Kvartar undan tekjutapi Twitter Samúel Karl Ólason skrifar 4. nóvember 2022 16:57 Elon Musk er ósáttur við að fyrirtæki hafi hætt að auglýsa á Twitter eftir yfirtöku hans á samfélagsmiðlafyrirtækinu. EPA/Carina Johansen Auðjöfurinn Elon Musk, nýr eigandi Twitter, segir fyrirtækið hafa orðið fyrir miklu tekjutapi því auglýsendur hafi hætt að auglýsa á samfélagsmiðlinum. Til stendur að segja upp stórum hópi starfsmanna fyrirtækisins, viku eftir að Musk eignaðist Twitter og tók fyrirtækið af hlutabréfamarkaði. Musk tísti í dag og sagði að aðgerðasinnar hefðu beitt auglýsendur þrýstingi og sagði það þrátt fyrir að engar breytingar hefðu verið gerðar á ritstjórn samfélagsmiðilsins og að „við gerðum allt sem gátum til að friða aðgerðasinnana.“ Auðjöfurinn sagði þetta ömurlegt og bætti við: „Þau eru að reyna að ganga frá málfrelsi í Bandaríkjunum.“ Twitter has had a massive drop in revenue, due to activist groups pressuring advertisers, even though nothing has changed with content moderation and we did everything we could to appease the activists.Extremely messed up! They re trying to destroy free speech in America.— Elon Musk (@elonmusk) November 4, 2022 Í frétt Wall Street Journal segir að forsvarsmenn stórra fyrirtækja eins og General Mills, Mondelez International og Pfizer hafi tekið þá ákvörðun að hætta tímabundið að auglýsa á Twitter í kjölfar yfirtöku Musks. Auðjöfurinn hefur lagt mikið púður í það að leita að nýjum tekjulindum fyrir Twitter og hefur meðal annars komið til greina að bjóða uppá áskriftarþjónustu þar sem notendur myndu greiða átta dali á mánuði. Musk segir að áskrifendur muni frá blátt merki við nafn sitt, forgang í leitarvél Twitter og samræðum, færri auglýsingar og geta birt lengri myndbönd og hljóðbúta. Musk keypti fyrirtækið á 44 milljarða dala. Fyrirtækið tók á sig miklar skuldir við yfirtökuna. Greinendur segja að vaxtagreiðslur Twitter muni vegna þessara skulda fara úr um fimmtíu milljónum dala í fyrra, í um milljarð dala á næsta ári. Sjá einnig: Musk leitar nýrra tekjulinda fyrir Twitter Þessar hugmyndir Musks hafa vakið spurningar um framkvæmd og þá sérstaklega það hvort notendur geti þóst vera hver sem er á Twitter og jafnvel hvort ríkisstjórnir geti opnað áskriftarreikninga á Twitter til að dreifa áróðri í forgangi í leitarvél miðilsins og samræðum, eins og Musk hefur gefið til kynna. Musk hefur sagt að hann hafi keypt Twitter með framtíð mannkyns í huga og að hann vilji ýta undir málfrelsi. Hann hefur lengi verið gagnrýninn á ritstjórn Twitter en í kjölfar yfirtöku hans hafa rasistar og tröll nýtt tækifærið til að básúna hatursfullum ummælum á Twitter. Sjá einnig: Rasistar og tröll nýta sér tækifærið á Twitter Um 7.500 manns unnu hjá Twitter í byrjun árs en stór hluti þeirra starfsmanna hefur staðið frammi fyrir því að vera sagt upp störfum í dag. Þegar þetta er skrifað eru byrjaðar að berast fregnir af uppsögnum hjá Twitter. Meðal annars er Musk sagður hafa sagt upp öllum starfsmönnum Twitter sem hafa unnið gegn falsfréttum og upplýsingaóreiðu á samfélagsmiðlinum. Bandaríkin Twitter Mest lesið Sigrún Ósk kveður Stöð 2 Viðskipti innlent Sjálfstætt starfandi fjölgar: Fljótlegt, einfalt og oft ódýrara Atvinnulíf Semja um sjóflutninga og hafnaruppbyggingu í Þorlákshöfn Viðskipti innlent Flugumferð aldrei verið meiri en á síðasta ári Viðskipti innlent Ný gervigreindarlausn opnar fyrir sólarhringsþjónustu 1819 Viðskipti innlent Kaupa meirihluta hlutafjár Internets á Íslandi hf. Viðskipti innlent Hættir sem ritstjóri Bændablaðsins Viðskipti innlent Sjálfstætt starfandi fjölgar: „Hvað gerist þegar forstjórinn veikist?“ Atvinnulíf Mannauðsmál: „Enn of mikil tilhneiging til að taka ekki á málum“ Atvinnulíf Lætur af störfum hjá Stöð 2 eftir tuttugu ára feril Viðskipti innlent Fleiri fréttir Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjónvarpskóngur allur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Bölvað basl á Bond Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS TikTok fær síðasta séns fyrir Hæstarétti Ræða samruna Honda og Nissan Bitcoin nær nýjum hæðum vegna Trumps Enn þynnri og samanbrjótanlegur iPhone Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Verð á kaffi sögulega hátt Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Danska ríkið kaupir Kastrup Sjá meira
Musk tísti í dag og sagði að aðgerðasinnar hefðu beitt auglýsendur þrýstingi og sagði það þrátt fyrir að engar breytingar hefðu verið gerðar á ritstjórn samfélagsmiðilsins og að „við gerðum allt sem gátum til að friða aðgerðasinnana.“ Auðjöfurinn sagði þetta ömurlegt og bætti við: „Þau eru að reyna að ganga frá málfrelsi í Bandaríkjunum.“ Twitter has had a massive drop in revenue, due to activist groups pressuring advertisers, even though nothing has changed with content moderation and we did everything we could to appease the activists.Extremely messed up! They re trying to destroy free speech in America.— Elon Musk (@elonmusk) November 4, 2022 Í frétt Wall Street Journal segir að forsvarsmenn stórra fyrirtækja eins og General Mills, Mondelez International og Pfizer hafi tekið þá ákvörðun að hætta tímabundið að auglýsa á Twitter í kjölfar yfirtöku Musks. Auðjöfurinn hefur lagt mikið púður í það að leita að nýjum tekjulindum fyrir Twitter og hefur meðal annars komið til greina að bjóða uppá áskriftarþjónustu þar sem notendur myndu greiða átta dali á mánuði. Musk segir að áskrifendur muni frá blátt merki við nafn sitt, forgang í leitarvél Twitter og samræðum, færri auglýsingar og geta birt lengri myndbönd og hljóðbúta. Musk keypti fyrirtækið á 44 milljarða dala. Fyrirtækið tók á sig miklar skuldir við yfirtökuna. Greinendur segja að vaxtagreiðslur Twitter muni vegna þessara skulda fara úr um fimmtíu milljónum dala í fyrra, í um milljarð dala á næsta ári. Sjá einnig: Musk leitar nýrra tekjulinda fyrir Twitter Þessar hugmyndir Musks hafa vakið spurningar um framkvæmd og þá sérstaklega það hvort notendur geti þóst vera hver sem er á Twitter og jafnvel hvort ríkisstjórnir geti opnað áskriftarreikninga á Twitter til að dreifa áróðri í forgangi í leitarvél miðilsins og samræðum, eins og Musk hefur gefið til kynna. Musk hefur sagt að hann hafi keypt Twitter með framtíð mannkyns í huga og að hann vilji ýta undir málfrelsi. Hann hefur lengi verið gagnrýninn á ritstjórn Twitter en í kjölfar yfirtöku hans hafa rasistar og tröll nýtt tækifærið til að básúna hatursfullum ummælum á Twitter. Sjá einnig: Rasistar og tröll nýta sér tækifærið á Twitter Um 7.500 manns unnu hjá Twitter í byrjun árs en stór hluti þeirra starfsmanna hefur staðið frammi fyrir því að vera sagt upp störfum í dag. Þegar þetta er skrifað eru byrjaðar að berast fregnir af uppsögnum hjá Twitter. Meðal annars er Musk sagður hafa sagt upp öllum starfsmönnum Twitter sem hafa unnið gegn falsfréttum og upplýsingaóreiðu á samfélagsmiðlinum.
Bandaríkin Twitter Mest lesið Sigrún Ósk kveður Stöð 2 Viðskipti innlent Sjálfstætt starfandi fjölgar: Fljótlegt, einfalt og oft ódýrara Atvinnulíf Semja um sjóflutninga og hafnaruppbyggingu í Þorlákshöfn Viðskipti innlent Flugumferð aldrei verið meiri en á síðasta ári Viðskipti innlent Ný gervigreindarlausn opnar fyrir sólarhringsþjónustu 1819 Viðskipti innlent Kaupa meirihluta hlutafjár Internets á Íslandi hf. Viðskipti innlent Hættir sem ritstjóri Bændablaðsins Viðskipti innlent Sjálfstætt starfandi fjölgar: „Hvað gerist þegar forstjórinn veikist?“ Atvinnulíf Mannauðsmál: „Enn of mikil tilhneiging til að taka ekki á málum“ Atvinnulíf Lætur af störfum hjá Stöð 2 eftir tuttugu ára feril Viðskipti innlent Fleiri fréttir Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjónvarpskóngur allur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Bölvað basl á Bond Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS TikTok fær síðasta séns fyrir Hæstarétti Ræða samruna Honda og Nissan Bitcoin nær nýjum hæðum vegna Trumps Enn þynnri og samanbrjótanlegur iPhone Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Verð á kaffi sögulega hátt Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Danska ríkið kaupir Kastrup Sjá meira