Hægt á húsnæðisuppbyggingu til að verja seljendur lúxusíbúða í miðbænum Guðmundur Hrafn Arngrímsson skrifar 1. nóvember 2022 08:32 Í ársbyrjun 2019 kom út skýrsla átakshóp Þjóðhagsráðs um aukið framboð á íbúðum og aðrar aðgerðir til að bæta stöðu húsnæðismarkaði. Þar var máluð kolsvört mynd af stöðunni á húsnæðismarkaði, miklum húsnæðisskorti og lélegri framleiðni á íslenskum húsbyggingarmarkaði. Í niðurstöðum átakshópsins kom fram að óuppfyllt íbúðaþörf væri á milli 5-8.000 íbúðir. Átakshópurinn mat það einnig svo að sú uppbygging á húsnæðis sem þó var fyrir hendi hentaði ekki eigna- og tekjulágum einstaklingum. Í kjölfar þessara niðurstaðna og að tillögu átakshópsins kynnti ríkisstjórnin svo 40 aðgerðir sem koma áttu ástandi á húsnæðismarkaði í ásættanlegt horf. Í byrjun apríl sama ár tilkynntu stjórnvöld svo að auki stuðning við lífskjarasamning í 38 liðum. Allar þessar tillögur sem unnar voru í samstarfi stjórnvalda og hagsmunasamtaka, ásamt embættismönnum og sérfræðingum tóku mið af þeim áþreifanlegum húsnæðisskorti sem birtist hvað skýrast á höfuðborgarsvæðinu. Það þótti því skjóta skökku við að yfirvöld í Reykjavík undir stjórn núverandi borgarstjóra Dags B. Eggertssonar hafi ákveðið að draga úr húsnæðisuppbygginigu í borginni í kjölfarið. Það skyldu eflaust flestir ætla að viðbrögð við skorti á húsnæði þýddi áhersla á aukið framboð, en því var ekki að skipta hjá þáverandi meirihluta í borginni. Meirihlutinn í Reykjavík ákvað að hægja snarlega á húsnæðisuppbyggingu á ársbyrjun 2019 með þeim afleiðingum að íbúðum í Reykjavík fjölgaði aðeins um fimm hundruð fram til ársloka, eða einungis um fimmtíu prósent af þörfinni miðað við fólksfjölgun. Á árunum 2008 til 2014 voru fimm hundruð íbúðir fullkláraðar í Reykjavík, eða eitt einungis hundrað búðir á ári sem skildi eftir sig gríðarlegan skort. Frá 2014 og fram til ársloka 2018 voru tvö þúsund og fimm hundruð íbúðir fullkláraðar í borginni eða að meðaltali sex hundruð og fjörutíu hvert ár. Ástæðan sem gefin var fyrir þessum viðsnúningi hjá borgaryfirvöldum sem þýddi að ganga átti þvert á greiningar og áætlanir stjórnvalda var sú að tveir af viðskiptabönkunum ásamt byggingaraðilum og fasteignasölum töldu offramboð á dýru húsnæði í miðborginni vera að myndast. Til að bregðast við því töldu borgaryfirvöld best að draga úr almennri uppbyggingu þangað til að þessar íbúðir finndu kaupendur. Þetta hafði þau áhrif að húsnæðisverð hækkaði gífurlega og húsaleiga í kjölfarið. Húsnæðisstefna þáverandi meirihluta árið 2019 gekk því út á að verja fjárfesta og byggingaraðila sem stóðu að byggingu lúxusíbúða í miðbænum, á margumtöluðum þéttingareitum en láta almenning og ekki síst leigjendur borga fyrir það. Hækkun á húsaleigu í kjölfarið endaði svo að mestu leyti í vösum sömu fjárfesta, þeirra sem ríktu og ríkja enn yfir húsnæðisuppbyggingu í borginni. Meðalfermetraverð á leigumarkaði í Reykjavík hækkaði um hundrað og fimmtíu krónur á mánuði árið 2018. Árið 2019 varð hækkunin þrjú hundruð krónur, hækkun á húsaleigu jókst því um hundrað prósent á milli ára. Þessi umfram hækkun má rekja beint til ákvarðana borgaryfirvalda um að hægja á uppbyggingu húsnæðis og auka þrýsting á leigumarkaðnum í kjölfarið. Aukakostnaður leigjenda í Reykjavík vegna þessa varð 2.1 milljarður fyrir árið 2019 eða 144.000 kr fyrir hverja meðal-íbúð á leigumarkaðnum. Á leigumarkaði í Reykjavík eru um það bil fjórtán þúsund íbúðir og meðalstærð þeirra er 80 fermetrar. Það gera tæplega 1.2 milljón fermetra sem margfaldast með þeirri umframhækkun sem varð árið 2019. Niðurstaðan er ljós, með ákvörðun sinni um að verja fjárfesta á lúxusíbúðamarkaðnum sköðuðu borgaryfirvöld velferð og framfærslu þúsunda fjölskyldna í Reykjavík. Það var sem sagt offramboð á lúxusíbúðum í miðbænum árið 2019 sem notuð var sem átylla fyrir að hægja á uppbyggingu íbúðarhúsnæðis í borginni með áðurnefndum afleiðingum. Þessi afstaða kom berlega í ljós fyrir síðustu sveitastjórnarkosningar þegar að fulltrúar meirihlutans báru ítrekað við offramboði á húsnæðismarkaði þegar þau voru spurð um ástæðuna fyrir því að dregið var úr uppbyggingu árið 2019. Enn í dag bólar ekkert á yfirsjón þeirri sem ætla mætti að kæmi í kjölfar þess heimatilbúna ástands sem ýkti neyð láglaunafólks í borginni. Hingað til hefur núverandi borgarstjóri þvertekið fyrir að Reykjavíkurborg komi sér sjálf fyrir á húsbyggingamarkaði og auki framboð, né hefur hann léð máls á því að leigjendur fái leiðréttingu vegna ákvarðana hans, þeir sem borga hvað hæst fyrir þessa þjónkun við fjárfesta. Höfundur er formaður Samtaka leigjenda á Íslandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Leigumarkaður Húsnæðismál Reykjavík Borgarstjórn Guðmundur Hrafn Arngrímsson Mest lesið Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Héraðsvötnin eru hjartsláttur fjarðarins Rakel Hinriksdóttir Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson Skoðun Mismunun skýrir aukningu erlendra fanga Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Viljum við stjórnarandstöðu sem þvælist ekki fyrir? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Varst þú að kaupa gallaða fasteign? Sara Bryndís Þórsdóttir Skoðun Aukið við sóun með einhverjum ráðum Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir Skoðun Ef eitthvað væri að marka Bjarna Gunnar Smári Egilsson Skoðun Skólar hafa stigið skrefið með góðum árangri Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Tilgáta um brjálsemi þjóðarleiðtoga Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Blóðbað í Súdan: Framtíðarannáll? Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Á að hita upp allan Faxaflóann? Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Á tímamótum: Sameinuðu þjóðirnar í 80 ár Vala Karen Viðarsdóttir,Védís Ólafsdóttir skrifar Skoðun Borgar sig að vanmeta menntun? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Samfylkingin hækkar gjöld á háskólanema Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar Skoðun Héraðsvötnin eru hjartsláttur fjarðarins Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Mismunun skýrir aukningu erlendra fanga Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Farsæld barna í fyrirrúmi Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Hlúum að persónumiðaðri nálgun í öldrunarþjónustu Margrét Guðnadóttir skrifar Skoðun Viljum við stjórnarandstöðu sem þvælist ekki fyrir? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Skólar hafa stigið skrefið með góðum árangri Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Varst þú að kaupa gallaða fasteign? Sara Bryndís Þórsdóttir skrifar Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun „Glæpir“ Íslendinga Árni Davíðsson skrifar Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar Skoðun Fleiri átök = verri útkoma í lestri? Birgir Hrafn Birgisson skrifar Skoðun Biðin sem (enn) veikir og tekur Guðlaugur Eyjólfsson skrifar Skoðun Stafrænt netöryggisbelti Hrannar Ásgrímsson skrifar Skoðun Hvert stefnir ráðherra? Aðalsteinn Árni Baldursson skrifar Skoðun Free tuition Colin Fisher skrifar Skoðun Þegar fólkið okkar langar að deyja Sigurborg Sveinsdóttir,Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Why protest works Adam Daniel Fishwick skrifar Skoðun Í senn minning og ákvörðun um framtíð Elliði Vignisson skrifar Skoðun Reynslunni ríkari eftir fjárhagsleg áföll síðustu ára Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Ríkisstjórn lobbýistanna Jón Ferdínand Estherarson skrifar Sjá meira
Í ársbyrjun 2019 kom út skýrsla átakshóp Þjóðhagsráðs um aukið framboð á íbúðum og aðrar aðgerðir til að bæta stöðu húsnæðismarkaði. Þar var máluð kolsvört mynd af stöðunni á húsnæðismarkaði, miklum húsnæðisskorti og lélegri framleiðni á íslenskum húsbyggingarmarkaði. Í niðurstöðum átakshópsins kom fram að óuppfyllt íbúðaþörf væri á milli 5-8.000 íbúðir. Átakshópurinn mat það einnig svo að sú uppbygging á húsnæðis sem þó var fyrir hendi hentaði ekki eigna- og tekjulágum einstaklingum. Í kjölfar þessara niðurstaðna og að tillögu átakshópsins kynnti ríkisstjórnin svo 40 aðgerðir sem koma áttu ástandi á húsnæðismarkaði í ásættanlegt horf. Í byrjun apríl sama ár tilkynntu stjórnvöld svo að auki stuðning við lífskjarasamning í 38 liðum. Allar þessar tillögur sem unnar voru í samstarfi stjórnvalda og hagsmunasamtaka, ásamt embættismönnum og sérfræðingum tóku mið af þeim áþreifanlegum húsnæðisskorti sem birtist hvað skýrast á höfuðborgarsvæðinu. Það þótti því skjóta skökku við að yfirvöld í Reykjavík undir stjórn núverandi borgarstjóra Dags B. Eggertssonar hafi ákveðið að draga úr húsnæðisuppbygginigu í borginni í kjölfarið. Það skyldu eflaust flestir ætla að viðbrögð við skorti á húsnæði þýddi áhersla á aukið framboð, en því var ekki að skipta hjá þáverandi meirihluta í borginni. Meirihlutinn í Reykjavík ákvað að hægja snarlega á húsnæðisuppbyggingu á ársbyrjun 2019 með þeim afleiðingum að íbúðum í Reykjavík fjölgaði aðeins um fimm hundruð fram til ársloka, eða einungis um fimmtíu prósent af þörfinni miðað við fólksfjölgun. Á árunum 2008 til 2014 voru fimm hundruð íbúðir fullkláraðar í Reykjavík, eða eitt einungis hundrað búðir á ári sem skildi eftir sig gríðarlegan skort. Frá 2014 og fram til ársloka 2018 voru tvö þúsund og fimm hundruð íbúðir fullkláraðar í borginni eða að meðaltali sex hundruð og fjörutíu hvert ár. Ástæðan sem gefin var fyrir þessum viðsnúningi hjá borgaryfirvöldum sem þýddi að ganga átti þvert á greiningar og áætlanir stjórnvalda var sú að tveir af viðskiptabönkunum ásamt byggingaraðilum og fasteignasölum töldu offramboð á dýru húsnæði í miðborginni vera að myndast. Til að bregðast við því töldu borgaryfirvöld best að draga úr almennri uppbyggingu þangað til að þessar íbúðir finndu kaupendur. Þetta hafði þau áhrif að húsnæðisverð hækkaði gífurlega og húsaleiga í kjölfarið. Húsnæðisstefna þáverandi meirihluta árið 2019 gekk því út á að verja fjárfesta og byggingaraðila sem stóðu að byggingu lúxusíbúða í miðbænum, á margumtöluðum þéttingareitum en láta almenning og ekki síst leigjendur borga fyrir það. Hækkun á húsaleigu í kjölfarið endaði svo að mestu leyti í vösum sömu fjárfesta, þeirra sem ríktu og ríkja enn yfir húsnæðisuppbyggingu í borginni. Meðalfermetraverð á leigumarkaði í Reykjavík hækkaði um hundrað og fimmtíu krónur á mánuði árið 2018. Árið 2019 varð hækkunin þrjú hundruð krónur, hækkun á húsaleigu jókst því um hundrað prósent á milli ára. Þessi umfram hækkun má rekja beint til ákvarðana borgaryfirvalda um að hægja á uppbyggingu húsnæðis og auka þrýsting á leigumarkaðnum í kjölfarið. Aukakostnaður leigjenda í Reykjavík vegna þessa varð 2.1 milljarður fyrir árið 2019 eða 144.000 kr fyrir hverja meðal-íbúð á leigumarkaðnum. Á leigumarkaði í Reykjavík eru um það bil fjórtán þúsund íbúðir og meðalstærð þeirra er 80 fermetrar. Það gera tæplega 1.2 milljón fermetra sem margfaldast með þeirri umframhækkun sem varð árið 2019. Niðurstaðan er ljós, með ákvörðun sinni um að verja fjárfesta á lúxusíbúðamarkaðnum sköðuðu borgaryfirvöld velferð og framfærslu þúsunda fjölskyldna í Reykjavík. Það var sem sagt offramboð á lúxusíbúðum í miðbænum árið 2019 sem notuð var sem átylla fyrir að hægja á uppbyggingu íbúðarhúsnæðis í borginni með áðurnefndum afleiðingum. Þessi afstaða kom berlega í ljós fyrir síðustu sveitastjórnarkosningar þegar að fulltrúar meirihlutans báru ítrekað við offramboði á húsnæðismarkaði þegar þau voru spurð um ástæðuna fyrir því að dregið var úr uppbyggingu árið 2019. Enn í dag bólar ekkert á yfirsjón þeirri sem ætla mætti að kæmi í kjölfar þess heimatilbúna ástands sem ýkti neyð láglaunafólks í borginni. Hingað til hefur núverandi borgarstjóri þvertekið fyrir að Reykjavíkurborg komi sér sjálf fyrir á húsbyggingamarkaði og auki framboð, né hefur hann léð máls á því að leigjendur fái leiðréttingu vegna ákvarðana hans, þeir sem borga hvað hæst fyrir þessa þjónkun við fjárfesta. Höfundur er formaður Samtaka leigjenda á Íslandi.
Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir Skoðun
Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar
Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar
Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir skrifar
Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar
Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir Skoðun