Stelpurnar slógust í miðjum fótboltaleik Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 2. nóvember 2022 08:30 Ramsey Davis slær hér Maya Gordon hjá LSU en á sama tíma kemur dómarinn með rauða spjaldið á lofti. Skjámynd/Twitter Það hitnaði heldur betur í hlutunum í bandaríska háskólafótboltanum í vikunni þegar skólarnir Ole Miss og LSU mættust í SEC deildinni. Slagsmál brutust út í miðjum leik og enduðu með því að þrír leikmenn fengu rauða spjaldið. Allt byrjaði þetta þegar Maya Gordon hjá LSU og Ramsey Davis hjá Ole Miss lentu saman eftir að hafa barist um boltann við hliðarlínuna. View this post on Instagram A post shared by Just Women s Sports (@justwomenssports) Davis, sem er á þriðja ári, virtist grípa utan um Gordon sem er á síðasta ári. Í kjölfarið fóru hnefarnir á loft og þær slógust. Dómari leiksins kom þá aðvífandi og reyndi að skilja þær í sundur en tókst ekki betur en svo að slagsmálin héldu áfram og fleiri blönduðu sér í þau. Rammie Noel hjá LSU kom hlaupandi á svæðið og greip í hárið á Davis og togaði hana í jörðina. Gordon sást grátandi á hliðarlínunni eftir að hlutirnir róuðust aftur. Davis, Gordon og Noel fengu allar rautt spjald. Það var komið fram í framlengingu þegar allt varð vitlaust. Ole Miss vann leikinn 3-0 í vítakeppni og komst áfram í úrslitakeppni SEC. Liðið mætir South Carolina í næstu umferð. Íslenska landsliðskonan Ída Marín Hermannsdóttir gekk til liðs við LSU í haust og er markahæsti leikmaður liðsins á tímabilinu með sex mörk. Hún spilaði þó ekki í þessum leik. A wild fight broke out in the Ole Miss-LSU women's soccer SEC Tournament first-round match. Three players were ejected. pic.twitter.com/q07yHhdjr2— The Comeback (@thecomeback) October 30, 2022 Bandaríski fótboltinn Mest lesið Evrópa leiðir baráttuna um Ryder bikarinn Sport Víkingur vann bikarinn úr aukaspyrnum Fótbolti NFL leikir á Maracanã næstu fimm árin Sport Kane skoraði hundrað mörk á methraða Fótbolti Einföld aðgerð varð að fimm mánaða ferli Sport Stjarnan sneri leiknum og lagði FH Handbolti KA sótti sigur gegn stigalausu liði HK Handbolti Ekitike var ekki sektaður: „Það má gera mistök hjá þessu félagi“ Enski boltinn Trump missir ekki trúna: „Við munum klára þetta“ Golf Sigurvegari Stokkhólms-maraþonsins látin aðeins þrítug Sport Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Víkingur vann bikarinn úr aukaspyrnum Kane skoraði hundrað mörk á methraða Ekitike var ekki sektaður: „Það má gera mistök hjá þessu félagi“ „Held við séum búnir að sjúga karamelluna nægilega mikið“ Lofar æðislegum leik Palmer frá næstu þrjár vikurnar Flottustu mörkin hjá Newcastle og Arsenal: Snilld Bergkamps og þrumufleygur Tiotés Arnar ekki áfram með Fylki Þjálfari Daníels og Arnórs rekinn Man. Utd tryggir sér aftur táning frá S-Ameríku en fær hann ekki strax Trump hikar ekki við að færa leiki á HM úr hættulegum borgum Sjáðu Stjörnuna stöðva partýið, bombur Bergdísar og dramað í Dalnum „Erfitt að kveðja allt fólkið í Krikanum“ Busquets stígur niður af sviðinu Sjáðu mörkin: Sævar á skotskónum en Giroud með sigurmarkið Sjáðu brotið sem Blikar eru brjálaðir yfir Börsungar halda í við Madrídinga Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 3-0 | Þægilegt hjá Þór/KA Villa vann loksins en Watkins rúinn sjálfstrausti Úr svartnætti í sólarljós „Mjög ljót meiðsli eftir slæma og óþarfa tæklingu“ Uppgjörið: Þróttur - Víkingur 3-2 | Dramatík í Dalnum Látinn eftir höfuðhögg í leik Uppgjörið: FH - Valur 1-1 | Allt jafnt og Blikar nær titli Spilaði fyrsta leikinn í tvö ár: „Er í gervigrasskóm og hef ekki snert gras síðan 2023“ Giroud tryggði sigurinn eftir mark Sævars Högg fyrir KR-inga í fallbaráttunni Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 1-2 | Stjarnan vann sanngjarnt og titillinn bíður betri tíma Trump vill koma í veg fyrir að UEFA banni Ísrael Sjá meira
Slagsmál brutust út í miðjum leik og enduðu með því að þrír leikmenn fengu rauða spjaldið. Allt byrjaði þetta þegar Maya Gordon hjá LSU og Ramsey Davis hjá Ole Miss lentu saman eftir að hafa barist um boltann við hliðarlínuna. View this post on Instagram A post shared by Just Women s Sports (@justwomenssports) Davis, sem er á þriðja ári, virtist grípa utan um Gordon sem er á síðasta ári. Í kjölfarið fóru hnefarnir á loft og þær slógust. Dómari leiksins kom þá aðvífandi og reyndi að skilja þær í sundur en tókst ekki betur en svo að slagsmálin héldu áfram og fleiri blönduðu sér í þau. Rammie Noel hjá LSU kom hlaupandi á svæðið og greip í hárið á Davis og togaði hana í jörðina. Gordon sást grátandi á hliðarlínunni eftir að hlutirnir róuðust aftur. Davis, Gordon og Noel fengu allar rautt spjald. Það var komið fram í framlengingu þegar allt varð vitlaust. Ole Miss vann leikinn 3-0 í vítakeppni og komst áfram í úrslitakeppni SEC. Liðið mætir South Carolina í næstu umferð. Íslenska landsliðskonan Ída Marín Hermannsdóttir gekk til liðs við LSU í haust og er markahæsti leikmaður liðsins á tímabilinu með sex mörk. Hún spilaði þó ekki í þessum leik. A wild fight broke out in the Ole Miss-LSU women's soccer SEC Tournament first-round match. Three players were ejected. pic.twitter.com/q07yHhdjr2— The Comeback (@thecomeback) October 30, 2022
Bandaríski fótboltinn Mest lesið Evrópa leiðir baráttuna um Ryder bikarinn Sport Víkingur vann bikarinn úr aukaspyrnum Fótbolti NFL leikir á Maracanã næstu fimm árin Sport Kane skoraði hundrað mörk á methraða Fótbolti Einföld aðgerð varð að fimm mánaða ferli Sport Stjarnan sneri leiknum og lagði FH Handbolti KA sótti sigur gegn stigalausu liði HK Handbolti Ekitike var ekki sektaður: „Það má gera mistök hjá þessu félagi“ Enski boltinn Trump missir ekki trúna: „Við munum klára þetta“ Golf Sigurvegari Stokkhólms-maraþonsins látin aðeins þrítug Sport Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Víkingur vann bikarinn úr aukaspyrnum Kane skoraði hundrað mörk á methraða Ekitike var ekki sektaður: „Það má gera mistök hjá þessu félagi“ „Held við séum búnir að sjúga karamelluna nægilega mikið“ Lofar æðislegum leik Palmer frá næstu þrjár vikurnar Flottustu mörkin hjá Newcastle og Arsenal: Snilld Bergkamps og þrumufleygur Tiotés Arnar ekki áfram með Fylki Þjálfari Daníels og Arnórs rekinn Man. Utd tryggir sér aftur táning frá S-Ameríku en fær hann ekki strax Trump hikar ekki við að færa leiki á HM úr hættulegum borgum Sjáðu Stjörnuna stöðva partýið, bombur Bergdísar og dramað í Dalnum „Erfitt að kveðja allt fólkið í Krikanum“ Busquets stígur niður af sviðinu Sjáðu mörkin: Sævar á skotskónum en Giroud með sigurmarkið Sjáðu brotið sem Blikar eru brjálaðir yfir Börsungar halda í við Madrídinga Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 3-0 | Þægilegt hjá Þór/KA Villa vann loksins en Watkins rúinn sjálfstrausti Úr svartnætti í sólarljós „Mjög ljót meiðsli eftir slæma og óþarfa tæklingu“ Uppgjörið: Þróttur - Víkingur 3-2 | Dramatík í Dalnum Látinn eftir höfuðhögg í leik Uppgjörið: FH - Valur 1-1 | Allt jafnt og Blikar nær titli Spilaði fyrsta leikinn í tvö ár: „Er í gervigrasskóm og hef ekki snert gras síðan 2023“ Giroud tryggði sigurinn eftir mark Sævars Högg fyrir KR-inga í fallbaráttunni Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 1-2 | Stjarnan vann sanngjarnt og titillinn bíður betri tíma Trump vill koma í veg fyrir að UEFA banni Ísrael Sjá meira