Engir nýir starfsmenn nema nauðsyn beri til Bjarki Sigurðsson skrifar 1. nóvember 2022 13:08 Einar Þorsteinsson, formaður borgarráðs og oddviti Framsóknarflokksins, og Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri Samfylkingarinnar. Í dag kynnti meirihluti Framsóknar, Samfylkingarinnar, Viðreisnar og Pírata fjárhagsáætlun sína. Vísir/Stöð 2 Útkomuspá á rekstri A-hluta borgarinnar gerir ráð fyrir rúmlega fimmtán milljarða króna halla í ár. Gert er ráð fyrir að rekstrarniðurstaðan verði orðin jákvæð frá og með árinu 2024. Fyrsta fjárhagsáætlun meirihluta borgarstjórnar var kynnt í dag. Í áætluninni er gert ráð fyrir áframhaldandi fullri fjármögnun á framlínuþjónustu en aðhaldi í öðrum rekstri borgarinnar. Með því verður hægt að koma til móts við áherslur Græna plansins um græna og vaxandi borg að sögn borgarstjóra. Fjármálastefna borgarinnar var einnig lögð fyrir borgarstjórn í dag en hún byggir að miklu leiti á sjálfbærnigildum. Meðal meginmarkmiða í fjármálastjórn borgarinnar verður að tryggja fulla fjármögnun á rekstri málaflokks fatlaðs fólks, að ná fram hagræðingu í rekstri og lækkun launaútgjalda í hlutfalli af tekjum og að uppbygging á nýjum skólum og leikskólum verði í forgangi. Afkoma af rekstri A-hluta borgarinnar fyrri hluta ársins 2022 var talsvert lakari en áætlanir gerðu ráð fyrir, einkum vegna verðbólgu og vanfjármögnun á rekstri málaflokks fatlaðs fólks. Útkomuspá gerir ráð fyrir halla upp á 15,3 milljarða króna. Þá er gert ráð fyrir því að rekstrarniðurstaða borgarinnar verði orðin jákvæð frá og með árinu 2024. Í fjárhagsáætluninni er aðhalds í framlögum til málaflokka gætt og sett fram áætlun um aðgerðir með hliðsjón af markmiði fjármálastefnu um jafnvægi í rekstri. Á næstu misserum er ekki gert ráð fyrir ráðningum í störf sem losna nema brýna nauðsyn beri til. Nánar má lesa um fjárhagsáætlun borgarinnar fyrir árið 2023 hér og fimm ára áætlun borgarinnar hér. Reykjavík Borgarstjórn Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira
Í áætluninni er gert ráð fyrir áframhaldandi fullri fjármögnun á framlínuþjónustu en aðhaldi í öðrum rekstri borgarinnar. Með því verður hægt að koma til móts við áherslur Græna plansins um græna og vaxandi borg að sögn borgarstjóra. Fjármálastefna borgarinnar var einnig lögð fyrir borgarstjórn í dag en hún byggir að miklu leiti á sjálfbærnigildum. Meðal meginmarkmiða í fjármálastjórn borgarinnar verður að tryggja fulla fjármögnun á rekstri málaflokks fatlaðs fólks, að ná fram hagræðingu í rekstri og lækkun launaútgjalda í hlutfalli af tekjum og að uppbygging á nýjum skólum og leikskólum verði í forgangi. Afkoma af rekstri A-hluta borgarinnar fyrri hluta ársins 2022 var talsvert lakari en áætlanir gerðu ráð fyrir, einkum vegna verðbólgu og vanfjármögnun á rekstri málaflokks fatlaðs fólks. Útkomuspá gerir ráð fyrir halla upp á 15,3 milljarða króna. Þá er gert ráð fyrir því að rekstrarniðurstaða borgarinnar verði orðin jákvæð frá og með árinu 2024. Í fjárhagsáætluninni er aðhalds í framlögum til málaflokka gætt og sett fram áætlun um aðgerðir með hliðsjón af markmiði fjármálastefnu um jafnvægi í rekstri. Á næstu misserum er ekki gert ráð fyrir ráðningum í störf sem losna nema brýna nauðsyn beri til. Nánar má lesa um fjárhagsáætlun borgarinnar fyrir árið 2023 hér og fimm ára áætlun borgarinnar hér.
Reykjavík Borgarstjórn Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira