„Umspilið verður krefjandi en skemmtilegt og við ætlum að nýta tímann vel“ Andri Már Eggertsson skrifar 6. nóvember 2022 17:05 Arnar Pétursson á hliðarlínunni í leik dagsins Vísir/Hulda Margrét Ísland vann Ísrael 24-33 og tryggði sér þáttöku í umspili um laust sæti á HM 2023. Arnar Pétursson, þjálfari Íslands, var ánægður með sigurinn og þessar tvær vikur sem landsliðið hefur verið saman og leikið fjóra leiki. „Ég er sáttur við unnum leikinn með níu mörkum en þetta var erfið fæðing þar sem Ísrael spilaði langar sóknir og við létum stundum svæfa okkur sem endaði með að við fengum á okkur ódýr mörk en heilt yfir er ég sáttur,“ sagði Arnar Pétursson ánægður með sigurinn. Arnar var ánægður með áhlaup Íslands um miðjan seinni hálfleik þar sem Ísland gerði fjögur mörk í röð og sleit Ísrael endanlega frá sér. „Mér fannst góður hraði í okkur á þeim kafla þar sem við keyrðum hratt á þær. Þetta var góður kafli sem við nýttum mjög vel.“ Arnar var mjög ánægður með þessa tvo leiki Íslands í forkeppni HM og næst tekur umspil við. „Ég er mjög sáttur með þessar tvær vikur sem við áttum núna og líka vikuna sem við vorum meðal annars í Vestmannaeyjum um daginn. Þetta er búið að vera að hluta til nýjar áherslur sem við höfum verið að fara í gegnum og ég er mjög ánægður með ferðina til Færeyja og núna eru fimm mánuðir í eitthvað af bestu liðum heims þannig við þurfum að nýta tímann vel.“ Ísland vann alla fjóra leikina og Arnar var ánægður með hvernig stelpurnar tóku í áherslur hans. „Mér finnst okkur hafa tekist að komast hærra í varnarleiknum og við erum ekki að standa á sex metrunum. Við erum að reyna að taka meira frumkvæði varnarlega og á móti betri liðum þurfum við að mæta hærra á völlinn. Mér fannst við líka ná betri tökum á hlaupunum upp völlinn sem er nauðsynlegt.“ Eftir fimm mánuði fer Ísland í umspil og mætir að öllum líkindum afar sterkum andstæðingi. „Í umspilinu mætum við eitthvað af sterkustu þjóðum heims þannig er umspilið fyrir HM. Við getum mætt eitthvað af liðunum sem eru að spila á EM núna og það verður krefjandi og erfitt en skemmtilegt verkefni sem bíður okkar,“ sagði Arnar Pétursson að lokum. Landslið kvenna í handbolta Handbolti HM kvenna í handbolta 2023 Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Látnir æfa á jóladag Enski boltinn Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Sport Beint af HM á sjúkrahús vegna sjaldgæfs taugasjúkdóms Sport „Allt er svo erfitt“ Enski boltinn Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu Enski boltinn Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Fótbolti Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Fótbolti Logi frá FH til Króatíu Fótbolti Fleiri fréttir Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Negla Elínar Klöru eitt af flottustu mörkum EM Kolstad vann toppslaginn Dana áberandi í síðasta leik ársins Leik Gísla og félaga í Magdeburg frestað vegna árásarinnar Rosalegur hæðarmunur á liðsfélögum íslensku strákanna Lærisveinar Guðmundar fara í frí með góðan sigur að baki Arnór frá Gumma til Arnórs Ósáttir Harðarmenn stofnuðu kröfu í heimabanka dómara Staðfesta 10-0 sigur ÍBV gegn Haukum Íslendingaliðið heldur áfram í undanúrslit Lærisveinar Guðjóns Vals úr leik í bikarkeppninni „Jólin eru ekki alveg eins afslöppuð“ Þyrfti kraftaverk til að Ómar yrði með á HM Þetta eru strákarnir sem spila fyrir Ísland á HM Snorri kynnti HM-hóp Íslands Lofaði konunni að flytja ekki til Íslands Framarar slógu út bikarmeistarana Afturelding í bikarúrslitin Dana Björg næstmarkahæst í sigri í toppslag Þórir gæti orðið þjálfari ársins í tveimur löndum „Ég er bara búinn að vera að jafna mig“ Stelpurnar hans Þóris tryggðu sér tvær milljónir hver Kvaddi á sama tíma og Þórir en sagði liðsfélögunum ekki frá því Guðmundur Bragi og félagar verða með á bikarúrslitahelginni Stjörnumenn fyrstir í bikarúrslitin Lærisveinar Gumma Gumm úr leik í bikarnum Bræðurnir góðir en Kolstad saknaði Sigvalda í tapi í Íslendingaslag Haukur og félagar unnu baráttuna um Búkarest Sjá meira
„Ég er sáttur við unnum leikinn með níu mörkum en þetta var erfið fæðing þar sem Ísrael spilaði langar sóknir og við létum stundum svæfa okkur sem endaði með að við fengum á okkur ódýr mörk en heilt yfir er ég sáttur,“ sagði Arnar Pétursson ánægður með sigurinn. Arnar var ánægður með áhlaup Íslands um miðjan seinni hálfleik þar sem Ísland gerði fjögur mörk í röð og sleit Ísrael endanlega frá sér. „Mér fannst góður hraði í okkur á þeim kafla þar sem við keyrðum hratt á þær. Þetta var góður kafli sem við nýttum mjög vel.“ Arnar var mjög ánægður með þessa tvo leiki Íslands í forkeppni HM og næst tekur umspil við. „Ég er mjög sáttur með þessar tvær vikur sem við áttum núna og líka vikuna sem við vorum meðal annars í Vestmannaeyjum um daginn. Þetta er búið að vera að hluta til nýjar áherslur sem við höfum verið að fara í gegnum og ég er mjög ánægður með ferðina til Færeyja og núna eru fimm mánuðir í eitthvað af bestu liðum heims þannig við þurfum að nýta tímann vel.“ Ísland vann alla fjóra leikina og Arnar var ánægður með hvernig stelpurnar tóku í áherslur hans. „Mér finnst okkur hafa tekist að komast hærra í varnarleiknum og við erum ekki að standa á sex metrunum. Við erum að reyna að taka meira frumkvæði varnarlega og á móti betri liðum þurfum við að mæta hærra á völlinn. Mér fannst við líka ná betri tökum á hlaupunum upp völlinn sem er nauðsynlegt.“ Eftir fimm mánuði fer Ísland í umspil og mætir að öllum líkindum afar sterkum andstæðingi. „Í umspilinu mætum við eitthvað af sterkustu þjóðum heims þannig er umspilið fyrir HM. Við getum mætt eitthvað af liðunum sem eru að spila á EM núna og það verður krefjandi og erfitt en skemmtilegt verkefni sem bíður okkar,“ sagði Arnar Pétursson að lokum.
Landslið kvenna í handbolta Handbolti HM kvenna í handbolta 2023 Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Látnir æfa á jóladag Enski boltinn Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Sport Beint af HM á sjúkrahús vegna sjaldgæfs taugasjúkdóms Sport „Allt er svo erfitt“ Enski boltinn Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu Enski boltinn Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Fótbolti Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Fótbolti Logi frá FH til Króatíu Fótbolti Fleiri fréttir Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Negla Elínar Klöru eitt af flottustu mörkum EM Kolstad vann toppslaginn Dana áberandi í síðasta leik ársins Leik Gísla og félaga í Magdeburg frestað vegna árásarinnar Rosalegur hæðarmunur á liðsfélögum íslensku strákanna Lærisveinar Guðmundar fara í frí með góðan sigur að baki Arnór frá Gumma til Arnórs Ósáttir Harðarmenn stofnuðu kröfu í heimabanka dómara Staðfesta 10-0 sigur ÍBV gegn Haukum Íslendingaliðið heldur áfram í undanúrslit Lærisveinar Guðjóns Vals úr leik í bikarkeppninni „Jólin eru ekki alveg eins afslöppuð“ Þyrfti kraftaverk til að Ómar yrði með á HM Þetta eru strákarnir sem spila fyrir Ísland á HM Snorri kynnti HM-hóp Íslands Lofaði konunni að flytja ekki til Íslands Framarar slógu út bikarmeistarana Afturelding í bikarúrslitin Dana Björg næstmarkahæst í sigri í toppslag Þórir gæti orðið þjálfari ársins í tveimur löndum „Ég er bara búinn að vera að jafna mig“ Stelpurnar hans Þóris tryggðu sér tvær milljónir hver Kvaddi á sama tíma og Þórir en sagði liðsfélögunum ekki frá því Guðmundur Bragi og félagar verða með á bikarúrslitahelginni Stjörnumenn fyrstir í bikarúrslitin Lærisveinar Gumma Gumm úr leik í bikarnum Bræðurnir góðir en Kolstad saknaði Sigvalda í tapi í Íslendingaslag Haukur og félagar unnu baráttuna um Búkarest Sjá meira