Mætt aftur fílefld eftir „skrautleg þrjú ár“ Kristín Ólafsdóttir skrifar 3. nóvember 2022 13:17 Ísleifur Þórhallsson hátíðarstjóri Iceland airwaves setur hátíðina á Grund í morgun. Vísir/Vilhelm Tónlistarhátíðin Iceland Airwaves var formlega sett við hátíðlega athöfn á hjúkrunarheimilinu Grund í morgun, í fyrsta sinn síðan 2019. Hátíðarstjóri er fullur tilhlökkunar fyrir helginni en uppselt er á hátíðina, sem hefur ekki gerst í áratug. Hljómsveitin Sycamore Tree og tónlistarmaðurinn Júníus Meyvant fluttu ljúfa tóna fyrir fullum sal heimilismanna Grundar í Vesturbænnum í morgun. Yngsta kynslóðin lét sig heldur ekki vanta, í fremstu röð sátu leikskólabörn sem hlýddu átekta á Guðna Th. Jóhannesson forseta Íslands þegar hann setti hátíðina. Opnunarathöfnina má horfa á í heild hér. Morguninn markar ákveðin tímamót en Iceland Airwaves, ein rótgrónasta tónlistarhátíð landsins, hefur ekki verið haldin síðan 2019 sökum kórónuveirufaraldursins. Og tónlistarunnendur eru greinilega spenntir - í morgun var tilkynnt að uppselt væri á hátíðina. Ísleifur Þórhallsson er hátíðarstjóri. „Það er alveg ótrúlega mikið fagnaðarefni. Þetta eru náttúrulega búin að vera skrautleg þrjú ár eins og allir vita en við héldum velli og erum með frábæra hátíð. Við vissum svosem ekkert hvað væri að fara að gerast því ástandið á þessum tónleikamarkaði er skrýtið og miðasala er mjög ófyrirsjáanleg og undarleg. Þannig að þetta eru ótrúlegar gleðifréttir að það sé uppselt á Iceland airwaves í fyrsta sinn í mjög langan tíma. Ég held það séu tíu ár síðan það hefur gerst,“ segir Ísleifur. Alls er reiknað með um átta þúsund gestum á hátíðina um helgina en hún klárast á sunnudag. Um helmingur gesta er erlendis frá, að sögn Ísleifs. „Sumir vilja sjá útlendinga, sumir Íslendinga, sumir stóru böndin og sumir litlu böndin. En þarna er Arlo Parks, Metronomy, DJ-sett frá Röyksopp, Laufey er í Fríkirkjunni. Þannig að þetta er endalaus listi. Fólk þarf að kíkja á dagskrána og búa til sína eigin dagskrá, og örugglega flestir búnir að gera það,“ segir Ísleifur Þórhallsson, hátíðarstjóri Iceland Airwaves. Airwaves Tónlist Reykjavík Tengdar fréttir Uppselt á Iceland Airwaves Uppselt er á tónlistarhátíðina Iceland Airwaves en fyrsti dagur hátíðarinnar er í dag. Skipuleggjendur hennar vilja hvetja gesti til þess að sýna þolinmæði, skemmta sér og mæta snemma á viðburði þar sem tónleikastaðir geta fyllst hratt. 3. nóvember 2022 10:36 Bein útsending: Opnunarhátíð Iceland Airwaves á Grund Iceland Airwaves fer formlega af stað í dag, þó að Önnu Jónu son hafi verið með opnunartónleika í gær. Formlegur opnunarviðburður tónlistarhátíðarinnar er í uppáhaldi hjá mörgum. 3. nóvember 2022 09:01 Ómetanlegt að hafa alltaf fengið pláss til að prófa sig áfram Tónlistarkonan Una Torfa kemur fram á Iceland Airwaves í ár en þetta er bæði í fyrsta skipti sem hún kemur fram á hátíðinni sem og fer á hátíðina yfir höfuð. Una Torfa hefur endalausan áhuga á tengslum og leggur upp úr list sem er tilfinningaþrungin og heiðarleg. 31. október 2022 12:31 Mest lesið Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Erlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Spjótin beinast að syni Reiners Erlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Umferðarslys á Breiðholtsbraut Innlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Innlent Fleiri fréttir Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um varðandi samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Handtekinn með stóran hníf Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Sjá meira
Hljómsveitin Sycamore Tree og tónlistarmaðurinn Júníus Meyvant fluttu ljúfa tóna fyrir fullum sal heimilismanna Grundar í Vesturbænnum í morgun. Yngsta kynslóðin lét sig heldur ekki vanta, í fremstu röð sátu leikskólabörn sem hlýddu átekta á Guðna Th. Jóhannesson forseta Íslands þegar hann setti hátíðina. Opnunarathöfnina má horfa á í heild hér. Morguninn markar ákveðin tímamót en Iceland Airwaves, ein rótgrónasta tónlistarhátíð landsins, hefur ekki verið haldin síðan 2019 sökum kórónuveirufaraldursins. Og tónlistarunnendur eru greinilega spenntir - í morgun var tilkynnt að uppselt væri á hátíðina. Ísleifur Þórhallsson er hátíðarstjóri. „Það er alveg ótrúlega mikið fagnaðarefni. Þetta eru náttúrulega búin að vera skrautleg þrjú ár eins og allir vita en við héldum velli og erum með frábæra hátíð. Við vissum svosem ekkert hvað væri að fara að gerast því ástandið á þessum tónleikamarkaði er skrýtið og miðasala er mjög ófyrirsjáanleg og undarleg. Þannig að þetta eru ótrúlegar gleðifréttir að það sé uppselt á Iceland airwaves í fyrsta sinn í mjög langan tíma. Ég held það séu tíu ár síðan það hefur gerst,“ segir Ísleifur. Alls er reiknað með um átta þúsund gestum á hátíðina um helgina en hún klárast á sunnudag. Um helmingur gesta er erlendis frá, að sögn Ísleifs. „Sumir vilja sjá útlendinga, sumir Íslendinga, sumir stóru böndin og sumir litlu böndin. En þarna er Arlo Parks, Metronomy, DJ-sett frá Röyksopp, Laufey er í Fríkirkjunni. Þannig að þetta er endalaus listi. Fólk þarf að kíkja á dagskrána og búa til sína eigin dagskrá, og örugglega flestir búnir að gera það,“ segir Ísleifur Þórhallsson, hátíðarstjóri Iceland Airwaves.
Airwaves Tónlist Reykjavík Tengdar fréttir Uppselt á Iceland Airwaves Uppselt er á tónlistarhátíðina Iceland Airwaves en fyrsti dagur hátíðarinnar er í dag. Skipuleggjendur hennar vilja hvetja gesti til þess að sýna þolinmæði, skemmta sér og mæta snemma á viðburði þar sem tónleikastaðir geta fyllst hratt. 3. nóvember 2022 10:36 Bein útsending: Opnunarhátíð Iceland Airwaves á Grund Iceland Airwaves fer formlega af stað í dag, þó að Önnu Jónu son hafi verið með opnunartónleika í gær. Formlegur opnunarviðburður tónlistarhátíðarinnar er í uppáhaldi hjá mörgum. 3. nóvember 2022 09:01 Ómetanlegt að hafa alltaf fengið pláss til að prófa sig áfram Tónlistarkonan Una Torfa kemur fram á Iceland Airwaves í ár en þetta er bæði í fyrsta skipti sem hún kemur fram á hátíðinni sem og fer á hátíðina yfir höfuð. Una Torfa hefur endalausan áhuga á tengslum og leggur upp úr list sem er tilfinningaþrungin og heiðarleg. 31. október 2022 12:31 Mest lesið Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Erlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Spjótin beinast að syni Reiners Erlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Umferðarslys á Breiðholtsbraut Innlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Innlent Fleiri fréttir Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um varðandi samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Handtekinn með stóran hníf Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Sjá meira
Uppselt á Iceland Airwaves Uppselt er á tónlistarhátíðina Iceland Airwaves en fyrsti dagur hátíðarinnar er í dag. Skipuleggjendur hennar vilja hvetja gesti til þess að sýna þolinmæði, skemmta sér og mæta snemma á viðburði þar sem tónleikastaðir geta fyllst hratt. 3. nóvember 2022 10:36
Bein útsending: Opnunarhátíð Iceland Airwaves á Grund Iceland Airwaves fer formlega af stað í dag, þó að Önnu Jónu son hafi verið með opnunartónleika í gær. Formlegur opnunarviðburður tónlistarhátíðarinnar er í uppáhaldi hjá mörgum. 3. nóvember 2022 09:01
Ómetanlegt að hafa alltaf fengið pláss til að prófa sig áfram Tónlistarkonan Una Torfa kemur fram á Iceland Airwaves í ár en þetta er bæði í fyrsta skipti sem hún kemur fram á hátíðinni sem og fer á hátíðina yfir höfuð. Una Torfa hefur endalausan áhuga á tengslum og leggur upp úr list sem er tilfinningaþrungin og heiðarleg. 31. október 2022 12:31