Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Smári Jökull Jónsson skrifar 12. nóvember 2025 11:51 Bjarni Rúnar er deildarstjóri samgangna hjá Reykjavíkurborg og segir sólina eitt helsta vandamálið á gatnamótum Kirkjuteigar og Reykjavegar þar sem tvö slys hafa orðið á skömmum tíma. Vísir/Arnar/Vilhelm Deildarstjóri hjá Reykjavíkurborg segir gatnamót við Laugarnesskóla standast ítrustu hönnunarviðmið með tilliti til umferðaröryggis en í gær var ekið á barn í annað sinn á skömmum tíma á gatnamótum Kirkjuteigs og Reyjavegar. Hann segir ýmsar úrbætur hafa verið framkvæmdar á síðustu árum. Slysið við Laugarnesskóla í gær er annað slysið á nákvæmlega sama stað á skömmum tíma. Í bæði skiptin var ekið á börn sem voru á leið yfir gangbraut og í kvöldfréttum Sýnar gagnrýndi formaður foreldrafélags Laugarnesskóla borgaryfirvöld og sagði gatnamótin slysagildru sem oft væri búið að ræða um við borgina. Bjarni Rúnar Ingvarsson, deildarstjóri samganga hjá Reykjavíkurborg, segir gatnamótin hafa verið til umræðu hjá borginni og úrbætur gerðar á síðustu árum. Erftt sé þó að sjá hvernig bæta eigi aðstæður á þessu svæði. „Við tökum undir það sem fram kom í viðtali við lögregluna í gær um að við teljum ekki endilega víst, að við nákvæmlega þessar aðstæður, að það hefði stöðvað ökumanninn að það væru umferðarljós við þverunina,“ sagði Bjarni í hádegisfréttum Bylgjunnar. Þarf að forgangsraða vegna skorts á fjármagni Hann segir að skoða þurfi hvort bregðast þurfi frekar við. „Við skoðum eftir öll slys sem verða hvort það sé ástæða til að laga og hvað þurfi að gera til að slys verði ekki. Við öndum léttar yfir því í dag að í báðum slysunum sluppu fórnarlömbin nokkuð heil á húfi þó andlega hliðin sé að einhverju leyti sködduð.“ Hann segir aðalvandamálið á þessum stað vera sólina sem valdi slysahættu. Hann segir að borgin haldi úti grunni þar sem slys séu skráð og upplýsingar settar inn þar sem vitað sé að öryggi sé ábótavant. „Þegar slys verða þá metum við hvort ástæða sé að bæta við punkti eða endurskoða þessa vefsjá en almennt reynum við að koma í veg fyrir slys áður en þau verða með því að meta líkur á slysum. Það er farið í töluverðan fjölda umferðaröryggisbætandi aðgerða á hverju ári en því miður er fjármagn í þann lið ekki meira en svo að það þarf að forgansraða.“ Ekki komið til tals að manna gæslu Erfitt sé þó að koma algjörlega í veg fyrir slys. „Við höfum farið í töluverða aðgerðir þar sem gönguþverun var upphækkuð og lýsing bætt og hún fyllir öll ítrustu hönnunarviðmi sem miðað er við í dag. Aðalvandamálið er þegar sólin er lágt á lofti, bæði slysin verða í kringum tvöleytið þegar sólin skín beint niður Reykjaveginn og þau sem keyra upp fá sólina beint í augun.“ Foreldrar stóðu vaktina við gatnamótin í morgun og aðstoðuðu börn að komast leiðar sinnar á öruggan hátt. Bjarni segir jákvætt þegar fólk láti sig nærumhverfi sitt varða og hann skilji vel viðbrögð foreldra. Ekki hafi verið rætt hvort borgin kom að slíkum aðgerðum. „Það er samtal sem við þurfum að eiga með skóla- og frístundasviði. Það hefur ekki komið til tals frá okkar bæjardyrum séð.“ Samgönguslys Reykjavík Lögreglumál Umferðaröryggi Grunnskólar Mest lesið Íslenskur maður lést í Úkraínu Innlent Eldur við flugvöll á Grænlandi Erlent „Miður að bensínhákum sé umbunað“ Innlent Kostnaður vegna veikinda nemur milljörðum Innlent Banaslys á Hvolsvelli Innlent Sprenging eftir að gestir opnuðu út Erlent Selenskí skipar nýjan starfsmannastjóra í kjölfar spillingarmáls Erlent Allt sem þú þarft að vita um nýja kílómetragjaldið Innlent Réttindalaus og keyrði á kyrrstæðan lögreglubíl Innlent Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Fleiri fréttir „Miður að bensínhákum sé umbunað“ Íslenskur maður lést í Úkraínu Nýársbarnið á Suðurlandi býr á Eyrarbakka Réttindalaus og keyrði á kyrrstæðan lögreglubíl Kostnaður vegna veikinda nemur milljörðum Verðlækkanir á bensíni og áramótaheit landsmanna 2025 var hlýjasta árið á Íslandi frá upphafi mælinga Fjögur vilja tvö efstu hjá Viðreisn Kristín vill fyrsta sætið Allt sem þú þarft að vita um nýja kílómetragjaldið Þremur þjófum vísað úr landi Funda í janúar í kjaraviðræðum flugstétta Hlutfall fínasta svifryksins áberandi hátt á nýársnótt Telur nær öruggt að fleiri hundar muni týnast Dæmi um að fólk hafi flúið upp í sveit Þurfi að sannfæra flokkinn Sex tíma leikskóladvöl nú gjaldfrjáls í Hafnarfirði Neytendur eigi meira inni eftir eldsneytislækkanir á nýju ári Hafna beiðni manns sem braut kynferðislega á stjúpdóttur Banaslys á Hvolsvelli Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Mikill meirihluti vill lögfesta rétt barna til leikskólavistar Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Eldur í bíl við Breiðhellu Vinum hans ekki litist á blikuna Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Sjá meira
Slysið við Laugarnesskóla í gær er annað slysið á nákvæmlega sama stað á skömmum tíma. Í bæði skiptin var ekið á börn sem voru á leið yfir gangbraut og í kvöldfréttum Sýnar gagnrýndi formaður foreldrafélags Laugarnesskóla borgaryfirvöld og sagði gatnamótin slysagildru sem oft væri búið að ræða um við borgina. Bjarni Rúnar Ingvarsson, deildarstjóri samganga hjá Reykjavíkurborg, segir gatnamótin hafa verið til umræðu hjá borginni og úrbætur gerðar á síðustu árum. Erftt sé þó að sjá hvernig bæta eigi aðstæður á þessu svæði. „Við tökum undir það sem fram kom í viðtali við lögregluna í gær um að við teljum ekki endilega víst, að við nákvæmlega þessar aðstæður, að það hefði stöðvað ökumanninn að það væru umferðarljós við þverunina,“ sagði Bjarni í hádegisfréttum Bylgjunnar. Þarf að forgangsraða vegna skorts á fjármagni Hann segir að skoða þurfi hvort bregðast þurfi frekar við. „Við skoðum eftir öll slys sem verða hvort það sé ástæða til að laga og hvað þurfi að gera til að slys verði ekki. Við öndum léttar yfir því í dag að í báðum slysunum sluppu fórnarlömbin nokkuð heil á húfi þó andlega hliðin sé að einhverju leyti sködduð.“ Hann segir aðalvandamálið á þessum stað vera sólina sem valdi slysahættu. Hann segir að borgin haldi úti grunni þar sem slys séu skráð og upplýsingar settar inn þar sem vitað sé að öryggi sé ábótavant. „Þegar slys verða þá metum við hvort ástæða sé að bæta við punkti eða endurskoða þessa vefsjá en almennt reynum við að koma í veg fyrir slys áður en þau verða með því að meta líkur á slysum. Það er farið í töluverðan fjölda umferðaröryggisbætandi aðgerða á hverju ári en því miður er fjármagn í þann lið ekki meira en svo að það þarf að forgansraða.“ Ekki komið til tals að manna gæslu Erfitt sé þó að koma algjörlega í veg fyrir slys. „Við höfum farið í töluverða aðgerðir þar sem gönguþverun var upphækkuð og lýsing bætt og hún fyllir öll ítrustu hönnunarviðmi sem miðað er við í dag. Aðalvandamálið er þegar sólin er lágt á lofti, bæði slysin verða í kringum tvöleytið þegar sólin skín beint niður Reykjaveginn og þau sem keyra upp fá sólina beint í augun.“ Foreldrar stóðu vaktina við gatnamótin í morgun og aðstoðuðu börn að komast leiðar sinnar á öruggan hátt. Bjarni segir jákvætt þegar fólk láti sig nærumhverfi sitt varða og hann skilji vel viðbrögð foreldra. Ekki hafi verið rætt hvort borgin kom að slíkum aðgerðum. „Það er samtal sem við þurfum að eiga með skóla- og frístundasviði. Það hefur ekki komið til tals frá okkar bæjardyrum séð.“
Samgönguslys Reykjavík Lögreglumál Umferðaröryggi Grunnskólar Mest lesið Íslenskur maður lést í Úkraínu Innlent Eldur við flugvöll á Grænlandi Erlent „Miður að bensínhákum sé umbunað“ Innlent Kostnaður vegna veikinda nemur milljörðum Innlent Banaslys á Hvolsvelli Innlent Sprenging eftir að gestir opnuðu út Erlent Selenskí skipar nýjan starfsmannastjóra í kjölfar spillingarmáls Erlent Allt sem þú þarft að vita um nýja kílómetragjaldið Innlent Réttindalaus og keyrði á kyrrstæðan lögreglubíl Innlent Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Fleiri fréttir „Miður að bensínhákum sé umbunað“ Íslenskur maður lést í Úkraínu Nýársbarnið á Suðurlandi býr á Eyrarbakka Réttindalaus og keyrði á kyrrstæðan lögreglubíl Kostnaður vegna veikinda nemur milljörðum Verðlækkanir á bensíni og áramótaheit landsmanna 2025 var hlýjasta árið á Íslandi frá upphafi mælinga Fjögur vilja tvö efstu hjá Viðreisn Kristín vill fyrsta sætið Allt sem þú þarft að vita um nýja kílómetragjaldið Þremur þjófum vísað úr landi Funda í janúar í kjaraviðræðum flugstétta Hlutfall fínasta svifryksins áberandi hátt á nýársnótt Telur nær öruggt að fleiri hundar muni týnast Dæmi um að fólk hafi flúið upp í sveit Þurfi að sannfæra flokkinn Sex tíma leikskóladvöl nú gjaldfrjáls í Hafnarfirði Neytendur eigi meira inni eftir eldsneytislækkanir á nýju ári Hafna beiðni manns sem braut kynferðislega á stjúpdóttur Banaslys á Hvolsvelli Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Mikill meirihluti vill lögfesta rétt barna til leikskólavistar Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Eldur í bíl við Breiðhellu Vinum hans ekki litist á blikuna Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Sjá meira