Öryggis- og friðarmál miðpunktur umræðunnar á Norðurlandaráðsþingi Heimir Már Pétursson skrifar 2. nóvember 2022 12:31 Sanna Marin, Katrin Jakobsdottir, Jonas Gahr Store á góðri stundu. AP/Vesa Moilanen Forsætisráðherra segir öryggis- og varnarmál vera miðpunkt umræðunnar á þingi Norðurlandaráðs sem nú væri haldið í skugga innrásar Rússa í Úkraínu. Ísland muni leggja áherslu á friðarmál undir formennsku hennar í ráðherraráði ríkjanna með alþjóðlegri friðarráðstefnu í Reykjavík á næsta ári. Þing Norðurlandaráðs hófst í Helsinki í Finnlandi í gær og lýkur á fimmtudag. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir forsætisráðherra ríkjanna hafa rætt í gær um áætlun sem samþykkt var árið 2019 um að Norðurlöndin verði sjálfbærasta svæði heims fyrir 2030. Sanna Marin forsætisráðherra Finnlands og Katrin Jakobsdottir forsætisráðherra Íslands á þingi Norðurlandaráðs í Helsinki.AP/Vesa Moilanen „Svo er það stríðið sem er hér í raun og veru yfir og allt um lykjandi. Það má segja að þingið sé haldið í skugga innrásar Rússa í Úkraínu. Það er auðvitað mjög áberandi að þessi mál, utanríkis- og varnarmál, hafa kannski ekki mikið verið rædd á vettvangi Norðurlandaráðs en núna eru þau í algerum miðpunkti,“ segir Katrín. Mikil samstaða ríki milli landanna í viðbrögðum við stríðinu í Úkraínu en einhver áherslumunur sé mili þeirra í loftslagsmálum þótt eining ríki um framtíðarsýnina. Verkefnið nái til þess sem hvert og eitt ríki geri á heimavelli en líka gagnvart umheiminum. Norðurlöndin væru í vaxandi mæli að styrkja önnur og fátækari ríki í loftslagsmálum. „Sem einmitt þurfa þennan stuðning til að geta tryggt velsæld sinna íbúa og um leið dregið úr losun,“ segir forsætisráðherra. Katrín tekur við formennsku í ráðherraráði Norðurlandaráðs á næsta ári og kynntu íslensku fulltrúarnir áherslur sínar á þinginu í gær varðandi loftslagsmálin og önnur mál. Að auki setji Ísland friðarmál á dagskrá sem hafi mælst vel fyrir. Katrin Jakobsdottir, Jonas Gahr Store, Sanna Marin Ulf Kristersson á þingi Norðurlandaráðs í Helsinki. Mette Frederikssen var fjarri góðu gamni vegna þingkosninga í Danmörku.AP/Vesa Moilanen „Við erum í raun og veru að segja út af stöðunni, þar sem notkun til dæmis kjarnavopna er skyndilega orðin eitthvað sem er rætt um eins og möguleika, hafi aldrei verið brýnna að ræða frið. Hvernig við getum tryggt frið í álfunni okkar, segir Katrín. Áhrif stríðsins á íbúa Úkraínu og öryggi og velsæld íbúa allrar Evrópu birtist öllum glögglega um þessar mundir. Þess vegna muni Ísland setja friðarmálin í forgang og kalla fólk saman í Reykjavík. „Við munum efna til alþjóðlegrar friðarráðstefnu í tilefni af okkar formennsku. Auðvitað má segja að friðurinn sé undirstaðan undir allt annað sem við erum að gera,“ sagði Katrín Jakobsdóttir. Norðurlandaráð Utanríkismál Öryggis- og varnarmál Finnland Innrás Rússa í Úkraínu Tengdar fréttir Félagslegar áherslur Norðurlanda verða að fylgja loftslagsaðgerðum Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir Norðurlöndin deila gildismati og framtíðarsýn og styðji öll Úkraínu eftir innrás Rússa. 1. nóvember 2022 20:09 Mest lesið Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Erlent Þegar Þorvaldur í Síld og fisk varð örlagavaldur Loftleiða Innlent Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Innlent Þrír réðust á ungan mann í Árbænum og flúðu á brott Innlent Ætlar að tala við Pútín um að „binda enda á blóðbaðið“ Erlent Eins og að vera fangi í eigin líkama Fréttir Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt Innlent Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Innlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent Hafa náð stjórn á sinueldi í sumarhúsabyggð Innlent Fleiri fréttir Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Ætlar að tala við Pútín um að „binda enda á blóðbaðið“ Fimm látnir eftir þyrluslys í Finnlandi Tugir látnir eftir hvirfilbyl í Bandaríkjunum Árásirnar sagðar þær umfangsmestu síðan viðræðurnar fóru fyrir bí Níu drepnir í drónaárás á rútu Samþykktu fangaskipti á næstu dögum Hlýtur 25 ára dóm fyrir banatilræðið við Rushdie Gerðu umfangsmiklar árásir á Jemen Óásættanlegar kröfur frá Rússum á stuttum fundi Diplómatinn sem grunaður var um njósnir er látinn Sakaður um að kalla eftir dauða Trumps með mynd af skeljum „Rússland vill augljóslega stríð“ Rekja fjöldamorðið í Örebro til gremju byssumannsins vegna lífs síns Íhuga að refsa Pakistönum með stíflum og fráveituskurðum Litlar væntingar til fyrstu beinu friðarviðræðnanna í meira en þrjú ár Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Tekið tíma að bera kennsl á illa farin lík Létu Cassie lesa upp kynferðisleg skilaboð til Diddy „Við getum ekki hlaupið um heiminn í leit að Pútín“ Undirbúa að verja mun meira til varnarmála Hnattræn hlýnun nær í skottið á einni af perlum Patagóníu ESB tapar máli um samskipti von der Leyen og Pfizer-forstjóra Vill gera Gasa að „frelsissvæði“ Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Alþjóðaglæpadómstóllinn lamaður vegna þvingana Bandaríkjanna Loftárásir héldu áfram og segja enn harðari árásir framundan Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí „Fátækasti forseti heims“ látinn Einn lifði rúmlega hundrað metra fall af og gekk eftir hjálp Sjá meira
Þing Norðurlandaráðs hófst í Helsinki í Finnlandi í gær og lýkur á fimmtudag. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir forsætisráðherra ríkjanna hafa rætt í gær um áætlun sem samþykkt var árið 2019 um að Norðurlöndin verði sjálfbærasta svæði heims fyrir 2030. Sanna Marin forsætisráðherra Finnlands og Katrin Jakobsdottir forsætisráðherra Íslands á þingi Norðurlandaráðs í Helsinki.AP/Vesa Moilanen „Svo er það stríðið sem er hér í raun og veru yfir og allt um lykjandi. Það má segja að þingið sé haldið í skugga innrásar Rússa í Úkraínu. Það er auðvitað mjög áberandi að þessi mál, utanríkis- og varnarmál, hafa kannski ekki mikið verið rædd á vettvangi Norðurlandaráðs en núna eru þau í algerum miðpunkti,“ segir Katrín. Mikil samstaða ríki milli landanna í viðbrögðum við stríðinu í Úkraínu en einhver áherslumunur sé mili þeirra í loftslagsmálum þótt eining ríki um framtíðarsýnina. Verkefnið nái til þess sem hvert og eitt ríki geri á heimavelli en líka gagnvart umheiminum. Norðurlöndin væru í vaxandi mæli að styrkja önnur og fátækari ríki í loftslagsmálum. „Sem einmitt þurfa þennan stuðning til að geta tryggt velsæld sinna íbúa og um leið dregið úr losun,“ segir forsætisráðherra. Katrín tekur við formennsku í ráðherraráði Norðurlandaráðs á næsta ári og kynntu íslensku fulltrúarnir áherslur sínar á þinginu í gær varðandi loftslagsmálin og önnur mál. Að auki setji Ísland friðarmál á dagskrá sem hafi mælst vel fyrir. Katrin Jakobsdottir, Jonas Gahr Store, Sanna Marin Ulf Kristersson á þingi Norðurlandaráðs í Helsinki. Mette Frederikssen var fjarri góðu gamni vegna þingkosninga í Danmörku.AP/Vesa Moilanen „Við erum í raun og veru að segja út af stöðunni, þar sem notkun til dæmis kjarnavopna er skyndilega orðin eitthvað sem er rætt um eins og möguleika, hafi aldrei verið brýnna að ræða frið. Hvernig við getum tryggt frið í álfunni okkar, segir Katrín. Áhrif stríðsins á íbúa Úkraínu og öryggi og velsæld íbúa allrar Evrópu birtist öllum glögglega um þessar mundir. Þess vegna muni Ísland setja friðarmálin í forgang og kalla fólk saman í Reykjavík. „Við munum efna til alþjóðlegrar friðarráðstefnu í tilefni af okkar formennsku. Auðvitað má segja að friðurinn sé undirstaðan undir allt annað sem við erum að gera,“ sagði Katrín Jakobsdóttir.
Norðurlandaráð Utanríkismál Öryggis- og varnarmál Finnland Innrás Rússa í Úkraínu Tengdar fréttir Félagslegar áherslur Norðurlanda verða að fylgja loftslagsaðgerðum Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir Norðurlöndin deila gildismati og framtíðarsýn og styðji öll Úkraínu eftir innrás Rússa. 1. nóvember 2022 20:09 Mest lesið Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Erlent Þegar Þorvaldur í Síld og fisk varð örlagavaldur Loftleiða Innlent Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Innlent Þrír réðust á ungan mann í Árbænum og flúðu á brott Innlent Ætlar að tala við Pútín um að „binda enda á blóðbaðið“ Erlent Eins og að vera fangi í eigin líkama Fréttir Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt Innlent Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Innlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent Hafa náð stjórn á sinueldi í sumarhúsabyggð Innlent Fleiri fréttir Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Ætlar að tala við Pútín um að „binda enda á blóðbaðið“ Fimm látnir eftir þyrluslys í Finnlandi Tugir látnir eftir hvirfilbyl í Bandaríkjunum Árásirnar sagðar þær umfangsmestu síðan viðræðurnar fóru fyrir bí Níu drepnir í drónaárás á rútu Samþykktu fangaskipti á næstu dögum Hlýtur 25 ára dóm fyrir banatilræðið við Rushdie Gerðu umfangsmiklar árásir á Jemen Óásættanlegar kröfur frá Rússum á stuttum fundi Diplómatinn sem grunaður var um njósnir er látinn Sakaður um að kalla eftir dauða Trumps með mynd af skeljum „Rússland vill augljóslega stríð“ Rekja fjöldamorðið í Örebro til gremju byssumannsins vegna lífs síns Íhuga að refsa Pakistönum með stíflum og fráveituskurðum Litlar væntingar til fyrstu beinu friðarviðræðnanna í meira en þrjú ár Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Tekið tíma að bera kennsl á illa farin lík Létu Cassie lesa upp kynferðisleg skilaboð til Diddy „Við getum ekki hlaupið um heiminn í leit að Pútín“ Undirbúa að verja mun meira til varnarmála Hnattræn hlýnun nær í skottið á einni af perlum Patagóníu ESB tapar máli um samskipti von der Leyen og Pfizer-forstjóra Vill gera Gasa að „frelsissvæði“ Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Alþjóðaglæpadómstóllinn lamaður vegna þvingana Bandaríkjanna Loftárásir héldu áfram og segja enn harðari árásir framundan Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí „Fátækasti forseti heims“ látinn Einn lifði rúmlega hundrað metra fall af og gekk eftir hjálp Sjá meira
Félagslegar áherslur Norðurlanda verða að fylgja loftslagsaðgerðum Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir Norðurlöndin deila gildismati og framtíðarsýn og styðji öll Úkraínu eftir innrás Rússa. 1. nóvember 2022 20:09