Katrín fari með rangt mál í málefnum hælisleitenda Ólafur Björn Sverrisson skrifar 3. nóvember 2022 16:03 Claudia Wilson, lögmaður fjölskyldu sem var send úr landi í nótt segir forsætisráðherra fara með rangt mál er hún tjáði sig um málefni þeirra í bítinu í morgun. samsett/vilhelm Lögmaður þeirra hælisleitenda sem sendir voru úr landi í nótt segir Katrínu Jakobsdóttur hafa farið með rangt mál þegar hún tjáði sig um málefni þeirra í morgun. Lögmaður fjölskyldunnar, sem var send úr landi í nótt, segir þau hafa beðið eftir niðurstöðu í máli sínu fyrir héraðsdómi. „Þær upplýsingar sem ég hef er að þau sem fóru þarna í nótt, þetta séu manneskjur sem hafi verið búnar að fullreyna öll sín úrræði í okkar kerfi,“ sagði Katrín í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Hún sagðist ætla að afla sér frekari upplýsingar um málið því hún væri nýkomin til landsins. Katrín ræðir málefni hælisleitendanna þegar um 24 mínútur eru liðnar af viðtali í Bítinu: Claudia Wilson lögmaður fjölskyldu sem var á meðal þeirra fimmtán sem send voru úr landi í nótt segir þetta röng fullyrðing hjá forsætisráðherra. „Þetta er ekki rétt enda liggur fyrir að aðalmeðferð í dómsmáli minna umbjóðenda á að fara fram 18. nóvember,“ segir Claudia í samtali við fréttastofu. „Það hefur alltaf legið fyrir að það sé skoðun dómara að það sé mikilvægt að þetta fólk sé á landinu þegar mál þeirra er tekið fyrir,“ bætir hún við. Hún segir því ekki búið að tæma öll úrræði hérlendis. „Það er þeirra réttur að fá úrskurð dómstóla um sín málefni hér á landi. Að öðrum kosti er brotið á þeirra rétti til réttlátrar málsmeðferðar, sem er staðan núna. Til að tryggja milliliðalausa málsmeðferð þá hafði dómarinn sagt að það væri mikilvægt að stefnendur væru hér á landi. Lögreglan hefur með þessari aðgerð komið í veg fyrir það,“ segir Claudia. Hún kveðst því ekki sjá fram á að málflutningur í máli þeirra muni skila sér skilmerkilega, en það hafi dómari einnig haft áhyggjur af. Atlaga að samfélagssáttmálanum „Er forsætisráðherratlaga að samfélagssáttmálanuma að bera á borð ósannindi til að verja útlendingastefnu ríkisstjórnarinnar, þar sem stálhnefi er rekinn framan í barnafjölskyldur og fólk með fötlun?“ segir Jóhann Páll Jóhannsson þingmaður Samfylkingarinnar á Facebook og vísar til orða Katrínar. Hann segir brottvísunina framkvæmda í skjóli nætur örfáum dögum eftir að héraðsdómur kvað upp dóm sem gæti leitt til endurupptöku á málum fólksins. Þar vísar Jóhann til dóms héraðsdóms Reykjavíkur þar sem kveðið var á um að Palestínumaður, em sótti um alþjóðlega vernd hér á landi en fékk ekki efnismeðferð, bar ekki ábyrgð á miklum töfum á meðferð máls hans. Dómur þessi segir Helgi Þorsteinsson, lögmaður mannsins vera fordæmisgefandi fyrir fjölmennan hóp hælisleitenda sem hafi dvalið hér um þónokkurt skeið og gæti átt rétt á efnismeðferð hjá útlendingastofnun. „Mannfjandsamleg útlendingastefna er atlaga að samfélagssáttmálanum og þeim gildum sem við eigum að standa vörð um. Að því sögðu, veit einhver hvað varð af ráðherranum sem fer bæði með þjónustu við umsækjendur um alþjóðlega vernd og málefni fatlaðs fólks í ríkisstjórn Íslands?,“ segir að lokum í færslu Jóhanns og vísar til þess að lítið hafi heyrst í Guðmundur Ingi Guðbrandsson, félags- og vinnumarkaðsráðherra, frá því að hávær umræða hófst um málefni hælisleitenda. Hælisleitendur Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Móðir marin á kálfum eftir árás ungmenna í Mjódd Innlent Vefmyndavél Vísis á Reykjanesskaganum Innlent Nafn mannsins sem lést í bílslysinu á Hrunavegi Innlent Steig út úr strætó og fékk gangstéttarhellu í höfuðið Innlent „Það þarf að taka meira til hendinni en ég hélt“ Innlent Stefna á víðtækar ferðatakmarkanir Erlent Taldi mann kominn til landsins til að vinna henni mein Innlent Þau þurfi að finna hvar þau eigi heima í veröldinni Innlent „Þokkalegar líkur“ á að Grindavík og Svartsengi sleppi Innlent Leigubílamarkaðurinn sé eins og „villta vestrið“ Innlent Fleiri fréttir Eldur kviknaði út frá inntaki í álverinu „Ef við búum til alvöruvalkost sem virkar þá mun fólk nota hann“ Markaðsmála- og upplifunardeild Isavia lögð niður „Ég vissi það þó að innkoman yrði að vera meiri en útgjöldin“ Borgarstjóri á borgarstjóralaunum Rafmagnið sló út víða um land Aðeins eitt þungt ökutæki má vera á Ölfusárbrú í einu Handtóku einn til viðbótar Bæjarstjórnin vilji hefja uppbyggingu en ríkisstjórnin doka við Skiptar skoðanir um endurreisn í Grindavík, Úkraína heimsótt og nýr borgarstjóri Taldi mann kominn til landsins til að vinna henni mein Tveir bílar og hestakerra skullu saman við Selfoss Fólk á góðum launum ráði ekki við erfið verkefni Sérsveitinni flogið til Bolungarvíkur Vilja leita að olíu ef stjórnvöldum er ekki alvara með orkuskiptum Taka þurfi fastar á börnum sem beita ofbeldi Þingmanni blöskrar svör Rósu Breyta stuðningi við Grindvíkinga Má bera eiganda Gríska hússins út Heilbrigðisráðherra kom sjúklingi til bjargar í flugi Grindvíkingum sem standa illa tryggður frekari stuðningur Gæti hætt en ekki viss: „Ég vinn bara mjög langa vinnudaga“ Ríkisstjórnin láti í sér heyra eftir mannskæðar árásir Brynjólfur Bjarnason er látinn Þau þurfi að finna hvar þau eigi heima í veröldinni Paul Watson heitir að trufla hvalveiðar á Íslandi í sumar „Ófremdarástandi“ Sjálfstæðisflokksins ljúki með uppbyggingu nýs fangelsis Leigubílamarkaðurinn sé eins og „villta vestrið“ Þjóðin verði að átta sig á að fimmtungur sé ekki íslenskumælandi Fyrirvarinn verði örfáar mínútur Sjá meira
„Þær upplýsingar sem ég hef er að þau sem fóru þarna í nótt, þetta séu manneskjur sem hafi verið búnar að fullreyna öll sín úrræði í okkar kerfi,“ sagði Katrín í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Hún sagðist ætla að afla sér frekari upplýsingar um málið því hún væri nýkomin til landsins. Katrín ræðir málefni hælisleitendanna þegar um 24 mínútur eru liðnar af viðtali í Bítinu: Claudia Wilson lögmaður fjölskyldu sem var á meðal þeirra fimmtán sem send voru úr landi í nótt segir þetta röng fullyrðing hjá forsætisráðherra. „Þetta er ekki rétt enda liggur fyrir að aðalmeðferð í dómsmáli minna umbjóðenda á að fara fram 18. nóvember,“ segir Claudia í samtali við fréttastofu. „Það hefur alltaf legið fyrir að það sé skoðun dómara að það sé mikilvægt að þetta fólk sé á landinu þegar mál þeirra er tekið fyrir,“ bætir hún við. Hún segir því ekki búið að tæma öll úrræði hérlendis. „Það er þeirra réttur að fá úrskurð dómstóla um sín málefni hér á landi. Að öðrum kosti er brotið á þeirra rétti til réttlátrar málsmeðferðar, sem er staðan núna. Til að tryggja milliliðalausa málsmeðferð þá hafði dómarinn sagt að það væri mikilvægt að stefnendur væru hér á landi. Lögreglan hefur með þessari aðgerð komið í veg fyrir það,“ segir Claudia. Hún kveðst því ekki sjá fram á að málflutningur í máli þeirra muni skila sér skilmerkilega, en það hafi dómari einnig haft áhyggjur af. Atlaga að samfélagssáttmálanum „Er forsætisráðherratlaga að samfélagssáttmálanuma að bera á borð ósannindi til að verja útlendingastefnu ríkisstjórnarinnar, þar sem stálhnefi er rekinn framan í barnafjölskyldur og fólk með fötlun?“ segir Jóhann Páll Jóhannsson þingmaður Samfylkingarinnar á Facebook og vísar til orða Katrínar. Hann segir brottvísunina framkvæmda í skjóli nætur örfáum dögum eftir að héraðsdómur kvað upp dóm sem gæti leitt til endurupptöku á málum fólksins. Þar vísar Jóhann til dóms héraðsdóms Reykjavíkur þar sem kveðið var á um að Palestínumaður, em sótti um alþjóðlega vernd hér á landi en fékk ekki efnismeðferð, bar ekki ábyrgð á miklum töfum á meðferð máls hans. Dómur þessi segir Helgi Þorsteinsson, lögmaður mannsins vera fordæmisgefandi fyrir fjölmennan hóp hælisleitenda sem hafi dvalið hér um þónokkurt skeið og gæti átt rétt á efnismeðferð hjá útlendingastofnun. „Mannfjandsamleg útlendingastefna er atlaga að samfélagssáttmálanum og þeim gildum sem við eigum að standa vörð um. Að því sögðu, veit einhver hvað varð af ráðherranum sem fer bæði með þjónustu við umsækjendur um alþjóðlega vernd og málefni fatlaðs fólks í ríkisstjórn Íslands?,“ segir að lokum í færslu Jóhanns og vísar til þess að lítið hafi heyrst í Guðmundur Ingi Guðbrandsson, félags- og vinnumarkaðsráðherra, frá því að hávær umræða hófst um málefni hælisleitenda.
Hælisleitendur Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Móðir marin á kálfum eftir árás ungmenna í Mjódd Innlent Vefmyndavél Vísis á Reykjanesskaganum Innlent Nafn mannsins sem lést í bílslysinu á Hrunavegi Innlent Steig út úr strætó og fékk gangstéttarhellu í höfuðið Innlent „Það þarf að taka meira til hendinni en ég hélt“ Innlent Stefna á víðtækar ferðatakmarkanir Erlent Taldi mann kominn til landsins til að vinna henni mein Innlent Þau þurfi að finna hvar þau eigi heima í veröldinni Innlent „Þokkalegar líkur“ á að Grindavík og Svartsengi sleppi Innlent Leigubílamarkaðurinn sé eins og „villta vestrið“ Innlent Fleiri fréttir Eldur kviknaði út frá inntaki í álverinu „Ef við búum til alvöruvalkost sem virkar þá mun fólk nota hann“ Markaðsmála- og upplifunardeild Isavia lögð niður „Ég vissi það þó að innkoman yrði að vera meiri en útgjöldin“ Borgarstjóri á borgarstjóralaunum Rafmagnið sló út víða um land Aðeins eitt þungt ökutæki má vera á Ölfusárbrú í einu Handtóku einn til viðbótar Bæjarstjórnin vilji hefja uppbyggingu en ríkisstjórnin doka við Skiptar skoðanir um endurreisn í Grindavík, Úkraína heimsótt og nýr borgarstjóri Taldi mann kominn til landsins til að vinna henni mein Tveir bílar og hestakerra skullu saman við Selfoss Fólk á góðum launum ráði ekki við erfið verkefni Sérsveitinni flogið til Bolungarvíkur Vilja leita að olíu ef stjórnvöldum er ekki alvara með orkuskiptum Taka þurfi fastar á börnum sem beita ofbeldi Þingmanni blöskrar svör Rósu Breyta stuðningi við Grindvíkinga Má bera eiganda Gríska hússins út Heilbrigðisráðherra kom sjúklingi til bjargar í flugi Grindvíkingum sem standa illa tryggður frekari stuðningur Gæti hætt en ekki viss: „Ég vinn bara mjög langa vinnudaga“ Ríkisstjórnin láti í sér heyra eftir mannskæðar árásir Brynjólfur Bjarnason er látinn Þau þurfi að finna hvar þau eigi heima í veröldinni Paul Watson heitir að trufla hvalveiðar á Íslandi í sumar „Ófremdarástandi“ Sjálfstæðisflokksins ljúki með uppbyggingu nýs fangelsis Leigubílamarkaðurinn sé eins og „villta vestrið“ Þjóðin verði að átta sig á að fimmtungur sé ekki íslenskumælandi Fyrirvarinn verði örfáar mínútur Sjá meira