Orkusjálfstæði Íslands Svavar Halldórsson skrifar 4. nóvember 2022 19:00 Ef við Íslendingar ætlum að ná loftslagsmarkmiðum okkar er algerlega nauðsynlegt að flýta orkuskiptum eins og kostur er. En þótt við framleiðum mikið af grænni orku þá þurfum við að gera enn betur. Við flytjum enn inn olíu fyrir 100 milljarða króna á ári. Ef fyrirhuguð orkuskipti eiga að ganga eftir þurfum við að herða okkur í virkjun vindorku, jarðhita og fallvatna – að sjálfsögðu með almenn umhverfissjónarmið að leiðarljósi. Meiri græna orku Orkuskiptin ein og sér kalla á 80% meiri framleiðslu grænnar orku. Verkin verða að tala. Innlendir umhverfisvænir orkugjafar eru á allan hátt betri fyrir umhverfið og efnahaginn, enda virðist samstaða meðal þjóðarinnar um að framtíð Íslands sé best borgið með áherslu á sjálfbærni, græna atvinnuuppbyggingu og nýsköpun. Fyrir liggur að fjöldi tækifæra er til að skapa ný og eftirsótt störf á Íslandi. Mörg þeirra áhugaverðu sprota- og nýsköpunarfyrirtækja sem sprottið hafa upp á síðustu árum treysta á græna orku. En til þess að þau megi dafna þarf að virkja orkuna. Umhverfisvæn atvinnuuppbygging Hreinleiki Íslands og græn orka á samkeppnishæfu verði, veita okkur mikið forskot í alþjóðlegri samkeppni og tækifæri til að auka enn verðmætasköpun og bæta lífskjör. Spurning er ekki hvort, heldur hvenær, allar samgöngur á Íslandi verða umhverfisvænar. Grænni tækni í samgöngum fleygir fram um allan heim. Við höfum séð byltingu í framboði á grænum valkostum þegar kemur að bifreiðum. Áður en við vitum af verður stór hluti nýrra skipa og flugvéla gerður fyrir umhverfisvæna orkugjafa. Þá verðum við að vera tilbúin með grænu orkuna. Orka og sjálfstæði þjóðarinnar Ef við ætlum að ná markmiðum okkar um græna framtíð og kolefnishlutleysi verðum við að herða okkur í framleiðslu umhverfisvænnar orku. Það liggur ljóst fyrir. En það eru ekki bara umhverfissjónarmiðin sem knýja á um að við beislum meira af grænni orku. Nýleg þróun alþjóðamála hefur sýnt okkur svart á hvítu að það er skynsamlegt að stefna á orkusjálfstæði Íslands eins hratt og auðið er. Til þess að svo megi verða þurfum við nánast að tvöfalda innlenda orkuframleiðslu á næstu árum. Höfundur er stjórnmála- og stjórnsýslufræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Orkumál Orkuskipti Svavar Halldórsson Mest lesið Má endalaust vera níðingur!! Arna Magnea Danks Skoðun „Fór í útkall“ Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Skoðun Takk Vigdís! Takk Guðni! Takk Halla! — Takk þjóð! Hjörtur Hjartarson Skoðun Tillaga um hærri vörugjöld á mótorhjól er skref aftur á bak Unnar Már Magnússon Skoðun Krefjandi tímar í veitingageiranum Einar Bárðarson Skoðun Gegn áætluðu kílómetragjaldi stjórnvalda á bifhjól Matthías Arngrímsson Skoðun Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir Skoðun Dagur náms- og starfsráðgjafar 2025: Faglegur stuðningur sem skiptir máli – fyrir einstaklinga og samfélagið Jónína Kárdal,Svandís Sturludóttir Skoðun Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu Skoðun Silfurfat Samfylkingarinnar Helgi Áss Grétarsson Skoðun Skoðun Skoðun Gervigreind er persónulegi kennarinn þinn – Lærum að læra upp á nýtt Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Gegn áætluðu kílómetragjaldi stjórnvalda á bifhjól Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Tillaga um hærri vörugjöld á mótorhjól er skref aftur á bak Unnar Már Magnússon skrifar Skoðun Hvernig hugsar þú um hreint vatn? Lovísa Árnadóttir skrifar Skoðun Takk Vigdís! Takk Guðni! Takk Halla! — Takk þjóð! Hjörtur Hjartarson skrifar Skoðun Blóðmerar - skeytingarleysi hinna þriggja valda Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Krefjandi tímar í veitingageiranum Einar Bárðarson skrifar Skoðun Má endalaust vera níðingur!! Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu skrifar Skoðun Silfurfat Samfylkingarinnar Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir skrifar Skoðun Fjármálabylting: Gervigreind og táknvæðing fyrir almenning Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Véfréttir og villuljós Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun „Fór í útkall“ Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Dagur náms- og starfsráðgjafar 2025: Faglegur stuðningur sem skiptir máli – fyrir einstaklinga og samfélagið Jónína Kárdal,Svandís Sturludóttir skrifar Skoðun Fjölþátta ógnarstjórn Högni Elfar Gylfason skrifar Skoðun Verjum mikilvæga starfsemi Ljóssins Guðbjörg Jónsdóttir,Helga Tryggvadóttir,Sigurdís Haraldsdóttir skrifar Skoðun ,,Mig langar svo bara að geta kennt þessum 25 börnum“ Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Mér kvíðir slæm íslenska ungmenna Elín Karlsdóttir skrifar Skoðun Íþróttahreyfingin stefnir í gjaldþrot!! Helgi Sigurður Haraldsson skrifar Skoðun Læknaeiðurinn og dánaraðstoð: Hvað þýðir „að valda ekki skaða“? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Takk Sigurður Ingi Helgi Héðinsson skrifar Skoðun Krónan býr sig ekki til sjálf Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Stöndum saman fyrir íslenskan flugrekstur Bogi Nils Bogason skrifar Skoðun ,,Gallaður" hundur - söluhluturinn hundur - um úrskurð Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar Skoðun Baráttan heldur áfram! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvers virði er líf barns? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hvernig hljómar tilboðið einn fyrir þrjá? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Fyrrverandi lögreglumaður heyrir enn röddina Sigurður Árni Reynisson skrifar Sjá meira
Ef við Íslendingar ætlum að ná loftslagsmarkmiðum okkar er algerlega nauðsynlegt að flýta orkuskiptum eins og kostur er. En þótt við framleiðum mikið af grænni orku þá þurfum við að gera enn betur. Við flytjum enn inn olíu fyrir 100 milljarða króna á ári. Ef fyrirhuguð orkuskipti eiga að ganga eftir þurfum við að herða okkur í virkjun vindorku, jarðhita og fallvatna – að sjálfsögðu með almenn umhverfissjónarmið að leiðarljósi. Meiri græna orku Orkuskiptin ein og sér kalla á 80% meiri framleiðslu grænnar orku. Verkin verða að tala. Innlendir umhverfisvænir orkugjafar eru á allan hátt betri fyrir umhverfið og efnahaginn, enda virðist samstaða meðal þjóðarinnar um að framtíð Íslands sé best borgið með áherslu á sjálfbærni, græna atvinnuuppbyggingu og nýsköpun. Fyrir liggur að fjöldi tækifæra er til að skapa ný og eftirsótt störf á Íslandi. Mörg þeirra áhugaverðu sprota- og nýsköpunarfyrirtækja sem sprottið hafa upp á síðustu árum treysta á græna orku. En til þess að þau megi dafna þarf að virkja orkuna. Umhverfisvæn atvinnuuppbygging Hreinleiki Íslands og græn orka á samkeppnishæfu verði, veita okkur mikið forskot í alþjóðlegri samkeppni og tækifæri til að auka enn verðmætasköpun og bæta lífskjör. Spurning er ekki hvort, heldur hvenær, allar samgöngur á Íslandi verða umhverfisvænar. Grænni tækni í samgöngum fleygir fram um allan heim. Við höfum séð byltingu í framboði á grænum valkostum þegar kemur að bifreiðum. Áður en við vitum af verður stór hluti nýrra skipa og flugvéla gerður fyrir umhverfisvæna orkugjafa. Þá verðum við að vera tilbúin með grænu orkuna. Orka og sjálfstæði þjóðarinnar Ef við ætlum að ná markmiðum okkar um græna framtíð og kolefnishlutleysi verðum við að herða okkur í framleiðslu umhverfisvænnar orku. Það liggur ljóst fyrir. En það eru ekki bara umhverfissjónarmiðin sem knýja á um að við beislum meira af grænni orku. Nýleg þróun alþjóðamála hefur sýnt okkur svart á hvítu að það er skynsamlegt að stefna á orkusjálfstæði Íslands eins hratt og auðið er. Til þess að svo megi verða þurfum við nánast að tvöfalda innlenda orkuframleiðslu á næstu árum. Höfundur er stjórnmála- og stjórnsýslufræðingur.
Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir Skoðun
Dagur náms- og starfsráðgjafar 2025: Faglegur stuðningur sem skiptir máli – fyrir einstaklinga og samfélagið Jónína Kárdal,Svandís Sturludóttir Skoðun
Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu Skoðun
Skoðun Gervigreind er persónulegi kennarinn þinn – Lærum að læra upp á nýtt Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu skrifar
Skoðun Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir skrifar
Skoðun Fjármálabylting: Gervigreind og táknvæðing fyrir almenning Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Dagur náms- og starfsráðgjafar 2025: Faglegur stuðningur sem skiptir máli – fyrir einstaklinga og samfélagið Jónína Kárdal,Svandís Sturludóttir skrifar
Skoðun Verjum mikilvæga starfsemi Ljóssins Guðbjörg Jónsdóttir,Helga Tryggvadóttir,Sigurdís Haraldsdóttir skrifar
Skoðun ,,Gallaður" hundur - söluhluturinn hundur - um úrskurð Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar
Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir Skoðun
Dagur náms- og starfsráðgjafar 2025: Faglegur stuðningur sem skiptir máli – fyrir einstaklinga og samfélagið Jónína Kárdal,Svandís Sturludóttir Skoðun
Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu Skoðun