„Ég fæddist hér og ég mun deyja hér“ Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 6. nóvember 2022 12:01 Tilfinningarnar báru Piqué ofurliði. David S. Bustamante/Getty Images Gerard Piqué lék í gær sinn síðasta leik á ferli sínum sem knattspyrnumaður. Hann bar fyrirliðabandið í 2-0 sigri Barcelona á Almería í La Liga, spænsku úrvalsdeildinni í fótbolta. Eftir sigurinn, sem lyfti liðinu upp á topp deildarinnar, hélt Piqué tilfinningaþrungna ræðu. Hinn 35 ára gamli Piqué greindi frá því í liðinni viku að hann hygðist leggja skóna á hilluna og leikurinn í gær, laugardag, yrði hans síðasti á mögnuðum ferli. Miðvörðurinn hefur verið inn og út úr liðinu hjá Barcelona en hann hefur ekki átt sjö dagana sæla undanfarið. Fyrr á þessu ári var skilnaður hans við söngkonuna Shakiru staðfestur en hún hefur staðið í málaferlum undanfarið vegna vangoldinna skatta. Á sama tíma og samband þeirra hjóna fór á hliðina fór samband Barcelona að dala. Piqué var mikið gagnrýndur fyrir að vera virkur í skemmtanalífi Barcelona á sama tíma og félagið gat ekki neitt. Sjá einnig: Saksóknarar vilja Shakiru í fangelsi í átta ár Þegar í ljós kom að hann væri ekki að fara á HM með spænska landsliðinu virðist hann hafa tekið þá ákvörðun að leggja skóna á hilluna, þó svo að tímabilið sé í fullum gangi og Börsungar í bullandi titilbaráttu. „Fyrst og fremst vil ég bara segja takk. Við liðsfélaga mína, starfsfólkið, fólkið í félaginu og félagið sjálft. Til allra sem hafa hjálpað okkur að gera líf okkar auðveldara,“ sagði Piqué fyrir framan tugir þúsunda á Spotify Nývangi, heimavelli Barcelona, á laugardalskvöld. Pique went through all the emotions after the final game of his career pic.twitter.com/xIr4YrOZOu— ESPN FC (@ESPNFC) November 5, 2022 „Þegar maður verður eldri þá áttar maður sig á að stundum er ást einfaldlega að sleppa takinu. Ég er handviss um að ég muni snúa aftur í framtíðinni.“ „Eftir samband sem innihélt svo mikla ást, svo mikla ástríðu þá er ég viss um að nú sér rétti tíminn til að stíga til hliðar. Gefa hvort öðru smá andrúm en ég er viss um að ég muni snúa aftur. Ég fæddist hér og mun deyja hér,“ sagði Piqué að endingu á meðan stuðningsfólk félagsins gaf til kynna að það vildi fá hann sem forseta félagsins þegar fram líða stundir. Það hefur verið ýjað að því að Piqué – sem virðist nokkuð fær þegar kemur að viðskiptum og peningum – gæti tekið sæti í stjórn félagsins. Hann virðist allavega ekki hafa áhuga á að fara út í þjálfun. Hinn 35 ára gamli Piqué var vægast sagt sigursæll á sínum ferli. Eftir stutt stopp hjá Manchester United, og á láni hjá Real Zaragoza, þá sneri hann aftur til Katalóníu og varð goðsögn bæði hjá Barcelona og með spænska landsliðinu. Hann varð heimsmeistari árið 2010 með Spáni og Evrópumeistari tveimur árum síðar. Hjá Man United var hann hluti af liði sem vann ensku úrvalsdeildina og Meistaradeild Evrópu vorið 2008 þó hann hafi aðallega verið varaskeifa. Með Barcelona varð hann átta sinnum spænskur meistari, sjö sinnum spænskur bikarmeistari og Evrópumeistari þrisvar sinnum. Einnig vann hann spænska ofurbikarinn sex sinnum, Ofurbikar Evrópu þrisvar og HM félagsliða þrisvar einnig. Gerard Piqué og Cesc Fábregas unnu nokkra titlana saman.AFP Fótbolti Spænski boltinn Mest lesið Í beinni: Tindastóll - Stjarnan | Hvað gera Stólarnir eftir rassskellinn? Körfubolti Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Íslenski boltinn Varð að þegja yfir samningnum við Barcelona í margar vikur Handbolti „Einhvers staðar er skemmt epli ef niðurstaða þingsins var svona afdráttarlaus“ Körfubolti Birtir gamla mynd af sér í Barcelona-treyju: „Stór draumur að rætast“ Handbolti Félagið neitar að borga svo Amorim opnar veskið Enski boltinn Sonur Ronaldo spilaði fyrsta landsleikinn fyrir Portúgal Fótbolti Awoniyi sofandi á gjörgæslu og gengst undir aðra aðgerð í dag Enski boltinn Dæmdur fyrir að keyra yfir eiginkonu sína eftir rifrildi um eldhúsinnréttingu Sport Stólarnir klárir og vita hvað fór úrskeiðis í leik tvö: „Við misstum hausinn“ Körfubolti Fleiri fréttir Afturelding lagði ÍA á Akranesi og ÍBV hefndi sín Hjörtur skoraði þegar Volos tryggði sætið Hákon Arnar kveður kollega sinn í framlíninu sem getur valið úr tilboðum Sampdoria fallið í C-deildina í fyrsta sinn Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Sunderland sló áhorfendamet á leiðinni í úrslitaleikinn Awoniyi sofandi á gjörgæslu og gengst undir aðra aðgerð í dag Sonur Ronaldo spilaði fyrsta landsleikinn fyrir Portúgal Félagið neitar að borga svo Amorim opnar veskið Kvennalið Everton mun spila á Goodison sem verður ekki rifinn Stendur ekki steinn yfir steini hjá Orra-lausu Sociedad Þór komið áfram eftir öruggan sigur á Suðurlandi Man City sagt hafa lagt fram „mega“ tilboð í Wirtz Einn besti leikmaður KR frá næsta mánuðinn hið minnsta Víðir og Reynir ekki í eina sæng Logi á leið í burtu en ekki til Freys Markverði Víðis boðið til Real Madrid „Agndofa við að sjá þetta allt“ Sonur Ancelottis orðaður við Rangers Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Uppbótartíminn: „Ég hef miklar áhyggjur af þeim“ Dæmir úrslitaleik Evrópudeildar þrátt fyrir umdeilda fortíð Amorim gefur í skyn að hann fari frá Man Utd breytist kúltúrinn ekki Alonso tekur við Real fyrir HM félagsliða Þróttur skoraði sex og flaug áfram Valur marði Fram í framlengingu Íslendingaliðið sló óvænt stórlið Bodø/Glimt úr bikarnum Tindastóll, FH og HK áfram í bikarnum Leiður að heyra púað á vin sinn: „Getur ekki sagt fólki hvernig því á að líða“ Mikael Egill spilaði allan leikinn þegar Venezia komst upp úr fallsæti Hafa notað sama byrjunarliðið í öllum leikjunum Sjá meira
Hinn 35 ára gamli Piqué greindi frá því í liðinni viku að hann hygðist leggja skóna á hilluna og leikurinn í gær, laugardag, yrði hans síðasti á mögnuðum ferli. Miðvörðurinn hefur verið inn og út úr liðinu hjá Barcelona en hann hefur ekki átt sjö dagana sæla undanfarið. Fyrr á þessu ári var skilnaður hans við söngkonuna Shakiru staðfestur en hún hefur staðið í málaferlum undanfarið vegna vangoldinna skatta. Á sama tíma og samband þeirra hjóna fór á hliðina fór samband Barcelona að dala. Piqué var mikið gagnrýndur fyrir að vera virkur í skemmtanalífi Barcelona á sama tíma og félagið gat ekki neitt. Sjá einnig: Saksóknarar vilja Shakiru í fangelsi í átta ár Þegar í ljós kom að hann væri ekki að fara á HM með spænska landsliðinu virðist hann hafa tekið þá ákvörðun að leggja skóna á hilluna, þó svo að tímabilið sé í fullum gangi og Börsungar í bullandi titilbaráttu. „Fyrst og fremst vil ég bara segja takk. Við liðsfélaga mína, starfsfólkið, fólkið í félaginu og félagið sjálft. Til allra sem hafa hjálpað okkur að gera líf okkar auðveldara,“ sagði Piqué fyrir framan tugir þúsunda á Spotify Nývangi, heimavelli Barcelona, á laugardalskvöld. Pique went through all the emotions after the final game of his career pic.twitter.com/xIr4YrOZOu— ESPN FC (@ESPNFC) November 5, 2022 „Þegar maður verður eldri þá áttar maður sig á að stundum er ást einfaldlega að sleppa takinu. Ég er handviss um að ég muni snúa aftur í framtíðinni.“ „Eftir samband sem innihélt svo mikla ást, svo mikla ástríðu þá er ég viss um að nú sér rétti tíminn til að stíga til hliðar. Gefa hvort öðru smá andrúm en ég er viss um að ég muni snúa aftur. Ég fæddist hér og mun deyja hér,“ sagði Piqué að endingu á meðan stuðningsfólk félagsins gaf til kynna að það vildi fá hann sem forseta félagsins þegar fram líða stundir. Það hefur verið ýjað að því að Piqué – sem virðist nokkuð fær þegar kemur að viðskiptum og peningum – gæti tekið sæti í stjórn félagsins. Hann virðist allavega ekki hafa áhuga á að fara út í þjálfun. Hinn 35 ára gamli Piqué var vægast sagt sigursæll á sínum ferli. Eftir stutt stopp hjá Manchester United, og á láni hjá Real Zaragoza, þá sneri hann aftur til Katalóníu og varð goðsögn bæði hjá Barcelona og með spænska landsliðinu. Hann varð heimsmeistari árið 2010 með Spáni og Evrópumeistari tveimur árum síðar. Hjá Man United var hann hluti af liði sem vann ensku úrvalsdeildina og Meistaradeild Evrópu vorið 2008 þó hann hafi aðallega verið varaskeifa. Með Barcelona varð hann átta sinnum spænskur meistari, sjö sinnum spænskur bikarmeistari og Evrópumeistari þrisvar sinnum. Einnig vann hann spænska ofurbikarinn sex sinnum, Ofurbikar Evrópu þrisvar og HM félagsliða þrisvar einnig. Gerard Piqué og Cesc Fábregas unnu nokkra titlana saman.AFP
Fótbolti Spænski boltinn Mest lesið Í beinni: Tindastóll - Stjarnan | Hvað gera Stólarnir eftir rassskellinn? Körfubolti Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Íslenski boltinn Varð að þegja yfir samningnum við Barcelona í margar vikur Handbolti „Einhvers staðar er skemmt epli ef niðurstaða þingsins var svona afdráttarlaus“ Körfubolti Birtir gamla mynd af sér í Barcelona-treyju: „Stór draumur að rætast“ Handbolti Félagið neitar að borga svo Amorim opnar veskið Enski boltinn Sonur Ronaldo spilaði fyrsta landsleikinn fyrir Portúgal Fótbolti Awoniyi sofandi á gjörgæslu og gengst undir aðra aðgerð í dag Enski boltinn Dæmdur fyrir að keyra yfir eiginkonu sína eftir rifrildi um eldhúsinnréttingu Sport Stólarnir klárir og vita hvað fór úrskeiðis í leik tvö: „Við misstum hausinn“ Körfubolti Fleiri fréttir Afturelding lagði ÍA á Akranesi og ÍBV hefndi sín Hjörtur skoraði þegar Volos tryggði sætið Hákon Arnar kveður kollega sinn í framlíninu sem getur valið úr tilboðum Sampdoria fallið í C-deildina í fyrsta sinn Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Sunderland sló áhorfendamet á leiðinni í úrslitaleikinn Awoniyi sofandi á gjörgæslu og gengst undir aðra aðgerð í dag Sonur Ronaldo spilaði fyrsta landsleikinn fyrir Portúgal Félagið neitar að borga svo Amorim opnar veskið Kvennalið Everton mun spila á Goodison sem verður ekki rifinn Stendur ekki steinn yfir steini hjá Orra-lausu Sociedad Þór komið áfram eftir öruggan sigur á Suðurlandi Man City sagt hafa lagt fram „mega“ tilboð í Wirtz Einn besti leikmaður KR frá næsta mánuðinn hið minnsta Víðir og Reynir ekki í eina sæng Logi á leið í burtu en ekki til Freys Markverði Víðis boðið til Real Madrid „Agndofa við að sjá þetta allt“ Sonur Ancelottis orðaður við Rangers Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Uppbótartíminn: „Ég hef miklar áhyggjur af þeim“ Dæmir úrslitaleik Evrópudeildar þrátt fyrir umdeilda fortíð Amorim gefur í skyn að hann fari frá Man Utd breytist kúltúrinn ekki Alonso tekur við Real fyrir HM félagsliða Þróttur skoraði sex og flaug áfram Valur marði Fram í framlengingu Íslendingaliðið sló óvænt stórlið Bodø/Glimt úr bikarnum Tindastóll, FH og HK áfram í bikarnum Leiður að heyra púað á vin sinn: „Getur ekki sagt fólki hvernig því á að líða“ Mikael Egill spilaði allan leikinn þegar Venezia komst upp úr fallsæti Hafa notað sama byrjunarliðið í öllum leikjunum Sjá meira
Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Íslenski boltinn
Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast
Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Íslenski boltinn