Þetta hækkar hjá Reykjavíkurborg um áramótin Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 3. nóvember 2022 21:30 Ráðhúsið við Reykjavíkurtjörn. Vísir/Vilhelm Verð á sorphirðu, skólamáltíðum og árskorti í sund hjá Reykjavíkurborg mun hækka um áramótin. Borgarfulltrúi minnihlutans hefði viljað frysta gjaldskrárhækkanir sem snúa að frístundastarfi í ljósi verðbólgu. Í borgarstjórn á þriðjudaginn lagði Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri fram tillögu um gjaldskrá Reykjavíkurborgar fyrir árið 2023. Þar má finna verðlagshækkanir sem taka gildi um áramótin. Fram kemur í tillögunni að þær séu í samræmi við þjóðhagsspá Hagstofu og verðlagsforsendur fjárhagsáætlunar borgarinnar fyrir árið 2023. Tillagan var samþykkt og mun því flest þjónusta hækka í verði á næsta ári. Það mun til dæmis kosta meira fyrir borgarbúa að henda rusli. Árgjaldið á 240 lítra tunnu hækkar um 6.500 krónur og mun á næsta ári kosta 40.700. Skólamáltíðir dýrari Fimm daga vistun á frístundaheimili hækkar um tæpar 800 krónur og mun kosta 16.537 krónur. Þá verður dýrara fyrir börn að borða heitar máltíðir í grunnskólum borgarinnar. Mánaðaráskrift hækkar um 549 krónur og mun kosta 11.744. Og leikskólagjöldin, þau hækka um 4,9 prósent. Árskort í sund fyrir fullorðið fólk mun hækka um tvö þúsund krónur og kostar á næsta ári 41 þúsund. Stakur miði í sund hækkar líka og mun kosta 1.210. Þá verður ekki gott að gleyma handklæðinu þegar komið er á sundstað á næsta ári því leiga á því hækkar og mun kosta 720 krónur. Dýrara að skoða selina Góður dagur í fjölskyldu- og húsdýragarðinum verður dýrari eftir áramót. Aðgangur fyrir börn yngri en tólf ára hækkar um tæp 34 prósent og mun kosta 1.050. Aðgangur fyrir fullorðna hækkar um rúm 46 prósent og mun kosta 1.500. „Ég er mjög ósátt við þetta. Við lögðum það til á þriðjudaginn í fyrri umræðu fjárhagsáætlunar að frysta sérstaklega þær gjaldskrárhækkanir sem snúa að sumar- og vetrarstarfi frístundaheimila og sértækra félagsmiðstöðva,“ sagði Kolbrún Baldursdóttir, borgarfulltrúi Flokks fólksins. Hún segir ekki langt frá síðustu verðhækkunum, þær hafi verið öðru hvoru megin við sumarið. „Það er eins og við vitum ekki gott ástand í samfélaginu núna. Það er um 8,8 prósent verðbólga og þetta fer auðvitað bara beint út í verðlagið og kemur sem allra verst niður á þeim sem minnst mega sín.“ Borgarstjórn Reykjavík Neytendur Verðlag Fjármál heimilisins Mest lesið Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Innlent Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Innlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina Erlent Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Innlent Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Innlent Endaði á ljósastaur eftir flótta undan lögreglu Innlent Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Innlent Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Innlent Fleiri fréttir Endaði á ljósastaur eftir flótta undan lögreglu Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Tæp tvö ár fyrir smygl á tæpum tveimur kílóum af kókaíni Hafa áhyggjur af fjármögnun loftslagsaðgerða stjórnvalda Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Öryrkjar fá nú síður gjafsókn Fjörðurinn orðinn tvöfalt stærri Sveinn Óskar leiðir listann áfram Foreldrar eigi líka að leggja símann frá sér Samgönguáætlun ekki afgreidd á haustþingi Spáir enn desembergosi Ný fjármögnunarleið að ryðja sér til rúms og friðaráætlun í Úkraínu gagnrýnd Margir skorað á Ingibjörgu í formanninn Játaði líkamsárás en sleppur í bili vegna tölvubréfs dómara Bílvelta og árekstur í hálkunni Vísbendingar um að færri unglingar drekki áfengi Sjá meira
Í borgarstjórn á þriðjudaginn lagði Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri fram tillögu um gjaldskrá Reykjavíkurborgar fyrir árið 2023. Þar má finna verðlagshækkanir sem taka gildi um áramótin. Fram kemur í tillögunni að þær séu í samræmi við þjóðhagsspá Hagstofu og verðlagsforsendur fjárhagsáætlunar borgarinnar fyrir árið 2023. Tillagan var samþykkt og mun því flest þjónusta hækka í verði á næsta ári. Það mun til dæmis kosta meira fyrir borgarbúa að henda rusli. Árgjaldið á 240 lítra tunnu hækkar um 6.500 krónur og mun á næsta ári kosta 40.700. Skólamáltíðir dýrari Fimm daga vistun á frístundaheimili hækkar um tæpar 800 krónur og mun kosta 16.537 krónur. Þá verður dýrara fyrir börn að borða heitar máltíðir í grunnskólum borgarinnar. Mánaðaráskrift hækkar um 549 krónur og mun kosta 11.744. Og leikskólagjöldin, þau hækka um 4,9 prósent. Árskort í sund fyrir fullorðið fólk mun hækka um tvö þúsund krónur og kostar á næsta ári 41 þúsund. Stakur miði í sund hækkar líka og mun kosta 1.210. Þá verður ekki gott að gleyma handklæðinu þegar komið er á sundstað á næsta ári því leiga á því hækkar og mun kosta 720 krónur. Dýrara að skoða selina Góður dagur í fjölskyldu- og húsdýragarðinum verður dýrari eftir áramót. Aðgangur fyrir börn yngri en tólf ára hækkar um tæp 34 prósent og mun kosta 1.050. Aðgangur fyrir fullorðna hækkar um rúm 46 prósent og mun kosta 1.500. „Ég er mjög ósátt við þetta. Við lögðum það til á þriðjudaginn í fyrri umræðu fjárhagsáætlunar að frysta sérstaklega þær gjaldskrárhækkanir sem snúa að sumar- og vetrarstarfi frístundaheimila og sértækra félagsmiðstöðva,“ sagði Kolbrún Baldursdóttir, borgarfulltrúi Flokks fólksins. Hún segir ekki langt frá síðustu verðhækkunum, þær hafi verið öðru hvoru megin við sumarið. „Það er eins og við vitum ekki gott ástand í samfélaginu núna. Það er um 8,8 prósent verðbólga og þetta fer auðvitað bara beint út í verðlagið og kemur sem allra verst niður á þeim sem minnst mega sín.“
Borgarstjórn Reykjavík Neytendur Verðlag Fjármál heimilisins Mest lesið Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Innlent Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Innlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina Erlent Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Innlent Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Innlent Endaði á ljósastaur eftir flótta undan lögreglu Innlent Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Innlent Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Innlent Fleiri fréttir Endaði á ljósastaur eftir flótta undan lögreglu Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Tæp tvö ár fyrir smygl á tæpum tveimur kílóum af kókaíni Hafa áhyggjur af fjármögnun loftslagsaðgerða stjórnvalda Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Öryrkjar fá nú síður gjafsókn Fjörðurinn orðinn tvöfalt stærri Sveinn Óskar leiðir listann áfram Foreldrar eigi líka að leggja símann frá sér Samgönguáætlun ekki afgreidd á haustþingi Spáir enn desembergosi Ný fjármögnunarleið að ryðja sér til rúms og friðaráætlun í Úkraínu gagnrýnd Margir skorað á Ingibjörgu í formanninn Játaði líkamsárás en sleppur í bili vegna tölvubréfs dómara Bílvelta og árekstur í hálkunni Vísbendingar um að færri unglingar drekki áfengi Sjá meira