Of ung til að mega fagna titlinum með liðsfélögum sínum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 3. nóvember 2022 10:30 Leikmenn Portland Thorns fagna sigri í úrslitaleiknum um bandaríska titilinn en þarna má sjá Oliviu Moultrie „út í horni“. AP/Nick Wass Stundum getur það skapað skrýtin vandamál þegar þú ert orðin atvinnumaður í fótbolta áður en þú færð bílprófið og spilar líka með besta liði landsins. Portland Thorns varð á dögunum bandarískur meistari í kvennafótboltanum og stelpurnar fögnuðu vel eftir 2-0 sigur á Kansas City Current í úrslitaleiknum. Sophia Smith skoraði fyrra markið en það síðara var sjálfsmark. Það var full ástæða til að fagna vel inn í klefa eftir leik og eins og venja er þá opnuðu meistararnir nokkrar kampavínsflöskur í tilefni sigursins. I cannot stop cackling at these photos of 17-year-old Portland Thorns midfielder Olivia Moultrie during the #NWSL championship celebrations. She obviously wasn't allowed to participate but she had a chance to witness the mayhem.These are the woes of a prodigy pic.twitter.com/15WfzS0804— Meredith Cash (@mercash22) November 1, 2022 Það var bara eitt vandamál þegar kampavínið fór að flæða að með Portland liðinu spilar hin sautján ára gamla Olivia Moultrie. Hún er sú yngsta sem hefur skrifað undir samning við lið í NWSL deildinni. Olivia kom inn á sem varamaður í úrslitaleiknum en hún skoraði 3 mörk og gaf 4 stoðsendingar í fimmtán leikjum á tímabilinu. Olivia hélt upp á sautján ára afmælið í septembermánuði og það eru enn fjögur ár í því að hún megi drekka. Fólk fór því að gera góðlátlegt grín að því á samfélagsmiðlum þegar unga stelpan var skilin út undan í klefanum þegar stelpurnar fóru að skála fyrir sigrinum eins og sést hér fyrir ofan og neðan. Olivia var hreinlega of ung til að mega fagna titlinum með liðsfélögum sínum Olivia er vissulega of ung fyrir sigurvökvann en hún er strax byrjuð að safna titlum sem gætu því orðið margir ef hún verður í boltanum næst tvo áratugina. Það eru allir á því að þetta sé mikið hæfileikabúnt sem er efni í stórstjörnu í kvennafótboltanum haldi hún rétt á spilunum. View this post on Instagram A post shared by Just Women s Sports (@justwomenssports) Bandaríski fótboltinn Mest lesið Kári Kristján spilar aldrei aftur fyrir ÍBV Handbolti Endurkomusigur í stórskemmtilegum opnunarleik Enski boltinn Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Enski boltinn Ótrúlegt golfhögg í reiðiskasti slær í gegn á netinu Golf Opnunarleikurinn var stöðvaður vegna kynþáttaníðs Enski boltinn ÍBV segir tvær hliðar á málinu og óskar Kára velfarnaðar Handbolti Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina Enski boltinn Táningi hótað lífláti þrátt fyrir sigurinn á Víkingum Fótbolti „Algjörlega niðurbrotinn eftir þetta tap“ Fótbolti Danirnir hjá Norwich fögnuðu óförum Víkinga berir að ofan Fótbolti Fleiri fréttir Villareal vann í endurkomu Cazorla og frumraun Partey Opnunarleikurinn var stöðvaður vegna kynþáttaníðs Kristall farinn að skora aftur eftir meiðslin Aston Villa sektað og bannað að nota marga bolta Endurkomusigur í stórskemmtilegum opnunarleik „Allt er þegar þrennt er“ Liverpool kaupir ungan ítalskan miðvörð Brentford að slá félagaskiptametið Allar tilfinningarnar í gangi Enska augnablikið: Hamingjureiturinn Stórkostleg tölfræði Salah í fyrsta leik „Tölfræðin er eins og bikiní“ Fjölskylda Jota á Anfield í kvöld Táningi hótað lífláti þrátt fyrir sigurinn á Víkingum „Maður er búinn að vera á nálum“ Hentu ferðatöskum inn á völlinn í miðjum leik Danirnir hjá Norwich fögnuðu óförum Víkinga berir að ofan Spurningar um Isak tóku yfir fundinn Sjáðu þáttinn um fyrsta N1-mót kvenna: Smá stress, snitsel og Sandra María skrifaði á skó Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Sjáðu dramtíkina á Króknum í gær: Aftur fengu Þróttarakonur rautt spjald Karólína Lea valin best í fyrsta leik Enska augnablikið: Eftirminnilegasta lýsing Íslandssögunnar Nýr framherji Man. United treður með miklum tilþrifum í körfuna „Gefa áhorfendum innsýn í það sem sérfræðingarnir gera“ Dagskráin: Fyrsti leikur í enska boltanum „Galið og fáránlegt“ Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina ÍBV búið að tryggja sér sæti í Bestu deildinni „Vorum líkari okkur sjálfum að þessu sinni“ Sjá meira
Portland Thorns varð á dögunum bandarískur meistari í kvennafótboltanum og stelpurnar fögnuðu vel eftir 2-0 sigur á Kansas City Current í úrslitaleiknum. Sophia Smith skoraði fyrra markið en það síðara var sjálfsmark. Það var full ástæða til að fagna vel inn í klefa eftir leik og eins og venja er þá opnuðu meistararnir nokkrar kampavínsflöskur í tilefni sigursins. I cannot stop cackling at these photos of 17-year-old Portland Thorns midfielder Olivia Moultrie during the #NWSL championship celebrations. She obviously wasn't allowed to participate but she had a chance to witness the mayhem.These are the woes of a prodigy pic.twitter.com/15WfzS0804— Meredith Cash (@mercash22) November 1, 2022 Það var bara eitt vandamál þegar kampavínið fór að flæða að með Portland liðinu spilar hin sautján ára gamla Olivia Moultrie. Hún er sú yngsta sem hefur skrifað undir samning við lið í NWSL deildinni. Olivia kom inn á sem varamaður í úrslitaleiknum en hún skoraði 3 mörk og gaf 4 stoðsendingar í fimmtán leikjum á tímabilinu. Olivia hélt upp á sautján ára afmælið í septembermánuði og það eru enn fjögur ár í því að hún megi drekka. Fólk fór því að gera góðlátlegt grín að því á samfélagsmiðlum þegar unga stelpan var skilin út undan í klefanum þegar stelpurnar fóru að skála fyrir sigrinum eins og sést hér fyrir ofan og neðan. Olivia var hreinlega of ung til að mega fagna titlinum með liðsfélögum sínum Olivia er vissulega of ung fyrir sigurvökvann en hún er strax byrjuð að safna titlum sem gætu því orðið margir ef hún verður í boltanum næst tvo áratugina. Það eru allir á því að þetta sé mikið hæfileikabúnt sem er efni í stórstjörnu í kvennafótboltanum haldi hún rétt á spilunum. View this post on Instagram A post shared by Just Women s Sports (@justwomenssports)
Bandaríski fótboltinn Mest lesið Kári Kristján spilar aldrei aftur fyrir ÍBV Handbolti Endurkomusigur í stórskemmtilegum opnunarleik Enski boltinn Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Enski boltinn Ótrúlegt golfhögg í reiðiskasti slær í gegn á netinu Golf Opnunarleikurinn var stöðvaður vegna kynþáttaníðs Enski boltinn ÍBV segir tvær hliðar á málinu og óskar Kára velfarnaðar Handbolti Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina Enski boltinn Táningi hótað lífláti þrátt fyrir sigurinn á Víkingum Fótbolti „Algjörlega niðurbrotinn eftir þetta tap“ Fótbolti Danirnir hjá Norwich fögnuðu óförum Víkinga berir að ofan Fótbolti Fleiri fréttir Villareal vann í endurkomu Cazorla og frumraun Partey Opnunarleikurinn var stöðvaður vegna kynþáttaníðs Kristall farinn að skora aftur eftir meiðslin Aston Villa sektað og bannað að nota marga bolta Endurkomusigur í stórskemmtilegum opnunarleik „Allt er þegar þrennt er“ Liverpool kaupir ungan ítalskan miðvörð Brentford að slá félagaskiptametið Allar tilfinningarnar í gangi Enska augnablikið: Hamingjureiturinn Stórkostleg tölfræði Salah í fyrsta leik „Tölfræðin er eins og bikiní“ Fjölskylda Jota á Anfield í kvöld Táningi hótað lífláti þrátt fyrir sigurinn á Víkingum „Maður er búinn að vera á nálum“ Hentu ferðatöskum inn á völlinn í miðjum leik Danirnir hjá Norwich fögnuðu óförum Víkinga berir að ofan Spurningar um Isak tóku yfir fundinn Sjáðu þáttinn um fyrsta N1-mót kvenna: Smá stress, snitsel og Sandra María skrifaði á skó Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Sjáðu dramtíkina á Króknum í gær: Aftur fengu Þróttarakonur rautt spjald Karólína Lea valin best í fyrsta leik Enska augnablikið: Eftirminnilegasta lýsing Íslandssögunnar Nýr framherji Man. United treður með miklum tilþrifum í körfuna „Gefa áhorfendum innsýn í það sem sérfræðingarnir gera“ Dagskráin: Fyrsti leikur í enska boltanum „Galið og fáránlegt“ Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina ÍBV búið að tryggja sér sæti í Bestu deildinni „Vorum líkari okkur sjálfum að þessu sinni“ Sjá meira