Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Smári Jökull Jónsson skrifar 12. nóvember 2025 11:51 Bjarni Rúnar er deildarstjóri samgangna hjá Reykjavíkurborg og segir sólina eitt helsta vandamálið á gatnamótum Kirkjuteigar og Reykjavegar þar sem tvö slys hafa orðið á skömmum tíma. Vísir/Arnar/Vilhelm Deildarstjóri hjá Reykjavíkurborg segir gatnamót við Laugarnesskóla standast ítrustu hönnunarviðmið með tilliti til umferðaröryggis en í gær var ekið á barn í annað sinn á skömmum tíma á gatnamótum Kirkjuteigs og Reyjavegar. Hann segir ýmsar úrbætur hafa verið framkvæmdar á síðustu árum. Slysið við Laugarnesskóla í gær er annað slysið á nákvæmlega sama stað á skömmum tíma. Í bæði skiptin var ekið á börn sem voru á leið yfir gangbraut og í kvöldfréttum Sýnar gagnrýndi formaður foreldrafélags Laugarnesskóla borgaryfirvöld og sagði gatnamótin slysagildru sem oft væri búið að ræða um við borgina. Bjarni Rúnar Ingvarsson, deildarstjóri samganga hjá Reykjavíkurborg, segir gatnamótin hafa verið til umræðu hjá borginni og úrbætur gerðar á síðustu árum. Erftt sé þó að sjá hvernig bæta eigi aðstæður á þessu svæði. „Við tökum undir það sem fram kom í viðtali við lögregluna í gær um að við teljum ekki endilega víst, að við nákvæmlega þessar aðstæður, að það hefði stöðvað ökumanninn að það væru umferðarljós við þverunina,“ sagði Bjarni í hádegisfréttum Bylgjunnar. Þarf að forgangsraða vegna skorts á fjármagni Hann segir að skoða þurfi hvort bregðast þurfi frekar við. „Við skoðum eftir öll slys sem verða hvort það sé ástæða til að laga og hvað þurfi að gera til að slys verði ekki. Við öndum léttar yfir því í dag að í báðum slysunum sluppu fórnarlömbin nokkuð heil á húfi þó andlega hliðin sé að einhverju leyti sködduð.“ Hann segir aðalvandamálið á þessum stað vera sólina sem valdi slysahættu. Hann segir að borgin haldi úti grunni þar sem slys séu skráð og upplýsingar settar inn þar sem vitað sé að öryggi sé ábótavant. „Þegar slys verða þá metum við hvort ástæða sé að bæta við punkti eða endurskoða þessa vefsjá en almennt reynum við að koma í veg fyrir slys áður en þau verða með því að meta líkur á slysum. Það er farið í töluverðan fjölda umferðaröryggisbætandi aðgerða á hverju ári en því miður er fjármagn í þann lið ekki meira en svo að það þarf að forgansraða.“ Ekki komið til tals að manna gæslu Erfitt sé þó að koma algjörlega í veg fyrir slys. „Við höfum farið í töluverða aðgerðir þar sem gönguþverun var upphækkuð og lýsing bætt og hún fyllir öll ítrustu hönnunarviðmi sem miðað er við í dag. Aðalvandamálið er þegar sólin er lágt á lofti, bæði slysin verða í kringum tvöleytið þegar sólin skín beint niður Reykjaveginn og þau sem keyra upp fá sólina beint í augun.“ Foreldrar stóðu vaktina við gatnamótin í morgun og aðstoðuðu börn að komast leiðar sinnar á öruggan hátt. Bjarni segir jákvætt þegar fólk láti sig nærumhverfi sitt varða og hann skilji vel viðbrögð foreldra. Ekki hafi verið rætt hvort borgin kom að slíkum aðgerðum. „Það er samtal sem við þurfum að eiga með skóla- og frístundasviði. Það hefur ekki komið til tals frá okkar bæjardyrum séð.“ Samgönguslys Reykjavík Lögreglumál Umferðaröryggi Grunnskólar Mest lesið Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Innlent Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Innlent ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Erlent Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Innlent Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Innlent Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Innlent Svandís stígur til hliðar Innlent Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Innlent Konan sem ekið var á er látin Innlent Fleiri fréttir Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Flugvél á leið til Egilsstaða snúið við yfir Hallormsstað Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Sigmundur Davíð og Kemi Badenoch meðal gesta í boði Meloni Keyptu ekki skýringar um neyðarvörn í Mjóddinni Bakkaði á ofsahraða með lyfjakokteil í blóðinu Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Styggur svanur í sundi handsamaður og skilað í næstu tjörn Viðreisn stundi hræðsluáróður í stað þess að ræða málin Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Flensan á flugi og Sundlaugarmenningunni fagnað í Vesturbæjarlauginni Játaði en áfrýjaði samt og krafðist sýknu Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Vilja takmarka fjölda barna sem getin eru með sama sæði Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Fjölskyldur fórnarlamba krefjast ábyrgðar Sádi-Arabíu Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Fjögur ár fyrir smygl á rúmum fjórum kílóum af kókaíni 325 milljónir í næsta áfanga LED-ljósavæðingar í Reykjavík Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Sjá meira
Slysið við Laugarnesskóla í gær er annað slysið á nákvæmlega sama stað á skömmum tíma. Í bæði skiptin var ekið á börn sem voru á leið yfir gangbraut og í kvöldfréttum Sýnar gagnrýndi formaður foreldrafélags Laugarnesskóla borgaryfirvöld og sagði gatnamótin slysagildru sem oft væri búið að ræða um við borgina. Bjarni Rúnar Ingvarsson, deildarstjóri samganga hjá Reykjavíkurborg, segir gatnamótin hafa verið til umræðu hjá borginni og úrbætur gerðar á síðustu árum. Erftt sé þó að sjá hvernig bæta eigi aðstæður á þessu svæði. „Við tökum undir það sem fram kom í viðtali við lögregluna í gær um að við teljum ekki endilega víst, að við nákvæmlega þessar aðstæður, að það hefði stöðvað ökumanninn að það væru umferðarljós við þverunina,“ sagði Bjarni í hádegisfréttum Bylgjunnar. Þarf að forgangsraða vegna skorts á fjármagni Hann segir að skoða þurfi hvort bregðast þurfi frekar við. „Við skoðum eftir öll slys sem verða hvort það sé ástæða til að laga og hvað þurfi að gera til að slys verði ekki. Við öndum léttar yfir því í dag að í báðum slysunum sluppu fórnarlömbin nokkuð heil á húfi þó andlega hliðin sé að einhverju leyti sködduð.“ Hann segir aðalvandamálið á þessum stað vera sólina sem valdi slysahættu. Hann segir að borgin haldi úti grunni þar sem slys séu skráð og upplýsingar settar inn þar sem vitað sé að öryggi sé ábótavant. „Þegar slys verða þá metum við hvort ástæða sé að bæta við punkti eða endurskoða þessa vefsjá en almennt reynum við að koma í veg fyrir slys áður en þau verða með því að meta líkur á slysum. Það er farið í töluverðan fjölda umferðaröryggisbætandi aðgerða á hverju ári en því miður er fjármagn í þann lið ekki meira en svo að það þarf að forgansraða.“ Ekki komið til tals að manna gæslu Erfitt sé þó að koma algjörlega í veg fyrir slys. „Við höfum farið í töluverða aðgerðir þar sem gönguþverun var upphækkuð og lýsing bætt og hún fyllir öll ítrustu hönnunarviðmi sem miðað er við í dag. Aðalvandamálið er þegar sólin er lágt á lofti, bæði slysin verða í kringum tvöleytið þegar sólin skín beint niður Reykjaveginn og þau sem keyra upp fá sólina beint í augun.“ Foreldrar stóðu vaktina við gatnamótin í morgun og aðstoðuðu börn að komast leiðar sinnar á öruggan hátt. Bjarni segir jákvætt þegar fólk láti sig nærumhverfi sitt varða og hann skilji vel viðbrögð foreldra. Ekki hafi verið rætt hvort borgin kom að slíkum aðgerðum. „Það er samtal sem við þurfum að eiga með skóla- og frístundasviði. Það hefur ekki komið til tals frá okkar bæjardyrum séð.“
Samgönguslys Reykjavík Lögreglumál Umferðaröryggi Grunnskólar Mest lesið Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Innlent Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Innlent ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Erlent Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Innlent Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Innlent Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Innlent Svandís stígur til hliðar Innlent Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Innlent Konan sem ekið var á er látin Innlent Fleiri fréttir Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Flugvél á leið til Egilsstaða snúið við yfir Hallormsstað Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Sigmundur Davíð og Kemi Badenoch meðal gesta í boði Meloni Keyptu ekki skýringar um neyðarvörn í Mjóddinni Bakkaði á ofsahraða með lyfjakokteil í blóðinu Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Styggur svanur í sundi handsamaður og skilað í næstu tjörn Viðreisn stundi hræðsluáróður í stað þess að ræða málin Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Flensan á flugi og Sundlaugarmenningunni fagnað í Vesturbæjarlauginni Játaði en áfrýjaði samt og krafðist sýknu Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Vilja takmarka fjölda barna sem getin eru með sama sæði Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Fjölskyldur fórnarlamba krefjast ábyrgðar Sádi-Arabíu Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Fjögur ár fyrir smygl á rúmum fjórum kílóum af kókaíni 325 milljónir í næsta áfanga LED-ljósavæðingar í Reykjavík Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Sjá meira