Styðjum konur í Íran Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar 31. október 2022 11:31 Í síðustu viku var efnt til sérstakrar umræðu á Alþingi um stöðuna í Íran. Þar voru áhyggjur og hugmyndir viðraðar um stöðu kvenna í Íran, og tók undirrituð þátt í þeim umræðum. Fregnir af hrottalegum aðstæðum í Íran berast um allan heim. Íslendingar, sem og fólk alls staðar um heiminn, sýna konum í Íran stuðning og samstöðu. Þetta skiptir máli því þegar barist er fyrir jafnréttismálum hvar sem er í heiminum þá varðar það alla heimsmyndina. Jákvæð skref eru jákvæð skref, hvort sem þau eru tekin í Íran, á Íslandi eða á Ítalíu. Það sama á við neikvæð skref, hvort sem þau eru tekin í Myanmar, á Íslandi eða í Bandaríkjunum. Við stöndum saman Oftar en ekki varða þessar baráttur jafnréttisbaráttu kvenna á heimsvísu. Þegar við sjáum konur alls staðar að standa saman og fordæma írönsku ríkisstjórnina vegna mótmælanna og reglur um klæðaburð. Fyrir ekki svo löngu mótmæltu konur um allan heim hæstaréttardóms sem féll í Bandaríkjunum og varðaði þungunarrof. Þar var skref tekið til fortíða, því miður. Jafnréttisbarátta hinsegin fólks víða um veröld hefur einnig tekið skref til fortíðar. Við megum ekki sofna á verðum. Við stöndum fyrir frelsi og jafnrétti Við Íslendingar vitum hvar við stöndum. Við stöndum fyrir frelsi. Við stöndum fyrir jafnrétti. Við stöndum með írönskum konum í sinni baráttu. Því er vissulega fagnaðarefni að sjá konur leggja í baráttu fyrir sínum réttindum. Hún er erfið barátta og blóðug, sem má líkja við viðureign Davíðs og Golíats, en með stuðningi fólks um allan heim verður hún þeim auðveldari. Það liggur augum uppi að hér á landi styðjum við mótmælendur heilshugar. Það er mikilvægt, enda sjáum við í miðjum mótmælum myndun tækifæra til aukins jafnréttis í þessum heimshluta. Það eru skref í rétta átt Við stöndum með mótmælendum Íslensk stjórnvöld hafa fordæmt írönsk stjórnvöld með því að beita refsiaðgerðum. Aðgerðirnar sem nú hefur verið gripið til felast í frystingu eigna og ferðabanni til Evrópu. Stjórnvöld eru að sinna sínu hlutverki í að fordæma þessa meðferð. Viðbrögð ríkisstjórnarinnar hafa verið snögg og alvarleg, og hef ég vissu fyrir því að það er algjör samstaða um þessi mál á Alþingi. Okkar stuðningi er ekki lokið og mun ekki ljúka fyrr en við sjáum þá niðurstöðu sem við viljum sjá. Því við vitum hvar við stöndum. Höfundur er þingmaður Framsóknar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Halla Signý Kristjánsdóttir Framsóknarflokkurinn Íran Alþingi Mótmælaalda í Íran Mest lesið Takk Sigurður Ingi Helgi Héðinsson Skoðun Krónan býr sig ekki til sjálf Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Íþróttahreyfingin stefnir í gjaldþrot!! Helgi Sigurður Haraldsson Skoðun Læknaeiðurinn og dánaraðstoð: Hvað þýðir „að valda ekki skaða“? Ingrid Kuhlman Skoðun Íslensk fátækt er bara kjaftæði Unnur Hrefna Jóhannsdóttir Skoðun Fyrrverandi lögreglumaður heyrir enn röddina Sigurður Árni Reynisson Skoðun Af hverju hafa Danir það svona óþolandi gott? Björn Teitsson Skoðun Stöndum saman fyrir íslenskan flugrekstur Bogi Nils Bogason Skoðun Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir Skoðun Baráttan heldur áfram! Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Skoðun Skoðun Íþróttahreyfingin stefnir í gjaldþrot!! Helgi Sigurður Haraldsson skrifar Skoðun Læknaeiðurinn og dánaraðstoð: Hvað þýðir „að valda ekki skaða“? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Takk Sigurður Ingi Helgi Héðinsson skrifar Skoðun Krónan býr sig ekki til sjálf Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Stöndum saman fyrir íslenskan flugrekstur Bogi Nils Bogason skrifar Skoðun ,,Gallaður" hundur - söluhluturinn hundur - um úrskurð Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar Skoðun Baráttan heldur áfram! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvers virði er líf barns? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hvernig hljómar tilboðið einn fyrir þrjá? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Fyrrverandi lögreglumaður heyrir enn röddina Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Bætum lífsgæði þeirra sem lifa með krabbameini Sigríður Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Offita á krossgötum Guðrún Þuríður Höskuldsdóttir,Tryggvi Helgason skrifar Skoðun Fórnir verið færðar fyrir okkur Björn Ólafsson skrifar Skoðun Launaþjófaður – vanmetinn glæpur á vinnumarkaði Kristjana Fenger skrifar Skoðun Áfram veginn í Reykjavík Gísli Garðarsson,Steinunn Rögnvaldsdóttir skrifar Skoðun Fjölgun kennara er allra hagur Haraldur Freyr Gíslason skrifar Skoðun Deilt og drottnað í umræðu um leikskólamál Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Af hverju hafa Danir það svona óþolandi gott? Björn Teitsson skrifar Skoðun Fjárfestum í framtíðinni Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Togstreita, sveigjanleiki og fjölskyldur Sólveig Rán Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hvað kostar gjaldtakan? Hildur Hauksdóttir skrifar Skoðun Víðerni verndar og virkjana Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Blóðpeningar vestrænna yfirvalda Bergljót T. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Eigindlegar rannsóknir og umræðan um jafnrétti Stefan C. Hardonk skrifar Skoðun Þegar heilbrigðiskerfið molnar og ráðherrann horfir bara á Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Íslensk fátækt er bara kjaftæði Unnur Hrefna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Börn í fangelsi við landamærin Inger Erla Thomsen skrifar Skoðun Tíminn er núna, fjarheilbrigðisþjónusta sem lykill að jafnræði og sjálfbærni í heilbrigðiskerfinu Helga Dagný Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Breytum fánalögunum og notum fánann meira Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Sjá meira
Í síðustu viku var efnt til sérstakrar umræðu á Alþingi um stöðuna í Íran. Þar voru áhyggjur og hugmyndir viðraðar um stöðu kvenna í Íran, og tók undirrituð þátt í þeim umræðum. Fregnir af hrottalegum aðstæðum í Íran berast um allan heim. Íslendingar, sem og fólk alls staðar um heiminn, sýna konum í Íran stuðning og samstöðu. Þetta skiptir máli því þegar barist er fyrir jafnréttismálum hvar sem er í heiminum þá varðar það alla heimsmyndina. Jákvæð skref eru jákvæð skref, hvort sem þau eru tekin í Íran, á Íslandi eða á Ítalíu. Það sama á við neikvæð skref, hvort sem þau eru tekin í Myanmar, á Íslandi eða í Bandaríkjunum. Við stöndum saman Oftar en ekki varða þessar baráttur jafnréttisbaráttu kvenna á heimsvísu. Þegar við sjáum konur alls staðar að standa saman og fordæma írönsku ríkisstjórnina vegna mótmælanna og reglur um klæðaburð. Fyrir ekki svo löngu mótmæltu konur um allan heim hæstaréttardóms sem féll í Bandaríkjunum og varðaði þungunarrof. Þar var skref tekið til fortíða, því miður. Jafnréttisbarátta hinsegin fólks víða um veröld hefur einnig tekið skref til fortíðar. Við megum ekki sofna á verðum. Við stöndum fyrir frelsi og jafnrétti Við Íslendingar vitum hvar við stöndum. Við stöndum fyrir frelsi. Við stöndum fyrir jafnrétti. Við stöndum með írönskum konum í sinni baráttu. Því er vissulega fagnaðarefni að sjá konur leggja í baráttu fyrir sínum réttindum. Hún er erfið barátta og blóðug, sem má líkja við viðureign Davíðs og Golíats, en með stuðningi fólks um allan heim verður hún þeim auðveldari. Það liggur augum uppi að hér á landi styðjum við mótmælendur heilshugar. Það er mikilvægt, enda sjáum við í miðjum mótmælum myndun tækifæra til aukins jafnréttis í þessum heimshluta. Það eru skref í rétta átt Við stöndum með mótmælendum Íslensk stjórnvöld hafa fordæmt írönsk stjórnvöld með því að beita refsiaðgerðum. Aðgerðirnar sem nú hefur verið gripið til felast í frystingu eigna og ferðabanni til Evrópu. Stjórnvöld eru að sinna sínu hlutverki í að fordæma þessa meðferð. Viðbrögð ríkisstjórnarinnar hafa verið snögg og alvarleg, og hef ég vissu fyrir því að það er algjör samstaða um þessi mál á Alþingi. Okkar stuðningi er ekki lokið og mun ekki ljúka fyrr en við sjáum þá niðurstöðu sem við viljum sjá. Því við vitum hvar við stöndum. Höfundur er þingmaður Framsóknar.
Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir Skoðun
Skoðun ,,Gallaður" hundur - söluhluturinn hundur - um úrskurð Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar
Skoðun Þegar heilbrigðiskerfið molnar og ráðherrann horfir bara á Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Tíminn er núna, fjarheilbrigðisþjónusta sem lykill að jafnræði og sjálfbærni í heilbrigðiskerfinu Helga Dagný Sigurjónsdóttir skrifar
Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir Skoðun