Tíu síður af innihaldslitlum klisjum – ESB er töfralausn! Ole Anton Bieltvedt skrifar 31. október 2022 18:00 Þá er Samfylkingin búin að halda sinn landsfund og endurnýja sitt forystulið. Allt virðist þar gott, nema eitt; nýr formaður. Hún er eflaust velviljuð og væn, en fyrir mér einkennist framganga hennar og málflutningur af kokhreysti og einföldun flókinna og margþættra mála; af billegum klisjum. Ég vara að lesa stefnuræðuna, hér á Vísi, útprentuð tíu síður. Lítið bitastætt, og án þess að vilja vera dónalegur, verð ég að kalla þetta tíu síður af innihldslitlum klisjum. Það verður að kalla hlutina réttum nöfnum. Konan unga er full af sjálfumgleði og sjálfsöryggi, nokkur styrkur í því, kann töluvert fyrir sér í hagfræði, sem meira er þó sniðin að stórum og margbrotnum hagkerfum, BNA, en því íslenzka, og er hún er mest reynslulaus, og þar með kunnáttulítil, ekki bara um íslenzk þjóðfélagsmál heldur líka alþjóðastjórnmál. Undarlegt var það í dagskrá fundarins, að fyrst skyldi formaður kosinn, svo, næsta dag, skyldi hann gera grein fyrir stefnu sinni. Skyldi nýr formaður hafa fengið sama fylgi,alls 254 atkvæði, ef þessu hefði verið snúið við, eins og eðlilegt hefði verið? Kannske var þarna eitthvað í gangi, sem ekkert hefði breytt, einskonar múgsefjun. Heldur enginn bjarmi yfir því, að aðeins einn kandídat skyldi bjóða sig fram. Hér saknar undirritaður sérstaklega Dags B. Eggertssonar, en kannske hefur hann - eða aðrir - ekki treyst sér í slaginn við „þá útvöldu“, lausnarann, sem átti að vera, en ekki er. Það, sem hér hefur verið sagt, getur flokkast undir stór orð, og því skal rökstuðningur fylgja: Nýr formaður talar mikið um velferðarkerfið, „endurreisn þess“. Það vill nú svo til, að allir flokkar landsins vilja styrkja og bæta velferðarkerfið, og er þarna ekkert nýtt á ferðinni hjá formanni. Sósíalistar, Flokkur fólksins, Vinstri grænir og jafnvel Píratar, Viðreisn og Framsókn eru með svipaðar áherzlur í heilbrigðismálum, húsnæðismálum og samgöngumálum, en þetta eru þeir þrír málaflokkar, sem formaðurinn hefur tönnlast mest á. Á að heita realpólitík. Hvað þykist formaðurinn hafa þarna sérstakt fram að færa!? Í sannleika sagt hvarlar að undirrtuðum, að formaðurinn hafi lennt í röngum flokki; Sósíalistaflokkur Íslands hefði hentað betur. Formaðurinn fárast yfir tvölföldu heilbrigðiskerfi, en skilur ekki, að einkageirinn hefur stórlega styrkt heilbrigðiskerfið, gert það fjölbreyttara, tæknivæddara og aukið öruggi þess, auk þess, sem feykimiklir fjármunir hafa komið með einkaaðilum inn í heilbrigðiskerfið. Formaðurinn þykist ætla að styrkja þessa helztu málaflokka sína - sem, sem sagt, reyndar flestir aðrir eru þó með líka - með breyttri forgangsröðun útgjalda ríkisins. Hún þurfi að komast í fjármálaráðuneytið til þess. Mér vitanlega hefur hún þó enga grein gert fyrir því, hvað eða hvar hún ætlar sér að skera niður. Hvað er þar óþarft? Það væri fróðlegt að vita það. Fyrir undirritðum léttvægt snakk. Aðrar leiðir til að bæta og styrkja velferðarkerfið eru: Aukin skattheimta, auknar lántökur ríkissjóðs, lækkun útgjalda, aukin verðmætasköpun og/eða nýjar tekjur. Aukin skatttaka þjóðfélags og skattkerfis, sem hefur verið barið og lamið, til og frá, af mörgum stjórnmálaflokkum og ríkisstjórnum, nú síðustu 5 ár undir stjón Vinstri grænna, og hefur verið í mótun í marga áratugi, er langsótt leið og erfið. Stenzt fyrir undirrituðum ekki, enda komin að þolmörkum. Auknar lántökur eru heldur ekki góð leið, því þær þýða í reynd, að núverandi kynslóð vilji auka sína velferð með lántökum, sem lenda svo mikið á börnum og barnabörnum til greiðslu. Ekki mikil reisn yfir þeirri hugmynd, og akkúrat hér, má hæla Bjarna Benediktssyni, sem ekki er þó minn bezti vinur í pólitík, fyrir það, hvernig hann hefur fært niður skuldir ríkissjóðs á undanförnum árum og tryggt Íslendingum sterkari fjárhagsstöðu, en flestar vestrænar þjóðir njóta. Þessi sterka fjárhagsstaða ríkissjóðs gerði okkur kleift, að fjármagna heimsfaraldurinn án mikilla vandkvæða. Önnur áföll geta dunið yfir. Þessi lágskuldastefna tryggir líka, að vaxtakostnaður ríkissjóðs lækkar, og má nota það fé, sem þar losnar, einmitt til að bæta velferð. Lækkun útgjalda ríkissjóða er erfið leið og torsótt. Þar rekast menn á marga veggi. En ein leið til lækkunnar útgjalda ríkissjóðs, fyrirtækja landsins og almennings er þó greiðfær, ef menn sameinast um hana. Með inngöngu í ESB og upptöku Evru myndu vextir af lánum og skuldum stórlækka, kostnaður allur, þar sem lánsfjármagni er beitt, lækka, auk þess sem upptaka Evru myndi laða erlenda banka og smásölukeðjur til landsins, sem myndu keyra niður bankakostnað og smásöluverð, og, ekki sízt, myndu fjárfestar koma til landsins með stóraukið fjármagn, atvinnulífi og framsókn þess, nýsköpun, verðmætasköpun í landinu, til góðs. Þessa leið vill nýr formaður þó lítt sjá. Gerir hún þá í leiðinni lítið úr afstöðu sinna flokksmanna, en í skoðanakönnun sl. sumar voru 94% þeirra Samfylkingarmanna, sem afstöðu tóku, með ESB-aðild. Varðandi nýjar tekjur, hef ég bent á þá leið, sem Norðmenn fara, þar sem þeir munu frá 1. janúar 2023 taka leigu, afnota- eða auðlindagjald, fyrir afnot af sameiginlegum auðlindum norsku þjóðarinnar, en haf, land og loft, sem ekki er í séreign, verður þar nú skilgreint sem sameign þjóðarinnar. Helztu fiskeldisfyrirtæki í Noregi verða að greiða 40% auðlindagjald af eftir-skatts-hagnaði sínum, 20% til sveitarfélags og 20% til ríkis, frá næstu áramótum, og mun slík leiga verða útfærð á fleiri sviðum. Ekki virðist formaðurinn hafa fylgst mikið með þessu, hvað þá tileinkað sér þá stefnu, heldur fara meira undan í flæmingi, þegar auðlindamálin bera á góma. Það sama gildir um nýja stjórnarskrá, en helztu málin þar eru einmitt lögfesting þess, að auðlindirnar hér séu sameign íslenzku þjóðarinnar, og, að vægi atkvæða í landinu verði jafnað. Dýra-, náttúru- og umhverfisvernd virðist heldur ekki standa hátt skrifuð hjá nýjum formanni, sennilega hefur farið fram hjá henni, að viltum dýrum jarðar hefur fækkað um 70% síðustu fimmtíu árin, og hjá flestum, sem eitthvað vilja sjá og skilja, eru þetta stærstu mál okkar tíma. Hvernig á að skapa varanlega velferð, án þess að fast og alvarlega sé tekið á þessum grunnmálum!? Velferð jarðarinnar sjálfrar. 28-29. október voru því miður engir gæfudagur fyrir Samfylkinguna, né fyrir íslenzk stjórnmál, nema vera skyldi fyrir Viðreisn og Pírata. Evrópu- og stjórnarskrársinnar Samfylkingarinnar kunna nú að færa sig yfir til þeirra. Höfundur er samfélagsrýnir og dýraverndarsinni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ole Anton Bieltvedt Evrópusambandið Samfylkingin Mest lesið Eitruð kvenmennska Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun Hinn nýi íslenski aðall Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Þau eru fá en þörfin er stór Sif Huld Albertsdóttir Skoðun Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta Skoðun Leiðin til helvítis Jón Pétur Zimsen Skoðun Á undan jarðýtu komi fornleifafræðingur… Stefán Pálsson Skoðun Samvinnufélög, valkostur í atvinnurekstri Elín H. Jónsdóttir,Guðrún Johnsen Skoðun Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun Gjaldskrár munu ekki virka til að koma aftur framleiðslu af stað Sæþór Randalsson Skoðun Skoðun Skoðun Tollar – Fyrir hverja? Valdimar Birgisson skrifar Skoðun Þau eru fá en þörfin er stór Sif Huld Albertsdóttir skrifar Skoðun Samvinnufélög, valkostur í atvinnurekstri Elín H. Jónsdóttir,Guðrún Johnsen skrifar Skoðun Leiðin til helvítis Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Eitruð kvenmennska Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Hinn nýi íslenski aðall Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta skrifar Skoðun Gjaldskrár munu ekki virka til að koma aftur framleiðslu af stað Sæþór Randalsson skrifar Skoðun Mannúð og samvinna á tímum sögulegra þjáninga Sólrún María Ólafsdóttir skrifar Skoðun Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir skrifar Skoðun Þegar rykið hefur sest Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Búum til réttlátt lífeyriskerfi Hrafn Magnússon skrifar Skoðun Á undan jarðýtu komi fornleifafræðingur… Stefán Pálsson skrifar Skoðun Hin raunverulega byggðastefna Jón Þór Kristjánsson skrifar Skoðun Sameining Garðabæjar og Hafnarfjarðar – kostir – ókostir - skynsemi Ó. Ingi Tómasson skrifar Skoðun Rúmir 30 milljarðar í fangelsi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Sérstök staða orkusveitarfélaga! Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Miklar endurbætur á lánum menntasjóðs námsmanna Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar Skoðun Er almenningur rusl? Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Líffræðilega ómögulegt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Veiðigjaldið stendur undir kostnaði Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Minn gamli góði flokkur Hólmgeir Baldursson skrifar Skoðun Hve lengi tekur sjórinn við? Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Orkan okkar, börnin og barnabörnin Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Að fjárfesta í sjálfbærri verðmætasköpun Ingibjörg Ösp Stefánsdóttir skrifar Skoðun Að bregðast ungu fólki í viðkvæmri stöðu Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Hliðarveruleiki hræðsluáróðurs og „pólitískur forarpyttur“ Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Fyrir hverja er Sjúkratryggingar Íslands? Hrefna Sif Jónsdóttir skrifar Sjá meira
Þá er Samfylkingin búin að halda sinn landsfund og endurnýja sitt forystulið. Allt virðist þar gott, nema eitt; nýr formaður. Hún er eflaust velviljuð og væn, en fyrir mér einkennist framganga hennar og málflutningur af kokhreysti og einföldun flókinna og margþættra mála; af billegum klisjum. Ég vara að lesa stefnuræðuna, hér á Vísi, útprentuð tíu síður. Lítið bitastætt, og án þess að vilja vera dónalegur, verð ég að kalla þetta tíu síður af innihldslitlum klisjum. Það verður að kalla hlutina réttum nöfnum. Konan unga er full af sjálfumgleði og sjálfsöryggi, nokkur styrkur í því, kann töluvert fyrir sér í hagfræði, sem meira er þó sniðin að stórum og margbrotnum hagkerfum, BNA, en því íslenzka, og er hún er mest reynslulaus, og þar með kunnáttulítil, ekki bara um íslenzk þjóðfélagsmál heldur líka alþjóðastjórnmál. Undarlegt var það í dagskrá fundarins, að fyrst skyldi formaður kosinn, svo, næsta dag, skyldi hann gera grein fyrir stefnu sinni. Skyldi nýr formaður hafa fengið sama fylgi,alls 254 atkvæði, ef þessu hefði verið snúið við, eins og eðlilegt hefði verið? Kannske var þarna eitthvað í gangi, sem ekkert hefði breytt, einskonar múgsefjun. Heldur enginn bjarmi yfir því, að aðeins einn kandídat skyldi bjóða sig fram. Hér saknar undirritaður sérstaklega Dags B. Eggertssonar, en kannske hefur hann - eða aðrir - ekki treyst sér í slaginn við „þá útvöldu“, lausnarann, sem átti að vera, en ekki er. Það, sem hér hefur verið sagt, getur flokkast undir stór orð, og því skal rökstuðningur fylgja: Nýr formaður talar mikið um velferðarkerfið, „endurreisn þess“. Það vill nú svo til, að allir flokkar landsins vilja styrkja og bæta velferðarkerfið, og er þarna ekkert nýtt á ferðinni hjá formanni. Sósíalistar, Flokkur fólksins, Vinstri grænir og jafnvel Píratar, Viðreisn og Framsókn eru með svipaðar áherzlur í heilbrigðismálum, húsnæðismálum og samgöngumálum, en þetta eru þeir þrír málaflokkar, sem formaðurinn hefur tönnlast mest á. Á að heita realpólitík. Hvað þykist formaðurinn hafa þarna sérstakt fram að færa!? Í sannleika sagt hvarlar að undirrtuðum, að formaðurinn hafi lennt í röngum flokki; Sósíalistaflokkur Íslands hefði hentað betur. Formaðurinn fárast yfir tvölföldu heilbrigðiskerfi, en skilur ekki, að einkageirinn hefur stórlega styrkt heilbrigðiskerfið, gert það fjölbreyttara, tæknivæddara og aukið öruggi þess, auk þess, sem feykimiklir fjármunir hafa komið með einkaaðilum inn í heilbrigðiskerfið. Formaðurinn þykist ætla að styrkja þessa helztu málaflokka sína - sem, sem sagt, reyndar flestir aðrir eru þó með líka - með breyttri forgangsröðun útgjalda ríkisins. Hún þurfi að komast í fjármálaráðuneytið til þess. Mér vitanlega hefur hún þó enga grein gert fyrir því, hvað eða hvar hún ætlar sér að skera niður. Hvað er þar óþarft? Það væri fróðlegt að vita það. Fyrir undirritðum léttvægt snakk. Aðrar leiðir til að bæta og styrkja velferðarkerfið eru: Aukin skattheimta, auknar lántökur ríkissjóðs, lækkun útgjalda, aukin verðmætasköpun og/eða nýjar tekjur. Aukin skatttaka þjóðfélags og skattkerfis, sem hefur verið barið og lamið, til og frá, af mörgum stjórnmálaflokkum og ríkisstjórnum, nú síðustu 5 ár undir stjón Vinstri grænna, og hefur verið í mótun í marga áratugi, er langsótt leið og erfið. Stenzt fyrir undirrituðum ekki, enda komin að þolmörkum. Auknar lántökur eru heldur ekki góð leið, því þær þýða í reynd, að núverandi kynslóð vilji auka sína velferð með lántökum, sem lenda svo mikið á börnum og barnabörnum til greiðslu. Ekki mikil reisn yfir þeirri hugmynd, og akkúrat hér, má hæla Bjarna Benediktssyni, sem ekki er þó minn bezti vinur í pólitík, fyrir það, hvernig hann hefur fært niður skuldir ríkissjóðs á undanförnum árum og tryggt Íslendingum sterkari fjárhagsstöðu, en flestar vestrænar þjóðir njóta. Þessi sterka fjárhagsstaða ríkissjóðs gerði okkur kleift, að fjármagna heimsfaraldurinn án mikilla vandkvæða. Önnur áföll geta dunið yfir. Þessi lágskuldastefna tryggir líka, að vaxtakostnaður ríkissjóðs lækkar, og má nota það fé, sem þar losnar, einmitt til að bæta velferð. Lækkun útgjalda ríkissjóða er erfið leið og torsótt. Þar rekast menn á marga veggi. En ein leið til lækkunnar útgjalda ríkissjóðs, fyrirtækja landsins og almennings er þó greiðfær, ef menn sameinast um hana. Með inngöngu í ESB og upptöku Evru myndu vextir af lánum og skuldum stórlækka, kostnaður allur, þar sem lánsfjármagni er beitt, lækka, auk þess sem upptaka Evru myndi laða erlenda banka og smásölukeðjur til landsins, sem myndu keyra niður bankakostnað og smásöluverð, og, ekki sízt, myndu fjárfestar koma til landsins með stóraukið fjármagn, atvinnulífi og framsókn þess, nýsköpun, verðmætasköpun í landinu, til góðs. Þessa leið vill nýr formaður þó lítt sjá. Gerir hún þá í leiðinni lítið úr afstöðu sinna flokksmanna, en í skoðanakönnun sl. sumar voru 94% þeirra Samfylkingarmanna, sem afstöðu tóku, með ESB-aðild. Varðandi nýjar tekjur, hef ég bent á þá leið, sem Norðmenn fara, þar sem þeir munu frá 1. janúar 2023 taka leigu, afnota- eða auðlindagjald, fyrir afnot af sameiginlegum auðlindum norsku þjóðarinnar, en haf, land og loft, sem ekki er í séreign, verður þar nú skilgreint sem sameign þjóðarinnar. Helztu fiskeldisfyrirtæki í Noregi verða að greiða 40% auðlindagjald af eftir-skatts-hagnaði sínum, 20% til sveitarfélags og 20% til ríkis, frá næstu áramótum, og mun slík leiga verða útfærð á fleiri sviðum. Ekki virðist formaðurinn hafa fylgst mikið með þessu, hvað þá tileinkað sér þá stefnu, heldur fara meira undan í flæmingi, þegar auðlindamálin bera á góma. Það sama gildir um nýja stjórnarskrá, en helztu málin þar eru einmitt lögfesting þess, að auðlindirnar hér séu sameign íslenzku þjóðarinnar, og, að vægi atkvæða í landinu verði jafnað. Dýra-, náttúru- og umhverfisvernd virðist heldur ekki standa hátt skrifuð hjá nýjum formanni, sennilega hefur farið fram hjá henni, að viltum dýrum jarðar hefur fækkað um 70% síðustu fimmtíu árin, og hjá flestum, sem eitthvað vilja sjá og skilja, eru þetta stærstu mál okkar tíma. Hvernig á að skapa varanlega velferð, án þess að fast og alvarlega sé tekið á þessum grunnmálum!? Velferð jarðarinnar sjálfrar. 28-29. október voru því miður engir gæfudagur fyrir Samfylkinguna, né fyrir íslenzk stjórnmál, nema vera skyldi fyrir Viðreisn og Pírata. Evrópu- og stjórnarskrársinnar Samfylkingarinnar kunna nú að færa sig yfir til þeirra. Höfundur er samfélagsrýnir og dýraverndarsinni.
Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta Skoðun
Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun
Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun
Skoðun Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta skrifar
Skoðun Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir skrifar
Skoðun Sameining Garðabæjar og Hafnarfjarðar – kostir – ókostir - skynsemi Ó. Ingi Tómasson skrifar
Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar
Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar
Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta Skoðun
Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun
Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun