Fundu ekki þrettán sem átti að senda úr landi Samúel Karl Ólason skrifar 3. nóvember 2022 11:40 Frá aðgerðum lögreglu í gærkvöldi. Aðsend Fimmtán hælisleitendur voru fluttir úr landi í morgun af stoðdeild ríkislögreglustjóra. Til stóð að senda 28 manns sem hafa sótt um alþjóðlega vernd hér á landi til Grikklands en þrettán þeirra fundust ekki þegar lögregluþjónar leituðu þeirra í nótt. Í yfirlýsingu frá ríkislögreglustjóra segir að fólkið sem sent var úr landi hafi verið umsækjendur um alþjóðlega vernd og að þau hafi fengið endanlega stöðu sinna mála hjá Útlendingastofnun og þeim hafi verið gert að yfirgefa landið. Í umræddum hóp fólks er fimm manna fjölskylda frá Írak sem hefur verið hér á landi í rúm tvö ár. Sjá einnig: Handtekin og vísað úr landi án nokkurs fyrirvara þrátt fyrir veikindi Þar segir einnig að fólkinu hafi verið gefinn kostur á að yfirgefa landið sjálft og án lögreglufylgdar, áður en þeim hafi svo verið fylgt úr landi. Unnið hefur verið að ferðinni í rúman mánuð. „Þegar umsækjendur um alþjóðlega vernd hafa fengið endanlega niðurstöðu sinna mála hjá Útlendingastofnun er þeim gert ljóst um að þeim verði gert að yfirgefa landið og fara á verkbeiðnalista stoðdeildar. Einstaklingar eru ekki fjarlægðir af þeim verkbeiðnalista nema af beiðni Útlendingastofnunar,“ segir í yfirlýsingunni. Í yfirlýsingunni segir einnig að sé hælisleitandi metinn ósamvinnuþýður eða hættulegur hafi lögreglna valdheimildir til að tryggja að lögreglufylgd nái fram að ganga og til að tryggja öryggi viðkomandi hælisleitenda og almennings. Þeim valdheimildum sé þó ekki beitt nema nauðsynlegt sé. Þá segir í yfirlýsingunni að einn fatlaður einstaklingur hafi verið í hópnu, Hussein Hussein frá Írak, og sá hafi notast við hjólastól og að stóllinn hafi fylgt honum á áfangastað. Engin börn hafi verið í hópnum og sem standi séu engin börn á áðurnefndum verkbeiðnalista stoðdeildarinnar á leið til Grikklands. Ríkislögreglustjóri ætlar ekki að veita nánari upplýsingar um málið, samkvæmt yfirlýsingunni. Hælisleitendur Lögreglumál Mál Hussein Hussein Mest lesið Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Erlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Erlent Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Erlent Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Innlent Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Innlent Fleiri fréttir Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri Sjá meira
Í yfirlýsingu frá ríkislögreglustjóra segir að fólkið sem sent var úr landi hafi verið umsækjendur um alþjóðlega vernd og að þau hafi fengið endanlega stöðu sinna mála hjá Útlendingastofnun og þeim hafi verið gert að yfirgefa landið. Í umræddum hóp fólks er fimm manna fjölskylda frá Írak sem hefur verið hér á landi í rúm tvö ár. Sjá einnig: Handtekin og vísað úr landi án nokkurs fyrirvara þrátt fyrir veikindi Þar segir einnig að fólkinu hafi verið gefinn kostur á að yfirgefa landið sjálft og án lögreglufylgdar, áður en þeim hafi svo verið fylgt úr landi. Unnið hefur verið að ferðinni í rúman mánuð. „Þegar umsækjendur um alþjóðlega vernd hafa fengið endanlega niðurstöðu sinna mála hjá Útlendingastofnun er þeim gert ljóst um að þeim verði gert að yfirgefa landið og fara á verkbeiðnalista stoðdeildar. Einstaklingar eru ekki fjarlægðir af þeim verkbeiðnalista nema af beiðni Útlendingastofnunar,“ segir í yfirlýsingunni. Í yfirlýsingunni segir einnig að sé hælisleitandi metinn ósamvinnuþýður eða hættulegur hafi lögreglna valdheimildir til að tryggja að lögreglufylgd nái fram að ganga og til að tryggja öryggi viðkomandi hælisleitenda og almennings. Þeim valdheimildum sé þó ekki beitt nema nauðsynlegt sé. Þá segir í yfirlýsingunni að einn fatlaður einstaklingur hafi verið í hópnu, Hussein Hussein frá Írak, og sá hafi notast við hjólastól og að stóllinn hafi fylgt honum á áfangastað. Engin börn hafi verið í hópnum og sem standi séu engin börn á áðurnefndum verkbeiðnalista stoðdeildarinnar á leið til Grikklands. Ríkislögreglustjóri ætlar ekki að veita nánari upplýsingar um málið, samkvæmt yfirlýsingunni.
Hælisleitendur Lögreglumál Mál Hussein Hussein Mest lesið Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Erlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Erlent Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Erlent Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Innlent Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Innlent Fleiri fréttir Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri Sjá meira