhrif á heilsu og líðan. Íslendingar svara með sambærilegum hætti og íbúar annarra OECD landa. Heilsan er alla jafna í fyrsta sæti en á eftir koma góð samskipti við annað fólk, öruggt húsnæði, möguleikinn á að sjá sér og sínum farborða og aðgengi að menntun og atvinnu. Enginn skilinn eftir Það skiptir okkur líka máli að allir njóti velsældar og lífgæða, þ.e. að enginn sé skilinn eftir. Lykilstef í heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna er jöfnuður en engu að síður er félagslegur ójöfnuður og ójöfnuður í heilsu staðreynd, bæði á Íslandi og annars staðar í heiminum. Tilteknir samfélagsþættir eru taldir hafa mest áhrif á heilsufarslegan ójöfnuð. Þessir þættir eru skortur á fjárhagslegu öryggi og félagslegri vernd sem gerir það að verkum að fólk á erfitt með að láta enda ná saman og skortur á öruggu húsnæði og fullnægjandi búsetuskilyrðum sem verður þess valdandi að fólk á ekki öruggt heimili. Ójöfnuður veldur togstreitu og klofningi í samfélögum og hefur tilhneigingu til þess að draga úr samstöðu og stöðugleika. Á hinn bóginn stuðlar jöfnuður og félagslegt réttlæti að friði í víðtækum skilningi. Ekki síst vegna þess er mikilvægt að vinna markvisst að auknum jöfnuði. Ójöfnuður í heilsu á Íslandi Einn af þeim átján lykilvísum sem teknir voru til athugunar í greiningu embættis landlæknis á ójöfnuði í heilsu á Íslandi var mælikvarðinn hlutfall fullorðinna sem metur líkamlega heilsu sína sæmilega eða lélega. Niðurstöður greininga frá 2007, 2012 og 2017 sýndu að hlutfallslega fleiri í hópi þeirra sem eiga erfitt með að ná endum saman meta líkamlega heilsu sína sæmilega eða lélega samanborið við þau sem eiga auðvelt með að ná endum saman. Munur á milli þeirra sem eiga erfitt og auðvelt með að ná endum saman er gjarnan tvöfaldur eða meiri. Á það við um bæði konur og karla. Þá eru enn fremur vísbendingar um að þessi heilsufarslegi ójöfnuður hafi aukist milli áranna 2007 og 2017. Svipuð mynd blasir við þegar litið er á hlutfall þeirra sem meta andlega heilsu sína sæmilega eða lélega. Þeir sem eiga erfitt með að ná endum saman eru líklegri þess að meta andlega heilsu sína sæmilega eða lélega. Á það við um bæði karla og konur á öllum tímapunktum rannsóknarinnar Heilsa og líðan. Velsæld og velsældarhagkerfi Á síðustu árum hefur áherslan færst í auknum mæli á mikilvægi þess að skoða velsæld samhliða hagsæld og hafa nokkur lönd hafist handa við að þróa svokölluð velsældarhagkerfi (Well-being economy). Í stuttu máli má segja að velsældarhagkerfi sé það hagkerfi þar sem velsæld fólks og jarðarinnar er sett í forgrunn í allri stefnumótun. Slíkt hagkerfi stuðlar að samfélagslegu réttlæti og heilbrigðri jörð. Ísland er eitt þeirra landa sem hefur tekið skref í átt að velsældarhagkerfi. Ísland á aðild að Wellbeing Economy Governments (WEGo) sem eru samtök ríkisstjórna innan alþjóðlega samstarfsins Wellbeing Economy Alliance. Lönd sem vinna eftir þessari hugmyndafræði leggja sig fram um að framkvæma mælingar á velsæld þegnanna og nýta niðurstöðurnar til þess að leiðbeina um forgangsmál og til stefnumótunar og aðgerða sem ýta undir velsæld. Í stað þess að einblína á efnahagslegan hagvöxt við mótun efnahagsstefnu, krefst stefnumótun í velsældarhagkerfi þess að sett séu markmið sem stuðla að velsæld fólks og jarðarinnar. Styðja verður við þá þætti hagkerfisins sem stuðla að aukinni velsæld, á meðan draga verður úr stuðningi við þá þætti sem skerða velsæld. Áhrifaþættir heilbrigðis og vellíðanar Við mat á árangri og framþróun velsældarhagkerfis er því nauðsynlegt að skoða fleiri mælikvarða en eingöngu þá sem lýsa hagvexti og þjóðarframleiðslu. Þannig er mikilvægt að skilgreina velsæld og ákveða hvernig hún skuli mæld. Tryggja þarf sameiginlegan skilning á því hvar við stöndum, hvert við viljum stefna og hvernig okkur gengur að ná aukinni velsæld. Hvernig mælum við velsæld? Á alþjóðavísu er unnið að mótun mælikvarða um velsæld þjóða. Í stjórnarsáttmála ríkisstjórnar Íslands árið 2017 var kveðið á um samstarf um þróun slíkra mælikvarða. Í því skyni var stofnuð þverpólitísk nefnd sem haustið 2019 skilaði tillögum að 39 félagslegum, umhverfislegum og efnahagslegum mælikvörðum sem eiga að vera lýsandi fyrir hagsæld og lífsgæði á Íslandi. Mælikvarðarnir eru birtir í skýrslu Hagstofunnar Mælikvarðar um hagsæld og lífsgæði. Val á mælikvörðum tók m.a. mið af könnun meðal almennings á því hvað mestu máli skiptir varðandi eigin lífsgæði. Seinna var 40. mælikvarðanum bætt við, velsældarmælikvarða frá embætti landlæknis og verða mælikvarðanir áfram í þróun. Þegar meta á velsæld þjóða er mikilvægt að þeir mælikvarðar sem fyrir valinu verða gefi möguleika á að greina velsæld í mismunandi þjóðfélagshópum, t.d. eftir aldri, kyni, menntun, tekjum og uppruna fólks. Þannig er hægt að leiða í ljós mögulegan ójöfnuð og leiðbeina um hvar aðgerða er þörf til þess að auka jöfnuð í samfélaginu. Hvaða upplýsingar vantar okkur? Þjóðfélaginu er styrkur af því að hafa góða yfirsýn yfir það sem skiptir þjóðina mestu máli, þ.e. heilsu okkar og þá þætti sem hafa áhrif á heilsu og líðan. Embætti landlæknis hefur haldgóðar upplýsingar um marga þessara þátta í miðlægum heilbrigðisskrám, m.a. sjúkdóma, aðgerðir og lyfjaávísanir. Hins vegar er nauðsynlegt að afla annars konar upplýsinga til að fá heildaryfirsýn yfir aðstæður í lífi fólks, lifnaðarhætti, vinnuumhverfi og aðra þætti sem áhrif hafa á heilsu. Rannsóknin Heilsa og líðan á Íslandi Til þess að leggja mat á aðstæður fólks á Íslandi, heilsu, líðan og lifnaðarhætti stendur embætti landlæknis nú fyrir rannsókninni Heilsa og líðan á Íslandi. Þetta er í fimmta sinn sem þessi viðamikli spurninglisti er lagður fyrir en hann var fyrst sendur út árið 2007 og síðan aftur árin 2009, 2012 og 2017. Rannsóknin hefur til þessa einungis náð til íslenskra ríkisborgara en mikilvægt framfaraskref er tekið í ár þegar fólki af erlendum uppruna er einnig boðið að taka þátt en mikill skortur hefur verið á upplýsingum um þennan hóp landsmanna. Með þessari nýbreytni er vonast til að hægt verði að varpa ljósi á heilsu og líðan fólks af erlendum uppruna sem búsett er hér á landi. Þetta er mikilvægt í ljósi þess hversu ört einstaklingum með erlendan bakgrunn hefur fjölgað hérlendis undanfarin ár. Með þeim niðurstöðum sem fást úr fyrirlögn „Heilsa og líðan á Íslandi 2022“ verður hægt að endurtaka fyrrnefnda greiningu á heilsufarslegum ójöfnuði á milli mismunandi þjóðfélagshópa og meta hvort breyting hafi orðið frá árinu 2017. Þá verður með fyrirlögninni í ár einnig hægt að varpa ljósi á stöðu erlendra ríkisborgara, bæði hvað varðar almenna heilsu og líðan en einnig með tilliti til ójöfnuðar. Reynslan sýnir að þessi hópur hefur tilhneigingu til þess að vera í viðkvæmari stöðu með tilliti til ójöfnuðar í heilsu heldur en þeir sem eru fæddir og uppaldir hér á landi. Síðast en ekki síst munu niðurstöður rannsóknarinnar nýtast stjórnvöldum við stefnumótandi ákvarðanir um aðgerðir sem munu leiða til sem mestrar velsældar fyrir landsmenn. Höfundar: Sigríður Haraldsd. Elínardóttir Dóra Guðrún Guðmundsdóttir Hildur Björk Sigbjörnsdóttir Jón Óskar Guðlaugsson Védís Helga Eiríksdóttir
Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson Skoðun
Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson Skoðun
Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir Skoðun
Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður harpa Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Kynbundin áhrif barneigna á atvinnuþátttöku og tekjur Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar
Skoðun Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson skrifar
Skoðun Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson skrifar
Skoðun Er kominn tími til að láta endurmeta brunabótamatið á þínu húsnæði? Heiðrún Jónsdóttir skrifar
Skoðun Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir skrifar
Skoðun Að saga rótina undan trénu og halda að stofninn vaxi hraðar: hugleiðing um tillögur Viðskiptaráðs Birgir Orri Ásgrímsson skrifar
Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Fimm af tíu veitingastöðum hættu með hvalkjöt Valgerður Árnadóttir,Stefán Yngvi Pétursson,Rósa Líf Darradóttir,Anahita S. Babaei skrifar
Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson Skoðun
Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson Skoðun
Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir Skoðun