Sannleikurinn er sagna bestur Tómas Guðbjartsson skrifar 4. nóvember 2022 07:01 Undanfarnar vikur hefur Ferðafélag Íslands verið mikið í fjölmiðlum þar sem m.a. hafa komið fram alvarlegar ásakanir í garð stjórnar, og félagið jafnvel kallað „skjallbandalag“ þar sem þöggun og meðvirkni ráði ríkjum”. Um leið hefur verið gert lítið úr niðurstöðum eins fjölmennasta fundar í sögu félagsins sem haldinn var í síðustu viku. Staðreyndin er sú að á fundinum kom skýrt fram, stutt staðreyndum, að kynferðisofbeldi innan félagsins hefur ekki verið þaggað niður af stjórn. Þótt vissulega geti Ferðafélagið, líkt og önnur félagasamtök og fyrirtæki, gert betur í þessum mikilvæga málaflokki, þá hefur þessum málum ávallt verið vísað í skilgreinda farvegi innan félagsins. Á heimasíðu FÍ má nálgast framsöguræður fundarins þar sem vel á annan tug af 300 fundargestum tóku til máls. Á fundinum var rakið hvernig fyrrverandi forseti og nánustu stuðningsmenn hennar reyndu að ná völdum í félaginu, með ólýðræðislegum og ómaklegum hætti þar sem nokkrum stjórnarmönnum var m.a. hótað opinberum ærumeiðingum. Í fjölmiðlum, þar á meðal í nýlegu helgarviðtali, var stjórnarfólki lögð ósönn orð í munn og það nafngreint, jafnvel í tengslum við mál sem trúnaður á að ríkja um. Slíkt er algjörlega á skjön við siða- og verklagsreglur slíkra mála, jafnt hjá félagasamtökum sem fyrirtækjum. Það er ekkert sem rökstyður fullyrðingar um að hylmt hafi verið yfir kynferðisofbeldi af stjórn félagsins. Fyrir það fyrsta fær stjórnin ekki slík mál á sitt borð auk þess sem stjórnin stóð einhuga með fyrrverandi forseta að því að innleiða nýjar og endurbættar starfsreglur varðandi einelti og kynferðisofbeldi í febrúar sl. Hefur öllum málum sem borist hafa félaginu síðan hefur verið vísað í þá farvegi sem þar eru tilgreindir. Um er að ræða tvö eineltismál og er annað þeirra kvörtun framkvæmdastjóra félagsins um einelti af hálfu forseta í sinn garð. Var það meðhöndlað samkvæmt áðurnefndum verklagsreglum sem fyrrverandi forseti hafði sjálf tekið þátt í að innleiða. Þar er m.a. kveðið á um að meintur gerandi stígi til hliðar tímabundið á meðan unnið er úr málinu. Allt tal um „þöggunarsamning“ stjórnar gagnvart henni á því ekki við, enda einfaldlega verið að fylgja verklagsreglum. Eineltiskvörtun framkvæmdastjóra var samkvæmt sömu verklagsreglum send til utanaðkomandi fagaðila, sem voru að vinna í málinu þegar fyrirspurn barst í lok sumars frá lögfræðingi fyrrverandi forseta. Sagðist hún þar vilja stíga til hliðar í sátt með hagsmuni FÍ að leiðarljósi og óskaði eftir að eineltisákæran væri felld niður. Þolandi ákvað eftir nokkra umhugsun að fella kæruna niður, en eins og flestum er ljóst efndi fyrrverandi forseti ekki sinn hluta samkomulagsins. Á félagsfundinum í sl. viku var lögð fram vantrauststillöga á stjórn FÍ en frávísunartillaga á hana var samþykkt með 85% greiddra atkvæða. Í kjölfarið var síðan borin upp og samþykkt traustsyfirlýsing á stjórn félagsins með svipuðum fjölda atkvæða. Öllum var frjálst að tala á þessum fundi og það er útúrsnúningur að gera lítið úr því félagsfólki sem sótti fundinn og afdráttarlausri niðurstöðu hans. Allir 11 þús. félagar FÍ áttu þess kost að mæta á fundinn, þ.m.t. stuðningsmenn fyrrverandi forseta, en dagana fyrir fundinn höfðu þónokkrir þeirra skráð sig aftur í félagið til að taka þátt í honum. Málflutningur af Ferðafélaginu hefur oft á tíðum undanfarið verið einhliða og byggir oftar en ekki á sögusögnum, t.d. að fyrrverandi stjórnarmaður, sem sagði sig úr stjórn fyrir ári síðan, hafi eftir það verið aðstoðarfararstjóri í ferðum félagsins. Þetta er ósatt líkt og sú fullyrðing að ég hafi barist fyrir endurkomu hans í stjórn félagsins, enda annar aðili kosinn í stjórn í hans stað á síðasta aðalfundi. Þessi fyrrverandi stjórnarmaður hefur hins vegar tekið þátt í ferðum félagsins, enda hafði fyrrverandi forseti sagt við hann og aðra að slíkt væri sjálfsagt og þau tvö m.a. tekið þátt í sömu skíðaferð um hálendið sl. vetur. Ferðafélag Íslands er ekki hafið yfir gagnrýni og félagið getur klárlega gert betur í ofbeldis- og eineltismálum. Gagnrýni verður þó að vera málefnaleg og byggja á staðreyndum. Það er ömurlegt að þurfa sífellt að sitja undir röngum ásökunum, falsfréttum sem fólk fer að trúa séu þær endurteknar nógu oft. Afsögn fyrrverandi forseta kom ekki til vegna aðgerðaleysis stjórnar í eineltis- og kynferðisofbeldismálum, heldur var hún sorgleg afleiðing ólýðræðislegra stjórnarhátta og eineltistilburða hennar sem aðrir í stjórn félagsins gátu engan veginn sætt sig við og bar að bregðast við. Nú er mikilvægt að við félagsmenn í FÍ snúum bökum saman og vinnum áfram af krafti að því að efla félagið okkar og gera það enn betra. Við vitum að með jákvæðu samtali og samvinnu okkar á milli okkar getum við fundið leiðir til að laga það sem þarf að laga og efla félagið enn frekar til framtíðar. Höfundur er læknir og náttúruverndarsinni sem á sæti í stjórn Ferðafélagi Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ólga innan Ferðafélags Íslands Tómas Guðbjartsson Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Falleg heimasíða — tóm kirkja Hilmar Kristinsson Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - landsbyggðin, lýðheilsa og lækningar Victor Guðmundsson Skoðun Að fá óvæntan skatt í jólagjöf Tina Paic Skoðun Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir Skoðun Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur grefur undan EES Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Framlög aukin til fjölmargra málaflokka Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson Skoðun Spörum við áfram aurinn og hendum krónunni? Kristján Ra. Kristjánsson Skoðun Hver á nektarmynd af þér? Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Íris Björk Ágústsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Veljum íslensk jólatré – styðjum skógrækt og umhverfið Ragnhildur Freysteinsdóttir skrifar Skoðun Er komið að næsta skrefi í jafnréttisbaráttu kvenna? Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Mikilvægi málumhverfis í leikskólum Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - landsbyggðin, lýðheilsa og lækningar Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Framlög aukin til fjölmargra málaflokka Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hver á nektarmynd af þér? Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Íris Björk Ágústsdóttir skrifar Skoðun Spörum við áfram aurinn og hendum krónunni? Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur grefur undan EES Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Samvirkni íslenskrar ferðaþjónustu mun fyrst nást með skemmtiferðaskipum Unnur Elva Arnardóttir,Emma Kjartansdóttir skrifar Skoðun Áhyggjur af stöðu tónlistarmenntunar á degi tónlistar Aron Örn Óskarsson,Edda Austmann,Sigrún Grendal skrifar Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Að fá óvæntan skatt í jólagjöf Tina Paic skrifar Skoðun Falleg heimasíða — tóm kirkja Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Samvera er heilsuefling Þröstur V. Söring skrifar Skoðun Skuldaskellir, nýr jólasveinn sveitarfélaga? Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fullveldi á okkar forsendum Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Ferðaþjónustan er ekki vandamálið – hún heldur hjólum landsins gangandi Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Gagnaver – reynsla frá Danmörku Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Ofbeldi barna og verkferlar Kennarasambandsins Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Móðurást milli rimlanna Rósa Líf Darradóttir,Darri Gunnarsson skrifar Skoðun Sögulegur dagur Inga Lind Karlsdóttir skrifar Skoðun Fræðsla, forvarnir og lög gegn stafrænu ofbeldi Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Hvaða öryggistæki á daginn í dag? Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Er RÚV, BBC okkar Íslendinga? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Meira fyrir eldri borgara Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Opin Þjóðkirkja í sókn Guðrún Karls Helgudóttir skrifar Skoðun Áform sem ógna hagsmunum sveitarfélaga Kolbrún Georgsdóttir skrifar Skoðun Aðvörunarorð Rutte, framkvæmdastjóra NATO Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Erfðafjárskattur hækkar Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir skrifar Sjá meira
Undanfarnar vikur hefur Ferðafélag Íslands verið mikið í fjölmiðlum þar sem m.a. hafa komið fram alvarlegar ásakanir í garð stjórnar, og félagið jafnvel kallað „skjallbandalag“ þar sem þöggun og meðvirkni ráði ríkjum”. Um leið hefur verið gert lítið úr niðurstöðum eins fjölmennasta fundar í sögu félagsins sem haldinn var í síðustu viku. Staðreyndin er sú að á fundinum kom skýrt fram, stutt staðreyndum, að kynferðisofbeldi innan félagsins hefur ekki verið þaggað niður af stjórn. Þótt vissulega geti Ferðafélagið, líkt og önnur félagasamtök og fyrirtæki, gert betur í þessum mikilvæga málaflokki, þá hefur þessum málum ávallt verið vísað í skilgreinda farvegi innan félagsins. Á heimasíðu FÍ má nálgast framsöguræður fundarins þar sem vel á annan tug af 300 fundargestum tóku til máls. Á fundinum var rakið hvernig fyrrverandi forseti og nánustu stuðningsmenn hennar reyndu að ná völdum í félaginu, með ólýðræðislegum og ómaklegum hætti þar sem nokkrum stjórnarmönnum var m.a. hótað opinberum ærumeiðingum. Í fjölmiðlum, þar á meðal í nýlegu helgarviðtali, var stjórnarfólki lögð ósönn orð í munn og það nafngreint, jafnvel í tengslum við mál sem trúnaður á að ríkja um. Slíkt er algjörlega á skjön við siða- og verklagsreglur slíkra mála, jafnt hjá félagasamtökum sem fyrirtækjum. Það er ekkert sem rökstyður fullyrðingar um að hylmt hafi verið yfir kynferðisofbeldi af stjórn félagsins. Fyrir það fyrsta fær stjórnin ekki slík mál á sitt borð auk þess sem stjórnin stóð einhuga með fyrrverandi forseta að því að innleiða nýjar og endurbættar starfsreglur varðandi einelti og kynferðisofbeldi í febrúar sl. Hefur öllum málum sem borist hafa félaginu síðan hefur verið vísað í þá farvegi sem þar eru tilgreindir. Um er að ræða tvö eineltismál og er annað þeirra kvörtun framkvæmdastjóra félagsins um einelti af hálfu forseta í sinn garð. Var það meðhöndlað samkvæmt áðurnefndum verklagsreglum sem fyrrverandi forseti hafði sjálf tekið þátt í að innleiða. Þar er m.a. kveðið á um að meintur gerandi stígi til hliðar tímabundið á meðan unnið er úr málinu. Allt tal um „þöggunarsamning“ stjórnar gagnvart henni á því ekki við, enda einfaldlega verið að fylgja verklagsreglum. Eineltiskvörtun framkvæmdastjóra var samkvæmt sömu verklagsreglum send til utanaðkomandi fagaðila, sem voru að vinna í málinu þegar fyrirspurn barst í lok sumars frá lögfræðingi fyrrverandi forseta. Sagðist hún þar vilja stíga til hliðar í sátt með hagsmuni FÍ að leiðarljósi og óskaði eftir að eineltisákæran væri felld niður. Þolandi ákvað eftir nokkra umhugsun að fella kæruna niður, en eins og flestum er ljóst efndi fyrrverandi forseti ekki sinn hluta samkomulagsins. Á félagsfundinum í sl. viku var lögð fram vantrauststillöga á stjórn FÍ en frávísunartillaga á hana var samþykkt með 85% greiddra atkvæða. Í kjölfarið var síðan borin upp og samþykkt traustsyfirlýsing á stjórn félagsins með svipuðum fjölda atkvæða. Öllum var frjálst að tala á þessum fundi og það er útúrsnúningur að gera lítið úr því félagsfólki sem sótti fundinn og afdráttarlausri niðurstöðu hans. Allir 11 þús. félagar FÍ áttu þess kost að mæta á fundinn, þ.m.t. stuðningsmenn fyrrverandi forseta, en dagana fyrir fundinn höfðu þónokkrir þeirra skráð sig aftur í félagið til að taka þátt í honum. Málflutningur af Ferðafélaginu hefur oft á tíðum undanfarið verið einhliða og byggir oftar en ekki á sögusögnum, t.d. að fyrrverandi stjórnarmaður, sem sagði sig úr stjórn fyrir ári síðan, hafi eftir það verið aðstoðarfararstjóri í ferðum félagsins. Þetta er ósatt líkt og sú fullyrðing að ég hafi barist fyrir endurkomu hans í stjórn félagsins, enda annar aðili kosinn í stjórn í hans stað á síðasta aðalfundi. Þessi fyrrverandi stjórnarmaður hefur hins vegar tekið þátt í ferðum félagsins, enda hafði fyrrverandi forseti sagt við hann og aðra að slíkt væri sjálfsagt og þau tvö m.a. tekið þátt í sömu skíðaferð um hálendið sl. vetur. Ferðafélag Íslands er ekki hafið yfir gagnrýni og félagið getur klárlega gert betur í ofbeldis- og eineltismálum. Gagnrýni verður þó að vera málefnaleg og byggja á staðreyndum. Það er ömurlegt að þurfa sífellt að sitja undir röngum ásökunum, falsfréttum sem fólk fer að trúa séu þær endurteknar nógu oft. Afsögn fyrrverandi forseta kom ekki til vegna aðgerðaleysis stjórnar í eineltis- og kynferðisofbeldismálum, heldur var hún sorgleg afleiðing ólýðræðislegra stjórnarhátta og eineltistilburða hennar sem aðrir í stjórn félagsins gátu engan veginn sætt sig við og bar að bregðast við. Nú er mikilvægt að við félagsmenn í FÍ snúum bökum saman og vinnum áfram af krafti að því að efla félagið okkar og gera það enn betra. Við vitum að með jákvæðu samtali og samvinnu okkar á milli okkar getum við fundið leiðir til að laga það sem þarf að laga og efla félagið enn frekar til framtíðar. Höfundur er læknir og náttúruverndarsinni sem á sæti í stjórn Ferðafélagi Íslands.
Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir Skoðun
Skoðun Veljum íslensk jólatré – styðjum skógrækt og umhverfið Ragnhildur Freysteinsdóttir skrifar
Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - landsbyggðin, lýðheilsa og lækningar Victor Guðmundsson skrifar
Skoðun Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Samvirkni íslenskrar ferðaþjónustu mun fyrst nást með skemmtiferðaskipum Unnur Elva Arnardóttir,Emma Kjartansdóttir skrifar
Skoðun Áhyggjur af stöðu tónlistarmenntunar á degi tónlistar Aron Örn Óskarsson,Edda Austmann,Sigrún Grendal skrifar
Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Ferðaþjónustan er ekki vandamálið – hún heldur hjólum landsins gangandi Þórir Garðarsson skrifar
Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir Skoðun