Öryggis- og friðarmál miðpunktur umræðunnar á Norðurlandaráðsþingi Heimir Már Pétursson skrifar 2. nóvember 2022 12:31 Sanna Marin, Katrin Jakobsdottir, Jonas Gahr Store á góðri stundu. AP/Vesa Moilanen Forsætisráðherra segir öryggis- og varnarmál vera miðpunkt umræðunnar á þingi Norðurlandaráðs sem nú væri haldið í skugga innrásar Rússa í Úkraínu. Ísland muni leggja áherslu á friðarmál undir formennsku hennar í ráðherraráði ríkjanna með alþjóðlegri friðarráðstefnu í Reykjavík á næsta ári. Þing Norðurlandaráðs hófst í Helsinki í Finnlandi í gær og lýkur á fimmtudag. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir forsætisráðherra ríkjanna hafa rætt í gær um áætlun sem samþykkt var árið 2019 um að Norðurlöndin verði sjálfbærasta svæði heims fyrir 2030. Sanna Marin forsætisráðherra Finnlands og Katrin Jakobsdottir forsætisráðherra Íslands á þingi Norðurlandaráðs í Helsinki.AP/Vesa Moilanen „Svo er það stríðið sem er hér í raun og veru yfir og allt um lykjandi. Það má segja að þingið sé haldið í skugga innrásar Rússa í Úkraínu. Það er auðvitað mjög áberandi að þessi mál, utanríkis- og varnarmál, hafa kannski ekki mikið verið rædd á vettvangi Norðurlandaráðs en núna eru þau í algerum miðpunkti,“ segir Katrín. Mikil samstaða ríki milli landanna í viðbrögðum við stríðinu í Úkraínu en einhver áherslumunur sé mili þeirra í loftslagsmálum þótt eining ríki um framtíðarsýnina. Verkefnið nái til þess sem hvert og eitt ríki geri á heimavelli en líka gagnvart umheiminum. Norðurlöndin væru í vaxandi mæli að styrkja önnur og fátækari ríki í loftslagsmálum. „Sem einmitt þurfa þennan stuðning til að geta tryggt velsæld sinna íbúa og um leið dregið úr losun,“ segir forsætisráðherra. Katrín tekur við formennsku í ráðherraráði Norðurlandaráðs á næsta ári og kynntu íslensku fulltrúarnir áherslur sínar á þinginu í gær varðandi loftslagsmálin og önnur mál. Að auki setji Ísland friðarmál á dagskrá sem hafi mælst vel fyrir. Katrin Jakobsdottir, Jonas Gahr Store, Sanna Marin Ulf Kristersson á þingi Norðurlandaráðs í Helsinki. Mette Frederikssen var fjarri góðu gamni vegna þingkosninga í Danmörku.AP/Vesa Moilanen „Við erum í raun og veru að segja út af stöðunni, þar sem notkun til dæmis kjarnavopna er skyndilega orðin eitthvað sem er rætt um eins og möguleika, hafi aldrei verið brýnna að ræða frið. Hvernig við getum tryggt frið í álfunni okkar, segir Katrín. Áhrif stríðsins á íbúa Úkraínu og öryggi og velsæld íbúa allrar Evrópu birtist öllum glögglega um þessar mundir. Þess vegna muni Ísland setja friðarmálin í forgang og kalla fólk saman í Reykjavík. „Við munum efna til alþjóðlegrar friðarráðstefnu í tilefni af okkar formennsku. Auðvitað má segja að friðurinn sé undirstaðan undir allt annað sem við erum að gera,“ sagði Katrín Jakobsdóttir. Norðurlandaráð Utanríkismál Öryggis- og varnarmál Finnland Innrás Rússa í Úkraínu Tengdar fréttir Félagslegar áherslur Norðurlanda verða að fylgja loftslagsaðgerðum Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir Norðurlöndin deila gildismati og framtíðarsýn og styðji öll Úkraínu eftir innrás Rússa. 1. nóvember 2022 20:09 Mest lesið Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Erlent Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Innlent Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ Innlent Helsta klappstýran sögð slegin yfir sálarástandi Trumps Erlent Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Óvissa um framboð bæði Írisar og listans Innlent Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Innlent Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Erlent Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Innlent Ákærður fyrir að taka son sinn hálstaki Innlent Fleiri fréttir Segir Trump ekki reiðan Íslandi Dómsdagsklukkan færð fram Sendir herskipaflota að Íran og hótar „ofbeldi“ Helsta klappstýran sögð slegin yfir sálarástandi Trumps Verða ekki viðstödd réttarhöld stjúpsonarins Vilja veita þúsundum sem dvelja ólölega á Spáni dvalarleyfi Ná saman um myndun minnihlutastjórnar í Hollandi Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Bandaríkin hyggja á heræfingar í Mið-Austurlöndum Svíar líta til kjarnorkuvopna Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Tala fallinna og særðra nálgast tvær milljónir Svíar hyggjast lækka sakhæfisaldur „Móðir allra samninga“ Um þriðjungur Dana fær 50 þúsund króna „matartékka“ beint í vasann frá ríkinu Segja mögulegt að yfir 30.000 hafi verið drepin í mótmælunum Franska þingið samþykkti símabann hjá börnum Evrópusambandið og Indland ganga frá fríverslunarsamningi Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Trump sagður hafa lofað óháðum rannsóknum í Minnesota Einn lifði flugslys í Maine af en sjö dóu Hafa fundið lík síðasta gíslsins á Gasa Börnin heima þegar móðir þeirra var stungin til bana Flugferðum aflýst og hvatt til heimavinnu vegna snjókomu Leita að líkamsleifum síðasta gíslsins Morðið á Pretti gagnrýnt úr ólíklegustu áttum Skotinn til bana: Myndefnið þvert á orð ráðherrans Sjá meira
Þing Norðurlandaráðs hófst í Helsinki í Finnlandi í gær og lýkur á fimmtudag. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir forsætisráðherra ríkjanna hafa rætt í gær um áætlun sem samþykkt var árið 2019 um að Norðurlöndin verði sjálfbærasta svæði heims fyrir 2030. Sanna Marin forsætisráðherra Finnlands og Katrin Jakobsdottir forsætisráðherra Íslands á þingi Norðurlandaráðs í Helsinki.AP/Vesa Moilanen „Svo er það stríðið sem er hér í raun og veru yfir og allt um lykjandi. Það má segja að þingið sé haldið í skugga innrásar Rússa í Úkraínu. Það er auðvitað mjög áberandi að þessi mál, utanríkis- og varnarmál, hafa kannski ekki mikið verið rædd á vettvangi Norðurlandaráðs en núna eru þau í algerum miðpunkti,“ segir Katrín. Mikil samstaða ríki milli landanna í viðbrögðum við stríðinu í Úkraínu en einhver áherslumunur sé mili þeirra í loftslagsmálum þótt eining ríki um framtíðarsýnina. Verkefnið nái til þess sem hvert og eitt ríki geri á heimavelli en líka gagnvart umheiminum. Norðurlöndin væru í vaxandi mæli að styrkja önnur og fátækari ríki í loftslagsmálum. „Sem einmitt þurfa þennan stuðning til að geta tryggt velsæld sinna íbúa og um leið dregið úr losun,“ segir forsætisráðherra. Katrín tekur við formennsku í ráðherraráði Norðurlandaráðs á næsta ári og kynntu íslensku fulltrúarnir áherslur sínar á þinginu í gær varðandi loftslagsmálin og önnur mál. Að auki setji Ísland friðarmál á dagskrá sem hafi mælst vel fyrir. Katrin Jakobsdottir, Jonas Gahr Store, Sanna Marin Ulf Kristersson á þingi Norðurlandaráðs í Helsinki. Mette Frederikssen var fjarri góðu gamni vegna þingkosninga í Danmörku.AP/Vesa Moilanen „Við erum í raun og veru að segja út af stöðunni, þar sem notkun til dæmis kjarnavopna er skyndilega orðin eitthvað sem er rætt um eins og möguleika, hafi aldrei verið brýnna að ræða frið. Hvernig við getum tryggt frið í álfunni okkar, segir Katrín. Áhrif stríðsins á íbúa Úkraínu og öryggi og velsæld íbúa allrar Evrópu birtist öllum glögglega um þessar mundir. Þess vegna muni Ísland setja friðarmálin í forgang og kalla fólk saman í Reykjavík. „Við munum efna til alþjóðlegrar friðarráðstefnu í tilefni af okkar formennsku. Auðvitað má segja að friðurinn sé undirstaðan undir allt annað sem við erum að gera,“ sagði Katrín Jakobsdóttir.
Norðurlandaráð Utanríkismál Öryggis- og varnarmál Finnland Innrás Rússa í Úkraínu Tengdar fréttir Félagslegar áherslur Norðurlanda verða að fylgja loftslagsaðgerðum Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir Norðurlöndin deila gildismati og framtíðarsýn og styðji öll Úkraínu eftir innrás Rússa. 1. nóvember 2022 20:09 Mest lesið Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Erlent Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Innlent Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ Innlent Helsta klappstýran sögð slegin yfir sálarástandi Trumps Erlent Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Óvissa um framboð bæði Írisar og listans Innlent Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Innlent Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Erlent Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Innlent Ákærður fyrir að taka son sinn hálstaki Innlent Fleiri fréttir Segir Trump ekki reiðan Íslandi Dómsdagsklukkan færð fram Sendir herskipaflota að Íran og hótar „ofbeldi“ Helsta klappstýran sögð slegin yfir sálarástandi Trumps Verða ekki viðstödd réttarhöld stjúpsonarins Vilja veita þúsundum sem dvelja ólölega á Spáni dvalarleyfi Ná saman um myndun minnihlutastjórnar í Hollandi Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Bandaríkin hyggja á heræfingar í Mið-Austurlöndum Svíar líta til kjarnorkuvopna Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Tala fallinna og særðra nálgast tvær milljónir Svíar hyggjast lækka sakhæfisaldur „Móðir allra samninga“ Um þriðjungur Dana fær 50 þúsund króna „matartékka“ beint í vasann frá ríkinu Segja mögulegt að yfir 30.000 hafi verið drepin í mótmælunum Franska þingið samþykkti símabann hjá börnum Evrópusambandið og Indland ganga frá fríverslunarsamningi Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Trump sagður hafa lofað óháðum rannsóknum í Minnesota Einn lifði flugslys í Maine af en sjö dóu Hafa fundið lík síðasta gíslsins á Gasa Börnin heima þegar móðir þeirra var stungin til bana Flugferðum aflýst og hvatt til heimavinnu vegna snjókomu Leita að líkamsleifum síðasta gíslsins Morðið á Pretti gagnrýnt úr ólíklegustu áttum Skotinn til bana: Myndefnið þvert á orð ráðherrans Sjá meira
Félagslegar áherslur Norðurlanda verða að fylgja loftslagsaðgerðum Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir Norðurlöndin deila gildismati og framtíðarsýn og styðji öll Úkraínu eftir innrás Rússa. 1. nóvember 2022 20:09